Morgunblaðið - 19.09.2003, Page 18

Morgunblaðið - 19.09.2003, Page 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudags 12-16 laugardag Gallabuxur, bolir, peysur full búð af glæsilegum fatnaði „Ég lít ekki á þetta sem andúð á Arnold,“ hrópaði hún. „Ég tek þetta alls ekki persónulega.“ Davis og stéttarfélögin telja að Wal-Mart sjái starfsmönnum fyrirtækisins ekki fyrir nægilega ódýrum sjúkra- tryggingum en í Bandaríkjunum eru það yfirleitt vinnuveitendur sem sjá starfsmönnum fyrir þeim. Aðstoðarmenn Shriver fengu hana til að yfirgefa staðinn áður en færi gafst á að spyrja hana út í stefnu eiginmannsins, þ.á m. viðhorf hans til kvenna, hvernig hjónin færu að því að sætta sig við að vera hvort í sínum flokki og hvernig henni fynd- ist að vinna fyrir andstæðingana. Þekktur sjónvarps- fréttamaður Shriver er 47 ára gömul og hefur árum saman verið þekktur sjón- varpsfréttamaður, hún hefur þó hætt störfum fyrir NBC-sjónvarps- stöðina í bili meðan hún helgar sig kosningabaráttunni. Shriver er að jafnaði demókrati. Hún á fjóra bræður og tekur enginn þeirra þátt í baráttu Schwarzeneggers, það gerir reyndar enginn frændi eig- inkonunnar af Kennedyættinni. „Þetta er svolítið snúið,“ segir einn bróðirinn, Bobby Shriver, demókrati sem býr í Los Angeles. „Telur hún að Arnold sé heiðar- legur náungi, að hann muni berjast ákaft fyrir því að verða ríkisstjóri, að standa sig vel? Ég held að henni finnist það.“ Hjónin komu fram í hinum vin- sæla spjallþætti Oprah Winfrey sl. mánudag en þær Winfrey og Shriv- er eru gamlar vinkonur. Hin síð- arnefnda geislaði af ást og stuðn- ingi við eiginmanninn þrekvaxna sem sat við hliðina á henni. Hún hrukkaði ennið af skelfingu og EIGINKONA leikarans Arnolds Schwarzeneggers, Maria Shriver, er af þekktri og auðugri ætt demó- krata, faðir hennar, Sargent Shriv- er, var háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu í stjórnartíð Johns F. Kennedys forseta á sjöunda ára- tugnum. Og móðirin, Eunice Kenn- edy Shriver, er systir Kennedy- bræðranna. En Schwarzenegger, sem býður sig fram til embættis ríkisstjóra í Kaliforníu, er repúblik- ani. Maria Shriver segist þó ekki finna fyrir neinni togstreitu, segir í frétt The Washington Post, og styð- ur hún mann sinn af miklu kappi í kosningabaráttunni. Hún kippti sér ekki einu sinni upp við það að baráttukonur úr röðum femínista í heimaborg Schwarzenegger-hjónanna, Santa Monica, skyldu setja þar upp skilti með áletrunum eins og „Mótmælum karlrembu!“ og „Mótmælum Schwarzenegger!“ þegar hún hleypti af stokkunum stöð fyrir sjálfboðaliða sem vilja starfa fyrir Schwarzenegger. Hún virtist ekki heldur láta það á sig fá þegar liðsmenn stéttarfélaga í höfuðstað Kaliforníu, Sacramento, hrópuðu hana niður nokkrum mín- útum eftir að hún kom í eina af verslunum Wal-Mart-keðjunnar til að afla þar stuðnings við að ríkis- stjórakosningarnar í fyrra yrðu endurteknar til að hægt væri að steypa núverandi ríkisstjóra, demó- kratanum Gray Davis, af stóli. greip fyrir munninn á honum þegar hann áræddi að ræða um alræmt viðtal sem birtist í tímaritinu Oui fyrir mörgum árum en andstæðing- arnir rifjuðu upp þegar Schwarzen- egger skýrði frá framboði sínu. Sagðist hann í viðtalinu við ritið hafa tekið þátt í fjöldasamförum með hópi annarra vöðvatrölla og blökkustúlku. En nú segist fram- bjóðandinn hafa verið að skrökva þessu til að vekja athygli á vaxtar- rækt. Kvennafar Schwarzeneggers Winfrey spurði Shriver um meint kvennafar Schwarzeneggers en miklar sögur hafa lengi farið af því. „Ég er kona og á mig sjálf,“ svaraði Shriver. „Mér hefur ekki verið kennt að láta eins og ekkert sé. Ég horfi ekki framhjá því sem hann gerir baksviðs. Ég sætti mig við hann með öllum kostum og göllum, á sama hátt og hann sættir sig við mig.“ Þau hafa verið gift í 17 ár og er Shriver sögð hafa verið ómissandi ráðgjafi manns síns í Hollywood, hún hafi lesið með honum handrit að myndum og jafnvel haft hönd í bagga þegar hann skipti um um- boðsmann. Shriver féll kylliflöt fyrir Tortím- andanum, sem síðar varð, þegar hún hitti hann á tenniskeppni er hún var aðeins 21 árs gömul. Hann var þá orðinn methafi í vaxtarrækt og þekktur maður, eitilharður eig- inhagsmunaseggur, afar metn- aðarfullur og ekki beinlínis hlynnt- ur auknum réttindum kvenna. Hann var þá alræmdur kvennabósi en hún hafði gengið í kaþólskan skóla. Shriver hefur viðurkennt að upp- haflega hafi hún alls ekki verið hrifin af þeirri hugmynd að eig- inmaðurinn byði sig fram í ríkis- stjóraembættið. „Ég sem reyndi