Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 12
ERLENT
12 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNARERINDREKAR
arabaríkja fordæmdu í gær þá
ákvörðun Bandaríkjanna að beita
neitunarvaldi sínu í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna gegn ályktun-
artillögu um að hvetja Ísraela til að
reka ekki Yasser Arafat, leiðtoga
Palestínumanna, í útlegð eða ráða
hann af dögum.
John Negroponte, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum, varði ákvörðunina. Hann
sagði að ályktunardrögin, sem Sýr-
lendingar og Súdanar lögðu fram
fyrir hönd arabaríkja, hefðu verið
„gölluð“, þau hefðu ekki falið í sér
„kröftuga fordæmingu á hryðju-
verkum“ hreyfinga Palestínumanna
á borð við Hamas og Jíhad.
Talsmaður franska utanríkisráðu-
neytisins, Cecile Pozzo di Borgo,
sagði hins vegar að ályktunardrögin
hefðu ekki verið hlutdræg, heldur
falið í sér skilaboð til Ísraela og Pal-
estínumanna um að binda enda á of-
beldið og hryðjuverkin og snúa sér
aftur að Vegvísinum til friðar í Mið-
Austurlöndum.
Ellefu af fimmtán aðildarríkjum
öryggisráðsins greiddu atkvæði með
tillögunni og aðeins Bandaríkin á
móti. Bretland, Þýskaland og Búlg-
aría sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúi Palestínumanna hjá Sam-
einuðu þjóðunum, Nasser al-Kidwa,
sagði að ákvörðun Bandaríkjanna
myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“
sem þau bæru ein ábyrgð á.
Sendiherra Sýrlands, Fayssal
Mekdad, sagði að niðurstaðan væri
„hörmuleg“ og aðeins til þess fallin
að gera ástandið í Mið-Austurlönd-
um, sem væri nú þegar „afar flókið“,
enn verra. Utanríkisráðherra
Egyptalands, Ahmed Maher, sagði
að ákvörðun Bandaríkjanna væri
„óréttlætanleg“ og hvetti aðeins Ísr-
aela til að halda áfram árásum sínum
á Palestínumenn.
„Þögnin veikir okkur ekki“
Talsmaður palestínsku heima-
stjórnarinnar, Saeb Erekat, sagði
eftir að Bandaríkin beittu neitunar-
valdinu að þetta væri „svartur dagur
í sögu Sameinuðu þjóðanna“. Hann
kvaðst vona að Ísraelar túlkuðu ekki
niðurstöðuna sem heimild til að ráða
Yasser Arafat af dögum.
Arafat lét hins vegar engan bilbug
á sér finna þrátt fyrir niðurstöðuna í
öryggisráðinu. „Þögn heimsins veik-
ir okkur ekki,“ sagði hann við stuðn-
ingsmenn sína í Ramallah á Vestur-
bakkanum. „Okkur er sama um
ályktanir hér og þar og við erum öfl-
ugri en allar ályktanir.“
Arabar fordæma af-
stöðu Bandaríkjanna
Segja andstöðu við ályktun um Ara-
fat í öryggisráðinu óréttlætanlega
Sameinuðu þjóðunum. AFP.
Reuters
Maður, sem reynir að líkja eftir
Yasser Arafat, leiðtoga Palest-
ínumanna, á útifundi til stuðnings
leiðtoganum á Gaza í gær.
ARABÍSKA sjónvarpsstöðin al-Ar-
abiya birti í gær segulbandsupptöku
sem sögð var vera frá Saddam Huss-
ein, fyrrum forseta Íraks.
Röddin á bandinu hvetur Íraka til
að herða baráttuna gegn bandaríska
hernámsliðinu í Írak og heyja heilagt
stríð með öllum ráðum. „Ó, íraska
þjóð, ég færi ykkur gleðifréttir,“
sagði röddin sem virtist rám og
þreytuleg. „Þreytan er að buga her-
sveitir óvinanna.“
Írakar voru hvattir til að fara út á
götur og mótmæla hernáminu og
láta fé af hendi rakna til andspyrnu-
sveita. Bandaríkjaher var hvattur til
að fara án tafar frá Írak. „Við hvetj-
um ykkur til að draga heri ykkar til
baka eins fljótt og unnt er, án skil-
yrða því það er tilgangslaust að þið
verðið fyrir meira manntjóni sem
yrði hræðilegt fyrir Bandaríkja-
menn,“ sagði mælandinn.
