Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KAMMERSVEIT Reykja-víkur naut þess heiðursnýverið að vera boðið ítónleikaferð til Belgíu og Rússlands með píanóleikaranum og hljómsveitarstjóranum Vladimir Ashkenazy. Rut Ingólfsdóttir leiðari Kammersveitarinnar segir að und- irbúningur ferðarinnar hafi hafist fyrir rúmum tveimur árum. „Ashk- enazy hringdi í mig og spurði hvort við vildum spila með honum, og var þá með í huga ferð til Spánar, sem reyndist svo ekki hægt að koma við. Hann kom svo hingað í byrjun árs í fyrra og spilaði með okkur, og var þá búinn að leggja drög að þessari ferð. Samstarfið á þeim tónleikum gekk mjög vel, og hann hélt áfram með undirbúninginn, sem stóð þannig yfir í tvö ár. Ég hélt að þegar nær drægi gæti maður farið að sinna öðrum verkefnum, en reyndin varð að und- irbúningurinn fyrir ferðina stóð al- veg fram á síðustu mínútu, sér- staklega vegna Rússlands.“ Tónleikaferðin var farin að frum- kvæði Ashkenazys og segir Rut það mikinn heiður fyrir Kammersveitina að hafa fengið slíkt boð. „Það var umboðsskrifstofa hans sem sá um allan undirbúning sem sneri að sam- skiptum við tónleikahaldarana, ferðaskrifstofur og slíkt. En það stórkostlegasta er að það er hann sem býður okkur til þessa samstarfs og mér finnst það einn mesti heiður sem íslenskum tónlistarmönnum hefur verið sýndur, að hann skuli vilja fá okkur með sér til síns heima- lands.“ Óvissuferð um sveitir Rússlands Ferðin tók sex daga. Fyrst var leikið tvisvar í Brügge í Belgíu, en komið til Rússlands 24. maí. Af ferðasögum kammersveitarfólksins er ljóst að Rússlandsferðin hefur verið mikið ævintýri og mjög sér- stakt. Þórunn Marinósdóttir víólu- leikari segir það hafa verið ómet- anlegt að heimsækja heimaborg Ashkenazys, Nizhny Novgorod, þótt rútuferðin þangað hafi verið mikil óvissuferð. „Við vissum ekkert við hverju við áttum að búast, en vorum nú svo bjartsýn að halda að við gæt- um kannski horft á Evróvisjón í rút- unni. En sjónvarpið reyndist svo allt límt saman með gulu og svörtu lím- bandi og það virkaði engan veginn. Ferðin var engu að síður mjög skemmtileg. Að sjá landið þarna á ekkert skylt við það sem við sáum í Moskvu, þar sem búið er að lagfæra mikið af þeim stöðum sem ferða- menn sækja. Þarna í sveitinni var greinilega mikil fátækt. En þó heyrð- um við sagt, að það að eiga sumarhús í Nizhny Novgorod væri merki um standard. Okkur var líka sagt seinna, að sumarhúsafólkið, heldra fólk úr borginni, hefði komið á tónleikana.“ Rútuferðin til Nizhny Novgorod tók tíu klukkutíma, en vegalengdin er 370 kílómetrar. Þegar rútuferðina ber á góma hlæja hljóðfæraleik- ararnir dátt; hún er þeim minn- isstæð. „Rútuferðin gekk brösuglega, og bílstjórinn fann ekki matstað sem áætlað hafði verið að stoppa á. Það var ekið út af aðalveginum til að finna matstaðinn sem aldrei fannst, en við ókum bara um sveitirnar. Það þurfti samt að finna einhvern stað til að við gætum borðað, og þá var bara stoppað á „lókal“ börum, sem var líka mjög skemmtilegt að sjá. Við komum þarna inn þar sem enginn gat talað neitt nema rússnesku og þetta var ótrúleg upplifun. Þarna var lítið að fá, nema kannski einhverjar pylsur,“ segir Rut. Þórunn segir matvöruverslun sem stoppað var í hafa verið mjög gamaldags og í anda kommúnistatímans. „Það var nægt pláss í búðinni, og hefði verið hægt að hafa hillur frammi, en þarna var farið í eina langa röð, og allt selt yfir búðarborðið. Þegar kom svo að mér, ákvað afgreiðslustúlkan að loka kassanum.