Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 44
✝ GuðmundurÁgúst Guðnason
var fæddur á Land-
spítalanum í Reykja-
vík hinn 13. júlí 1973.
Hann lést á Egils-
stöðum 6. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guðni Ing-
ólfur Gestsson, f. 5.
febrúar 1937, búsett-
ur á Fáskrúðsfirði,
og Halla Sylvía Svan-
bergsdóttir Hjelm, f.
24. apríl 1937, d. 22.
septenber 1989. Þau
skildu.
Guðmundur kemur úr stórum
systkinahópi og er elstur hálfbróð-
ir hans Ásgeir Svan Vagnson, f. 16.
júlí 1955, maki Elínrós Eyfjörð Ei-
ríksdóttir og eiga þau þrjú börn,
steinsdóttir, eiga þau eitt barn,
Ellert.
Eybjörg Guðný, f. 19. október
1968, maki Vilhelm Páll Pálsson,
þau eiga eitt barn, Láru, fyrir á
Eybjörg dæturnar Guðdísi Maríu
Jóhannsdóttur og Ragnhildi Sylvíu
Óskarsdóttur; Svanberg Hjelm, f.
7. mars 1970, maki Sigíður Þor-
valdsdóttir; Guðbjörg Júlía Guðna-
dóttir, f. 13. júlí 1973, maki Ólafur
Guðjón Reynisson og á hann þrjú
börn, Guðrúnu Sigurlín sem á eitt
barn, Sunnevu Emblu, Rúnar Sig-
urð og Guðjón Ársæl.
Fjölskyldan bjó fyrstu æviár
Guðmundar í Keflavík en fluttist
þaðan 1975 til Seyðisfjarðar þar
sem hún bjó í eitt ár en flutti síðan
til Fáskrúðsfjarðar. Guðmundur
bjó í foreldrahúsum til ársins 1981
en flutti þá til Egilsstaða og bjó þar
til æviloka.
Guðmundur stundaði vinnu á
verndaða vinnustaðnum Stólpa, og
um tíma starfaði hann einnig hjá
Sundlaug Egilsstaða og Kaup-
félagi Héraðsbúa.
Útför Guðmundar fer fram frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Eirík Guðna, sonur
hans er Alexander,
Halldór Inga og Birg-
ittu Bjargey. Alsystk-
ini Guðmundar eru:
Aðalsteinn Björgvin,
f. 18.júlí 1958, maki
Ingibjörg Þórdís Frið-
geirsdóttir, þau eiga
tvö börn, Aðalstein
Ingva og Sylvíu Björk;
Jóhanna, f. 26. júní
1960, maki Sigurður
Elisson, þau eiga tvö
börn, Aðalbjörgu Evu
og Arnór Ara; Þórunn
Elfa, f. 22. ágúst 1964,
maki Kristján Eiríkur Pétursson,
þau eiga eitt barn, Kristínu Höllu,
fyrir á Þórunn Elfa soninn Guðna
Þór Einarsson; Gestur Ellert, f. 18.
júlí 1966, maki Svanhvít Guð-
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Nú er hann Gummi, bróðir minn,
farinn yfir móðuna miklu eftir
skyndilegt fráfall.
Gummi minn, þú hlýtur að eiga
mikilvægt hlutverk fyrir höndum,
hinum megin, þar sem þú varst kall-
aður svo skyndilega frá okkur.
Það var um miðjan dag í síðustu
viku að hringt var í mig og ég beðin
um að fara til Akureyrar til að taka á
móti þér og vera hjá þér því þú varst
mjög veikur. En ég komst aldrei svo
langt, því rúmum klukkutíma seinna
var aftur hringt og mér sagt að þú
hefðir aðeins náð á flugvöllinn og þá
gat þitt veika hjarta ekki barist leng-
ur.
Stórt skarð er nú í okkar systk-
inahópi og pabbi hefur misst mikið.
Alltaf hafið þið verið miklir félagar
og það er margt sem þið hafið brall-
að saman í gegnum árin.
