Morgunblaðið - 17.05.2003, Side 20
ERLENT
20 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Gunnlaugur Scheving
Verið velkomin að skoða verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 - 16,
í dag kl. 10.00 - 17.00, og á morgun kl. 12.00 - 17.00.
Boðin verða upp um 100 verk, þar á meðal óvenjumörg verk gömlu meistaranna.
Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is
Rauðarárstíg 14-16
sími 551 0400
LISTMUNAUPPBOÐ
verður haldið annað kvöld kl. 20.00 á Hótel Sögu Súlnasal.
TILLÖGUR að nýjum stjórnarskrár-
sáttmála fyrir Evrópusambandið
(ESB) munu ekki gera það að evr-
ópsku sambandsríki – eða „ofur-ríki“
eins og æsifréttapressan í Bretlandi
hefur gjarnan talað um. Né heldur
munu tillögurnar leiða til þess að
beinkjörinn forseti safni stjórnar-
taumum ESB í hendur sér. Þetta full-
yrti Valery Giscard d’Estaing, forseti
svokallaðrar Framtíðarráðstefnu
Evrópu, sem er e.k. stjórnlagaþing
ESB, en sú samkunda hefur það verk-
efni að setja saman drög að stjórn-
arskrársáttmála sem leggjast eiga
fyrir leiðtogafund sambandsins í
Grikklandi 20. júní nk.
Í viðtali við brezka útvarpið, BBC,
sagði Giscard að sáttmáladrögin
myndu hjálpa til við að samhæfa
stefnu þjóðríkjanna sem aðild eiga að
ESB, án þess þó að ganga á fullveldi
þeirra eins og sumir óttist, ekki sízt í
Bretlandi. „ESB verður áfram banda-
lag sjálfstæðra ríkja; þau munu öll
halda áfram að vera til sem slík og
hafa sitt valdsvið og mikilvægi,“ sagði
Giscard. „En þessi ríki munu deila
vissum valdsviðum með sér.
Það hefur ekki svo mikið sem verið
rætt um sameinað sambandsríki, það
hefur enginn lagt slíkt til,“ bætti ráð-
stefnuforsetinn við, sem sjálfur er
fyrrverandi forseti Frakklands.
Fulltrúarnir 105, sem sæti eiga á
ráðstefnunni, komu saman í Brussel á
fimmtudag til að ræða nokkur hinna
u.þ.b. 300 ákvæða sem markmiðið er
að verði að finna í nýja sáttmálanum,
sem ætlað er að geta þjónað sem
stjórnlagalegur grundvöllur ESB á
næstu árum, eftir að aðildarríkjunum
fjölgar í 25 og síðar fleiri. Öll núver-
andi og tilvonandi aðildarríki eiga
fulltrúa á ráðstefnunni, auk helztu
stofnana ESB.
Saka stærri ríkin um að
reyna að auka áhrif sín
Á fundinum á fimmtudaginn virtist
hagsmunatogstreita milli hinna
smærri og stærri aðildarríkja sam-
bandsins koma betur í ljós. 16 minni
ríki úr hópi hinna 25 núverandi og til-
vonandi aðildarríkja lögðu fram sam-
eiginlega áskorun til Giscards, þar
sem þau mótmæla tillögu um stofnun
nýs varanlegs ESB-forsetaembættis,
sem hugmyndin er að taki við af for-
mennskunni í ráðherraráðinu sem nú
gengur á hálfs árs fresti milli aðild-
arríkjanna. Segjast fulltrúar smærri
ríkjanna sjá í tillögunni, ásamt hug-
myndum um að veikja framkvæmda-
stjórnina og stofna valdamikið „utan-
ríkisráðuneyti“ ESB, tilraun
fjölmennustu aðildarríkjanna til að
tryggja sér meiri áhrif á stjórnun
ESB, á kostnað þeirra smærri.
Fulltrúar allra Norðurlandanna í
ESB, Danmerkur, Svíþjóðar og Finn-
lands, voru á meðal ríkjanna 16 sem
skrifuðu undir áskorunina.
