Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 18

Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gengið hefur verið frá breytingu á umboði fyrir MaK-skipavélar á Ís- landi. Frá og með 1. maí sl. hefur Framtak tekið alfarið við öllum um- boðsþáttum, þ.e. viðgerðar- og vara- hlutaþjónustu auk sölu á nýjum skipavélum frá MaK. Samstarfsaðili Framtaks er fyrirtækið Enmaco Mot- orer as. (áður MaK Scandinavia) í Hvidøvre við Kaupmannahöfn. En- maco Motorer sem er hluti af Cat/ MaK-samsteypunni, sér nú um MaK- þjónustu við Danmörku, Færeyjar, Svíþjóð og Finnland, auk Íslands. Fulltrúar Enmaco, þeir Erik Hass og Björn Kirk Pedersen, komu af þessu tilefni til Íslands til að ganga frá umboðssamningi og heimsækja viðskiptavini. „Framtak hefur verið viðurkennd- ur þjónustuaðili fyrir viðgerðir á MaK-skipavélum um langt árabil og hafa starfsmenn fyrirtækisins sótt fjölmörg tækninámskeið í því sam- bandi. Framtak hefur auk þess yfir að ráða fjölþættum, sérhæfðum tækja- búnaði og verkfærum til að sinna þessum verkefnum. MaK-skipavélar eru þekktar fyrir gangöryggi og lágan rekstrarkostn- að. Þess má geta að MaK-aðalvélar sem eru í togurum Útgerðarfélags Akureyringa, hafa verið keyrðar u.þ.b. 180.000 tíma síðan árið 1974, án nokkurra bilana umfram eðlilegt við- hald. Þar fara saman gæði framleiðsl- unnar auk sérlega góðrar umhirðu vélstjóra og viðhaldsdeildar ÚA sem eiga heiður skilinn fyrir að halda vél- arúmum skipanna í einstaklega góðu ástandi. MaK-vélar eru í fjölmörgum fiski- skipum í flotanum, flutningaskipum hjá Eimskipi og Samskipum og voru valdar í nýsmíðaskipin sem komu frá Chile, þ.e. í Hugin, Hákon og Ingunni. Í nýju ferjunni Norrænu eru fjórar MaK-aðalvélar auk þriggja ljósavéla. Hjá Framtaki verður byggður upp lager af algengustu varahlutum fyrir MaK-vélar en aðra varahluti er í flest- um tilfellum hægt að fá innan 24 klukkustunda en staðsetning Enmaco Motorer rétt við Kastrupflugvöll flýt- ir verulega fyrir afgreiðslu á vara- hlutum,“ segir í frétt frá Framtaki. Framtak með alla þætti umboðsins fyr- ir MaK-skipavélar Erik Hass frá Enmaco og Magnús Aadnegard, einn þriggja eigenda Fram- taks, undirrita nýjan umboðssamning. Aðrir á myndinni, talið frá vinstri: Kristján Hermannsson, sölu- og markaðsdeild Framtaks, Björn Kirk Ped- ersen, Enmaco, Óskar Björnsson, eigandi Framtaks, Þór Þórsson, eigandi Framtaks, og Guðmundur M. Jónsson, sölu- og markaðsdeild Framtaks. KANADÍSKIR vísindamenn hafa komizt að þeirri niðurstöðu, eftir áralangar rannsóknir, að 90% stór- fiska í höfunum séu horfin. Þetta eigi við fisktegundir eins og túnfisk, sverðfisk, seglfisk, hákarla, þorsk og lúðu. Samkvæmt skýrslu þeirra er nauðsynlegt að draga úr veiðum um 50% til að byggja stofnana upp á ný. Greint er frá þessari skýrslu í vís- indatímaritinu Nature, en hún er unnin af vísindamönnum við Dal- housie-háskóla í Kanada. Þar er fullyrt að það taki vinnsluskip að- eins 10 til 15 ár að ofveiða fiski- stofna niður í einn tíundahluta þess sem þeir voru við upphaf veiðanna. Skýrsluhöfundar segja að frá árinu 1950 