Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 27
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 27 Sumarhús í Hrísey Nýlegt 180 fm einbýlishús (timbur), eitt það fallegasta, á góðum stað er til sölu. Tilvalið fyrir einstaklinga eða félagasamtök. Upplýsingar gefur Birgir í síma 893 1604. SKÁKVERTÍÐ Skákfélags Akur- eyrar fer senn að ljúka en eitt af síð- ustu mótum vertíðar er Coca Cola hraðskákmótið. Þar bar Guðmundur Gíslason sigur, hlaut 13 vinninga af 14 mögulegum. Næsta mót er para- keppni sem verður á sunnudags- kvöld og hefst kl. 20.00 í Íþróttahöll- ini. Tefldar verða tíu mínútna skákir. Uppskeruhátið félagsins verður á uppstigningardag kl. 20.00 en þar verða veitt verðlaun fyrir árangur á mótum félagsins frá áramótum. Guðmundur sigraði Aglow, kristileg samtök kvenna halda opinn fund í félagsmiðstöðinni Víðilundi á mánudagskvöld, 19. maí kl. 22. Miriam Óskarsdóttir flytur ræðu, söngur, fyrirbænaþjónusta og kaffihlaðborð. Á NÆSTUNNI Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju lýkur á morgun, sunnudaginn 18. maí, en hún hefur staðið yfir alla síð- ustu viku með fjölda viðburða. Hátíðarmessa verður í Akureyr- arkirkju kl. 11 á morgun, sunnudag þar sem sr. Sigurbjörn Einarsson biskup predikar. Málmblásarakv- artett leikur, Kór Akureyrarkirkju syngur og einsöngvarar eru Sól- björg Björnsdóttir og Sigríður Að- alsteinsdóttir. Stjórnandi er eyþór Ingi Jónsson og organisti Björn Steinar Sólbergsson. Síðasti liður Kirkjulistaviku er æðruleysismessa sem verður kl. 20.30 annað kvöld. Á MORGUN KVENNAKÓR Hafnarfjarðar held- ur tónleika í Glerárkirkju í dag,laug- ardaginn 17. maí, kl. 17.30. Björg Þór- hallsdóttir sópran kemur fram með kórnum og Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóleikari. Gestir tónleikanna verða Karlakór Akureyrar Geysir undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur. Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarð- ar er Hrafnhildur Blomsterberg. Í kórnum, sem stofnaður var árið 1995, eru 55 konur. Kórinn á að baki ferða- lög innanlands og utan, m.a. til Ítalíu og Tékklands. Efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt, m.a. sígildar kór- perlur, þjóðlög, negrasálmar og söng- leikjalög. Kvennakór Hafnarfjarðar Tónleikar í Glerárkirkju AÐEINS eitt tilboð barst í fram- kvæmdir við Sundlaug Akureyrar og var það nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Blikkrás ehf. bauð 42,8 milljónir króna í verkið, eða 114% af kostnaðar- áætlun, sem hljóðaði upp á um 37,6 milljónir króna. Nær öll tilboð sem opnuð hafa verið á vegum bæjarins að undanförnu hafa verið yfir kostnaðar- áætlun og helgast það m.a. af góðri verkefnastöðu byggingafyrirtækja á Akureyri. Blikkrás á Akureyri er fyrst og fremst blikksmiðja og þetta mun vera í fyrsta skipti sem fyrirtæk- ið býður í svona verk sem aðalverk- taki en fyrirtækið hefur undirverk- taka á sínum snærum. Helstu framkvæmdir í sundlauginni eru upp- steypa og frágangur á barnapottum, frágangur við eldra sundlaugarkar, barnapotta og vaktturn. Frágangur á vaktturni, útigeymslu og snyrtingum og fleira. Framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar Aðeins eitt tilboð barst VORSÝNING Myndlistaskóla Arnar Inga verður í Klettagerði 6 á Akur- eyri á morgun, sunnudaginn 18. maí, og stendur frá kl. 14 til 18. Sýningin samanstendur af verkum sem unnin eru með blandaðri tækni og er um að ræða úrval verka vetrarins, en um 15 manns eiga myndir á