Morgunblaðið - 18.09.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 33
MAÐURINN sem nú er íhaldi sænsku lögregl-unnar, grunaður um aðhafa stungið Önnu
Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóð-
ar, til bana, er sagður smáglæpa-
maður og fótboltabulla, sem hallur
er undir skoðanir nýnazista, án þess
þó að tengjast neinum hægriöfga-
samtökum.
Sakaskrá mannsins, sem er 35
ára að aldri, kvað vera löng. Að
sögn sænska síðdegisblaðsins
Aftonbladet hefur hann átján sinn-
um hlotið dóm fyrir alls 49 brot og
setið fjórum sinnum í fangelsi. Með-
al afbrotanna eru fjársvik, líkams-
árásir og að hafa ógnað fólki með
hnífi. Hófst afbrotaferillinn árið
1987, þegar maðurinn var 19 ára.
Hann kvað aldrei hafa haft neina
fasta vinnu og vitað er að hann er
fíkniefnaneytandi, er sagður nota
eða hafa notað kókaín.
Anna-Lena Lodenius, sænskur
rithöfundur sem sagður er sérfróð-
ur um nýnazisma í Svíþjóð, tjáði
TT-fréttastofunni að hefði ódæðis-
maðurinn hrærzt í félagsskap ný-
nazista sé vel hugsanlegt að hann
hefði haft pólitískar ástæður fyrir
að myrða Önnu Lindh. Formælend-
ur Evrópusambandsins, fólk sem
berst gegn kynþáttaandúð og jafn-
aðarmenn eru ofarlega á lista yfir
þá sem nýnazistar hata, að sögn
Lodenius. Allt þetta átti við um
Önnu Lindh. Svenska Dagbladet
hefur hins vegar eftir Lodenius, að
Anna Lindh hafi sér vitanlega aldr-
ei verið nein sérstök hatursfígúra
nýnazista; andúðin á henni meðal
þeirra hafi aldrei orðið neitt í lík-
ingu við það sem til dæmis Mona
Sahlin varð fyrir, en hún var um
skeið aðstoðarforsætisráðherra og
áberandi frammámaður Jafnaðar-
mannaflokksins.
Afbrotafræðingar gera enda lítið
úr líkunum á því að pólitískar
ástæður hafi legið að baki morðinu.
Svenska Dagbladet hefur eftir
Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrota-
fræði sem sérstaklega hefur rann-
sakað hvernig tengslanet afbrota-
manna verða til og verka, að margir
venjulegir glæpamenn séu í snert-
ingu við hægriöfgahópa.
„Ég tel að rétt sé að líta þannig á,
að margir afbrotamenn þurfi á ein-
hverri æðri réttlætingu á gerðum
sínum að halda. (...) Til að létta
hinni sálrænu pressu af sér sem
brotin gegn reglum samfélagsins
skapa hjá afbrotamönnunum geta
þeir geta sagt að þeir lifi í skítaþjóð-
félagi sem lúti stjórn vinstrimafíu
og júðasvína. Þess vegna gera
margir slíkir venjulegir afbrota-
menn skoðanir hægriöfgamanna að
sínum,“ segir Sarnecki, og bætir
við: „Líti maður til baka til þeirrar
kynslóðar sem fór langt út á glæpa-
brautina á áttunda áratugnum voru
það vinstriöfgaskoðanir sem glæpa-
mennirnir gerðu þá að sínum. Í
samfélaginu eins og það er nú er al-
gengara að leitað sé langt til
hægri.“
Vel gefinn en ofbeldishneigður
Sænsk og önnur norræn dagblöð
hafa birt margvíslegar lýsingar á
hinum handtekna, hafðar eftir fólki
sem segist þekkja hann. Virðist frá-
sögnunum bera saman um að mað-
urinn sé vel gefinn og víðlesinn, en
stundað fínustu krárnar og
næturklúbbana í kring um Sture-
plan í miðborg Stokkhólms og um-
gengizt í þessu „hinu lífi“ sínu unga,
ríka og fræga fólkið, þar á meðal
Madeleine prinsessu, yngri dóttur
konungshjónanna, og vinahóp
hennar.
„Hann elskaði að sitja til dæmis á
útikaffihúsi Sturehof og drekka
kampavín og skála við alla sem
gengu hjá,“ hefur blaðið eftir mann-
eskju sem segist hafa þekkt hann í
þessu „næturlífsljóns-gervi“ sínu
og sögð er í nánum tengslum við
konungsfjölskylduna. „Það skilur
enginn neitt í þessu. Vissulega var
hann á köflum undarlegur, en eng-
um hefði dottið í hug að hann gæti
verið fær um að gera annað eins og
hann hefur nú gert,“ skrifar Ex-
pressen eftir sama viðmælanda.
„Já, hann og Madeleine prinsessa
voru málkunnug,“ segir viðmæl-
andinn. Enginn í þeirra hópi hefði
þó þekkt hann af myndunum úr ör-
yggismyndavél NK-vöruhússins,
sem birtar voru á sunnudag.