Yfirleitt þegar þú varst hjá pabba
hringduð þið í mig til að spjalla.
Það var orðinn árviss viðburður að
þú komst til okkar á Sauðárkrók eft-
ir að hafa verið í sumarbúðunum á
Laugarvatni. Oft þreyttur, en samt
gafstu þér nokkra daga með okkur.
Við vorum farin að skipuleggja sum-
arfríin okkar líka þannig að þú varst
með í myndinni.
Mér fannst það svo merkilegt
hvað börnin mín báru mikla virðingu
fyrir þér. Alltaf þegar þú komst fann
ég hvað þú hafðir róandi áhrif á þau
og náðir til þeirra þótt þau séu á mis-
munandi aldursskeiði. Til dæmis
voru íþróttir mikið ræddar hjá ykk-
ur Guðna og stundum fórstu með
honum í körfubolta og á fótboltaleik,
en samt varstu ekki alltaf sammála
um að halda með liðinu hans og al-
veg vonlaust að snúa því.
Það voru margir tímarnir sem þú
sast með Kristínu og skoðaðir fjöl-
skyldumyndir, aftur og aftur. Einnig
sunguð þið mikið saman.
Á Egilsstöðum áttir þú marga vini
og kunningja og varst þekktur í
samfélaginu þar. Ég var stolt af því
að segja við þá, sem þekktu þig, að
ég væri systir Gumma á Egilsstöð-
um. Alls staðar var hugsað vel um
þig, hvort sem það var á Vonarlandi,
sambýlinu eða eftir að þú fluttir á
Ranavaðið.
Mig langar til að þakka öllu því
góða fólki, sem hugsaði um þig og lét
þér líða vel á Egilsstöðum, sérstak-
lega Tótu, sem var með þér síðustu
stundirnar og ég veit að þú vildir
vera hjá henni því hún var þér alltaf
svo góð, eins konar mamma í þínum
augum.
En nú ert þú kominn til mömmu
okkar og Dísu frænku, sem þú hélst
alltaf upp á.
Ég kveð þig með söknuði og þakk-
læti í hjarta, en það er nóg að hugsa
um allar þær góðu stundir sem við
áttum saman. Það kemur manni til
að brosa.
Elfa systir.
Elsku besti Gummi bróðir minn.
Allt í einu ert þú farinn burt frá mér
og ég get ekki skilið af hverju þú
varst tekinn svo snöggt, við sem átt-
um eftir að gera svo margt saman.
Ég er mjög þakklát fyrir þann
tíma sem þú áttir í þessari stuttu
jarðvist og mér er heiður að geta
sagt það að þú sért tvíburabróðir
minn, ég gæti skrifað endalaust um
hvað ég sakna þín mikið en ég efast
um að ég kæmi því niður á blað sem
mér virkilega býr í brjósti. Þú varst
alltaf svo glaður og kátur og ef það
var einhver sem gat virkilega látið
mann brosa þá varst það þú. Þú lýst-
ir upp tilveru mína en nú er þetta
ljós slökknað. Ég mun alltaf minnast
þín með bros á vör, en enginn getur
fyllt upp í það skarð sem varð eftir
þegar þú kvaddir. Það eru mér
ómetanlegar stundir að fá að hafa
ykkur pabba hjá okkur á jólunum og
allan þann tíma sem við fengum þó
að vera saman. Það mun enginn
komast nær hjarta mínu en þú og þú
átt þar alltaf vísan stað.
Ég veit að þú ert við hliðina á
mömmu okkar núna, og ef til vill
veifar þú okkur með bros á vör. Guð
geymi þig og varðveiti þig uns við
hittumst á ný.
Við munum aldrei gleyma þér.
Júlía systir og fjölskylda.
Kæri bróðir. Með þessum fátæk-
legu orðum langar okkur að kveðja
þig hinstu kveðju, þungbær kveðja
sem erfitt er að koma koma á blað,
því að það er satt sem sagt er að orð
fá ekki lýst tilfinningum og trega og
það er með miklum söknuði sem að
við ritum þessi orð.
