Morgunblaðið - 06.09.2003, Page 21

Morgunblaðið - 06.09.2003, Page 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 21 NÝ deild við leikskólann Hvamm í Hafnarfirði var formlega opnuð í gær. Leikskólinn er fjögurra deilda og hefur nýja deildin fengið nafnið Tröllaborg. Samtals munu um 100 börn dvelja á leikskólanum sam- tímis, og eins og sjá má voru börnin himinlifandi með nýju leikskóla- deildina. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, afhenti Ástu Maríu Björnsdóttur, leikskólastjóra Hvamms, lyklana og óskaði til ham- ingju með nýju deildina.Morgunblaðið/Ásdís Tröllaborg í Hafnarfirði Hafnarfjörður HIÐ árlega Kópavogssund fer fram á morgun í Sundlaug Kópavogs, en það er almenningskeppni þar sem keppendur geta synt mismunandi vegalengdir, allt frá 500 metrum til svokallaðs Drangeyjarsunds, sem er 8.000 metrar. Sundið fer fram á milli kl. 8 og 21 á morgun, sunnudag. Árlega hafa þátttakendur verið milli 500 og 700 talsins og er ekki búist við síðri þátt- töku í ár. Þátttakendur velja sjálfir þá vega- lengd sem þeir synda, hægt er að velja um 500 metra, 1.000 metra og 1.500 metra eins og áður, en nú hafa bæst við tvær nýjar vegalendir. Hægt er að synda svokallað Viðeyj- arsund, eða 4.000 metra, og Drang- eyjarsund, eða 8.000 metra. Veitt eru verðlaun fyrir allar vegalengd- irnar, en einnig fá allir þátttakendur sundtösku með merki keppninar. Nöfn allra þátttakenda eru svo með í happdrætti þar sem veglegir vinn- ingar eru í boði. Drangeyj- arsund synt í Kópavogi Kópavogur BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar og vinabæjarfélagið Cuxhaven-Hafnar- fjörður bjóða til hátíðardagskrár í Hafnarborg í dag klukkan 16 í tilefni 15 ára afmælis vinabæjarsamstarfs Hafnarfjarðar og Cuxhaven. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Gerd Raulff, borgar- stjóri í Cuxhaven, flytja ávörp, sem og formenn vinabæjarfélaganna. Einnig verða opnaðar fjórar mynd- listarsýningar: Ljósmyndasýning Bernds Lohman og málverkasýning Juttu Lohman í aðalsal, málverka- sýning Kristbergs Péturssonar í Sverrissal, textilsýning Ingiríðar Óðinsdóttur í Apóteki og sýning á myndum eftir skólabörn í Cuxhaven og Hafnarfirði á kaffistofunni. Hátíðar- dagskrá í Hafnarborg Hafnarfjörður ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ GRASAGARÐUR Reykjavíkur stendur fyrir uppskeruhátíð í dag milli kl. 11 og 14. Nytjajurtagarður Grasagarðsins var opnaður sumarið 2000 og á hverju sumri er þar í rækt- un fjöldinn allur af matjurtum, svo sem rófur, laukar, ýmsar salat- og káltegundir, krydd og berjarunnar. Á uppskeruhátíðinni verður fræðsla um ræktun matjurta í heim- ilisgarðinum en einnig fær fólk að bragða á góðgætinu. Uppskera í Grasagarði Reykjavík ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 21 37 09 /2 00 3 Útsölulok 50% afsláttur af öllum pottaplöntum Fimmtud. - sunnud. 12.00 - 18.00. Blómavörur á heildsöluverði. 2.990 kr. 4.990 kr. 6.990 kr. 50 túlipanar 50 krókusar kr. Heildsölumarkaður í garðskálanum Sigtúni Kistur 990 Haustlaukarnir komnir Haustlauka- tilboð Útsölusp rengja: 4erikur á aðeins kr.999 Ný sendi ng !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.