Morgunblaðið - 20.09.2003, Qupperneq 25
ÚR VESTURHEIMI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 25
Nánari uppl‡singar á og www.raf.is
og www.siminn.is/vefnamskeid flar
sem skráning fer fram.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
1
0
3
1
8
Í haust efnir Síminn me› styrk frá Starfsmenntará›i til vefnámskei›s
í tilraunaskyni fyrir almenning um fjarskiptatækni. Markmi›i› er a›
efla flekkingu og skilning almennings á flessu svi›i. Námskei›i› ver›ur
í flremur hlutum og endurteki› flrisvar sinnum, 1. okt. - 1. nóv,
15. okt. - 15. nóv. og 1. nóv - 1. des.:
1. Frá Bell til framtí›ar – sími og gagnaflutningar
2. Í skammstafanaskógi farsímanna
3. Undraheimur sjónvarpsins
Námskei›in n‡tast notendum síma, sjónvarps, Internets og brei›bands,
jafnt starfsmönnum fyrirtækja sem einstaklingum. Námskei›unum er
ætla› a› opna augu flátttakenda fyrir fjölbreyttari og notkun á fleim
tækjum sem til eru á flestum heimilum, skólum og fyrirtækjum.
Ver›: 1.500 kr. á hvern notanda.
Vefnámum fjarskiptatæknina
SUMARIÐ 1999 hófst á veg-um Þjóðræknisfélags Ís-lendinga og Norræna fé-lagsins svonefnt
Snorraverkefni á Íslandi, sem felst í
því að gefa kanadískum og banda-
rískum ungmennum af íslenskum
uppruna tækifæri til að kynnast sög-
unni, upprunanum og skyldfólkinu á
sex vikum á Íslandi. Verkefnið féll
þegar í góðan jarðveg og 2001 var
ákveðið að bjóða upp á svipað verk-
efni í Manitoba í Kanada og bjóða þá
íslenskum ungmennum að kynnast
Nýja Íslandi og íbúum þess. Verk-
efnið var starfrækt í þriðja sinn í
sumar og tóku fimm stúlkur þátt í
því. Eric Stefanson er formaður
verkefnisnefndarinnar vestra en
Wanda Anderson, sem sá um verk-
efnið í sumar, var með stúlkurnar
hjá sér í Riverton í viku áður en þær
fóru til fjölskyldna í Gimli, en verk-
efnið hófst í Winnipeg.
Heimasíða um verkefnið
Verkefnið er hugsað jafnt fyrir
pilta og stúlkur en til þessa hafa ein-
ungis stúlkur tekið þátt í því. Sum-
arið 2001 fóru tvær stúlkur frá Ís-
landi til Manitoba vegna verkefnisins
og í fyrra voru þær fjórar. Ein
þeirra, Íris Björg Þorvaldsdóttir,
hefur gert heimasíðu um verkefnið,
www.snorriwest.tk. Upplýsingar um
verkefnið eru líka á www.snorri.is.
Notaði tímann vel
„Mig langaði til að kynnast ann-
arri menningu og því sótti ég um að
taka þátt í þessu verkefni,“ segir Jó-
hanna Katrín Friðriksdóttir, sem er
23 ára og gerir ráð fyrir að ljúka BA-
námi í ensku við Háskóla Íslands
næsta vor. „Ég hef alltaf verið svolít-
ið spennt fyrir vestur-íslenskri
menningu og mér finnst hún sér-
staklega áhugaverð.“
Jóhanna Katrín segir að henni hafi
verið sagt að fólkið vestra væri vina-
legt og tæki vel á móti gestum en
hennihefði ekki dottið í hug hvað það
væri í raun almennilegt. „Það sem
stendur upp úr þessari dvöl er að
hafa kynnst þessu yndislega fólki og
sjá hvað mörgum af íslenskum ætt-
um virðist hafa gengið vel í lífinu eft-
ir margvíslega erfiðleika,“ segir Jó-
hanna Katrín, en hún bjó m.a. hjá
Jönu Thorsteinson í Winnipeg og
Loren Gudbjartsson í Gimli.
Mikið er lagt upp úr því að þátt-
takendur njóti verunnar á allan hátt.