að finna einhvern sem gæti tryggt að stjórnmál kæmu aldrei upp á borð- ið,“ sagði hún í viðtalinu. Sagt er að þegar Schwarzen- egger, sem er orðinn stórauðugur af kvikmyndaleik sínum, hafi oftar en einu sinni sagt í viðtölum að „fólk“ spyrði sig hvers vegna hann vildi nú gefa upp á bátinn notaleg- an lífsstíl, leikaraferil og einkalíf með því að bjóða sig fram hafi hann í reynd verið að endursegja viðvar- anir eiginkonunnar. En Schwarz- enegger svaraði sjálfur að hann teldi sig verða að gera það fyrir Kaliforníubúa. „Helltu þér út í þetta“ Og þegar Shriver var orðin viss um að hann vildi eindregið feta þessa braut ákvað hún að hvetja hann. „Að lokum sagði ég: helltu þér út í þetta, láttu hjartað ráða, gerðu það sem þig langar svo mikið að gera,“ segir Shriver. Hún er sögð hafa með aðstoð for- eldra sinna haft nokkur áhrif á póli- tískar skoðanir Schwarzeneggers sem nú styður rétt kvenna til að fá fóstureyðingu, meðmæltur því að eftirlit sé haft með skotvopnaeign almennings, styður réttindi sam- kynhneigðra og hefur beitt sér ákaft fyrir því að börn sem eiga undir högg að sækja fái aðstoð. Konur og buxur Er tímaritið Playboy birti viðtal við Schwarzenegger árið 1988 sagðist hann ekki leyfa eiginkonu sinni að ganga í buxum. „Ég erfði þetta frá föður mínum,“ sagði Schwarzenegger sem er fæddur og uppalinn í Austurríki. „Tímarnir eru breyttir núna, þá var karlmað- urinn miklu fremur húsbóndi á sínu heimili. En mér finnst þetta ennþá og hvorki móðir mín né Maria mega fara út með mér í buxum.“ Hann sagðist þó skilja að flugfreyjur vildu ganga í buxum vegna þess að þær vildu ekki að menn gætu kíkt upp undir. „En Maria myndi aldrei ganga í buxum, sannaðu til,“ bætti hann við. Erfitt mun að finna myndir frá þessum árum af Shriver í buxum en aðspurð á fundi fyrir skömmu gaf hún í skyn að eiginmaðurinn hefði verið að spauga í viðtalinu við Playboy. „Sjáið þið, ég er í buxum,“ sagði hún á næsta baráttufundi sín- um. Eðaldemókrati faðmar sjálfan erkifjandann Eiginkona Arnolds Schwarzenegg- ers er systurdóttir Kennedybræðra en styður mann sinn í Kaliforníu Reuters Repúblikaninn Arnold Schwarzenegger, frambjóðandi til embættis ríkis- stjóra Kaliforníu, á fundi fyrir skömmu með stuðningsmönnum ásamt eig- inkonunni, Mariu Shriver, en hún er harður demókrati. ’ Mér hefur ekkiverið kennt að láta eins og ekkert sé. Ég horfi ekki framhjá því sem hann gerir bak- sviðs. ‘ BORGARSTJÓRNIN í Los Angel- es, næststærstu borg Bandaríkj- anna, bannaði í vikunni nektar- dansmeyjum að stunda svonefndan kjöltudans. Einnig verður fram- vegis krafist að minnst sex fet, um 183 sentimetrar, séu á milli dans- meyjanna á sviðinu og áhorfenda og öll líkamleg snerting milli þeirra verður bönnuð. Skylt verður að láta öryggisverði fylgjast með því allan sólarhringinn að reglunum sé hlítt. Talsmenn yf- irvalda segja að nektarstaðirnir ýti undir vændi, fíkniefnaneyslu og annað ólöglegt athæfi. Beitt verður sektum eða fangelsisvist ef regl- urnar verða brotnar. „Sveitarfélögin í kringum okkur leyfa þetta ekki og þess vegna er- um við nú orðin að Mekka [klám- iðnaðarins],“ sagði Cindy Misc- ikowski sem situr í borgarstjórn- inni. Dansmeyjarnar og eigendur um- ræddra staða eru fokvond og segja fótunum kippt undan starfi þeirra með nýju reglunum. Megnið af tekjum meyjanna er seðlar sem viðskiptavinir stinga oftast undir G-strenginn svonefnda sem þær klæðast í stað efnismeiri nærfatn- aðar séu þær yfirleitt í nokkru. Vegna reglunnar um bann við snertingu er þessi aðferð nú úr sög- unni. Banna kjöltudans í Los Angeles Los Angeles. AFP. SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, hefur beðið gyðinga í landinu afsökunar á því að hafa sagt, að fasistaleiðtoginn Benito Mussol- ini hefði aldrei drepið nokkurn mann. Berlusconi vakti mikla hneykslun í síðustu viku er blöð höfðu eftir hon- um, að svartstakkaleiðtoginn hefði aðeins „sent fólk í frí innan landa- mæra ríkisins“. Sannleikurinn er hins vegar sá, að eftir 1938 voru nærri 8.000 ítalskir gyðingar fluttir í útrýmingarbúðir nasista í Þýska- landi og Póllandi. Talsmaður ítalskra gyðinga kveðst vera sáttur við afsökunar- beiðni Berlusconis en sjálfur segist hann aðeins hafa viljað gera grein- armun á Mussolini og Saddam Huss- ein, fyrrverandi Íraksforseta, en vit- að er að sá síðarnefndi hefur skotið fólk til bana eigin hendi. Reuters Berlusconi heilsar Leone Passer- man, oddvita gyðinga í Róm, í gær. Berlusconi iðrast orða sinna Róm. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.