Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 2

Morgunblaðið - 19.09.2003, Side 2
Miklar umræður hafa verið um ódýrt svínakjöt að undan- förnu. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við aðstandendur svínabúsins á Hýrumel. Barist fyrir betra lífi Eva J. Alexander rekur 150 barna barnaheimili á Indlandi og aðstoðar auk þess vændiskonur við að bæta kjör sín. Anna G. Ólafsdóttir kynntist baráttuþreki Evu. Hver er Howard Dean? Þeim fjölgar, sem sækjast eftir að verða forsetaefni demó- krata í kosningunum í Bandaríkjunum 2004. Mest umtal vek- ur Howard Dean, sem deilir hart á sitjandi forseta. Óvægin samkeppni á sunnudaginn FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KEYPTI 33% HLUT Í SJÓVÁ Íslandsbanki hf. hefur samið um kaup á 33% eignarhlut í Sjóvá- Almennum tryggingum hf. og stefn- ir að því að eignast félagið allt og gera það að dótturfélagi bankans. Bankinn kaupir hlutinn á genginu 37 en heildarhlutafé í Sjóvá-Almennum er 525 milljónir króna að nafnverði og því má gera ráð fyrir að Íslands- banki greiði tæplega 6,5 milljarða fyrir þriðjungshlutinn. Bankarán í Breiðholti Allt tiltækt lið lögreglunnar í Reykjavík var sent að útibúi Ís- landsbanka í Lóuhólum í Breiðholti í gær þegar henni barst tilkynning um að maður vopnaður eggvopni hefði rænt bankann. Ræninginn var þá á bak og burt með ránsfenginn, en ekki lá ljóst fyrir hversu mikla fjármuni hann hafði haft á brott með sér. Stærsti samningur Atlanta Flugfélagið Air Atlanta hefur undirritað samning að andvirði 20 milljarða króna við Lufthansa Cargo í Þýskalandi um þjónustuleigu á þremur Boeing 747-fraktvélum. Er þetta stærsti samningur í sögu fé- lagsins. DNA-rannsókn lokið Fyrstu DNA-rannsókn á lífsýni úr manni, sem grunaður er um morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lauk í gær en lögreglan vildi ekki greina frá niðurstöðunni. Saksóknarar þurfa að ákveða í dag hvort gefa eigi út ákæru á hendur manninum og krefjast gæslu- varðhalds eða leysa hann úr haldi. Niðurstaða DNA-rannsóknarinnar getur ráðið úrslitum um hvort mað- urinn verður ákærður. Fregnir um mannfall í Írak Sjónarvottar sögðu í gær að allt að átta bandarískir hermenn hefðu fallið þegar ráðist var úr launsátri á bandaríska herbílalest í Írak. Bandaríkjaher staðfesti ekki að mannfall hefði orðið. Fellibylur í Bandaríkjunum Fellibylurinn Isabel skall á aust- urströnd Bandaríkjanna í gær og hundruð þúsunda heimila urðu raf- magnslaus þegar rafmagnslínur slitnuðu. Þök rifnuðu af húsum og fellibylurinn olli flóðum í Norður- Karólínu. FÓLKIÐ leikur í bíómynd á hjara veraldar, dregur í dilka og leikur sér aðeins | |19|9|2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Viðskipti 11/12 Viðhorf 38 Erlent 14/18 Minningar 32/39 Höfuðborgin 19 Bréf 40 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Íþróttir 44/47 Austurland 22 Leikhús 48 Landið 23 Fólk 48/53 Listir 24/25 Bíó 50/53 Menntun 26 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 27 Veður 55 * * * TRYGGVI Jóhannesson frá Fremri-Fitjum í Húnaþingi vestra hélt upp á 100 ára afmælið í gær. Tryggvi er fæddur á Fremri-Fitjum og átti þar heima alla ævi, þar til hann flutti á Sjúkrahúsið á Hvammstanga fyrir fáeinum árum. Hann bjó lengst af myndarlegu félagsbúi á Fremri-Fitjum, á móti systkin- um sínum, Guðmundi og Láru, sem bæði eru látin. Tryggvi lifði alla tíð afar heilsusamlegu lífi, var vinnu- samur og reglusamur í hvívetna. Það var honum mikil gleði að ná- in frænka hans, Jónína Skúla- dóttir, tók að sér búið á Fremri- Fitjum ásamt manni sínum Níelsi Ívarssyni. Veittu þau Tryggva vistlegt heimili, allt þar til hann flutti sig á sjúkrahúsið. Starfsfólk sjúkrahússins hélt Tryggva veglega kaffiveislu á af- mælisdaginn og heimsóttu hann nánasta fjölskylda og vinir. