Morgunblaðið - 18.09.2003, Page 8

Morgunblaðið - 18.09.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrr má nú vera „comback“ – óskabarn þjóðarinnar, sameign þjóðarinnar og banki allra landsmanna. Nýtt baðhús NLFÍ í Hveragerði Nýjungar á Ís- landi og bylting HEILSUSTOFNUNNáttúrulækninga-félags Íslands opnar við formlega athöfn nýtt baðhús nk. laugardag klukkan 14, á fæðingardegi Jónasar Kristjánssonar læknis, stofnanda Heilsu- stofnunar og NLFÍ. Í sam- tali við Gunnlaug K. Jóns- son, stjórnarformann Heilsustofnunarinnar, kemur fram að um ekkert venjulegt baðhús er að ræða, en þar er meðal ann- ars boðið upp á meðferð- arúrræði sem til þessa hafa ekki staðið til boða á Íslandi. – Segðu okkur eitthvað frá þessari framkvæmd og útkomu hennar … „Undirbúningur þessar- ar byggingar hefur staðið yfir um langt skeið. Rétt er að minna á áður en ég fer nánar út í það, að NLFÍ hefur getið sér orð fyrir óhefðbundin meðferðarúr- ræði. Fyrirbyggjandi fræðsla, hollusta í mataræði og lífsstíl, nudd, leir og böð hafa verið aðal NLFÍ. Það sem við erum að opna núna er sem sagt afrakstur mikilla vangaveltna og höfum við m.a. leitað fyrir okkur erlendis og notið leiðsagnar og ráðgjafar m.a. ung- verskra lækna og arkítekta, sem standa ásamt fleiri Mið-Evrópu- þjóðum mun framar okkur Íslend- ingum í lækningum og meðferð af þessu tagi. Við erum t.d. með fullkomna endurhæfingarlaug og leirdeild, auk gufu og saunu. Þá eru þarna tvær meðferðareiningar sem ekki hafa verið fyrir hendi áður, strekklaug og Kneipp-meðferð. Auk þess stendur til að smíða 25 metra útilaug við baðhúsið.“ – Þú verður að útskýra þetta nánar … „Endurhæfingarlaugin er sér- hönnuð fyrir sundleikfimi og end- urhæfingu í vatni og er fyrst og fremst fyrir fólk sem er að jafna sig eftir veikindi og aðgerðir. Strekkmeðferð er viðurkennd að- ferð við lækningar á hryggjar- vandamálum og ýmsum liðsjúk- dómum. Venjulegu togi með höndum eða búnaði á bekk var umbylt með tilkomu strekkbaða sem ungverskur lífeðlisfræðingur, dr. Karoly Moll, fann upp. Strekk- bað felst einkum í að láta viðkom- andi hanga í vatni í 37 gráða heitri laug. Vegna togkrafts í uppréttri stöðu teygist á hryggsúlunni. Þannig er hægt að losa um spennu milli hryggjarliða og jafnvel létta þrýstingi af klemmdri taug. Kneipp-meðferðin er af öðrum toga. Sebastian Kneipp, þýskur líffræðingur, þróaði þekkta að- ferð, svokölluð víxlböð þar sem gengið er til skiptis í heitu og köldu vatni þar sem gólfið minnir á gófan árbotn. Meðferðin eykur blóðflæði og þrek.“ – Er þetta nýtt á Íslandi? „Já, strekklaugar og Kneipp- meðferð eru nýjungar hér á landi. Þetta er bylting í að- stöðu og aðbúnaði. Það sem við erum að inn- leiða nú setur okkur í stíl við baðmenningu í Þýskalandi, Ungverja- landi og víðar. Þegar talað er um baðmenningu í þess- um skilningi er það í lækningar- skyni og sett upp undir hand- leiðslu fagfólks.“ – Þið eigið væntanlega von á góðum undirtektum? „Já, við gerum ráð fyrir því. Það er alltaf fullt hjá okkur og þörfin fyrir þessa meðferð er fyrir hendi að mínu mati. Þá höfum við orðið varir við mikinn áhuga heima- manna, þ.e.a.s. Hvergerðinga, á að fá aðgang að þessu nýja baðhúsi. Við tökum þeim fagnandi eftir því sem svigrúm leyfir og heimamenn munu fá aðgang þegar húsið er komið í fulla notkun. Enn á eftir að sníða af nokkra hnökra í þeim efnum þó að við séum að opna nú, en upp úr áramótum ætti allt að vera komið á fulla ferð og svig- rúmið betra eftir því.“ – Hvað má segja að hlutverk HNLFÍ sé? „Hlutverkið er tvíþætt. Annars vegar er um almenna og sérhæfða endurhæfingarstofnun að ræða og hins vegar veitir hún hvíldar-, fræðslu- og hressingardvöl. Áhersla er lögð á markvissa hreyf- ingu, hollt mataræði, slökun og hvíld. Fræðsla og fagleg ráðgjöf er snar þáttur í starfinu og er mest áhersla lögð á bætta lífs- hætti og heilsuvernd. Allt gengur þetta upp og þakka ég það frá- bæru starfsfólki okkar.“ – Hverjir leita helst til ykkar? „Þeir sem helst leita endurhæf- ingar hjá okkur er fólk með stoð- kerfisvandamál, t.d. fólk sem lent hefur í slysum eða sjúkdómum á borð við vefja- og liðagigt. Einnig koma þeir sem haldnir eru sí- þreytu og streitu, eða þeir sem þurfa á hvíld og endurhæfingu að halda eftir erfið veikindi á borð við krabbamein og hjartasjúkdóma. Einnig kemur fólk sem er að glíma við aukakílóin og það nær góðum árangri hjá HNLFÍ. Dvalarum- sókn þarf þó að koma frá lækni. Læknir þarf þó ekki að tilvísa á námskeiðin sem við höldum til að hjálpa fólki að hætta að reykja, en þau hafa skilað mjög athyglis- verðum árangri. Dvalargestir koma á HNLFÍ eftir veikindi og aðgerðir og til að ráða bót á lífsstíls- og heilsufars- vandamálum. Oft er um að ræða samtvinnaða áhættuþætti sem geta leitt til sjúkdóma sé ekki tek- ið á þeim í tíma. Breyttir lífshættir geta iðulega bætt heilsuna til mik- illa muna og hafa þannig fyrir- byggjandi áhrif. Mjög er til bóta hjá okkur, að umhverfi HNLFÍ er afar fallegt og rólegt.“ Gunnlaugur K. Jónsson  Gunnlaugur K. Jónsson er stjórnarformaður Heilsustöðvar Náttúrulækningafélags Íslands og forseti NLFÍ, auk þess að vera forstöðumaður innra eftirlits Lögreglunnar í Reykjavík. Hann er fæddur 20. ágúst 1956 og er giftur Auði Guðmundsdóttur. Þau eiga tvö börn, Brynju sem er fædd 1987 og er nemandi í VÍ og Eyþór sem er fæddur 1997. Oft er um að ræða samtvinnaða áhættuþætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.