Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Aðrir eiga auðvelt með að hrífast af þér. Þú tekur ekki skyndiákvarðanir og vegur og metur kosti og ókosti vandlega áður en þú tekur ákvörðun um mikilvæg mál. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Kaup á óvenjulegum hlutum eru líkleg í dag. Þú hrífst af nýrri tækni og það gæti verið gott að uppfæra tölvukost sinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú mátt búast við því að eign- ast nýjan vin í dag. Taktu ókunnugu fólki opnum örm- um. Ókunnugir eru ekkert annað en vinir sem þú hefur ekki hitt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér býðst óvænt tækifæri til þess að vinna þér inn peninga í dag. Slík tækifæri eru ekki á hverju strái og því væri rétt- ast að grípa það. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú væri kjörið að gera eitt- hvað öðruvísi. Þér leiðist hið daglega amstur og kýst að gera eitthvað sem er gefandi. Það er leyfilegt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Óvenjuleg upplifun, tengd trú eða yfirnáttúrulegum fyrir- bærum, gæti átt sér stað í dag. Þú sérð að við sitjum öll í súpunni. Það sama gengur yf- ir alla. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Í dag mun óvænt spenna koma inn í líf þitt. Ef að líkum lætur munt þú hitta furðulega persónu. Einnig gæti vinur þinn hagað sér undarlega. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Upplýsingar frá einhverjum í vinnunni munu koma þér úr jafnvægi. Ekki óttast, þetta munu eflaust vera ánægju- legar upplýsingar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Daður og rómantík eiga upp á pallborðið hjá þér í dag. Ánægjulegar samverustundir með börnum geta einnig verið gefandi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér gæti hlotnast gjöf í dag. Gjöfin gæti verið í formi pen- inga eða verðlauna. Þó eru líkur á því að einhver nákom- inn þér fái gjöfina í þinn stað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vinir geta orðið ástfangnir, vegna þess að sambönd geta hafist skyndilega í dag. Hvað sem því líður gætu þau einnig orðið skammvinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú kýst að leggja stund á og rannsaka heilbirgt líferni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sambönd sem eru spennandi en jafnframt óstöðug gætu komist á í dag. Þau munu, þrátt fyrir að vera óstöðug, kynna þér eitthvað nýtt og öðruvísi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Það mun vera stúlkan mín sem á undan ríður, ber hún gull og festi, spennir hún ofan á beltið, laufaprjóna ber hún þrjá, fögur er hún framan á, gullspöng um ennið, það sómir henni. Hleypur hún út um teigana rauðklædd og grænklædd, fegnir vilja piltarnir eig[a] hana, en þeir skulu ekki fá hana so væn sem hún er, því hún ber allar listirnar í barmi á sér. Ókunnur höfundur. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Mið-vikudaginn 9. júlí er sjötug Birna Hjaltalín Páls- dóttir, húsmóðir og fyrrum kaupmaður í Bolungarvík. Af því tilefni ætla börnin hennar að halda henni hátíð- ardagskrá í félagsheimlinu Víkurbæ í Bolungarvík að kvöldi afmælisdagsins kl. 20.30 og vonast þau eftir stórfjölskyldunni, vinum og vandamönnum. DOBLIÐ er vandmeðfarið vopn sem oft snýst í höndum hins vígdjarfa. Eitt sem var- ast ber er að reka mótherj- ana úr vondum samningi í annan betri. Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 10987532 ♥ 53 ♦ 108 ♣64 Vestur Austur ♠ -- ♠ ÁKD64 ♥ 10874 ♥ 92 ♦ G732 ♦ 654 ♣ÁG982 ♣753 Suður ♠ G ♥ ÁKDG6 ♦ ÁKD9 ♣KD10 Í sveitakeppninni í Ment- on vakti Ísraelinn Michael Barel á tveggja laufa al- kröfu með sleggjuna í suður. Síðan gerðist þetta: Vestur Norður Austur Suður -- -- Pass 2 lauf * Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 spaðar Dobl 4 grönd Pass Pass Pass Svar norðurs á tveimur spöðum var fárveikt í punkt- um talið, en lofaði a.m.k. fimmlit í spaða. Eftir það svar taldi Barel vænlegast að freista gæfunnar í þrem- ur gröndum, en norður breytti í fjóra spaða, enda með sjölit. Þá vaknaði aust- ur til lífsins með dobli. Hann hélt á þremur öruggum trompslögum og tveimur smátrompum í viðbót, sem gætu