hafi verið gengið hratt á stofna stóru fiskanna sem séu nú aðeins 10% af því sem þeir voru þá, ekki bara á ákveðnum svæðum, heldur í öllum heimshöfunum. Áhrif okkar á lífkerfið í höfunum séu miklu meiri en menn hafi áður talið, ekki bara á þessa stóru fiska, heldur alla keðjuna. Það sé ekki að- eins verið að ofveiða þá, heldur sé verið að breyta lífríkinu með ófyr- irséðum afleiðingum. Minni túnfiskveiði Leið skýrsluhöfunda að þessari niðurstöðu er sögð liggja í skýrslum um línuveiðar Japana á úthöfunum en þar veiða þeir einkum túnfisk. Segja þeir að Japanir stundi þessar veiðar í öllum heimsins höfum nema í kringum norður- og suðurpólinn. Þar sem Japanir hafi áður fengið 10 fiska á hverja 100 króka, séu þeir nú heppnir að fá einn fisk, eða aðeins 10% af því sem áður var. Í skýrslunni segir að ekki aðeins hafi þessum stóru fiskum fækkað heldur nái þeir aldrei sömu stærð og áður vegna mikillar veiði. Fisk- urinn sé jafnvel veiddur áður en hann nær að fjölga sér. Minnka þarf veiðar um 50% „Eina leiðin til að leysa þetta heimsvandamál,“ segja höfundar skýrslunnar, „er afskaplega erfið. Það þarf að minnka aflakvóta, draga úr veiðigetu, minnka styrki, draga úr brottkasti og stofna fisk- verndarsvæði með skipulögðum hætti. Það verður að draga úr fisk- veiðum sem nemur 50% til að koma í veg fyrir frekari hrörnun fiskistofnanna. Takist að byggja stofnana upp á ný gætum við veitt jafnmikið af fiski og áður með ein- um þriðja til eins tíunda af þeirri veiðigetu sem nú er notuð. Það yrðu tímabundnir erfiðleikar fyrir sjómenn, en þeir munu hagnast á þessu til lengri tíma litið.“ Megnið af stórfiskun- um horfið? Fjöldi stórfiska, eins og seglfisks, er nú aðeins 10% af því sem hann var fyrir áratugum að mati kan- adískra vísindamanna. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF BELGAR ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, og kjósa sér nýtt sambandsþing. Mjög mjótt hefur verið á mununum milli helztu flokka, ef marka má skoðanakannanir. 7,4 milljónir manna eru á kjörskrá. Frambjóðendur yzt á hægri kantin- um gera sér vonir um að stórauka fylgi sitt frá síðustu kosningum. Flokkarnir sex sem staðið hafa að samsteypustjórn hins frjálsynda Guy Verhofstadt síðustu fjögur árin njóta örlítils forskots í skoðanakönnunum, en búizt er við að næsta stjórn verði mynduð, eins og vaninn er (líkt og á Íslandi) í þreifingum milli allra flokka í kjölfar kosninganna. Hægrijaðarflokknum Vlaams Blok, sem vill að belgíska sam- bandsríkið verði leyst upp og Flæm- ingjaland lýst sjálstætt ríki, er spáð 18% atkvæða, sem yrði þeirra mesti kosningasigur til þessa. Í síðustu kosningum náði fylgi flokksins 15%. Hitt er þó víst, að Vlaams Blok verður haldið utan við stjórnarmynd- un, þar sem allir hefðbundnu flokk- arnir hafa lagt áherzlu á að snið- ganga flæmsku þjóðernisöfga- sinnana. Hinn frjálslyndi VLD-flokkur Ver- hofstadts er spáð 22,5% samkvæmt síðustu skoðanakönnun, en hefur að- eins örlítið forskot á kristilega demó- krata (CD&V), sem mælast með 21,9%, en leiðtogi þeirra, Stefaan De Clerck, sækist einnig