Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 30

Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 30
ÚR VESTURHEIMI 30 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERSLUNARMIÐSTÖÐIN West Edmonton Mall í Edmonton, höfuð- borg Albertafylkis, hefur verið nefnd „áttunda undur veraldar“ og það fór vel á því að halda Þjóðræknisþingið þar 1. til 4. maí, því þetta þing sló öll önnur þjóðræknisþing út. Í fyrra fór þing INL fram í Minneapolis í Banda- ríkjunum og var það í fyrsta sinn sem þingið var haldið utan Kanada, en það þótti takast sérstaklega vel og töldu flestir að ekki yrði gert betur. Walter Sopher, 1. varaforseti INL og einn helsti drifkrafturinn í Íslendinga- félaginu Norðurljósum í Edmonton, var þó bjartsýnn. „Þingið okkar verð- ur ekki tilþrifaminna og ég á von á um 300 þátttakendum,“ sagði hann þá við Morgunblaðið, en Walter öðrum fremur hefur komið félögum í Norð- urljósum upp í um 330 manns. „Hvað sagði ég,“ sagði hann nú, en 222 fulltrúar voru skráðir á þingið og 427 mættu í hátíðarkvöldverð á þriðja degi þingsins. Fjölbreytt dagskrá Boðið var upp á mjög fjölbreytta dagskrá í Edmonton auk hefðbund- inna þingstarfa. Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra og Sigrún Magnús- dóttir, eiginkona hans, voru heiðursgestir þingsins og flutti Páll hátíðarræðuna, en Hjálmar W. Hann- esson, sendiherra Íslands í Kanada, og Kornelíus Sigmundsson, aðalræð- ismaður í Winnipeg, voru einnig ræðumenn á þinginu. Á meðal dag- skráratriða má nefna að Gail-Einar- son-McCleery greindi frá störfum verkefnisnefndarinnar International Visits Program og tilkynnti að hún ætlaði að hætta að vera í forsvari hennar en yrði henni innan handar. Erla Wankling fjallaði um deildina Jon Sigurdson og verk hennar frá stofnun 1916, Harley Jonasson kynnti Íslendingadagshátíðina í Gimli, Snorraverkefnið og ferðina „Heim í átthagana 2004“, Paul Westdal skýrði frá framtíðarhugmyndum vinnuhóps INL, Markús Örn Antonsson, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga, flutti kveðju félagsins og gerði ýtarlega grein fyrir störfum þess og framtíð- arsýn, Viðar Hreinsson fjallaði um Stephan G. Stephansson, Wincie Jó- hannsdóttir upplýsti um nýtt net- verkefni Vesturfarasetursins á Hofs- ósi, Jón Hermannsson sagði frá íslenskukennslu fyrir útlendinga í nýrri þáttagerð, sem Sjónvarpið hef- ur sýnt að undanförnu, Robert As- geirsson útskýrði vef INL og ýmsa notkunarmöguleika, Lillian Vilborg talaði um vikublaðið Lögberg-Heims- kringlu, Lorna Tergesen um tímaritið Icelandic Canadian Magazine, Fred Woods ræddi um íslensku mormón- ana í Utah og Michael B. Cummings fjallaði um vetnisrannsóknir á Íslandi í stað Hjálmars Árnasonar alþingis- manns sem komst ekki vegna alþing- iskosninganna á Íslandi. Snorraverkefnið mikilvægt Kynntar voru bækur um vestur-ís- lensk málefni, handverk, listaverk sýnd og fleira. Hjálmar W. Hannes- son, sendiherra, var skipuleggjendum innanhandar og vann m.a. að því að Halla’s Travel, tónlistartríó skipað Birni Thoroddsen gítarleikara, Agli Ólafssyni söngvara og Gunnari Hrafnssyni, kontrabassa, kæmi og skemmti en auk þess kom sönghóp- urinn Saga Singers fram og ung- menni frá Edmonton, sem hafa tekið þátt í Snorraverkefninu á Íslandi. Reyndar sveif Snorri yfir vötnum og kom fram hjá mörgum að Snorra- verkefnið, bæði á Íslandi og í Kanada, væri það mikilvægasta í starfseminni og tengingunni um þessar mundir, en um er að ræða gagnkvæmar heim- sóknir ungmenna til Íslands og Kan- ada auk þess sem verið er að skipu- leggja svipaða ferð til Íslands í haust fyrir 35 ára og eldri Kanadamenn af íslenskum ættum, Snorri +. Samstaða var yfirskrift hátíðarinn- ar og fór ekki á milli mála að mikill samhugur ríkti á