Morgunblaðið - 06.07.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.07.2003, Qupperneq 53
unum. Sá er átti þann bíl var hepp- inn að platan skyldi ekki fá titilinn Everest og að myndin af fjórmenn- ingunum skyldi ekki vera tekin í fjöllunum þeim eins og til stóð í fyrstu. Meðan á upptökum stóð bar að góða gesti. Söngkonan Linda Tayl- or, vinkona Rabba til margra ára, var svo vinsamleg að líta inn og syngja lag Rabba, „Angel“, sem er af síðustu sólóplötu hans. Eftir smá- upphitun var röddin komin í gott form og Linda söng þetta fallega lag af mikilli innlifun og tilfinningu. Ken Thomas, hirðupptökumaður margra íslenskra og erlendra tón- listarmanna, s.s. hljómsveitarinnar Sigur Rósar, stóðst ekki mátið og leit inn. Ken hefur unnið töluvert með Rabba, tók m.a. upp plötuna Í álögum með Rabba og Rúnari fyrir þremur árum. Í næsta herbergi var Dave Stewart, gítarleikari og laga- höfundur Eurythmics, að klippa hljóðupptökur. Í sama mund og ein- hverjum úr hópnum datt í hug að fá hann til að grípa í gaf skiptiborðið símann óvart inn til okkar og á lín- unni var Quincy Jones að spyrja um Stewart. Það var því látið eiga sig að ónáða hann. Þennan daginn er ekki síður neisti í mönnum, engu líkara en flóðgáttir hafi opnast. Hlýir tónar hljóðversins og stemmningin sem alltaf fylgir Rabba mynda magnaða blöndu. Það er orðið fjölmennt í stúdíói 2, klukkan að verða tíu að kvöldi og tíminn að renna út. Í hóp- inn hafa bæst eiginkonur, börn og tengdabörn. Engu er líkara en á þessari stundu renni saman í eitt Abbey Road og Rabbi Road. Draum- urinn er í höfn og menn halda of- urlítið tregafullir en fullkomlega sáttir á fyrri slóðir, í raunveruleik- ann og hinn íslenska hljóðheim. En minningin lifir eins og „Strawberry Fields Forever“. Anddyri Abbey Road-hljóðversins. Höfundur er gítarleikari og kennari. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 53 KRINGLAN kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. Svalasta mynd sumarsins er komin. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i.12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI kl. 2, 4, 6 og 8.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 10. B.i 12.ÁLFABAKKI SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Tilboð 300 kr. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. KEFLAVÍK kl. 4 og 6. Tilboð 300 QAQORTOQ, Grænlandi. Föstudagurinn 4. júlí. Kristjan Egede er bóndi nálægt bænum Igaliko sem er skammt frá Narsaq. Hann selur hér afurðir sínar við höfnina í Qaqortoq. Einnig ræktar hann rófur og kartöflur auk þess sem hann verkar harðfisk á vorin. Hann hefur einu sinni komið til Íslands, árið 1995, og ferðaðist þá vítt og breitt um landið. Hann var mjög hrifinn af Reykjavík, fannst hún mjög glæsileg borg. Dagbók ljósmyndara Morgunblaðið/Ómar Grænlenskur rabarbari EIN af athyglisverðustu plötum síðasta árs – og ein af þeim bestu, reyndar – var platan Lonely Mountain með hinum alls óþekkta Mugison. Platan er þekkilegasti samhræringur af raftónlist, tölvu- þruski og bítlalegum stemmum; allt framreitt á afar aðlaðandi máta. Mugison er listamannsnafn Arn- ar Elíasar Guðmundssonar sem nú hefur nýlokið námi í hljóðupptöku- tækni í Lundúnum. Ævintýrum Mugisons er þó hvergi nærri lokið og í haust kemur téð plata út hjá fyrirtæki Matthew Herberts, hús- tónlistarmanns með meiru, en merkið kallast Magic and Accident (þess má geta að Herbert þessi mun fara í túr með Björk Guð- mundsdóttur í ágúst og mun þá leika ásamt The Matthew Herbert Big Band). Örn segist nú vera kominn með B.A-gráðu í „recording arts“ en bætir við: „Hvað sem það nú þýð- ir!“ Hann segir skólann einfaldlega hafa verið fullan af græjum, ein- hverjir lúðar hafi kennt á þær og hann og félagar hans hafi legið slefandi yfir hátölurum með lóð- bolta í tvö og hálft ár en þess á milli hafi þeir hlustað á tónlist og pælt út og suður. Í námi meðfram plötu „Ég kunni ekki almennilega á tölvur á sínum tíma og ákvað því að skella mér í þetta nám,“ segir Örn. „Ég laug því reyndar að foreldr- unum að þetta væri mjög hagnýtt nám og ég gæti fengið vinnu hjá Ríkisútvarpinu í fyllingu tímans.“ Eins og áður segir er Örn nú kominn með samning við Magic and Accident og verður platan gef- in út af hliðarmerki þess fyrirtæk- is, Lifelike. „Þegar ég bjó úti var platan tilbúin og ég sendi diska á nokkur fyrirtæki. En ég sendi Herbert fallegt bréf og sagðist vera skotinn í honum og fékk því svar! Hann bauð mér svo í mat og við þekkjumst ágæt- lega í dag. Einn- ig sendi ég hon- um mynd sem ég teiknaði kolruglaður, en það var víst gasleki í íbúðinni sem ég varð ekki var við.“ Örn segist hafa verið í námi meðfram téðri plötu frekar en að ferlið hafi verið öfugt. „Hún kemur svo út í Evrópu í september. Það kom út takmarkað upplag fyrir þremur mánuðum síð- an og var það bara selt í Rough Trade-búðinni í London og ein- hverjum búðum í Japan og Evrópu. Platan var valin plata mánaðarins hjá Rough Trade og rauk víst út þar.“ Margt á seyði hjá Mugison Slefandi með lóðbolta Mugison arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.mugison.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.