Óháð staðfesting á því hvort Sadd-
am var á ferð liggur ekki fyrir. Tals-
menn al-Arabiya sögðu ávarpið hafa
verið tekið upp um miðjan mánuð-
inn. Það er 20 mínútna langt.
Fréttaritari breska ríkisútvarps-
ins, BBC, í Mið-Austurlöndum
hlýddi í gær á upptökuna og kvað
hana minna um margt á aðrar sem
borist hafa og eignaðar hafa verið
Saddam Hussein.
Saddam
enn á ferð?
Bagdad. AFP.
SÓLBRENNI barn einu sinni
kann það að auka verulega
hættuna á að það fái húðkrabba-
mein síðar á ævinni. Við þessu
varar Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin, WHO, í tilefni af nýju
átaki stofnunarinnar út um allan
heim, sem miðar að því að bæta
fræðslu barna um hættur sól-
skinsins.
„Við vitum að barnshúðin er
viðkvæmari og sé hún jafnvel
aðeins í stuttan tíma óvarin í
sterku sólskini getur það valdið
alvarlegum sólbruna,“ tjáði
Mike Repacholi, talsmaður
WHO, blaðamönnum í höfuð-
stöðvum stofnunarinnar í Genf í
vikunni.
„Einn einasti sólbruni í æsku
getur aukið verulega á hættuna
á að fá húðkrabbamein síðar á
ævinni,“ sagði hann.
WHO í herferð
Herferð WHO, sem skipulögð
er í samvinnu við UNEP,
Umhverfisáætlun Sameinuðu
þjóðanna, miðar að því að hjálpa
skólum að vekja betur athygli á
hættunum sem fylgja því að
verða fyrir of mikilli útfjólu-
blárri geislun sólarinnar og gera
meira til að draga úr sortuæxlis-
og augnskaðatilfellum og fleiri
mannlegum kvillum sem sólar-
ljósið getur valdið eða ýtt undir.
Einn sól-
bruni get-
ur valdið
krabba-
meini
Genf. AFP.
LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn
hefur borið kennsl á mann sem fórst
í bílsprengju við Glostrup-sjúkra-
húsið í gær. Hann var 32 ára Dani,
Mickey Borgfjord Larsen og var
þekktur í hópi bifhjólagengja. Hann
afplánaði dóm en hafði útivistarleyfi,
að sögn Jyllandsposten.
„Við vinnum út frá þeirri kenningu
að einhver hafi komið sprengju fyrir
í bílnum í því augnamiði að granda
ákveðnum manni sem lést í spreng-
ingunni,“ sagði Steen Skovgaard
rannsóknarlögreglumaður.
Larsen afplánaði átta ára fangels-
isdóm frá árinu 2000 fyrir mannrán,
gróft ofbeldi, hótanir, fyrir að skjóta
á ökumann bíls með skammbyssu og
einnig fyrir þjófnað á um 20 milljón
sígarettum. Er hann var 18 ára var
hann dæmdur fyrir manndráp. Lar-
sen hafði leyfi til að fara á amts-
sjúkrahúsið í Glostrup þar sem hann
var í endurhæfingu hjá iðjuþjálfa.
Lögreglan þekkti Larsen, er einn-
ig gekk undir nöfnunum Nicklas
Bent Larsen og Mickey Hochheim,
sem félaga í bifhjólasamtökunum
Bandidos. Hann er sagður hafa lent í
rifrildi við félaga sína fyrir tveim ár-
um og segir lögreglan í samtali við
Berlingske Tidende að þeir hafi gef-
ið út eins konar veiðileyfi á hann.
Talið er að árásin hafi verið persónu-
legt uppgjör við Larsen en ekki upp-
hafið á stríði milli bifhjólasamtaka.
AP
Rannsóknarmaður gengur framhjá sundurtættu bílflakinu á bílastæðinu við Glostrup-sjúkrahúsið í gær.
Afbrotamaður myrt-
ur með bílsprengju
♦ ♦ ♦
FRÉTTAMAÐUR breska ríkisút-
varpsins, BBC, Andrew Gilligan, seg-
ist hafa gert margvísleg mistök í
fréttapistlum þar sem hann fullyrti að
sérfræðingar
teldu bresku
stjórnina hafa vís-
vitandi látið ýkja
hættuna af ger-
eyðingarvopnum
Saddams Huss-
eins í Írak. Kom
þetta fram í gær
er Gilligan kom
öðru sinni fyrir
Hutton-nefndina svonefndu sem
rannsakar dauða vopnasérfræðings-
ins Davids Kellys.
