Morgunblaðið - 18.09.2003, Page 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 23
Fátt virðist ætla að hafa eins mikil áhrif á
tölvuþróun framtíðarinnar og LINUX og
hugmyndafræðin á bak við opinn hugbúnað.
Eftirspurn eftir starfsfólki með sérfræðiþekkingu
á þessum grundvelli hefur aukist og vaxandi
atvinnutækifæri bíða þeirra sem ljúka þessu námi.
Sérfræðingum ber saman um að LINUX stýrikerfið sé
komið til að vera. Með þessu námskeiði mætum við þörf
atvinnulífsins fyrir starfsfólk með sérþekkingu á rekstri og
umsjón netkerfa m.t.t. sérþekkingar á Linux.
Inntökuskilyrði
Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa haldgóða
undirstöðumenntun, eða starfsreynslu. Þeir þurfa einnig
að hafa grunnþekkingu á tölvum og notkun Internetsins.
Góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem kennslubækur
eru á ensku.
Næsta námskeið, sem er tvær annir, byrjar 30. september.
Gríptu tækifærið og skráðu þig núna!
BORÐ, stóll og bók, - í hugum
flestra einföldustu tákn siðmenn-
ingar og upplýsingar. Þetta eru þeir
hlutir sem mynda verk Elínar Hans-
dóttur á sýningu hennar í dverg-
vöxnu rými Gallerís Dvergs, Garða-
stræti 21. Bókin er lykillinn að
verkinu og hún er sérstök. „Í bók-
inni eru upplýsingar sem ég hef
safnað saman af Netinu,“ segir Elín.
„Sýningin fjallar einmitt um mátt
upplýsinga og hvort þær séu af hinu
góða, eða til vandræða. Það er
margt að finna á Netinu, bæði alls
konar vitleysu, en líka margt fræð-
andi. Upplýsingarnar í bókinni
hvetja mann til umhugsunar um sið-
ferðismörk - mörkin sem mann-
eskjan með siðferðisvitund sína set-
ur sjálfri sér. Þekkingunni fylgir
vald, sem við þurfum að læra að
beita. Það gerum við með siðferð-
isvitundinni.“
Sprengjur - í tíma og ótíma, út um
allan heim hafa verið eitt helsta um-
fjöllunarefni fjölmiðla síðustu miss-
erin, og þar segir Elín hugmyndina
hafa kviknað að verkinu. „Við heyr-
um um þessar sprengjur dag eftir
dag, - erum orðin vön þeim, en fyrir
Íslendinga er þetta ekki mikill raun-
veruleiki. Við erum ekki mikið að
hugsa um það dags daglega að ein-
hver úti í bæ sé að útbúa TNT
sprengju á okkur. Þó er það eitthvað
sem gæti alveg eins gerst, - en ger-
ist ekki þó. Ég varð líka fyrir mjög
miklum áhrifum af frétt á forsíðu
Morgunblaðsins fyrir nokkru, um
það að Bandaríkjaher notaði lag úr
barnaþættinum Sesame Street til að
pynta stríðsfanga. Bandaríkjaher er
einn stærsti styrktaraðili Sesame
Street, og þátturinn er sýndur út
um allan heim. Múslimar hafa haldið
því fram að þátturinn sé áróð-
ursmaskína fyrir kapítalisma og am-
erísk gildi og hafa bannað þættina.
Þessi frétt hafði mikil áhrif á mig og
það má finna keim af þeim áhrifum í
verkinu.“
Elín kallar sýninguna Big Bird, í
höfuðið á einni þekktustu persón-
unni í Sesame Street. „Big Bird er
oft skilinn útundan - getur ekki ver-
ið á vegasalti, því það er enginn
nógu þungur á móti honum. Hann er
furðuleg fígúra - sérstaklega í
tengslum við þessar pyntingar.
Maður horfir á hann tvisvar næst
þegar maður sér hann og spyr hvort
manni sé óhætt.“
Elín Hansdóttir útskrifaðist úr
myndlistardeild Listaháskóla Ís-
lands í vor og er á förum til Berlínar
í framhaldsnám. Hún hefur tekið
þátt í ýmsum sýningum bæði heima
og erlendis.
Gallerí Dvergur er rekið af Birtu
Guðjónsdóttur og í sumar hafa verið
þar fimm sýningar. Sýning Elínar
Hansdóttur verður opnuð í dag kl.
17 og verður opin fimmtudaga til
sunnudaga kl. 17 - 19 og lýkur 4.
október.
Elín Hansdóttir opnar sýningu í Galleríi Dvergi
Þekkingunni fylgir vald sem
við þurfum að læra að beita
Morgunblaðið/Ómar
Elín Hansdóttir: Eru upplýsingar af hinu góða eða til vandræða?
Árbók Ólafs-
fjarðar 2002 er
komin út. Hún
kom út í fyrsta
sinn árið 2000,
þá fyrir árið 1999.
Í Árbókinni er
ávarp Stefaníu
Traustadóttur
bæjarstjóra Ólafs-
fjarðar. Þá eru í ritinu fastir pistlar,
s.s. Ýtt úr vör, Annáll Ólafsfjarðar
1900–2000, hálfur eða heill áratugur
í senn, Völvuspá, Heiðraðir aldraðir
sjómenn, Saga hússins, annálar fé-
laga og klúbba, viðtöl við brottflutta
Ólafsfirðinga eða einhvern heima-
manninn, Saga skipsins, Gengnir
Ólafsfirðingar, fréttaannáll liðins árs
og margar fleiri greinar, þættir og ljós-
myndasyrpur. Í bókinni er fjöldi ljós-
mynda sem margar hverjar hafa ekki
birst á prenti fyrr.
Meðal greinahöfunda eru Friðrik G.
Olgeirsson, Þórir Jónsson, Jóhannes
Jóhannesson, Gísli M. Gíslason, Gísli
Gíslason, K. Haraldur Gunnlaugsson
og Jón Árni Konráðsson, Hilmar Jó-
hannesson, Sveinn Magnússon,
Gunnar Bergur Árnason og Hannes
Garðarsson.
Ritstjóri Árbókar Ólafsfjarðar 2002
er Hannes Garðarsson en í ritnefnd
með honum eru Friðrik G. Olgeirsson
og Þórir Jónsson.
Útgefandi er Hornið. Ritið er 102
bls.
Árbók