Jóhanna Katrín segir að hún hafi
viljað nýta sér ferðina í sambandi við
námið og það hafi gengið vel. „Ég hef
lært mikið í hljóðfræði og tók meðal
annars námskeið um mállýskur í
fyrravetur, en ég tók upp mállýskur
hjá fólki vestra og ætla að nota efnið
í BA-ritgerðina mína. Mér fannst ég
vera kominn á þann aldur að ég gæti
ekki farið í svona langa ferð án þess
að nýta mér hana í tengslum við
námið. Þetta var skemmtilegt tæki-
færi til að gera alvöru verkefni og ég
tók til dæmis eftir því að íslenskur
hreimur er algengur í enskunni hjá
eldri körlum af íslenskum uppruna
og mun algengari en hjá konum.“
Frábær lífsreynsla
Valgerður Stella Kristjánsdóttir
er 18 ára nemi á þriðja ári við
Kvennaskólann í Reykjavík. Hún
segist hafa viljað bæta enskukunn-
áttuna og þegar hún hafi séð auglýs-
ingu um Snorraverkefnið hafi hún
sótt um. „Mér og mömmu leist rosa-
lega vel á þetta og ég ákvað að sækja
um,“ segir hún og bætir við að hún
sjá ekki eftir því. Hún hafi eignast
marga nýja vini og fengið tækifæri
til að reyna ýmislegt nýtt eins og að
fara á vatnaskíði, kajak og fleira.
„Ég er búin að taka stúdentspróf í
ensku en ég lærði mjög mikið í mál-
inu í Manitoba og það kemur sér
vel.“
Fyrstu vikuna bjó Valgerður
Stella hjá Charlene og Terry Mym-
ryk í Winnipeg. Síðan voru allar
stelpurnar saman í Riverton en eftir
það bjó Valgerður Stella hjá Gail og
Gordie Jakobson og Heather og
David Skoropata í Gimli. „Þetta var
mjög skemmtilegt og langt yfir
væntingum,“ segir hún. „Ég hef lært
að þekkja sjálfa mig betur og lært að
meta það sem ég hef. Ég mæli ein-
dregið með þessu námskeiði og hef
sagt öllum vinum mínum að fara í
þetta hafi þeir tækifæri til þess.
Þetta er frábær lífsreynsla.“
Vill fara í háskóla í Winnipeg
„Erika Evans, frænka mín, var hjá
okkur vegna Snorraverkefnisins síð-
astliðið sumar og mömmu minni
fannst verkefnið sérstaklega snið-
ugt,“ segir Eva Huld Ívarsdóttir,
sem er 19 ára nemi á fjórða ári á fé-
lagsfræðibraut Menntaskólans á Ak-
ureyri, um ástæðu þess að hún tók
þátt í verkefninu. „Mamma fékk mig
á sitt band og ég sé alls ekki eftir því
að hafa tekið þátt í þessu.“
Eva Huld segir að stelpurnar
fimm hafi náð mjög vel saman og það
hafi verið ánægjulegt að kynnast
þeim. „Það er áhugavert að fá að
koma hingað, kynnast menningunni
og sögunni,“ segir hún. „Fólkið var
yfir höfuð yndislegt og tók mjög vel á
móti okkur,“ bætir hún við en hún
bjó hjá Margreti Kardal í Winnipeg,
Wöndu Anderson í Árborg og Mary
og Sveini Arnbjörnssyni í Gimli. „Við
sem erum að ljúka menntaskólanámi
erum allar heitar fyrir því að koma
aftur og fara í háskóla hérna og ég er
næstum því farin að skipuleggja
það.“
Góð íslenska
Heba Margrét Harðardóttir er 23
ára og gerir ráð fyrir að ljúka BA-
námi í íslensku frá Háskóla Íslands í
febrúar. Hún segir að hún hafi viljað
taka þátt í verkefninu þegar það
byrjaði en hafi ekki haft efni á því þá.
Áhuginn hafi samt áfram verið til
staðar og hún hafi gripið tækifærið í
ár. „Þetta er mikil reynsla og ég held
að ég hefði aldrei komið hingað ef
þetta verkefni hefði ekki verið til
staðar,“ segir hún.
Boðið er upp á margvíslega dag-
skrá og segir Heba Margrét að það
hafi t.d. verið gaman að fara á veð-
reiðar, skoða akrana og sjá slóðir
Vestur-Íslendinga. „Það kom mér
sérstaklega á óvart að sjá öll bæj-
arheiti á íslensku,“ segir hún en hún
bjó hjá Jönu Thorsteinson í Winni-
peg, Wöndu Anderson í Árborg og
Bennu og Don Martin í Gimli.
