Morgunblaðið - 18.09.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 18.09.2003, Síða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í verkinu virðist enginn passa saman. Þar eru stór og mikil kona sem deilir húsnæði með dverg og milli þeirra er sterkt vináttusam- band, sem þau fela fyrir umheimin- um, forðast jafnvel svo að sýna sig – til þess að verða ekki að athlægi – að þau lifa utan marka samfélagsins. Hvers vegna stór kona og dvergur? „Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri bað mig um að skrifa leikrit um konu á fertugsaldri og dverg sem búa í sama rými. Ég þurfti aðeins að hugsa mig um, vegna þess að ég vildi ekki fara auðveldustu leiðina. Í huga okkar tilheyra dvergar sirkusum en hér á landi eru hvorki ljón né fílar, HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ frumsýnir í kvöld leikritið Vinur minn heimsendir eftir Kristínu Óm- arsdóttur. Sýningin er færð upp í samvinnu við Mink leikhúsið sem er undir stjórn Kristínar Eysteinsdótt- ur, sem jafnframt er leikstjóri. Vinur minn heimsendir segir frá konu á fertugsaldri, Elísabetu, og dvergn- um Ríkharði sem búa undir sama þaki einhvers staðar á endimörkum heimsins, á stað sem á sér ekki hlið- stæðu í raunveruleikanum – og þó ... Kvöld eitt þegar Elísabet og Rík- harður eru að setjast að snæðingi ráðast þrír dauðvona sjúklingar inn í líf þeirra og er boðið í mat. En sjúk- lingarnir þrír taka stöðugt á sig nýja mynd og standa fyrir hinar ýmsu þrenningar; þeir eru heilagar verur og vitringarnir þrír – í þeirri mynd sem þeir eflaust hefðu ef þeir birtust í dag. Um leið þjást þremenningarn- ir af mismunandi menningarsjúk- dómum og eru í senn fyndnir og grátlegir. Umræðurnar fara fljótlega að snúast um kynlíf; fyrstu kynlífs- reynsluna og hjá sjúklingunum dauðvona, þá síðustu hér á jörðu; kynlíf án kærleika og það er ljóst að persónurnar lifa í heimi án kærleika, heimi án samúðar, heimi sem er kominn býsna nærri endamörkum þess sem mannlegt eðli þolir. Persónurnar þreyttar á samtímanum Á sama hátt snýst umræðan um kynlíf persónanna um kynlíf án kær- leika og ber keim af þeirri kynlífs- umræðu og -áherslu sem sjá má í tímaritum og sjónvarpsþáttum. Þeg- ar Kristín Ómarsdóttir er spurð hvort hún sé þreytt á þessari áherslu, segir hún: „Já, svolítið, en aðallega eru það persónurnar sem eru þreyttar á þessu. Þær eru yfir höfuð þreyttar á samtímanum. svo sirkushugmyndin kom ekki til greina. Hins vegar sá ég sirkus þeg- ar ég var tíu ára. Það var einn af há- punktunum þegar ég var barn. Og þegar ég fór að velta því fyrir mér hvers konar persónur eru í sirkus, þá er það gjarnan fólk sem er öðruvísi. Ég ákvað að koma inn með persónur sem var „eitthvað að“, en gætu stað- ið fyrir hvert og eitt okkar. Allir „normal“ í eigin augum „Það er nefnilega svo að hver ein- asta manneskja er normal í eigin augum, en í augum annarra er undantekningalaust „eitthvað að“ henni – og yfirleitt öllum hinum. Á endanum var ég því komin með safn af persónum sem var „eitthvað að“ og þær voru staddar á endimörkum heimsins. Það er tilfinning sem við þekkjum hér á Íslandi, vegna þess að við höfum það oft á tilfinningunni að við búum á heimsenda. En okkur þykir