Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 50

Morgunblaðið - 06.07.2003, Side 50
JAFNINGJAFRÆÐSLA Hins húss- ins er forvarnarverkefni sem hóf göngu sína 1996. „Jafningja- fræðslan hefur tekið miklum breyt- ingum á þessum tíma,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir sem verður fyr- ir svörum fyrir hóp frá Jafningja- fræðslunni sem ferðast mun um landið næstu vikuna. „Upphaflega var þetta nær aðeins áfengis- og vímuefnaforvarnarverkefni, en í dag reynum við að taka þann pól í hæðina að ræða um þessa hluti út frá sjálfsmynd einstaklingsins. Við tölum um jákvæða hluti og bendum fólki á jákvæða möguleika og hvað það skiptir miklu máli að standa með sjálfum sér og gera upp hug sinn.“ Megináhersla Jafningja- fræðslunnar er því á að byggja upp hjá ungmennum jákvæða og heil- brigða sjálfsmynd en rannsóknir hafa sýnt að slæm sjálfsmynd eykur hættu á því að ungt fólk leiðist út í notkun fíkniefna eða áfengis, stundi óábyrgt kynlíf, beiti aðra of- beldi eða rækti með sér fordóma í garð annarra. Ungmennin voru saman komin við Hekluhúsið á Laugavegi en þar var verkefnið formlega sett af stað og af því tilefni ýttu þau bifreið sem leið lá niður í miðbæ. Framundan er hringferð um landið sem hefst á mánudag: „Það fara tveir bílar í austurátt, einn bíll fer norður í land og loks sá fjórði á Vestfirði. Fjórir leiðbeinendur eru í hverjum bíl og því alls 16 leiðbeinendur,“ segir Heiða Kristín. „Við munum koma við á ýmsum stöðum, sýna okkur og sjá krakkana, reyna að skapa um- ræðu um jákvæða hluti og skemmti- lega sem vonandi skilur eitthvað eftir sig.“ Jafningjafræðslan fer ekki fram á fyrirlestraformi heldur reyna þau, að sögn Heiðu Kristínar, að hafa þetta skemmtilegt, með lífi og fjöri, leikjum og umræðum: „Það sem við óskum eftir er að krakk- arnir tjái sig sjálfir og hafi eitthvað um hlutina sjálfir að segja í stað þess að við séum að koma þarna og þykjast kenna þeim á lífíð. Við er- um auðvitað ekki fullkominn hópur heldur bara venjulegt fólk.“ Í hópnum eru óvirkir fíklar og óvirkir alkóhólistar en það er ekk- ert skilyrði fyrir að vera jafn- ingjafræðari: „Það sem leitað er eftir eru einstaklingar sem tilbúnir eru að taka þetta inn á sig og taka þennan málstað nærri sér.“ Sjálf sótti Heiða Kristín um að taka þátt í Jafningjafræðslunni fyr- ir tilviljun: „En það sem ég fékk svo út úr þessu og fékk mig til að koma aftur var hvað þetta var yndislega skemmtilegt og ótrúlega gefandi. Þetta er oft mjög erfitt, enda nán- ast ógerandi að ætla að koma mikl- um skilaboðum áleiðis á einum degi, enda fáum við oft ekki nema nokkra tíma með krökkunum á hverjum stað. En þetta er samt þess virði.“ Heiða Kristín segir lagt upp úr því að hafa hópinn fjölbreyttan og blandaðan, enda séu þau ungmenni sem þau tala við að sama skapi fjöl- breytt. Ferð Jafningjafræðslunnar um landið stendur frá mánudegi fram á föstudag og verður koma þeirra vel auglýst þar sem þau líta við. Hekla styður átakið með því að lána bif- reiðar til ferðarinnar, Sjóvá- Almennar tryggja bifreiðarnar á meðan á ferðinni stendur og Esso býður ferðalöngunum upp á snæð- ing og eldsneyti á áfangastöðum þeirra. Jafningjafræðsluátak hófst formlega þegar bíl var ýtt með handafli niður í miðborg Morgunblaðið/Arnaldur Til að hefja verkefnið ýtti hópurinn bíl með handafli sem leið lá niður í miðborg. Hópurinn mun ræða við ungmenni í bæjum vítt um landið. Ungmennin sem ferðast munu um landið í vikunni í verkefni Jafningja- fræðslunnar stilltu sér upp ásamt stuðningsaðilum verkefnisins. Jafningjafræðslan ferðast um landið asgeiri@mbl.is 50 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! l i i ll í l i Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.30. kl. 2 og 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og powersýning kl. 10.20. kl. 3.30, 6, 8.30 og 10.50. POWE R SÝNIN G KL. 10 .20. . Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins!  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Á síðustu stundu (The Last Minute) Drama Bretland 2001. Myndform VHS. Bönnuð innan 16 ára. (104 mín.) Leikstjórn og handrit Stephen Norrington. Aðal- hlutverk Max Beesley, Jason Isaacs. HÖFUNDUR þessarar ofurstíl- iseruðu bresku háðsádeilu er einn sá heitasti í bransanum í dag, Stephen Norrington, sá er gat sér fyrst orð fyrir Blade og hefur nú nýlokið við gerð The League of Extraordinary Gentlemen með Sir Sean Connery í að- alhlutverki. Á milli gerði hann þessa, Á síðustu stundu, sem fór beint á mynd- band alls staðar, og það skiljanlega því hún er lítið meira en stílæfing og fremur mislukkuð sem slík. Fyrir það fyrsta skartar hún hinum ömurlega Max Beesley, sem féll fyrir Mariuh Carey í Glitter – segir allt sem segja þarf. Enn á hann að vera voðalega sætur og óskaplega misskilinn. Hér fer þó allt vel af stað, lofandi ádeila á skrípaleikinn sem heimur fína og fræga fólksins getur verið, hversu frægðin getur verið fallvölt. Síðan tekur myndin einhverja undarlegustu kúvendingu sem ég hef lengi séð og breytist í, að manni virðist, nútíma- útgáfu af Oliver Twist, þar sem að- alsöguhetjan er komin í slagtog með Fagin og vasaþjófunum hans! Allan tímann er Norrington með einhverja myndræna stæla, algjör- lega yfirgengilega sem slíka en þó áhugaverða fyrir þá sem áhuga hafa á slíku og hugsanlega það sem gerir myndina þess virði að sjá hana frem- ur en eitthvert annað drasl. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Fallvölt frægð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.