Fulltrúar stærri ríkjanna, svo sem
Bretlands, Þýzkalands og Frakk-
lands, styðja hugmyndina um varan-
legan ESB-forseta, með þeim rökum
að verði haldið í hálfsársleg skipti á
formennskunni eftir að aðildarríkin
verða orðin 25 sé skilvirkni ESB-sam-
starfsins stefnt í voða.
Hver sem niðurstaðan úr starfi
Framtíðarráðstefnunnar verður
munu engar ákvarðanir verða teknar
um hinn nýja stjórnarskrársáttmála
ESB fyrr en á ríkjaráðstefnu, sem
væntanlega verður kölluð saman í
haust. Má vænta þess að þar muni
reyna mjög á hæfni ráðamanna ESB
til að komast að málamiðlunum.
Giscard verst gagnrýni
Smærri ESB-ríki mörg óhress með
tillögur að stjórnarskrársáttmála
Brussel, Lundúnum. AFP, AP.
FORSETI Lýðveldisins Kongó, Jos-
eph Kabila, hafði í gær milligöngu
um samkomulag fimm stríðandi fylk-
inga í Iturihéraði í norðausturhluta
landsins um að virða vopnahlé sem
samið var um í mars en hefur und-
anfarið ítrekað verið rofið.
Meðal þeirra sem skrifuðu undir
samkomulagið í Dar Es Salam, höf-
uðborg Tansaníu, í gær voru fulltrú-
ar vopnaðra hópa úr röðum Hema-
þjóðflokksins, sem er í minnihluta í
Ituri, og Lendu, sem er í meirihluta.
Einn þeirra sem skrifuðu undir var
Thomas Lubanga, leiðtogi Samtaka
föðurlandsvina Kongó, þar sem
Hemar eru í forystu. Á mánudaginn
tóku samtökin höfuðstað Ituri,
Bunia, á sitt vald. Einnig skrifaði
undir samkomulagið fulltrúi Þjóð-
ernis- og sameiningarfylkingarinn-
ar, sem er hópur Lendua er hafa ár-
angurslaust reynt að ná Bunia aftur.
Óttast fjöldamorð
Átök þjóðflokka í Ituri hafa kostað
um 50 þúsund mannslíf, að því er tal-
ið er, síðan 1999. Flestir íbúar Bunia
hafa flúið bæinn, en hjálparstofnanir
reyna að sjá þeim sem enn eru þar
fyrir vatni og mat, og Sameinuðu
þjóðirnar (SÞ) hafa beðið um liðs-
auka til að geta styrkt gæslulið sitt í
Lýðveldinu. Í gær sendu SÞ nokkra
liðsmenn til viðbótar til Bunia.
Mannréttindafulltrúi SÞ, Sergio
Vieira de Mello, óttast að vígaferlin í
Ituri geti orðið að fjöldamorðum á
við þau sem framin hafa verið í Rú-
anda og Bosníu á undanförnum ára-
tug, sagði fulltrúi de Mello í gær. Því
hefði hann haft samband við fjölda
ríkisstjórna í því skyni að fá þær til
að senda gæsluliði SÞ liðsauka.
AP
Barnungir hermenn vopnaðir AK-47 rifflum skammt frá bækistöð Samein-
uðu þjóðanna í Bunia, höfuðborg Iturihéraðs í Lýðveldinu Kongó, í gær.
Samkomulag í
Lýðveldinu Kongó
Dar Es Salam, Genf. AFP.
PALESTÍNSKI ráðherrann
Saeb Erekat, sem á undan-
förnum árum hefur verið einn
helsti talsmaður palestínskra
ráðamanna, hefur sagt af sér
ráðherraembætti. Engin skýr-
ing hefur verið gefin á afsögn
Erekats en hann var ekki skip-
aður í sendinefnd Palestínu-
manna sem mun taka þátt í
fundi Abbas og Ariels Sharons,
forsætisráðherra Ísraels, í dag,
laugardag.
