Morgunblaðið - 18.09.2003, Page 17

Morgunblaðið - 18.09.2003, Page 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 17 FÓLKI‹ á hæ›ina ... á breiddina ... á lengdina ... á d‡ptina ... 50 ÁRA CAVIAR-LÍNAN 25 ára! Bjóðum 25% afmælisafslátt frá 18. til 20. sept. Tökum vel á móti þér eftirtalda kynningardaga: Fimmtud. 18. sept. - Hygea Kringlunni Föstud. 19. sept. - Hygea Smáralind Laugard. 20. sept. - Hygea Laugavegi alla dagana milli kl. 13 og 18 Félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði ætla að grilla sam- an í Kjarnaskógi á morgun, föstu- daginn 19. september, frá kl. 17 til 20. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Backmann koma ásamt fleiri gestum. Framundan er vetrarstarfið en nefna má að 1. október nk. verður haldinn aðalfundur Akureyrafélags VG á Græna hattinum og helgina 11.-12. október verður kjör- dæmisþing í Norðausturkjördæmi. Allir eru velkomnir í grillið á föstu- dag og það má taka með sér gesti sem og eitthvað girnilegt til að grilla, segir í frétt fá VG. Á MORGUN OTTÓ Biering Ottósson hefur verið ráðinn forstöðumaður hjá Frum- kvöðlasetri Norðurlands ásamt því að sinna kennslu við Háskólann á Akureyri. Ottó er vélfræðingur, rekstrarfræðingur frá HA og er að ljúka M.Sc. námi í hagfræði. Á næstu misserum verður unnið að stefnumótun og áætlunum fyrir starfsemi FN innan HA – samhliða kynningu á frumkvöðlanámi og þeim möguleikum sem felast í þessari breytingu fyrir nemendur HA og nánasta umhverfi. Samkvæmt samningi Frum- kvöðlaseturs og Háskólans mun skólinn reka setrið til loka árs 2005, en þá munu forsendur um áfram- haldandi rekstur verða skoðaðar með hliðsjón af árangri setursins. Í undirbúningi er formlegt þriggja anna diplómanám í frumkvöðlafræð- um við HA. Námið verður byggt upp á hefðbundnum rekstrargreinum s.s. vöruþróun, fjármálum, markaðsmál- um, stefnumótun auk námskeiða í frumkvöðlafræðum í samráði við Nýsköpunarmiðstöð IMPRU. Nem- endur munu vinna stórt verkefni við hugmyndir sínar á Frumkvöðlasetri Norðurlands. Námið mun að öllum líkindum hefjast á vorönn 2004. HA mun með námi í frumkvöðla- fræðum og rekstri Frumkvöðlaset- urs styrkja forsendur fyrir starf- rækslu og stofnun Vísindagarðs við HA og tryggja markvissa starfsemi í nýju rannsóknarhúsi. Forstöðumað- ur hjá Frum- kvöðlasetri SIGURPÁLL Geir Sveins- son, kylfingur í Golfklúbbi Akureyrar, hefur ákveðið að stíga stóra skrefið og gerast atvinnumaður í íþrótt sinni. Sigurpáll er fremsti kylfingur Ak- ureyringa og einn sá besti á landinu. Hann hefur ver- ið í fremstu röð undanfarin ár og þrisvar orðið Íslands- meistari, síðast á Hellu í fyrrasumar. Sigurpáll heldur til Englands á morgun, þar sem hann mun taka þátt í úrtökumóti í næstu viku fyrir evr- ópsku mótaröðina. Sig- urpáll sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa verið að spila vel að undanförnu, hann er bjartsýnn á góðan árangur og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. „Þetta leggst vel í mig og sjálfstraustið er mikið. Ég hef spilað mjög jafnt og gott golf und- anfarin eitt og hálft til tvö ár. Með- alskorið í sumar á mótum hér heima og erlendis er 71,8, sem er mjög gott.“ Sigurpáll er 28 ára gamall og hef- ur spilað golf frá 13 ára aldri. Hann hefur oft verið spurður að því hvort hann ætlaði ekki að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. „Ég hef alltaf sagt að ég færi ekki af stað fyrr en ég væri tilbúinn bæði andlega og lík- amlega og ég tel mig vera það núna. Ferillinn er orðinn langur og reynsl- an mikil, ekki síst með þátttöku í mörgum mótum erlendis með lands- liðinu.“ Í sumar tók Sigurpáll þátt í Evrópumóti í golfi í Naern í Skot- landi. Þar reyndu 150 áhugamenn með sér og náði Sigurpáll 15. sæti. Alls eru þrjú úrtökumót fram undan fyrir evrópsku mótaröðina og það fyrsta á Englandi í næstu viku. Þar munu 120 kylfingar taka þátt í því og komast 30 bestu á næsta mót, sem verður á Spáni í október. „Til að komast áfram þarf ég að spila á nokkrum höggum undir pari og það ætla ég mér að gera. Ég þarf svo að ná sama árangri á Spáni og þriðja mótið fer þar fram í kjölfarið. Á það stig komast 147 kylfingar og leika fjóra hringi og komast 70 áfram og leika tvo hringi til við- bótar. Þeir 35 efstu á þriðja stiginu komast á evrópsku mótaröðina en hinir 35 fara á áskorendamótaröð- ina.“ Með Sigurpáli í för verður kylfu- sveinn hans til langs tíma, Ólafur Hilmarsson. Sigurpáll sagði það skipta sig miklu máli að hafa Ólaf sér við hlið. „Við þekkjum hvor ann- an mjög vel og Ólafur hefur reynst mér vel til þessa, enda sjálfur „gam- all“ íþróttamaður.“ Það er stór ákvörðun að ætla að gerast atvinnumaður í golfi og hana er ekki hægt að taka án öflugs stuðnings. Sigurpáll sagði að árang- ur sinn hefði hjálpað sér mikið og fjölmargir aðilar hafa stutt við bak- ið á honum, bæði fyrirtæki og ein- staklingar. Hann er þeim mjög þakklátur og nefndi sérstaklega Gunnar Ragnars, Baldur Guðnason í Sjöfn og tengdum fyrirtækjum, Bónus, Toyota og Íslensk ameríska. „Unnusta mín, Auður Ásgríms- dóttir, hefur líka staðið þétt við bak- ið á mér og rekið mig áfram og stuðningur hennar er mér einnig mikilvægur.“ Ætlar sér stóra hluti í framtíðinni Morgunblaðið/Kristján Sigurpáll Geir Sveinsson í léttri sveiflu á Jað- arsvelli. Erlendir golfvellir bíða á næstunni. Sigurpáll í atvinnumennsku í golfi AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.