orðið slagir með tím- anum. Fjórir spaðar hefðu vissulega tapast, en þá fyrst og fremst vegna þess að vestur átti laufásinn. En doblið varaði Barel við og hann breytti í fjögur grönd. Sem austur hlaut að dobla til að halda andlitinu. Austur komst þó ekki hjá því að roðna áður en yfir lauk. Vestur hóf vörnina með hlutlausu hjartaútspili og Barel tók strax fimm slagi á litinn. Spilaði svo laufkóng og setti vestur í vanda: ef hann tæki strax á ásinn yrði hann að spila sér í óhag og gefa tíunda slaginn á tígul eða lauf. Vestur kaus að gefa slaginn, en Barel átti svar við því. Hann tók þrjá efstu í tígli og sendi vestur inn á tígulgosa. Vest- ur átti aðeins lauf eftir og varð að gefa úrslitaslaginn á lauf. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 6. júlí, er sjötugGuðrún Margrét Elísdóttir, húsmóðir, Laugarbraut 18, Akranesi. Eiginmaður hennar, Sverrir Hinrik Jónsson, málarameistari, verður einnig sjötugur laugardaginn 12. júlí nk. Afmælisdagana verða þau stödd í fjallakofa í Noregi í faðmi fjölskyldunnar. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Be7 7. He1 d6 8. c3 Bg4 9. d3 Dd7 10. Rbd2 0-0 11. Rf1 Ra5 12. Bc2 c5 13. h3 Bh5 14. Rg3 Bg6 15. Rh4 Rc6 16. Rhf5 Bd8 17. f4 d5 18. fxe5 Rxe5 19. Be3 dxe4 20. dxe4 c4 21. Bd4 He8 22. De2 Dc6 23. a4 Bc7 24. Kh1 Had8 25. axb5 axb5 26. Ha7 Bb8 27. Re7+ Hxe7 28. Hxe7 Rd3 29. Bxd3 cxd3 30. Dxd3 Dd6 31. He5 Rd7 32. Hg5 f6 33. Hxg6 hxg6 34. Rf1 Dc6 35. Bg1 Bc7 36. De2 Re5 37. Bd4 Rf7 38. Dg4 Kh7 39. Rd2 He8 40. Dh4+ Rh6 41. Df2 Dd6 42. e5 Dd5 43. exf6 Dd6 44. Rf3 Hxe1+ 45. Dxe1 SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. gxf6 46. De8 b4 Staðan kom upp á opnu móti sem fram fór í Dresden á síðasta ári. Lettneski skákþjálfarinn, Zigurds Lanka (2.488), hafði hvítt gegn Thilo Kabisch (2.323). 47. Rg5+! Kg7 47. ... fxg5 48. Dh8#. 48. Re6+ Kh7 49. Rxc7 Dxc7 50. Bxf6 g5 51. De4+ Kg8 52. Dg6+ og svartur gafst upp. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík     Ljósmynd: Dagsljós, Akureyri. BRÚÐKAUP. Gefin voru sam- an í Siglufjarð- arkirkju 14. júní sl. af séra Sig- urði Ægissyni þau Sigurður Jón Gunnarsson og Silja Ár- mannsdóttir. Heimili þeirra er á Siglufirði. Margskonar gæða bjálka- og einingahús beint frá Finnlandi MIKIÐ ÚRVAL AF BJÁLKUM - ALLT UPP Í 300 MM www.emhouse.fi, e-mail/emhouse@sgic.fi Fax 00 358 3 2130045. Sími 00 358 3 2130050. P.S. Erum að leita að umboðsmanni á Íslandi EM House Marketing, Rautatienkatu 17, 33100 Tampere, Finnlandi Grasaferð í nágrenni Reykjavíkur Grasaferð á vegum NLFR þriðjudaginn 8. júlí kl. 17.30 Áætlað er að ferðin taki um 3 klst. frá kl. 17:30 - 20:30. Leiðsögumaður verður Ásthildur Einarsdóttir grasalæknir. Tíndar verða jurtir til tegerðar. Boðið verður upp á jurtate og meðlæti úr lífrænt vottuðu hráefni frá Brauðhúsinu, Grímsbæ. Ferðin kostar kr. 1.000. Allir velkomnir, frítt fyrir félagsmenn og börn. Skráning og upplýsingar á skrifstofu NLFR í síma 552 8191. KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Orgeltónleikar kl. 20. Marteinn H. Friðriks- son leikur. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Lágafellskirkja. Bænastund á mánudags- kvöldum í Lágafellskirkju kl. 19.30. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í kvöld er vitnisburðarsamkoma kl. 20. Bryndís Svavarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrir samkomuna ætlum við að hittast við kirkjuna kl. 17.30 og grilla saman. Grill verða á staðnum en fólk er beðið um að koma með mat og drykk fyrir sig. Fíladelfía. Sunnudagur 6. júlí: Brauðs- brotning kl. 11. Ræðumaður Jón Þór Eyj- ólfsson. Almenn samkoma kl. 20 í umsjón Samhjálpar. Vitnisburðir og mikil lofgjörð. Lofgjörðarband Samhjálpar sér um tónlist- ina. Allir hjartanlega velkomnir. Miðvikud. 9. júlí: Biblíulestur og bæn kl. 20. Fimmtud. 10. júlí: Eldur unga fólksins kl. 21. Allir hjartanlega velkomnir. Föstud. 11. júlí: Unglingasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Bænastundir alla virka morgna kl. 6. filadelfia@gospel.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hallgrímskirkja Safnaðarstarf LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.