meðal manna. Í und- irbúningsnefnd voru forstjórinn Jerry Kristjanson, formaður, Gordon J. Reykdal ræðismaður, og Del Sveinsson fasteignasali. Connie Clark sá m.a. um kynningarmálin og Edie Brewster hélt utan um sérstakt kynn- ingarrit, en Bob Rennie, formaður Norðurljósa, og Walter Sopher voru ábyrgðarmennirnir fyrir hönd félags- ins. „Það höfðu ekki margir trú á að okkur tækist að standa við stóru orðin í fyrra en þetta þing sýnir styrk Norð- urljósa og í raun styrk allra Íslend- ingafélaganna í Alberta,“ sagði Walt- er Sopher. Björt framtíð Sigrid Johnson hætti sem forseti INL eftir þriggja ára starf og var Paul Westdal í Winnipeg kjörinn í hennar stað. Walther Sopher er 1. varaforseti og Harley Jonasson 2. varaforseti. „Framtíðin er mjög björt og lofar góðu,“ sagði Paul Westdal við Morg- unblaðið og benti á að mikil vinna hefði verið lögð í framtíðarsýn INL undanfarna mánuði. Rætt hefði verið við forsvarsmenn allra félaga til að finna farveg til framtíðar sem allir gætu sætt sig við og stefnt væri að aukinni samvinnu og samstarfi milli einstaklinga og félaga auk þess sem unnið yrði að enn frekari samskiptum við Ísland. Ýmsar hugmyndir voru viðraðar á þinginu í Minneapolis í fyrra og m.a. var rætt um að til greina kæmi að hafa sérstakt þjóðræknisfélag í Bandaríkjunum. Paul sagði að niður- staðan hefði orðið sú að öll félögin í Norður-Ameríku störfuðu undir ein- um hatti INL. „Fjöldinn hér sýnir að INL byggist á sterkum grunni og allt það sem ríkisstjórn Íslands gerði fyr- ir okkur árið 2000 hefur skilað sér og á þessu byggjum við í framtíðinni.“ Næsta þjóðræknisþing verður haldið á Heclueyju í Manitoba 23. til 25. apríl 2004. Íslendingafélagið Brú- in í Selkirk sér um undirbúninginn í samvinnu við félögin í Nýja-Íslandi. 84. ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi haldið í Edmonton í Kanada Samstaða og samhugur Hið árlega þing Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi fór fram í Edmonton í Kanada fyr- ir skömmu. Steinþór Guðbjartsson var á meðal á fimmta hundrað gesta og ræddi við mann og annan. Sönghópurinn Saga Singers söng, en Calvin Krenbrenk stjórnandi tók þátt í Snorraverkefninu á Íslandi í fyrra. Walter Sopher og Del Sveinsson hafa haft í nógu að snú- ast og fengu mikið lof fyrir framtakið og starfið. Páll Pétursson félagsmálaráðherra var heiðursgestur Norðurljósa og flutti hátíðarræðuna. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Paul Westdal, nýkjörinn forseti INL, Sigrid Johnson, fráfarandi forseti, og Markús Örn Antonsson, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga, á þinginu. Aðalræðismannshjónin í Calgary, Hallgrímur Bene- diktsson og Guðrún Jörundsdóttir, létu sig ekki vanta. Gordon Reykdal, aðalræðismaður í Edmonton, færði Jerry Kristjanson gjöf frá Norðurljósum fyrir frábært starf við undirbúning og skipulagn- ingu þingsins, en hann fór fyrir fjölda fólks í þeirri vinnu. steg@mbl.is NEIL Ófeigur Bardal, aðalræð- ismaður í Gimli, fékk æðstu við- urkenningu Þjóðræknisfélagsins á þinginu í Edmonton. Viðurkenning fyrir frábær störf í þágu íslenska samfélags- ins, The Lawrence Johnson Lif- etime Achievement Award, var nú veitt í fyrsta sinn og var Neil fyrstur til að veita henni móttöku. Neil er þekktur í íslenska sam- félaginu í Vesturheimi og hefur verið óþreytandi í störfum sínum fyrir menn og málefni undanfarin ár. Í mörg ár hefur hann komið að nánast öllum málum sem snerta íslenska samfélagið í Mani- toba og er vel að þessari við- urkenningu kominn. Ljósmynd/Markant Neil Ófeigur Bardal og Sigrid Johnson með heiðursviðurkenningu Neils. Neil Bardal verðlaunaður Lawrence Johnson-viðurkenningin veitt í fyrsta sinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.