“ Rut segist eftirá ekki hafa viljað missa af þessari rútuferð fyrir nokkurn mun, þótt ferðalagið allt, frá Brügge til Nizhny Novgorod, hafi tekið tæpan sólarhring. Þarna sáu þau vott af annars konar mann- lífi og annars konar menningu. Það var gott að komast loks til Nizhny Novgorod undir morgun og Einar segir að segir að sólarupprásinni þar, yfir Volgu, eigi hann aldrei eftir að gleyma. Tónleikarnir voru svo um kvöldið. Heimilisleg kona með hamar „Salurinn var svo troðfullur að það var meira að segja búið að setja stólaröð framan við fremsta bekkinn, og setið í stigunum beggja vegna,“ segir Rut. Einar segir að eftir- væntingin hafi legið í loftinu fyrir tónleikana. „Fólk klæðir sig upp og konurnar voru svo glansfínar og maður fann að fyrir þetta fólk var þetta mikil stund. Það virtist líka vera svo stór stund fyrir fólkið þarna að Ashkenazy væri kominn heim í sinn fæðingarbæ. Andrúmsloftið var rafmagnað. Þetta er talsvert langt frá Moskvu, og þarna kynntist mað- ur allt öðru landi og þjóð sem maður þekkti bara af skáldsögum. Fólk kom eftir hvert verk og færði Ashke- nazy blóm. Þetta var gamalt hús, og eins og maður sá víðar, var þetta allt í nið- urníðslu. Okkur var vísað inn í bún- ingsherbergin, og alls staðar eru þeir með konur sem gæta dyranna. Sú sem gætti dyranna hjá okkur var með hamar, eldgamlan, nánast eins og sleggju. Þetta var mjög heim- ilislegt, hún sat þarna með hamarinn og hleypti engum í gegn, og passaði farangurinn okkar vel. Það kom þarna önnur kona og þær ætluðu að opna glugga. Þær vildu enga hjálp frá okkur karlmönnunum. Konan var þung og mikil, en óð bara yfir hljóð- færin og upp á borð til að opna gluggann. Það var mikill kraftur í þessum konum. Konurnar eru líka í rétttrúnaðarkirkjunni og hafa haldið kirkjunum gangandi. Ég fór í eina slíka í Nizhny Novgorod og þar voru miklar steintröppur allar úr lagi gengnar svo maður varð að klöngr- ast upp og kirkjan hálf hrunin. En innifyrir voru konur samt að þrífa og reyna að halda öllu gangandi. Þau augnablik að upplifa svona eru dásamleg.“ Rut kveðst sammála Þór- unni um það að hefði Kammersveitin bara farið til Moskvu hefði hópurinn misst af þeirri einstöku mynd af Rússlandi sem hann sá og upplifði í Nizhny Novgorod. Þórunn segir augljóst að öll starfsemi í kringum ferðaþjónustu og hótelrekstur sé ný, og Rússarnir rétt að venjast því að fá ferðamenn á slíka staði. Til dæmis hafi víða verið uppi fótur og fit á kaffi- og veitingastöðum þegar kom í ljós hvað hópurinn var stór. Hótelið sem þau gistu á var ekki hótel í sjálfu sér, en hafði verið byggt sem gis- tiaðastaða fyrir flokksmenn komm- únistaflokksins á sínum tíma. Og þar var kona á hverri hæð að gæta gang- anna. Þar var allt glæsilega byggt, stórt og rúmgott, en í mikilli nið- urníðslu, leirtauið allt mjög fallegt en sprungið. „Þetta var eins og að búa á safni. Það þyrfti að laga margt, en þó má ekki hrófla við þessu um of, þetta er svo sérstakt,“ segir Þórunn. Hún segir að fólkið í Nizhny Novgorod hafi líka verið einstakir tónleikagestir. „Maður fann vel hvað fólkið stóð opið fyrir því sem það var komið til að hlusta á. Öll viðbrögð þess voru svo einlæg og mikil. Mér fannst tónleikagestirnir krefjast mjög persónulegs sambands af okk- ur á tónleikunum sjálfum og maður Stór hópur fjölmiðlafólks sótti blaðamannafund fyrir tónleika Kammersveitarinnar og „dembdi“ spurningum yfir Ashkenazy. Heillandi upplifun Kammersveit Reykjavíkur var nýverið boðið í tónleikaferð til Belgíu og Rússlands. Sá sem bauð var Vladimir Ashkenazy og var ferðinni meðal annars heitið til heimaborgar hans, Nizhny Novgorod. Bergþóra Jónsdóttir hlustaði á ferðasögu kammersveitarfélaganna Rutar Ingólfs- dóttur, Þórunnar Marinósdóttur, Einars Jóhannessonar og Hrafnkels Orra Egilssonar. Kammersveit Reykjavíkur á Rauða torginu í Moskvu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.