Morgunblaðið - 19.09.2003, Page 9

Morgunblaðið - 19.09.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 9 WWW.HOLT.IS BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 krónur villibráðarmatseðill á kvöldin Bankastræti 14, sími 552 1555 Fatnaður úr apaskinni Jakkar- buxur - pils - skyrtur Ný sending af ítölsku drögtunum frá Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Svört falleg vesti Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Nýjar vörur Góð föt fyrir veturinn Gæði á góðu verði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Fataprýði Glæsilegur rúskinnsfatnaður í öllum stærðum 3 litir - gott verð Sérhönnun st. 42-56 NÝ LÍNA Hverfisgata 6 Símí 562 2862 STÆRÐIR 40-52 Frábærar úlpur og útigallar Laugavegi 56, sími 552 2201 MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Sigurði Lárussyni kaupmanni vegna ákvörðunar áfrýj- unarnefndar samkeppnismála, sem staðfest hefur ákvörðun samkeppn- isráðs um að aðhafast ekkert í erindi hans varðandi aðstæður á íslenskum fjármála- og dagvörumarkaði. „Samkeppnisstofnun hafnar því að takast efnislega á við stærstu og al- varlegustu brot á samkeppnislögum sem hægt er að hugsa sér. Brot sem myndu láta mál olíufélaganna líta út sem smámál til samanburðar. Úr því að brotin snerta alla en ekki ein- göngu kæranda, þá virðist það vera allt í lagi. Hvers konar réttarkerfi er í þessu landi? Bankakerfið er spillt og hefur fjárhagslega burði til að ná fram niðurstöðu sér í hag. Sam- keppnisyfirvöld eru gagnslaus þar sem þau eru fjárhagslega svelt og hafa engan pólitískan bakhjarl.“ Yfirlýsing vegna ákvörð- unar sam- keppnisráðs HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær stærstu hluthafa ferðaskrifstofunn- ar Samvinnuferða-Landsýnar af kröfu ríkisins um að standa skil á starfsleyfistryggingu ferðaskrifstof- unnar. Bú Samvinnuferða-Landsýn- ar var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember 2001. Samvinnuferðir-Landsýn hafði lagt fram tryggingu hjá samgöngu- ráðuneytinu í samræmi við lög um stjórn ferðamála og var gildistími tryggingarinnar til 1. október 2001. Ferðaskrifstofunni tókst ekki að fá trygginguna framlengda en sam- gönguráðuneytið tók við yfirlýsingu stærstu hluthafa ferðaskrifstofunn- ar og mat hana gilda sem tryggingu. Um var að ræða Búnaðarbankann, Flutninga ehf., Ker hf. og Framtak Fjárfestingarbanka. Eftir að bú Samvinnuferða-Land- sýnar var tekið til gjaldþrotaskipta kom upp deila um gildi yfirlýsing- arinnar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að í lögum um stjórn ferðamála kæmi fram tæmandi taln- ing á því hvernig sú trygging gæti verið, sem ferðaskrifstofa leggur fram til að öðlast starfsleyfi. Hin um- deilda yfirlýsing taldist ekki full- nægja skilyrðum þessa lagaákvæðis. Samgönguráðuneytið hefði sam- kvæmt meginreglum stjórnsýslu- réttar verið bundið af lögum um form tryggingarinnar og því hefði ekki verið heimilt að taka við yfirlýs- ingunni sem gildri framlengingu ferðaskrifstofutryggingar sam- kvæmt lögum um stjórn ferðamála. Taldi Hæstiréttur að ríkið gæti því ekki reist kröfur á hendur fyrirtækj- unum á grundvelli yfirlýsingarinnar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Garð- ar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Lögmaður ríkisins var Friðjón Örn Friðjónsson hrl. og lög- maður stefndu, Hallgrímur Kristins- son hrl. Ferðaskrifstofa þarf ekki að greiða starfsleyfistryggingu FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.