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Tryggvi Jóhannesson fagnar 100 ára afmæli Hvammstanga. Morgunblaðið. SAMBÚÐIN við Ægi tekur á sig ýmsar birtingarmyndir og í norðanáttinni sest oft mikið salt á bílana í Ólafsvík. Þá er vinsælt að skreppa niður á bryggju og spúla seltuna duglega af bílnum eins og þessi ökumaður gerði í gær. Morgunblaðið/Alfons Saltið spúlað af bílnum við höfnina NÝTT sérblað Morgunblaðsins, Fólkið, hefur göngu sína í dag og mun framvegis koma út á föstudögum. Umfjöllunarefni blaðsins er afþreying ungs fólks á öllum aldri. Í blaðinu eiga að vera hugmyndir að því hvernig gera má vikuna skemmtilegri. Í Fólkinu verður þannig m.a. dagatal og umfjöllun um við- burði næstu viku. Efni um kvikmyndir, sem hefur birzt í blaðinu á föstudögum og sunnudögum, verður framvegis í Fólkinu. Sérblaðið Börn hefur göngu sína á ný Ýmsar aðrar breytingar verða gerðar á útgáfu Morgunblaðsins næstu daga. Þannig flyzt útgáfu- dagur sérblaðsins Daglegs lífs af föstudegi á laug- ardag og kemur Daglegt líf því út á morgun. Sér- blaðið Börn hefur göngu sína á ný á morgun og mun einnig fylgja blaðinu á laugardögum. Frá og með næstkomandi mánudegi verða síður undir haus Daglegs lífs í blaðinu daglega. Á þessum síðum verða greinar og viðtöl, sem tengjast daglegu lífi fólks í víðum skilningi. Umfjöllun um neytenda- mál, menntun og heilsu verður m.a. að finna á þess- um síðum. Þátturinn auðlesið efni, sem verið hefur í Daglegu lífi, flyzt í sunnudagsblað frá og með næsta sunnu- degi. Tilboð til helgaráskrifenda Áskrifendum Morgunblaðsins, sem einungis fá helgarblöðin inn um lúguna, gefst nú kostur á að kynnast í einn mánuð þeim þægindum sem fylgja því að fá Morgunblaðið alla daga vikunnar, án þess að áskriftarverð hækki. Eftir að mánuðurinn er liðinn berst blaðið áfram alla daga vikunnar á réttu verði. Sími áskriftar- deildar er 569 1122 og netfang askrift@mbl.is. Ýmsar breytingar á útgáfu Morgunblaðsins Fólkið hefur göngu sína í dag Daglegt líf og barnablað á laugardögum VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra og Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra funduðu nýlega um mögulegar breytingar á samkeppnislögum er varða samskipti Samkeppnisstofnunar og lög- reglunnar. Valgerður sagði að ákveðið hefði verið á fundinum að setja í gang sameiginlega vinnu ráðuneytanna. „Farið verður yfir málið og reynt að átta sig á því hvort ástæða sé til að gera breytingar eða skerpa á samkeppnislög- unum. Við viljum koma í veg fyrir að sú staða komi upp aftur að verið sé að tog- ast á í þessum efnum,“ sagði Valgerður og vísar þar til árekstra milli Samkeppn- isstofnunar og embættis ríkislögreglu- stjóra og embættis ríkissaksóknara í rannsókn á meintu samráði olíufélag- anna. Björn Bjarnason sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa talið það sjálfsagt og eðilegt að verða við þeim tilmælum við- skiptaráðherra að fulltrúar dómsmála- ráðuneytisins kæmu að því að kanna lög- fræðileg atriði í þessu sambandi en viðskiptaráðherra hefði sem kunnugt væri forræði samkeppnislaga á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Samskipti Samkeppnis- stofnunar og lögreglu Lagabreyt- ingar skoð- aðar í tveimur ráðuneytum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.