Morgunblaðið - 17.05.2003, Side 60

Morgunblaðið - 17.05.2003, Side 60
DAGBÓK 60 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dal- heim, Laugarnes og Lómur koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Svanur kom í gær, Akamalik og Rán fara líklega í dag. Mannamót Bólstaðarhlíð. Handa- vinnusýning laugardag sunnudag og mánudag kl. 13–17. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag morgunganga kl. 10, Söngmót 5 kóra eldri borgara verður í dag kl. 16 í Íþróttahúsinu að Varmá í Mos- fellsbæ. Kórar frá Hafnarfirði, Árborg, Akranesi, Suð- urnesjum og Mos- fellsbæ. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Handa- vinnuhornið hefur opn- að sýningu í Garða- bergi. Opin laugardag og sunnudag kl. 14–16 og næstu viku kl. 13– 17. Fjölbreytt handa- vinna. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fræðslu- nefnd FEB verður með fræðsluferð á Sólheima 28. maí leiðsögn á staðnum. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Handverkssýn- ing í dag laugardaginn 17. maí, sunnudaginn 18. maí, og mánudag- inn 19. maí, opið frá kl. 13–17 alla dagana, kaffi og meðlæti. Vitatorg. Handverks- sýning verður í dag laugardag 17. maí kl. 11–16.30, og mánudag 19. maí, kl. 9–16, allir velkomnir. Ath. ekki er handverkssýning sunnudaginn 18. maí. Vinnustofur fé- lagsmiðstöðvarinnar eru lokaðar á mánudag vegna handverkssýn- ingarinnar, vinnustof- ur opnaðar aftur þriðjudaginn 20. maí. Gönguklúbbur Hana– nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Skóverslun Axel Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826 Mosfell sf., Þrúð- vangi 6, Hellu, s. 487 5828 Sólveig Ólafs- dóttir, Verslunin Grund, Flúðum, s. 486 6633 Sjúkrahús Suður- lands og Heilsugæslu- stöð, Árvegi, Selfossi, s. 482 1300 Verslunin Íris, Austurvegi 4, Sel- fossi, s. 482 1468 Blómabúðin hjá Jó- hönnu, Unabakka 4, 815 Þorlákshöfn, s. 483 3794 Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, Grinda- vík, s. 426 8787 Penn- inn – Bókabúð Kefla- víkur, Sólvallagötu 2, Keflavík, s. 421 1102 Íslandspóstur hf., Hafnargötu 89, Kefla- vík, s. 421 5000 Ís- landspóstur hf., c/o Kristjana Vilhjálms- dóttir, Garðbraut 69, Garður, s. 422 7000 Dagmar Árnadóttir, Skiphóli, Skagabraut 64, Garður, s. 422 7059. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Í dag er laugardagur 17. maí, 137. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hafið gát á sjálfum yður, ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann, og ef hann iðrast, þá fyrirgef honum. (Lúkas. 17, 3.)     Rafræn geymsla frétta ígagnasöfnum fjöl- miðlanna hefur gert starf stjórnmálamanna snúnara. Fyrir pólitíkusa, sem eru ekki nema mátu- lega sjálfum sér sam- kvæmir, getur verið svo- lítið vandræðalegt þegar flett er upp í gömlum um- mælum þeirra.     ÍVefþjóðviljanum erfjallað um kosn- ingaúrslitin um síðustu helgi og segir þar: „Það vekur auðvitað athygli að Framsóknarflokkur og Samfylking eiga nú kost á því að mynda meiri- hlutastjórn á þingi og hef- ur Össur Skarphéðinsson ekki legið á liði sínu [...] að benda á þennan mögu- leika. Í forsetakosningum í Bandaríkjunum er kosið um kjörmenn í hverju ríki fyrir sig. Þessir kjörmenn velja forsetann. Í síðustu kosningum fékk George W. Bush ekki meirihluta atkvæða á landsvísu en fékk engu að síður meiri- hluta kjörmanna og var rétt kjörinn forseti. Rætt var við Össur Skarphéðinsson um þessa niðurstöðu í Morg- unblaðinu 15. desember 2000 og þar segir meðal annars: „Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylk- ingarinnar, segir að úrslit forsetakosninganna séu áfall fyrir lýðræðið. Nið- urstaðan hljóti að leiða til umræðu um breytingar á fyrirkomulagi kosning- anna og talningar at- kvæða, þannig að í fram- tíðinni verði ekki mögulegt að verða forseti með færri atkvæði en sá sem tapar.