Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 60
DAGBÓK 60 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dal- heim, Laugarnes og Lómur koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Svanur kom í gær, Akamalik og Rán fara líklega í dag. Mannamót Bólstaðarhlíð. Handa- vinnusýning laugardag sunnudag og mánudag kl. 13–17. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag morgunganga kl. 10, Söngmót 5 kóra eldri borgara verður í dag kl. 16 í Íþróttahúsinu að Varmá í Mos- fellsbæ. Kórar frá Hafnarfirði, Árborg, Akranesi, Suð- urnesjum og Mos- fellsbæ. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Handa- vinnuhornið hefur opn- að sýningu í Garða- bergi. Opin laugardag og sunnudag kl. 14–16 og næstu viku kl. 13– 17. Fjölbreytt handa- vinna. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fræðslu- nefnd FEB verður með fræðsluferð á Sólheima 28. maí leiðsögn á staðnum. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Handverkssýn- ing í dag laugardaginn 17. maí, sunnudaginn 18. maí, og mánudag- inn 19. maí, opið frá kl. 13–17 alla dagana, kaffi og meðlæti. Vitatorg. Handverks- sýning verður í dag laugardag 17. maí kl. 11–16.30, og mánudag 19. maí, kl. 9–16, allir velkomnir. Ath. ekki er handverkssýning sunnudaginn 18. maí. Vinnustofur fé- lagsmiðstöðvarinnar eru lokaðar á mánudag vegna handverkssýn- ingarinnar, vinnustof- ur opnaðar aftur þriðjudaginn 20. maí. Gönguklúbbur Hana– nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Skóverslun Axel Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826 Mosfell sf., Þrúð- vangi 6, Hellu, s. 487 5828 Sólveig Ólafs- dóttir, Verslunin Grund, Flúðum, s. 486 6633 Sjúkrahús Suður- lands og Heilsugæslu- stöð, Árvegi, Selfossi, s. 482 1300 Verslunin Íris, Austurvegi 4, Sel- fossi, s. 482 1468 Blómabúðin hjá Jó- hönnu, Unabakka 4, 815 Þorlákshöfn, s. 483 3794 Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, Grinda- vík, s. 426 8787 Penn- inn – Bókabúð Kefla- víkur, Sólvallagötu 2, Keflavík, s. 421 1102 Íslandspóstur hf., Hafnargötu 89, Kefla- vík, s. 421 5000 Ís- landspóstur hf., c/o Kristjana Vilhjálms- dóttir, Garðbraut 69, Garður, s. 422 7000 Dagmar Árnadóttir, Skiphóli, Skagabraut 64, Garður, s. 422 7059. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Í dag er laugardagur 17. maí, 137. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hafið gát á sjálfum yður, ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann, og ef hann iðrast, þá fyrirgef honum. (Lúkas. 17, 3.)     Rafræn geymsla frétta ígagnasöfnum fjöl- miðlanna hefur gert starf stjórnmálamanna snúnara. Fyrir pólitíkusa, sem eru ekki nema mátu- lega sjálfum sér sam- kvæmir, getur verið svo- lítið vandræðalegt þegar flett er upp í gömlum um- mælum þeirra.     ÍVefþjóðviljanum erfjallað um kosn- ingaúrslitin um síðustu helgi og segir þar: „Það vekur auðvitað athygli að Framsóknarflokkur og Samfylking eiga nú kost á því að mynda meiri- hlutastjórn á þingi og hef- ur Össur Skarphéðinsson ekki legið á liði sínu [...] að benda á þennan mögu- leika. Í forsetakosningum í Bandaríkjunum er kosið um kjörmenn í hverju ríki fyrir sig. Þessir kjörmenn velja forsetann. Í síðustu kosningum fékk George W. Bush ekki meirihluta atkvæða á landsvísu en fékk engu að síður meiri- hluta kjörmanna og var rétt kjörinn forseti. Rætt var við Össur Skarphéðinsson um þessa niðurstöðu í Morg- unblaðinu 15. desember 2000 og þar segir meðal annars: „Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylk- ingarinnar, segir að úrslit forsetakosninganna séu áfall fyrir lýðræðið. Nið- urstaðan hljóti að leiða til umræðu um breytingar á fyrirkomulagi kosning- anna og talningar at- kvæða, þannig að í fram- tíðinni verði ekki mögulegt að verða forseti með færri atkvæði en sá sem tapar.