„Þetta er alveg óskiljanlegt.
Drap hann hana virkilega? Guð
minn góður. Ég skil þetta ekki,“
hefur Expressen eftir 23 ára gam-
alli stúlku sem segist hafa verið
kærasta hins handtekna í hálft ár.
Einn kunningi hans, sem Ex-
pressen segir að hafi hitt hann síð-
ast fyrir nokkrum vikum, segir um
hann: „Einn greindasti maður sem
ég þekki. En hann er jafnframt
klikkaður.“
honum í fyrra, í tengslum við eitt
dómsmálið, er því slegið föstu að
hann þjáist ekki af neinum eiginleg-
um geðsjúkdómum. En hann eigi
við persónuleikaraskanir að stríða,
með sjálfhverfu- og sjálfsupphefð-
areinkennum.
„Þeir sem þekkja (...) hafa lýst
honum sem sérlunduðum, lokuðum,
með hneigð til að flýja undan vanda-
málum, óþroskuðum, uppstökkum,
tilfinningaköldum og kaldranaleg-
um. Skapsmunalegt ójafnvægi hans
veldur því að þegar í móti blæs
bregzt hann oft við með offorsi,“
segir í skýrslu félagsráðgjafa sem
samin var um hann í nóvember
1991, eftir því sem Aftonbladet
greinir frá.
Sálfræðingurinn Ulf Åsgård tjáði
TT að margt benti til þess að hinn
grunaði þjáðist af sálsýkiseinkenn-
um. „Ég hef allan tímann trúað því
að ódæðismaðurinn væri sjúkari á
geði en sá grunaði lítur út fyrir að
vera. Það sem ég hef heyrt um hann
passar við næstlíklegustu tilgátu
mína, að maðurinn sé sálsjúkur,“
segir Åsgård.
Vitað er að hann hafi notað mörg
nöfn; hann hafi meira að segja látið
falsa fyrir sig vegabréf undir fölsku,
erlendu nafni. Í raun heiti hann hins
vegar mjög venjulegu, sænsku
nafni.
Í vinfengi við vinahóp
Madeleine prinsessu?
Á fréttavef æsifréttablaðsins Ex-
pressen er fullyrt að maðurinn hafi
með alvarlega skapgerðarbresti og
haldinn ofbeldishneigð, sem hann
fái meðal annars útrás fyrir í stuðn-
ingsmannaliði Djurgården-knatt-
spyrnuliðsins í Stokkhólmi. Kváðu
vera til myndir af honum í slags-
málum í kring um knattspyrnuleiki.
Hann var handtekinn á þriðjudags-
kvöld á krá við Råsunda-knatt-
spyrnuleikvanginn í Solna í Stokk-
hólmi.
Að sögn Dagbladet var maðurinn
þekktur í hópi stuðningsmannaliðs
Djurgården ýmist sem „Nazista-
Per“ eða „Kamikaze“, en síðara við-
urnefnið vísaði til þess að hann
gekk jafnan fram fyrir skjöldu þeg-
ar til átaka kom við aðrar fótbolta-
bullur.
En maðurinn á sér greinilega
fleiri hliðar en líf sem fótboltabulla.
„Einu sinni varð ég vitni að því
hvernig hann heillaði nokkrar eldri
frúr með því að tala af þekkingu um
klassíska tónlist. En hann var líka
heillaður af nazistatímanum í
Þýzkalandi og var mjög vel að sér
um síðari heimsstyrjöld,“ hefur
Dagbladet eftir manni sem segist
hafa þekkt hinn handtekna í yfir 20
ár. Annar vinur hans segir uppá-
haldsbókina hans vera „Utangarðs-
manninn“ (L’etranger) eftir Albert
Camus (sem til er í íslenzkri þýð-
ingu undir titlinum „Útlendingur-
inn“).
Þegar í æsku er maðurinn sagður
hafa átt erfitt með að aðlagast sam-
félaginu. Í niðurstöðum réttarsál-
fræðirannsóknar sem gerð var á
Ofbeldishneigður
smáglæpamaður
Afbrotafræðingar segja
ósennilegt að pólitískar
ástæður hafi legið að
baki morðinu á Önnu
Lindh, þrátt fyrir ný-
nazistatengsl meints
morðingja hennar.
Reuters
Forvitnir vegfarendur fyrir utan veitingastaðinn „East End Company“ við Råsunda-leikvanginn í Stokkhólmi,
þar sem hinn grunaði var handtekinn í fyrrakvöld. Maðurinn gekk m.a. undir gælunafninu „Nazista-Per“.
Reuters
Mynd af hinum grunaða úr upp-
töku öryggismyndavélar í
NK-vöruhúsinu í Stokkhólmi.
’ Einn greindastimaður sem ég þekki.