Gilligan byggði fréttir sínar eink-
um á samtölum við Kelly en nefndin
rannsakar nú aðdraganda þess að
Kelly svipti sig lífi. Fram kom á vef-
síðu BBC, að Gilligan sagðist hafa
mismælt sig í tveimur pistlum sem
hann flutti, þegar hann sagði að heim-
ildarmaður sinn væri háttsettur
leyniþjónustumaður. Kelly starfaði
fyrir breska varnarmálaráðuneytið.
Þá baðst fréttamaðurinn einnig af-
sökunar á því að hafa sent þingmanni
í nefnd sem rannsakaði fréttaflutning
BBC tölvupóst um að Kelly hefði lík-
lega verið heimildarmaður þáttarins
BBC Newsnight. Gilligan vissi ekki
hver heimildarmaðurinn var.
„Háttsettur og trúverðugur“
Aðalfréttastjóri BBC, Richard
Sambrook, kom einnig fyrir nefndina.
Sagði hann að mistök hefðu verið
gerð þegar stofnunin svaraði ásökun-
um stjórnar Tony Blairs um að rang-
færslur hefðu verið í fréttum Gillig-
ans. BBC hefði átt að kanna betur
ásakanirnar. Einkum hefði verið
rangt að segja að heimildarmaður
Gilligans væri „háttsettur og trúverð-
ugur maður“ í leyniþjónustunni.
Þegar spurt var hvers vegna þau
ummæli hefðu ekki verið leiðrétt
strax sagðist Sambrook hafa verið í
vanda. Leiðrétting hefði getað auð-
veldað öðrum að átta sig á því hver
heimildarmaðurinn væri og hefði
BBC þá rofið nafnleynd Kellys.
Gilligan
viðurkenn-
ir mistök
Yfirheyrslur
Hutton-nefndarinnar
Andrew Gilligan
London. AFP.
ANASTASÍA Volotsjkova, ein af þekktustu ballerínum
Rússlands, hefur verið rekin úr Bolshoj-ballettflokknum
á þeirri forsendu að hún sé svo hávaxin og þung að
dansfélagar hennar geti ekki lyft henni.
Talsmaður Volotsjkovu sagði að ekkert væri hæft í því
að ballerínan væri of þung. Hún væri aðeins 55 kíló-
grömm á þyngd og um 170 cm á hæð.
Talsmenn Bolshoj segja hins vegar að hún sé mun
hærri vexti og þyngri.
„Ég tel að nú þegar menn reyna að bæta 10 eða 20 cm
við hæð mína, og tala um breidd mína, þykkt og hæð, þá
ættu þeir að muna að það er ekki stærðin sem gerir
konu að mikilli ballerínu,“ sagði Volotsjkova í sjónvarps-
viðtali.
Hún viðurkenndi þó að hún væri ólík flestum ball-
erínum, sem forðast fitandi mat eins og heitan eldinn, að
því leyti að hún gæti ekki hugsað sér að lifa án rjómaíss.
Bolshoj getur hins vegar vel hugsað sér að lifa án Vol-
otsjkovu sem hafði sakað dansflokkinn um að hafa falið
dansfélaga hennar, Jevgení Ívantsjenkó, í því skyni að
losna við hana úr dansflokknum.
Talsmenn Bolshoj segja á hinn bóginn að Ívantsjenkó
hafi aðeins falið sig fyrir ballerínunni sjálfri því að hann
hafi verið lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyr-
ir bakmeiðslum þegar hann reyndi að lyfta henni.
Rússneska dagblaðið Kommersant segir að deilan snú-
ist í raun ekki aðeins um þyngd ballerínunnar, heldur
telji stjórnendur dansflokksins að vinsældir hennar hafi
stigið henni til höfuðs, hún hafi verið ráðrík og viljað að
allt snerist um hana eina. Þegar Ívantsjenkó hafi neitað
að dansa með henni hafi dansflokkurinn fengið kjörið
tækifæri til að losa sig við prímadonnuna.
Ballerínan Anastasía
Volotsjkova
„Of þung“ ballerína rekin úr Bolshoj