vænt um þennan heimsenda og það er væntumþykja í verkinu gagn- vart þeim sem passa ekki inn í mynd- ina. Um leið eru sjúklingarnir þrír einhvers konar íslensk útgáfa af Max-bræðrum þótt sú túlkun sé ekki farin í uppfærslunni. Leikhúsið býður upp á svo margar leiðir í túlkun. Í rauninni er það leik- völlur fyrir fullorðna. Þegar við vor- um börn lékum við okkur í fullorðins leikjum, vorum mamma og pabbi, eða í læknisleikjum. Leikhúsið er staður þar sem fullorðnir leika sér. Það eiga sér allir draum um að leika á sviði en það þora fáir upp á svið. Og það á ennþá eftir að finna upp leik- húskarókí fyrir heimili. Hins vegar held ég að fólk sé alltaf að búa til leikrit heima hjá sér – og það festist mismikið í hlutverkum.“ Sjúklingarnir þrír koma færandi hendi. Þeir færa ekki gull, reykelsi og mirru, heldur þann kærleika sem konan og dvergurinn finna ekki sjálf og er hreint ekki til staðar í því sam- félagi sem þau búa við. Í verkinu eru miklar vísanir í kærleiksboðskapinn, í fæðingu Krists – en áhorfandinn hefur á tilfinningunni að kærleikur- inn og Kristur séu orðnir að einhvers konar sirkus. Höfum við svikið kær- leikann? „Já, við höfum svikið kærleikann.“ Höfundur: Kristín Ómars- dóttir. Leikarar: Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Frank Höjbye, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leikmynd: Ingibjörg Magna- dóttir. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Leikstjóri: Kristín Eysteins- dóttir. Vinur minn heimsendir TRÍÓ Gorki Park mun halda rússneska tónleika í Iðnó annað- kvöld kl. 20. Tríóið skipa þær Freyja Gunnlaugsdóttir, klarín- ettuleikari, Una Sveinbjarnardótt- ir, fiðluleikari, og Birna Helgadótt- ir, píanóleikari. Á tónleikunum flytur tríóið rússneska og ar- menska tónlist frá fyrri hluta 20. aldar. Þungamiðja tónleikanna verður frumflutningur á Íslandi á klarín- ettutríói eftir rússneska tónskáldið Galinu Ustvolskayu, sem hefur verið kölluð kvenkyns Dostojevskí rússneskra tónmennta og hafði mikil áhrif á tónsnillingana Sjost- akovitsj og Stravinskí. Einnig mun tríóið flytja Sögu hermannsins eft- ir Stravinskí og tvö armensk tríó með rússnesku þjóðlagaívafi eftir þá Arutiunian og Katsjaturian. Tónlistarkonurnar Una Svein- bjarnardóttir og Freyja Gunn- laugsdóttir eru við nám og störf í Berlín en Birna Helgadóttir í Hels- inki. Ríkisútvarpið mun hljóðrita tón- leikana. Gorki Park: Rússneskir tónleikar. Gorki Park í Iðnó BÓK Dick Ringlers, Bard of Ice- land, eða Skáld Íslands, sem fjallar um ævi og verk Jónasar Hallgríms- sonar fær mjög svo lofsamlega dóma hjá bókaritinu Times Liter- ary Supplement, TSL, sem segir Jónas hafa verið með áhugaverð- ustu skáldum Evrópu á 19. öld. Jón- as hafi ekki aðeins verið fyrstur Ís- lendinga til að semja sonnettu, heldur hafi hann verið alvöru skáld með djúpar rætur í hefðbundnum íslenskum skáldskaparháttum. Verk Ringlers er þá bæði viða- mikið og heillandi að mati blaðsins, en Ringler hefur þýtt 68 verka Jón- asar sem hann útskýrir auk þess ít- arlegar. Að mati TSL ætti þó að lesa Bard of Ice- land samhliða því að vefsíða Ringl- ers er skoðuð, en síðan er tileinkuð skáldinu og má þar finna textana á íslensku, ís- lenskar hljóð- skrár af upp- lestri á ljóðum Jónasar, auk fleiri ritverka og ljóða skáldsins. „Með verki Ringlers hefur þess- ari einstöku skáldröddu sem skilið á viðurkenningu á alþjóðavettvangi verið sýnd nógsamleg virðing í hin- um enskumælandi heimi.