““     Vefþjóðviljinn helduráfram: „Þetta er sami Össur og segir nú að lokn- um kosningum að sá draumur sinn hafi ræst að hægt sé að mynda rík- isstjórn Samfylkingar og Framsóknarflokks. Í kosn- ingunum í gær fengu þess- ir flokkar samanlagt 48,7% atkvæða en engu að síður meirihluta þing- manna. Væri stjórn þess- ara flokka áfall fyrir lýð- ræðið?“     Á fréttavef Bæjarinsbesta á Ísafirði er bent á athyglisverða staðreynd í kosningaúrslitunum: „Í nýafstöðnum alþing- iskosningum fékk fram- boð Nýs afls 122 atkvæði í Norðvesturkjördæmi. Til að framboðslistinn teldist gildur þurftu að fylgja undirskriftir a.m.k. 300 meðmælenda í Norðvest- urkjördæmi auk fram- bjóðendanna sjálfra. Ef gert er ráð fyrir því að frambjóðendurnir sjálfir hafi kosið listann, hafa einungis 102 kjósendur ut- an listans stutt framboðið. Að meðaltali hefur því hver frambjóðandi afrek- að að fá til fylgis við sig 5 kjósendur.Fátítt er að framboðslisti nái ekki jafnmörgum atkvæðum og fjöldi meðmælenda er. Menn minnast þess þó að svipuð staða hafi komið upp í alþingiskosningum 16. júlí árið 1933.“ STAKSTEINAR Össur nú ósammála Össuri þá Víkverji skrifar... VÍKVERJI fór á dögunum í heim-sókn til Færeyja í fyrsta skiptið á ævinni. Eftir á að hyggja finnst honum í raun skrýtið að hann hafi ekki drifið sig fyrr til eyjanna, svo nálægt liggja þær Íslandi, jafnt landfræðilega sem menningarlega. En þarna kemur inn dálítið ein- kennilegur hlutur, sem Víkverji við- urkennir að hann þjáðist af. Fær- eyjar voru í huga hans eitthvað sveitó, eitthvað fyndið, einhvers kon- ar misheppnaður lilli bró sem maður brosir til með hæðnisglotti í barns- legum hroka. Grikkland, Bandarík- in, Suður-Afríka – bara öll önnur lönd voru miklu meira spennandi. En í Færeyjaferðinni lærði Víkverji mikilvæga lexíu. Hann þroskaðist. Og nú finnst honum nálægt því fá- ránlegt að Íslendingar geri Fær- eyjar ekki að forgangslandi, hvað ferðalög snertir. Færeyjar eru spennandi og heillandi land og áhugavert hverjum þeim sem vex upp á Íslandi að skoða. Því þarna er margt svo líkt með okkur – um leið og það er allt öðruvísi. Fyrst og fremst býr þó einfaldlega fólk þarna, fólk sem er nauðalíkt Íslendingum í háttum, Vesturlandabúar með vonir og væntingar rétt eins og við. HAUSTIÐ 1992 reið kreppa yfireyjarnar sem hafði athygl- isverðar afleiðingar í för með sér. Færeyjar eru sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku og fram að þessum atburðum hafði fylgi við sam- bandsslit verið lítið. En sjá, í kjölfar kreppunnar fór listalíf að blómstra, menningarlíf varð fjölskrúðugra og eyjarnar hafa þokast upp á við æ síð- an. Fjárhagurinn hefur vænkast hægt og bítandi og nú er svo komið að kröfur um stofnun sjálfstæðs rík- is eru að verða algengari. Þeir sem styðja þær hugmyndir líta til Íslands sem ákveðins líkans um hvernig haga beri málum í þeirri baráttu. Skýrt skal tekið fram að þessi mál eru síst einföld og báðir aðilar hafa vissulega mikið til síns máls. Sam- bandssinnar benda réttilega á að það geti falist ákveðin fífldirfska í því að krefjast fullkominna slita við danska ríkið. Þjóðveldissinnar vísa á meðan í sálarlíf eyjaskeggja; segja sem svo að ómögulegt sé að halda mannlegri reisn sé maður ekki frjáls. Þetta kann að vera einföldun, en grunntónn hvorra tveggja hljóm- ar eitthvað á þessa leið. x x x ÍDAG og í kvöld fara fram mikil há-tíðahöld á Fjörukránni og á Hótel Loftleiðum í tilefni þess að Fær- eyingafélagið í Reykjavík er 60 ára. Vikuna fram að landsleik Íslands og Færeyja í knattspyrnu, laugardag- inn 7. júní, verður staðið fyrir fær- eyskri viku í Reykjavík, þar sem margbreytileiki færeyskrar menn- ingar verður kynntur. Víkverji vonar innilega að menn- ing beggja þjóða verði sýnilegri á báðum stöðum, til muna sýnilegri en áður hefur verið. Í því felst hagur, til handa báðum þjóðum, því svo margt er hægt að læra af þeim sem stendur manni næst. Hver kannast við þetta? LÍFIÐ er tafl og tenings- spil/ það tefla það allir sér í vil/ eftir viti og vilja./ Oft þeir tefla einna verst/ sem ætla sér að tefla