Það var okkur mikið áfall þegar
við fengum hringingu 6. maí sl. og
okkur var tjáð að Gummi væri dáinn.
Hann Gummi yngsti bróðir minn,
hvernig getur lífið verið svona órétt-
látt?
GUÐMUNDUR
ÁGÚST
GUÐNASON
Gummi, þú varst alltaf svo góður
strákur, alltaf svo lífsglaður og létt-
ur í lund.
Þú hafðir svo afskaplega gaman af
léttri stríðni og varst alltaf til í létta
kerskni.
Til að mynda kvaddir þú alltaf
Svönu með þessum orðum „I love
you“ bara til að stríða mér og alltaf
hlóst þú jafn innilega þegar ég þótt-
ist vera sár yfir því að þú ætlaðir að
stela konunni frá mér.
Þú komst yfirleitt til okkar í
nokkra daga á sumri hverju og hafð-
ir gaman af og ekki síst höfðum við
gaman af því og okkur kom alltaf vel
saman.
Það þurfti ekki mikið að hafa fyrir
þér, þér fannst gott ef það var til nóg
að borða og drekka og ekki skemmdi
fyrir ef tekin var videóspóla og
poppað, þá var nú aldeilis kátt í koti.
En nú kemur þú ekki oftar til okk-
ar í Borgarfjörðinn.
Þessar alltof fáu stundir sem við
áttum með þér eru nú minningar
einar.
Við kveðjum þig með tár á hvarmi
og þökkum þér fyrir allt sem þú hef-
ur gefið okkur í gegnum tíðina, þú
varst alltaf glaður og skemmtilegur
og sú mynd af þér er og verður alltaf
til staðar í hjarta okkar.
Guð blessi þig og varðveiti, elsku
Gummi minn.
Gestur Ellert og fjölskylda.
Ég banka á hurðina á Ranavaði 1.
Gardína er dregin til hliðar og pír-
eyg augu gægjast út um gluggann,
það sést í stutt nefið og ég sé í hönd
og stutta putta. Eftir nána athugun
á því hver er að koma eru dyrnar
opnaðar og húsbóndinn Gummi
Guðna segir: „Kom inn, elskan, litla
fitubollan mín með stóran rass a ha
ha, ég er bara að stríða þér.“ Ég
horfi á eftir þér ganga inn í stofu, þú
ert lágvaxinn og þéttur og vaggar
svo fallega þegar þú gengur og ég sé
ekki betur en þú sért sjálfur með
stóran rass, a ha ha, bara grín. Þú
ert að flýta þér því að Leiðarljós er
að byrja í sjónvarpinu og þá er ávallt
verkfall hjá okkur. Ég sit og horfi á
þig þar sem þú situr í sófanum. And-
lit þitt er kringluleitt, hár þitt er
stuttklippt og dökkskollitað, augun
með glampa, nefið er vel formað,
eyrun lítil, hraustlegar freknur á
andlitinu og um líkamann, munnur-
inn meðalstór en mjúklegur, hakan
stutt og hálsinn breiður. Þú lifir þig
inn í róman myndarinnar en verður
jafnan reiður þegar ósætti ríkir í
henni.
Þú hringir í pabba þinn og Júlíu
systur þína og segir þeim helstu
fréttir og jafnframt hve þú elskir
þau mikið. Þú biður að heilsa Óla.
Síminn hringir, það er pabbi þinn.
Ég sé ekki betur en komi glettn-
isglampi í augu þín.
Þú ferð í verslun á föstudögum og
kaupir kók, popp og snakk, þá finnst
þér gott að fá ekki vini það kvöldið.
Þú og Stebbi vinur þinn sitjið í
sófanum og mallið í blöðum, horfið á
sjónvarpið og hlustið á útvarpið. Allt
í einu kemur Presley-lag eða annað
stuðlag og ég sé ykkur spretta fram
á gólfið, þrífa til míkrófónsins og/eða
annars nærliggjandi tækis, taka
ykkur stöðu og syngja dúett af
raust. Ég sé þig fyrir mér sitja með
penna og blað, horfa á fótbolta í
sjónvarpinu, halda með öðru hvoru
liðinu og ég með hinu. Oftast nær
vann þitt lið, það var eins og þú fynd-
ir fyrirfram með hvoru liðinu borg-
aði sig að standa. Þú skrifaðir nið-
urstöðuna á blaðið og eru ófáir
miðarnir til því þeim mátti sjaldnast
henda.