sýningunni. Vorsýning KARLAKÓR Dalvíkur heldur vor- tónleika sína í Dalvíkurkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 18. maí, kl. 20.30. Dagskrá er fjölbreytt að vanda, m.a.: Syrpa eftir Árna Björnsson, Svarfaðardalur kæri, nýtt lag eftir Guðmund Óla Gunnarsson, fimm vinsæl rússnesk þjóðlög með leik- rænni tjáningu, Gullvagninn, í út- setningu Þóris Baldurssonar og tvö Stuðmannalög. Davíð Ólafsson bassasöngvari syngur með kórnum Old man river og Hraustir menn, einnig flytur hann Nirfilinn og Ef ég væri ríkur. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson, einsöngvari Davíð Ólafsson bassi og píanóleikari er Daníel Þorsteinsson. Karlakór Dalvíkur Vortónleikar LYFJA- og snyrtivörufyrirtækið PharmArctica var formlega opnað á Grenivík í gær, en það var Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem það gerði. Hún sagði blað brotið í atvinnusögu byggðarlagsins í kjölfar þess að fyr- irtækið hefur þar starfsemi. „Fyr- irtækið er kærkominn gestur hér í hreppnum,“ sagði ráðherra. Hún nefndi að næst þegar atvinnusagan yrði skrifuð gæti hún borið nafnið „Krem í krukku“, og vísaði til ný- legrar bókar Björns Ingólfssonar um efnið en hún heitir „Bein úr sjó“. Valgerður kvaðst hafa lagt á það áherslu í starfi sínu sem ráð- herra byggðamála að ný atvinnu- tækifæri yrðu til við hlið hinna hefðbundnu. Hún sagði að miklu skipti að sveitarfélagið hefði verið tilbúið að leggja hinu nýja fyrirtæki lið með hlutafé. Valgerður sagði það afar ánægjulegt að nú yrðu fram- leiddar á Grenivík snyrtivörur sem seldar yrðu á markaði t.d. í Frakk- landi. Fyrirtækið var stofnað í október á liðnu ári og hefur verið unnið að því í vetur að koma starfseminni í gang. Fyrirtækið er til húsa á Lundsbraut 2, þar sem áður var slökkvistöð og áhaldahús, en sú starfsemi var færð í annað húsnæði við Hafnarbraut. Nú starfa fimm manns við fyrirtækið en áætlanir gera ráð fyrir að starfsmenn verði á bilinu tíu til tuttugu manns þegar fram líða stundir eða eftir tvö til þrjú ár. Búist er við að þriðjungur starfsfólks verði háskólamenntað fólk. Bjartsýni á að fyrirtækið vaxi Torfi Rafn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri PharmArctica, sagð- ist bjartsýnn á vöxt fyrirtækisins, baklandið væri gott, m.a. í kjölfar samninga við Lyfju og fleiri fyr- irtæki. „Okkur hefur verið afar vel tekið hér í byggðarlaginu og ég er viss um að það á sinn þátt í hversu vel hefur gengið að koma fyrirtæk- inu upp,“ sagði Torfi Rafn, en mikil vinna hefði verið innt af hendi til að svo mætti verða. Við þetta tækifæri var undirrit- aður samningur milli PharmArctica og Lyfju um að fyrrnefnda fyrir- tækið sjái um framleiðslu á for- skriftarlyfjum, svonefndum mag- istrel-lyfjum, og öðrum skyldum vörum fyrir apótek Lyfju. Pharm- Arctica sérhæfir sig í framleiðslu á svokölluðum „blautum“ vörum, kremum, áburðum, lausnum og mixtúrum, og fer öll starfsemi fé- lagsins fram samkvæmt ströngustu reglum sem gilda um lyfjafram- leiðslu á evrópska efnahagssvæð- inu. PharmArctica starfar í nánu samstarfi við franska félagið Cosm- alia en hluti af þróunarvinnu á vörum PharmArctica á sér stað í Frakklandi. Þá mun félagið setja af stað eigin vörulínur, þrjár talsins, Apotheke, Gaia og Olympe, en mun auk þess framleiða samkvæmt samningi vörur fyrir önnur fyrir- tæki. Lyfjaverksmiðjan á Grenivík er þannig t.d. í samstarfi við Heilsu- verslun Íslands, Íslensk fjallagrös og Urtasmiðjuna. Kostnaður við að koma starfsem- inni í gagn nemur um 70 milljónum króna, en Grýtubakkahreppur á ríf- lega þriðjung hlutafjár, 34%, í gegnum félag sitt, Sænes. „Þetta er verulega stór biti, en við þolum hann,“ sagði Jóhann Ingólfsson. Aðrir eigendur félagsins eru tveir lyfjafræðingar, Torfi Rafn Hall- dórsson, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri, og Jónína Freydís Jóhannesdóttir sem og Bergþóra Stefánsdóttir snyrtifræðingur, en þau búa öll á Akureyri. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri sagði það afar mikilvægt fyrir byggðarlagið að fyrirtækið hæfi þar starfsemi. „Þetta er afskaplega spennandi og skiptir okkur miklu máli hér í sveit- arfélaginu, hér skapast ný störf, at- vinnulífið verður fjölbreyttara og vonandi mun fyrirtækið svo skila okkur árangri síðar sem við getum lagt inn í ný sprotafyrirtæki,“ sagði Guðný. Íbúar sveitarfélagsins fjöl- menntu í grillveislu sem efnt var til á þessum tímamótum og voru hinir ánægðustu með ný atvinnutækifæri í heimabyggð. Lyfja- og snyrtivörufyrirtækið PharmArctica hefur starfsemi á Grenivík Blað brotið í atvinnusögu hreppsins Morgunblaðið/Kristján Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra ræsir blöndunarvélina fyrir framleiðslu PharmArctica á Grenivík. Með henni á myndinni eru Jean Francois, franskur lyfjafræðingur, Jónína Freydís Jóhannesdóttir fram- leiðslustjóri, Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Þórbergur Egilsson, mark- aðsstjóri Lyfju, og Þórður Stefánsson, oddviti Grýtubakkahrepps. Áætlað að starfsmenn verði allt að 20 eftir 2–3 ár Torfi Rafn Halldórsson, framkvæmdastjóri PharmArctica, og Þórbergur Egilsson, markaðsstjóri Lyfju, handsala samninginn. MARGAR nýjar sýningar verða opnaðar í Safnasafninu – Alþýðu- listasafni Íslands á Svalbarðsströnd í Eyjafirði laugardaginn 17. maí kl. 14. Sýndir verða fjölbreytilegir list- munir eftir heimilisfólk á Sól- heimum í Grímsnesi, klippimyndir eftir Einar Árnason á Breiðdalsvík og Maríu Jónsdóttur á Hvolsvelli, tálgaðir fuglar og dýr eftir Gunnar Einarsson á Breiðdalsvík, teikn- ingar eftir Ásu Ketilsdóttur á Langadalsströnd, fólk úr tré eftir Ragnar Hermannsson á Húsavík, pappírsblóm eftir Atla Viðar Eng- ilbertsson á Akureyri, glermunir skreyttir af Heiðbjörtu Lilju Hall- dórsdóttur á Blönduósi og málverk eftir Gunnþór Guðmundsson á Hvammstanga. Þá eru sýnd bílalíkön, útsaumur og minjagripir frá ýmsum löndum. Í bókasafninu eru um 60 nýir titlar. Við innganginn standa sem endra- nær styttur eftir Ragnar Bjarna- son. Brúðusafnið er nokkuð breytt frá fyrra ári, með nýjum aðföngum. Í júní verða opnaðar sýningar á málverkum eftir Sigurð Einarsson í Hveragerði, trjáköttum í garði eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur á Ak- ureyri og kynjadýrum eftir nem- endur í 5. og 6. bekk í Valsárskóla. Í júlí verður opnuð sýning á krít- armyndum eftir Daða Guðbjörns- son í Reykjavík og í ágúst sýning á teikningum sem fjöldi listamanna gerði af Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara í Reykjavík, gefnar af ekkju hans og börnum. Gefin hefur verið út veglegri sýning- arskrá en áður og er hluti hennar í enskri þýðingu. Safnasafnið er opið alla daga frá kl. 10–18 en hægt er að panta tíma fyrir hópa kvölds og morgna, segir í fréttatilkynningu. Aðgangseyrir er 400 krónur en upplýsingar eru veittar í síma 461-4066. Margar nýj- ar sýningar í Safnasafninu Safnasafnið á Svalbarðsströnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.