““     Vefþjóðviljinn helduráfram: „Þetta er sami Össur og segir nú að lokn- um kosningum að sá draumur sinn hafi ræst að hægt sé að mynda rík- isstjórn Samfylkingar og Framsóknarflokks. Í kosn- ingunum í gær fengu þess- ir flokkar samanlagt 48,7% atkvæða en engu að síður meirihluta þing- manna. Væri stjórn þess- ara flokka áfall fyrir lýð- ræðið?“     Á fréttavef Bæjarinsbesta á Ísafirði er bent á athyglisverða staðreynd í kosningaúrslitunum: „Í nýafstöðnum alþing- iskosningum fékk fram- boð Nýs afls 122 atkvæði í Norðvesturkjördæmi. Til að framboðslistinn teldist gildur þurftu að fylgja undirskriftir a.m.k. 300 meðmælenda í Norðvest- urkjördæmi auk fram- bjóðendanna sjálfra. Ef gert er ráð fyrir því að frambjóðendurnir sjálfir hafi kosið listann, hafa einungis 102 kjósendur ut- an listans stutt framboðið. Að meðaltali hefur því hver frambjóðandi afrek- að að fá til fylgis við sig 5 kjósendur.Fátítt er að framboðslisti nái ekki jafnmörgum atkvæðum og fjöldi meðmælenda er. Menn minnast þess þó að svipuð staða hafi komið upp í alþingiskosningum 16. júlí árið 1933.“ STAKSTEINAR Össur nú ósammála Össuri þá Víkverji skrifar... VÍKVERJI fór á dögunum í heim-sókn til Færeyja í fyrsta skiptið á ævinni. Eftir á að hyggja finnst honum í raun skrýtið að hann hafi ekki drifið sig fyrr til eyjanna, svo nálægt liggja þær Íslandi, jafnt landfræðilega sem menningarlega. En þarna kemur inn dálítið ein- kennilegur hlutur, sem Víkverji við- urkennir að hann þjáðist af. Fær- eyjar voru í huga hans eitthvað sveitó, eitthvað fyndið, einhvers kon- ar misheppnaður lilli bró sem maður brosir til með hæðnisglotti í barns- legum hroka. Grikkland, Bandarík- in, Suður-Afríka – bara öll önnur lönd voru miklu meira spennandi. En í Færeyjaferðinni lærði Víkverji mikilvæga lexíu. Hann þroskaðist. Og nú finnst honum nálægt því fá- ránlegt að Íslendingar geri Fær- eyjar ekki að forgangslandi, hvað ferðalög snertir. Færeyjar eru spennandi og heillandi land og áhugavert hverjum þeim sem vex upp á Íslandi að skoða. Því þarna er margt svo líkt með okkur – um leið og það er allt öðruvísi. Fyrst og fremst býr þó einfaldlega fólk þarna, fólk sem er nauðalíkt Íslendingum í háttum, Vesturlandabúar með vonir og væntingar rétt eins og við. HAUSTIÐ 1992 reið kreppa yfireyjarnar sem hafði athygl- isverðar afleiðingar í för með sér. Færeyjar eru sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku og fram að þessum atburðum hafði fylgi við sam- bandsslit verið lítið. En sjá, í kjölfar kreppunnar fór listalíf að blómstra, menningarlíf varð fjölskrúðugra og eyjarnar hafa þokast upp á við æ síð- an. Fjárhagurinn hefur vænkast hægt og bítandi og nú er svo komið að kröfur um stofnun sjálfstæðs rík- is eru að verða algengari. Þeir sem styðja þær hugmyndir líta til Íslands sem ákveðins líkans um hvernig haga beri málum í þeirri baráttu. Skýrt skal tekið fram að þessi mál eru síst einföld og báðir aðilar hafa vissulega mikið til síns máls. Sam- bandssinnar benda réttilega á að það geti falist ákveðin fífldirfska í því að krefjast fullkominna slita við danska ríkið. Þjóðveldissinnar vísa á meðan í sálarlíf eyjaskeggja; segja sem svo að ómögulegt sé að halda mannlegri reisn sé maður ekki frjáls. Þetta kann að vera einföldun, en grunntónn hvorra tveggja hljóm- ar eitthvað á þessa leið. x x x ÍDAG og í kvöld fara fram mikil há-tíðahöld á Fjörukránni og á Hótel Loftleiðum í tilefni þess að Fær- eyingafélagið í Reykjavík er 60 ára. Vikuna fram að landsleik Íslands og Færeyja í knattspyrnu, laugardag- inn 7. júní, verður staðið fyrir fær- eyskri viku í Reykjavík, þar sem margbreytileiki færeyskrar menn- ingar verður kynntur. Víkverji vonar innilega að menn- ing beggja þjóða verði sýnilegri á báðum stöðum, til muna sýnilegri en áður hefur verið. Í því felst hagur, til handa báðum þjóðum, því svo margt er hægt að læra af þeim sem stendur manni næst. Hver kannast við þetta? LÍFIÐ er tafl og tenings- spil/ það tefla það allir sér í vil/ eftir viti og vilja./ Oft þeir tefla einna verst/ sem ætla sér að