En hann er jafn-
framt klikkaður. ‘
MAÐURINN sem grunaður er um morðið á Önnu Lindh var handtekinn eft-
ir að faðir hans og fleiri í fjölskyldu hans báru kennsl á hann á myndum, sem
yfirvöld höfðu dreift, og bentu lögreglunni á hann, að sögn sænska dag-
blaðsins Expressen í gær.
Fráskildir foreldrar hans hafa báðir fengið dæmt nálgunarbann á son
sinn vegna ofbeldis og hótana sem hann hafði beitt þau, hvort fyrir sig – fað-
irinn í desember 2001 og móðirin þremur mánuðum síðar, í febrúar 2002.
Sænskir fjölmiðlar höfðu birt myndir úr öryggiskerfi verslunarmiðstöðv-
arinnar þar sem Lindh var stungin til ólífis og þær voru teknar þremur mín-
útum áður en morðið var framið. Myndirnar voru af manni sem lögregluna
grunar að hafi myrt utanríkisráðherrann.
Að sögn Expressen báru ættingjar mannsins, sem var handtekinn í fyrra-
kvöld, kennsl á hann á myndunum, þeirra á meðal faðirinn.
„Ábending hans var mjög traust,“ hafði blaðið eftir heimildarmanni í lög-
reglunni í Stokkhólmi.
Lögreglan staðfesti þetta þó ekki. „Hægt var að handtaka manninn vegna
ábendinga og aðstoðar almennings,“ sagði Leif Jennekvist, sem stjórnar
rannsókn morðmálsins. Hann vildi ekki greina frekar frá aðdraganda hand-
tökunnar.
Lögreglan er með skýrari myndir af manninum og þær eru á meðal
gagna sem sýnd verða lykilvitnum að lokinni sakbendingu.
Sænskir fjölmiðlar sögðu í gær að yfirsaksóknarinn Agneta Blidberg
hefði ákveðið á mánudagskvöld að gefa út handtökutilskipun á hendur
manninum. Tilskipuninni var þó haldið leyndri þar til daginn eftir og nokkr-
um klukkustundum eftir að skýrt var frá henni var hinn grunaði handtekinn
á veitingahúsi í Solna í Stokkhólmi.
Maðurinn var þá að horfa á knattspyrnuleik sænsku grannliðanna
Hammarby og Djurgården. Hann veitti enga mótspyrnu þegar hann var
handtekinn og reyndi ekki að villa á sér heimildir, að sögn sænskra fjöl-
miðla.
Faðir hans benti
lögreglunni á hann
ðgerðina
em var
rei gert
i hún
kandi og
dís.
m augum
a að eftir
kið í mun
æragjöf á
a lítil.
hefði
ð í þeirri
gefa líf-
ákomn-
n núna
tvisvar
m alla
fylgst
egir Ás-
ólk taki
sé það
gefa úr
r það
ar farið
inn á heimasíðu landlæknisemb-
ættisins og látið skrá sig sem líf-
færagjafa en fæstir viti af því og
ákaflega fáir hugsi út í það.
„Maður hugsar ekkert út í þetta
fyrr en maður lendir allt í einu í
að barnið manns þarf lífs-
nauðsynlega líffæri úr einhverjum
öðrum. Barnið okkar hefði ekki lif-
að af ef enginn hefði viljað gefa
henni lifur.“
Þau segja að þótt Auði vegni vel
sé hættan þó ekki liðin hjá, hún
þurfi að vera á lyfjum alla ævi og
þau þurfi að huga afar vel að
hreinlæti. Hún sé sérstaklega
næm fyrir sjúkdómum því hún sé
á lyfjum sem bæla ónæmiskerfið
en það er gert til að minnka lík-
urnar á að líkami hennar hafni
lifrinni. „Það má segja að við séum
dálítið móðursjúk þegar kemur að
hreinlæti í kringum hana,“ segja
þau Ásdís og Valdimar brosandi,
„en það er ekki neitt til að hafa
áhyggjur af miðað við hvað hún er
búin að ganga í gegnum.“
ski lifrarþeginn
stöðunni“
Morgunblaðið/Kristinn
g Ásu og Margréti Valdimarsdætrum.
dgæfur
mur upp
ýsir sér í
tja gall
eyðast á
gu, að
nar, sér-
lifr-
hann
búningi
á landi.
a sem fá
t að búa
rnanna
ilvikum
eikjast
og þá er eina ráðið lifrar-
ígræðsla. „Guluefni sem er í lifr-
inni safnast fyrir í henni og
börnin verða gul á lit. Við þetta
skemmist lifrin hægt og rólega
og skorpulifur hlýst af,“ útskýrir
Lúther.
Lúther segir að hjá Auði hafi
aðgerðin og batinn gengið von-
um framar, lifrin í henni starfi
nú á eðlilegan hátt. Hann bendir
á að Auður sé eina barnið hér á
landi sem hafi farið í lifrar-
ígræðslu vegna sjúkdómsins og
að hún sé jafnframt yngsti lifr-
arþeginn hér á landi.
rður skorpulifur
ir aðgerðina en hún var orðin græn og skorpin.
ur úr heilbrigðri manneskju.