Heba segir að verkefnið hafi verið
mun viðameira en hún hafi búist við
og margt komið á óvart. Þó senni-
lega ekkert eins mikið og að heyra
fólk tala reiprennandi íslensku. „Ég
hitti til dæmis hjón í Hnausa, sem
hafa verið gift í 50 ár og hafa alltaf
talað íslensku saman en konan var
ungfrú Kanada á árum áður. Það var
mjög gaman að tala við þau á ís-
lensku en það er áberandi að fólk
notar gömul orð, segir til dæmis
brúka í staðinn fyrir nota. En þeir
sem tala íslensku gera það yfirleitt
vel.“
Góð reynsla
„Dvölin var yndisleg,“ segir Að-
alheiður Dóra Albertsdóttir, sem er
19 ára og á fjórða ári á nátt-
úrufræðibraut við Menntakólann við
Sund í Reykjavík. Hún segir að fólk-
ið sem hún hafi hitt hafi verið frá-
bært en Manitoba hafi komið henni á
óvart. „Ég hélt að landslagið væri
fjölbreyttara en það er allt flatt í
Manitoba og það kom mér mest á
óvart, en þarna er ýmislegt annað
fyrir augað eins og Winnipeg-vatn,
ströndin, skógarnir og akrarnir.“
Aðalheiður Dóra bjó hjá Barry og
Lana Arnason í Winnipeg, Wöndu
Anderson í Riverton og frænku
sinni, Láru Sigmundson í Gimli.
„Mig langaði til að gera eitthvað allt
öðruvísi en áður, hitta fólk og njóta
lífsins,“ segir hún spurð um ástæðu
þess að hún sótti um að taka þátt í
verkefninu. Hún segir að dvölin
vestra hafi gert sér gott. Ensku-
kunnáttan hafi aukist og hún hafi
fengið góða æfingu í að tala ensku.
„Þetta er mikil reynsla og ég gæti
vel hugsað mér að fara hérna í skóla
og heimsækja aftur alla sem ég hef
kynnst,“ segir hún.
Frábærar móttökur
og dýrmæt reynsla
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Þátttakendur í verkefninu í sumar. Frá vinstri: Jóhanna Katrín Friðriks-
dóttir, Aðalheiður Dóra Albertsdóttir,Valgerður Stella Kristjánsdóttir, Eva
Huld Ívarsdóttir, Heba Margrét Harðardóttir og Harley Jonasson, stjórn-
armaður í Snorrasjóðnum og fyrrverandi forseti Íslendingadagsnefndar.
Snorraverkefnið í Manitoba í Kanada, Snorri West, miðar að því að
kynna íslenskum ungmennum Nýja Ísland og íbúa þess. Steinþór
Guðbjartsson settist niður með þátttakendum í Gimli, en
verkefnið vestra hófst sumarið 2001 og fór nú fram í þriðja sinn.
steg@mbl.is
FYRSTU þátttakendurnir í verkefninu Snorri-plús eru
nú staddir hérlendis, en um er að ræða tveggja vikna
verkefni sem er byggt upp á svipaðan hátt og Snorra-
verkefnið hérlendis og í Manitoba. Þetta samstarfs-
verkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Norræna fé-
lagsins er hugsað fyrir 30 ára gamalt fólk og eldra af
íslenskum ættum í Bandaríkjunum og Kanada. Ásta Sól
Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri, segir að þátttakend-
urnir séu eða hafi nýlega verið virkir í atvinnulífinu og
hafi meðal annars áhuga á að kynna sér tækifæri sem
felast í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Átta manns
eru í hópnum og fyrstu vikuna hafa þeir hlýtt á fjölda
fyrirlestra á ýmsum sviðum og heimsótt fyrirtæki og
stofnanir í Reykjavík og nágrenni. Hópurinn er nú í
Vesturfarasetrinu á Hofsósi og sækir Akureyri heim
áður en haldið verður aftur suður í næstu viku.
Morgunblaðið/Ásdís
Þátttakendur í Snorra-plús verkefninu heimsóttu forsætisráðuneytið í vikunni og tók Ólafur Davíðsson ráðuneyt-
isstjóri á móti fólkinu, greindi frá ýmsu í sambandi við embættið og fleira og svaraði spurningum. Frá vinstri:
Steingrimur Jonasson, Arlan Steinolfson, Ásta Sól Kristjánsdóttir, Runa Bjarnason, Fred Bjarnason, Elva Jonas-
son, Eirikur Johannson, Willow Helgason, Jaqueline Walker og Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri.
Eldri Snorrar á ferð