Ég horfi á eftir þér þar sem þú ert
kominn í svörtu sparibuxurnar þín-
ar, bláu skyrtuna, svarta leðurjakk-
ann og sólgleraugun, jafnvel þótt
dimmt sé í lofti, ilmandi af rakspíra,
kominn í betri skóna á leiðinni á ball
eða út á djammið.
Mér finnst þú hafa sett lit á bæinn
okkar, Egilsstaði.
Minningar streyma fram í hug-
ann, margs er að minnast, en þeim
verða ekki gerð hér skil.
Kvöldið áður en þú kvaddir jarð-
vistina sagðir þú okkur Kary vin-
konu þinni að þú vildir skipta um
nafn, þú vildir ekki lengur heita
Gummi heldur vildirðu heita eitt-
MINNINGAR
44 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þórður Elíassonfæddist í Hóls-
húsum 8. október
1915. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi 12 maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Elías
Árnason, f. 31.12.
1884, d. 25.9. 1966,
og Guðrún Þórðar-
dóttir, f. 29.8. 1885,
d. 9.3. 1969. Systkini
Þórðar eru Margrét,
f. 1914, Árni, f.
1917, d. 1995, Guð-
rún Júlía, f. 1918, Elín, f. 1920,
d. 1992, Júlía Svava, f. 1922,
Guðrún, f. 1923, d. 1990, Bjarni,
f. 1926, d. 1927, Guðlaug, f.
1928, d. 2000.
Þórður var
ókvæntur og barn-
laus.
Þórður stundaði
ýmis störf á sínum
yngri árum, meðal
annars sjómennsku
og byggingarvinnu.
Frá árinu 1950 bjó
Þórður með for-
eldrum sínum og
frá 1965 í félagsbúi
með systursyni sín-
um Gunnari E.
Þórðarsyni og eig-
inkonu hans Elísa-
betu Zóphóníasdóttur.
Útför Þórðar verður gerð frá
Gaulverjabæjarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Okkur systkinin langar að minn-
ast hans Tóta.
Hann var stór þáttur í lífi okkar,
við áttum mömmu, pabba og Tóta.
Þetta var iðulega sagt í einni
bunu. Það voru fáir eins heppnir og
við. Mamma hefur sagt okkur að
við sem börn spáðum oft í hvort
önnur börn ættu engan Tóta, okk-
ur fannst þetta sjálfsagt.
Þótt hann hafi ekki verið að bera
á borð tilfinningar eða hrós, þá
vissi maður að hann átti í okkur
hvert bein og hrósaði okkur út á
við þegar færi gafst. Hann tók líka
þátt í uppeldinu á okkur systkinun-
um á sinn hátt, við munum eftir að
hann gat hastað á okkur þegar
mikið gekk á og líka hlegið að vit-
leysunni og látunum í okkur.
Við elstu systkinin skriðum oftar
en ekki upp í til hans á næturnar
og þótt dívaninn sem hann svaf á
væri ekki breiður kvartaði hann
aldrei undan okkur. Við fengum
líka að heyra hjá honum sögu af
henni Búkollu, og minnumst við
þess hversu spennandi og gaman
það var að hlusta á hann segja þá
sögu aftur og aftur.
Síðan var það líka ógleymanlegt
á jólunum þegar hann var búinn að
safna gjöfum handa öllum í fjöl-
skyldunni á bak við hurð í herberg-
inu sínu. Og við gátum ekki beðið
eftir því að hann stæði upp eftir
jólamatinn, sem engan enda ætlaði
að taka, og gengi inn í herbergi og
kallaði á okkur. Og þótt gjafirnar
kæmu óinnpakkaðar úr pokunum,
skipti það engu máli, þetta átti að
vera svona. Þótt Tóti hafi aldrei átt
börn var hann margfaldur afi.