eftir forsætis- ráðherrastólnum. Þá hefur flæmski jafnaðarmanna- flokkurinn (SPA) verið í mikilli sókn eftir að hann sameinaði krafta sína með hófsömum þjóðernissinnum í flokknum Spirit. Saman mælast þeir með 21,1%. Flæmingjar í forystu Frá því Belgía varð að sam- bandsríki hefur venjan verið sú að forsætisráðherraembættið skipi Flæmingi, en í flæmskumælandi norðurhluta landsins búa um 60% íbúa Belgíu og þar er velmegun mun meiri en í frönskumælandi suður- hlutanum, Vallóníu. Tveir frönskumælandi stjórnmála- menn eiga þó möguleika á því að hafa eitthvað að segja um myndun næstu stjórnar. Fyrstan er þar að nefna Louis Michel, fráfarandi utanríkis- ráðherra, sem jók persónufylgi sitt meðal vissra hópa kjósenda með ein- arðri afstöðu sinni gegn Íraksstríð- inu. Hinn er Elio Di Rupo úr Sósíal- istaflokki frönskumælandi Belga, en honum hefur tekizt að „taka til“ í þeim flokki eftir ýmis hneykslismál. Mjótt á munum í Belgíu Jaðarflokkar til hægri vonast eftir fylgis- uppsveiflu Reuters Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, í útvarpsviðtali í Brussel í gær. Samsteypustjórn hans stendur tæpt í skoðanakönnunum, en Belg- ar kjósa nýtt þing á morgun. Brussel. AFP. ÍTALSKUR bóndi gerir hlé á vinnu sinni í gær og fylg- ist með þátttakendum í hjólreiðakeppninni Ítalíuhring- urinn, sem nú stendur yfir. Í gær var hjólaður sjötti hluti keppninnar, 222 km,frá Maddaloni til Avezzano á Mið-Ítalíu, en keppninni, sem hófst í Lecce 10. maí, lýk- ur í Mílanó 1. júní. Ítalinn Alessandro Petacchi sigraði í sjötta hlutanum í gær og er ennfremur með forystu í heildarkeppninni. Alls er hjóluð 21 leið. AP Fylgst með Ítalíuhringnum Sænska krónprinsessan veldur deilum Andstæðingar evrunnar æfir Ulla Hoffman, leiðtogi Venstre, tekur í sama streng: „Það væri óskandi að konunsgfjölskyldan gætti hlutleysis, og um leið að hlut- verki sínu, þegar þjóðaratkvæða- greiðsla er svo skammt undan.“ Upplýsingafulltrúi sænsku kon- ungshallarinnar, Elisabeth Tarras- Wahlberg, segist ekki sjá nein tengsl milli skoðana Viktoríu prinsessu og viðveru hennar á fundi evrusinna. Hún segist muni ábyrgjast að krónprinsessan verði einnig viðstödd fund andstæðinga evrunnar. SÆNSKIR andstæðingar evrunnar eru æfir yfir því að evrusinnar noti Viktoríu krónprinsessu í herferð sinni að því er fram kemur í norska dagblaðinu Aftenposten. Krónprinsessan var sl. miðviku- dag viðstödd fund evrusinna í hljómleikahúsinu í Stokkhólmi. Þar hélt sósíal-demókratinn og evrusinninn Anders Sundström er- indi um kosti inngöngu í evrópska myntbandalagið og er Viktoría prinsessa sögð hafa lofað ræðuna. Þetta þykir Sören Wibe, forsvars- manni þeirra sósíal-demókrata sem mótfallnir eru evrunni, hafa verið afar ósmekklegt. Að hans mati á konungsfjölskyldan að gæta fyllsta hlutleysis þar til þjóð- aratkvæðagreiðsla hefur farið fram en að tveimur mánuðum liðn- um kýs sænska þjóðin um það hvort skipta eigi sænsku krónunni út fyrir evruna. „Konungs- fjölskyldan á að vera fulltrúi allrar þjóðarinnar,“ segir Wibe.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.