tefla best/ því skákina ei þeir skilja. Í lokin er hér málsháttur sem á vel við að nýloknum kosningum: Að ljúga að öðrum er ljótur vani, en að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani. E.J. Árla dags ÉG tel að Vilhelm G. Krist- insson sé áheyrilegasti út- varpsmaður sem við eigum nú. Þáttur hans á morgn- ana, Árla dags, er ólíkur öðru því sem er á ljósvak- anum, viðkunnanlegur og hæfilega íhaldssamur. Vilhelm er einkar lagið að spjalla og leika fjöl- breytta músík sem hentar vel á þessum tíma dagsins. Það eru ekki margir sem spila hljómlist með Hljóm- sveit Rauða hersins sem stundum heyrist í Árla dags, gjarnan frá ferð hljómsveitarinnar til Lundúna í kringum 1960. Ég vil vegna þessa taka undir með Árna Vilhjálms- syni sem fann að því í Morgunblaðinu fyrir stuttu, að nú hefur nýr þáttur, Morgunvaktin, klippt Vilhelm í sundur. Morgunvaktin þarf af ein- hverjum ástæðum, sem við Árni skiljum ekki, að vera á báðum rásum útvarpsins. Við spyrjum því: Hví meg- um við ekki hafa Vilhelm í friði á Rás 1 fyrst hann, og náttúrulega við, erum vakn- aðir á annað borð? Óskar Magnússon Smáraflöt 49, 210 Garðabæ. Tillaga um ríkisstjórn réttlætis og jafnaðar FRÁ Framsóknarflokki: Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra, Guðni Ágústsson landbúnaðaráð- herra, Valgerður Sverris- dóttir iðnaðar-og viðskipta- ráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra. Frá Samfylkingu: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra, Össur Skarp- héðinsson fjármálaráð- herra, Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra, Guðmundur Árni Stefáns- son samgönguráðherra, Ell- ert Schram dóms- og kirkjumálaráðherra. Frá Frjálslynda flokknum: Guð- jón Arnar Kristjánsson sjávarútvegsráðherra, Mar- grét Sverrisdóttir mennta- málaráðherra, Margrét Frí- mannsdóttir forseti Alþingis. Það kæmi í hlut Ellerts Schram að byggja Landhelgisgæsluna upp úr rústum hennar, það kæmi í hlut Össurar að jafna kjörin í landinu og Guðjóns Arnars að færa þjóðinni fiskinn í sjónum á nýjan leik. Vestarr Lúðvíksson. Framsókn í virkjunum ÉG undrast að B-listinn skuli ekki hafa misst at- kvæði í nýliðnum kosning- um vegna stefnu flokksins í virkjana- og náttúruvernd- armálum. Kannske er skýr- inguna að finna í því að kjósandi B-listans, sem hugsanlega er ekki sam- mála þeirri stefnu, getur ekki látið í ljósi mótmæli sín í kjörklefanum nema strika út þá ráðherra B-listans sem hafa farið með þau mál eða færa þá neðar. Ekki er víst að sannir B-listamenn telji slíkt góða heildarlausn enda þarf marga kjósendur til að hafa áhrif. Einnig er ranglátt að kjósendur sem kjósa aðra flokka en B-lista geti ekki sýnt hneykslan sína með því að strika Siv og/eða Valgerði út nema gera sinn eigin kjörseðil ógildan. Framsóknarmaður í náttúruvernd. Dýrahald Hefur einhver séð Jósafat? ÞETTA er Jósafat. Hann hefur ekki skilað sér heim í Stangarholt 10, 105 Rvík síðan í lok mars. Hann var með drapplit- aða ól sem á var blátt merki. Hann er líka eyrna- merktur með tölunni 610. Hans er sárt saknað. Ef einhver getur gefið okkur upplýsingar um hann vinsamlegast hafið sam- band við okkur í síma 551- 0848 eða 864-0426. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason LÁRÉTT 1 meina, 8 verkfæri, 9 belti, 10 reyfi, 11 ýfir, 13 glæsilegur árangur, 15 hvelfing, 18 bál, 21 hrós, 22 drukkna, 23 ilmur, 24 eftirtekja. LÓÐRÉTT 2 semur, 3 reiður, 4 hita- svækja, 5 nákomnar, 6 sjúkdómskast, 7 starf- söm, 12 kraftur, 14 fauti, 15 eiga við, 16 leyfi, 17 fletja fisk, 18 vafans, 19 skútu, 20 skökk. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 burst, 4 kamar, 7 ausur, 8 sonur, 9 fit, 11 tómt, 13 árin, 14 ísinn, 15 borð, 17 auga, 20 gný, 22 asnar, 23 staga, 24 létta, 25 renna. Lóðrétt: 1 brast, 2 rósum, 3 torf, 4 kost, 5 mánar, 6 rýran, 10 iðinn, 12 tíð, 13 ána, 15 brall, 16 rangt, 18 uxann, 19 afana, 20 gróa, 21 ýsur. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.