Börnin okkar kölluðu hann afa áð-
ur en þau höfðu vit á því að kalla
hann Tóta, og ég held að honum
hafi þótt vænt um það. Og honum
hefur líka þótt gaman að fá okkur í
heimsókn þótt lítið væri um róleg-
heit þegar stórfjölskyldan var sam-
an komin.
Við munum sakna hans og það er
skrýtið eftir að hann flutti á Ljós-
heima, að hann sé ekki inni í her-
berginu sínu og heyra ekki ískrið í
stólnum, eða heyra útvarpið
glymja inni í herberginu hans.
Þótt erfitt sé að kveðja hann
Tóta þá getum við glaðst yfir því að
hafa haft hann í lífi okkar og orðið
ríkari í staðinn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Blessuð sé minning hans.
Systkinin í Hólshúsum.
Þegar ég frétti að Þórður Elías-
son, eða bara Tóti í Hólshúsum,
minn gamli góði húsbóndi væri fall-
inn frá, komu gamlar minningar
streymandi í hug minn frá ung-
lingsárum í Flóanum. Ég sem var
fæddur og uppalinn í Bæjar-
hreppnum eins og Tóti, var vetr-
armaður hjá honum tvo fyrstu vet-
urna eftir að ég fermdist. Það fór
vel um mig hjá Tóta og Guðrúnu
móður hans, þeirri öðlingsman-
neskju, sem ekkert mátti aumt sjá
og sífellt gat hlegið og gert að
gamni sínu þrátt fyrir bágt heilsu-
far.
Tóti erfði hið góða lundarfar
móður sinnar. Glaðlyndi hans var
viðbrugðið. Mér er sem ég heyri
enn hlátursrokurnar sem Tóti gat
rekið upp þegar okkur tókst að
snúa á keppinautana í spilum í bað-
stofunni í Hólshúsum. Tóti sneri
betri hliðinni að fólki, hann var
kátur í fjölmenni, ræðinn og mál-
hress hvort sem við vorum tveir
saman eða fleiri í hópnum. Hann
kunni kynstur af vísum og kvæðum
og oft var sungið við raust í Hóls-
húsafjósinu þegar bóndinn og
vinnumaðurinn sátu við mjaltirnar.
Svo var troðið í pípuna og sagðar
skemmtilegar sögur.
Tóti var frjálslyndur við ung-
linga og hafði gott lag á þeim.
Hann taldi sjálfsagt að ég færi með
honum á hjónaballið 14 ára gamall,
en þá var óskráð aldurstakmark að
slíkum skemmtunum 16 ár. Eftir
þetta hittumst við Tóti á hverju
einasta hjónaballi í 40 ár allt þar til
í vetur að heilsan leyfði honum
ekki að mæta.
Tóti var ókvæntur og barnlaus
alla ævi. Hann vann foreldrum sín-
um og tók við föðurleifðinni, Hóls-
húsum, þegar stundir liðu fram.
Systursonur hans, Gunnar, ólst
upp í Hólshúsum og þegar hann
kom með konuefnið sitt, kornunga
stúlku frá Stokkseyri, þangað að
lokinni vorvertíðinni 1964 var
framtíðin tryggð. Gunnar og Ellý
settust að í Hólshúsum, áttu börn
og buru og Tóti eignaðist stóra
fjölskyldu og var sem afi allra
barnanna. Hann var ekki minna
stoltur af þeim en hann hefði átt
þau sjálfur.
Tóti var beinn í baki og hár-
makkinn þétti sem hann kembdi
beint aftur brá varla lit með ár-
unum. Þótt líkaminn hrörnaði var
stutt í brosið og hláturinn hans
Tóta og þannig minnist ég hans.
Blessuð sé minning Tóta í Hóls-
húsum.
Jón M. Ívarsson.
ÞÓRÐUR
ELÍASSON