Erekat, sem er harður
stuðningsmaður Yassers Ara-
fats leiðtoga Palestínumanna,
hefur verið aðalsamningamað-
ur Palestínumanna í viðræðum
við Ísraela frá 1992. Arafat
hafnaði í gær afsögninni og
bað Erekat um að snúa aftur
til starfa. Heimildir AFP-
fréttastofunnar hermdu að af-
sögnin væri til komin sökum
ágreinings innan stjórnarinn-
ar. Tilteknir ráðamenn vildu
ekki að Erekat héldi áfram
sem „ráðherra samningamála“
og hefðu neitað að taka þátt í
fundum um þau efni sem hann
stýrði.
Látnir úr
HABL
YFIRVÖLD í Taívan greindu
frá því í gær að þrír til við-
bótar hefðu látist af völdum
heilkenna alvarlegrar og
bráðrar lungnabólgu (HABL).
Meðal fórnarlambanna eru
tveir læknar sem sinntu
HABL-sjúklingum. Samþykkt
hefur verið að hiti verði kann-
aður hjá öllum farþegum á
flugvöllum Asíu.
Kínversk yfirvöld hófu að
refsa fólki fyrir að brjóta gegn
þeim hömlum sem settar hafa
verið á vegna HABL. Kona
hlaut eins árs fangelsisdóm
fyrir að leiða mótmælendur
sem unnu skemmdarverk á
byggingu sem breytt hafði ver-
ið í sóttkví. Að minnsta kosti
605 manns víðs vegar um
heiminn hafa látist vegna
HABL og ríflega 7.700 sýkst
frá því veikinnar varð fyrst
vart í suðurhluta Kína í nóv-
ember.
ESB-kosn-
ingar í
Slóvakíu
SLÓVAKAR gengu að kjör-
borðinu í gær og greiddu at-
kvæði um aðild að Evrópusam-
bandinu (ESB). Kosningunni
verður framhaldið í dag, laug-
ardag. Búist er við að 80–90%
kjósenda reynist hlynnt aðild.
Óvissa ríkir hins vegar um
kjörsókn. Verði hún innan við
50% verður niðurstaðan
ómarktæk. 4,2 milljónir manna
eru á kjörskrá og hafa kann-
anir gefið til kynna að þátttaka
verði lítil.
STUTT
Erekat
hættir
BANDARÍKJAMENN telja
sig hafa fundið megnið af þeim
peningum sem hermt er að fjöl-
skylda Saddams Husseins hafi
stolið nokkrum klukkustundum
áður en stríðið í Írak hófst, að
því er fram kom í frétt í Int-
ernational Herald Tribune í
gær.
Haft var eftir bandarískum
embættismönnum að pening-
arnir, andvirði 950 milljóna
dala, eða 69 milljarða króna,
hefðu fundist í Írak í vikunni
sem leið. Bandarískir herfor-
ingjar í Bagdad höfðu áður leitt
getum að því að peningarnir
hefðu verið fluttir til Sýrlands.
Þrír milljarðar dala
hafa fundist
Bandarísku embættismenn-
irnir skýrðu enn fremur frá því
að yfirvöld í Líbanon hefðu fall-
ist á að frysta 495 milljónir
dala, andvirði 36 milljarða
króna, sem stjórn Saddams
Husseins hefði lagt inn á leyni-
lega bankareikninga þar í
landi. Þeir sögðu að peningun-
um hefði verið stolið frá seðla-
banka Íraks og ríkisfyrirtæki.
Yfirvöld í Líbanon hafa fallist á
að senda peningana aftur til
Íraks.
Að sögn bandarísku embætt-
ismannanna hafa alls þrír millj-
arðar dala, andvirði 210 millj-
arða króna, af stolnu fé fundist
í Írak, meðal annars 900 millj-
ónir dollara í reiðufé sem
bandarískir hermenn fundu ná-
lægt höll í Bagdad í síðasta
mánuði.
Stolnu
peningarn-
ir fundust
í Írak