best/ því skákina ei þeir skilja. Í lokin er hér málsháttur sem á vel við að nýloknum kosningum: Að ljúga að öðrum er ljótur vani, en að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani. E.J. Árla dags ÉG tel að Vilhelm G. Krist- insson sé áheyrilegasti út- varpsmaður sem við eigum nú. Þáttur hans á morgn- ana, Árla dags, er ólíkur öðru því sem er á ljósvak- anum, viðkunnanlegur og hæfilega íhaldssamur. Vilhelm er einkar lagið að spjalla og leika fjöl- breytta músík sem hentar vel á þessum tíma dagsins. Það eru ekki margir sem spila hljómlist með Hljóm- sveit Rauða hersins sem stundum heyrist í Árla dags, gjarnan frá ferð hljómsveitarinnar til Lundúna í kringum 1960. Ég vil vegna þessa taka undir með Árna Vilhjálms- syni sem fann að því í Morgunblaðinu fyrir stuttu, að nú hefur nýr þáttur, Morgunvaktin, klippt Vilhelm í sundur. Morgunvaktin þarf af ein- hverjum ástæðum, sem við Árni skiljum ekki, að vera á báðum rásum útvarpsins. Við spyrjum því: Hví meg- um við ekki hafa Vilhelm í friði á Rás 1 fyrst hann, og náttúrulega við, erum vakn- aðir á annað borð? Óskar Magnússon Smáraflöt 49, 210 Garðabæ. Tillaga um ríkisstjórn réttlætis og jafnaðar FRÁ Framsóknarflokki: Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra, Guðni Ágústsson landbúnaðaráð- herra, Valgerður Sverris- dóttir iðnaðar-og viðskipta- ráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra. Frá Samfylkingu: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra, Össur Skarp- héðinsson fjármálaráð- herra, Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra, Guðmundur Árni Stefáns- son samgönguráðherra, Ell- ert Schram dóms- og kirkjumálaráðherra. Frá Frjálslynda flokknum: Guð- jón Arnar Kristjánsson sjávarútvegsráðherra, Mar- grét Sverrisdóttir mennta- málaráðherra, Margrét Frí- mannsdóttir forseti Alþingis. Það kæmi í hlut Ellerts Schram að byggja Landhelgisgæsluna upp úr rústum hennar, það kæmi í hlut Össurar að jafna kjörin í landinu og Guðjóns Arnars að færa þjóðinni fiskinn í sjónum á nýjan leik. Vestarr Lúðvíksson. Framsókn í virkjunum ÉG undrast að B-listinn skuli ekki hafa misst at- kvæði í nýliðnum kosning- um vegna stefnu flokksins í virkjana- og náttúruvernd- armálum. Kannske er skýr- inguna að finna í því að kjósandi B-listans, sem hugsanlega er ekki sam- mála þeirri stefnu, getur ekki látið í ljósi mótmæli sín í kjörklefanum nema strika út þá ráðherra B-listans sem hafa farið með þau mál eða færa þá neðar. Ekki er víst að sannir B-listamenn telji slíkt góða heildarlausn enda þarf marga kjósendur til að hafa áhrif. Einnig er ranglátt að kjósendur sem kjósa aðra flokka en B-lista geti ekki sýnt hneykslan sína með því að strika Siv og/eða Valgerði út nema gera sinn eigin kjörseðil ógildan. Framsóknarmaður í náttúruvernd. Dýrahald Hefur einhver séð Jósafat? ÞETTA er Jósafat. Hann hefur ekki skilað sér heim í Stangarholt 10, 105 Rvík síðan í lok mars. Hann var með drapplit- aða ól sem á var blátt merki. Hann er líka eyrna- merktur með tölunni 610. Hans er sárt saknað. Ef einhver getur gefið okkur upplýsingar um hann vinsamlegast hafið sam- band við okkur í síma 551- 0848 eða 864-0426. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason LÁRÉTT 1 meina, 8 verkfæri, 9 belti, 10 reyfi, 11 ýfir, 13 glæsilegur árangur, 15 hvelfing, 18 bál, 21 hrós, 22 drukkna, 23 ilmur, 24 eftirtekja. LÓÐRÉTT 2 semur, 3 reiður, 4 hita- svækja, 5 nákomnar, 6 sjúkdómskast, 7 starf- söm, 12 kraftur, 14 fauti, 15 eiga við, 16 leyfi, 17 fletja fisk, 18 vafans, 19 skútu, 20 skökk. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 burst, 4 kamar, 7 ausur, 8 sonur, 9 fit, 11 tómt, 13 árin, 14 ísinn, 15 borð, 17 auga, 20 gný, 22 asnar, 23 staga, 24 létta, 25 renna. Lóðrétt: 1 brast, 2 rósum, 3 torf, 4 kost, 5 mánar, 6 rýran, 10 iðinn, 12 tíð, 13 ána, 15 brall, 16 rangt, 18 uxann, 19 afana, 20 gróa, 21 ýsur. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.