“ Times Literary Supplement um Jónas Eitt áhugaverðasta skáld Evrópu Jónas Hallgrímsson Kona, dvergur og heilagar verur á endimörkum heims Vinur minn heimsendir eftir Kristínu Ómars- dóttur verður frumsýnt hjá Hafnarfjarðarleik- húsinu í kvöld. Í verkinu er hörð ádeila á sam- félagið og nútímann. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Kristínu um þann sirkus sem samfélagið er og kær- leikann sem nútíminn hefur svikið. Morgunblaðið/Árni Torfason Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Morgunblaðið/Árni Torfason „Það er væntumþykja í verkinu gagnvart þeim sem passa ekki inn í myndina,“ segir höfundurinn. KONUR eru í meirihluta þeirra rithöfunda sem tilnefndir eru til Booker-bókmenntaverðlaunanna fyrir bestu skáldsöguna 2003. Alls voru sex rithöfundar tilnefndir til verðlaunanna í ár, þar af fjórar konur og er það í fyrsta skipti í sögu hinna virtu Booker-verð- launa sem fleiri konur eru til- nefndar en karl- ar. Þeir sem til- nefndir eru að þessu sinni eru: Margaret At- wood fyrir Oryx og Crake, sem líkt hefur verið við 1984 George Orwells og Veröld ný og góð eft- ir Aldous Huxley, en Atwood hlaut verðlaunin árið 2000 og hefur verið tilnefnd í þrígang til viðbótar. Þrír nýliðar voru þá meðal hinna tilnefndu, en þau eru Monica Ali fyrir Brick Lane, Claire Morall fyrir Astonishing Splashes of Colour og D.B.C. Pierre fyrir Vernon God Little, sögu raðmorðingja frá Texas, sem öll voru að senda frá sér sína fyrstu bók. Zoe Heller hlaut þá tilnefningu fyrir Notes on a Scandal og Damon Galgut fyrir The Good Doctor. Auk úrvals kvenrithöfunda á listanum hefur einnig vakið at- hygli hve lítið ber á þekktum rit- höfundum og er Atwood í raun eina stóra kanónan sem er til- nefnd, en höfundar á borð við J.M. Coetzee, Mark Haddon, Martin Amis og Melvyn Bragg höfðu allir þótt líklegir til að hljóta tilnefningu. „Þetta var ár Davíðs ekki Gol- íats,“ hefur Reuters fréttastofan eftir bókmenntagagnrýnandanum John Carey sem fór fyrir dóm- nefndinni. „Staðallinn var mjög hár, en okkur fannst að stóru nöfnin væru ekki að senda frá sér stóru bækurnar í ár.“ Booker-verðlaunin Konur í meirihluta Margaret Atwood D.B.C. Pierre JÚLÍUS Vífill Ingvarsson lög- fræðingur hefur verið orðaður við starf Þjóðleikhússtjóra, en sem kunnugt er lætur Stef- án Baldurs- son af störf- um Þjóðleik- hússtjóra í lok næsta árs. Júlíus Vífill sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann hafi tekið eftir því að hann væri nefndur í þessu sambandi. „Ég hef áhuga á leiklist og sviðslistum almennt og komið að tengdum rekstri á undanförnum árum. Hitt er þó staðreynd að embættið hefur ekki verið auglýst, og mér vit- anlega verður það ekki fyrr en á síðari hluta næsta árs.“ Júlíus Vífill var um tíma borgarfulltrúi í Reykjavík og hefur um árabil verið stjórn- arformaður Ingvars Helgason- ar. Orðaður við starf þjóðleik- hússtjóra Júlíus Vífill Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.