Morgunblaðið - 20.09.2003, Side 33
vígir upptöku evrunnar og konur á
dri sömuleiðis.
ngsmenn Evrópusamrunans remb-
ð útskýra að nei hafi í raun alls
nei, heldur kannski eða seinna.
nnar hér á landi eru þar engin
kning.
plýstum sænskum kjósendum er
ar vel ljóst að já er endanlegt og
æft að óbreyttum Rómarsáttmála
gerir ráð fyrir því að ríki geti yf-
úbbinn.
yndir um úrsagnarákvæði hafa
pi í stjórnarskrárvinnunni sem nú
yfir en það er önnur saga. Kjós-
r einnig ljóst að ákvörðun um að
tan myntbandalagsins nú þarf ekki
að svo verði um aldur og ævi. Þess-
ður gefa hins vegar ekkert tilefni
engja eða túlka það í hálfgerða
u sína að Svíar hafi hafnað upp-
unnar. Minnumst þess einnig að
ur við aðild að Evrópusambandinu
hefur lengi verið af skornum
í Svíþjóð. Það er og kaldhæðn-
skoðanakannanir hafa nær sam-
meirihlutaandstöðu við aðild bæði
m áður en Svíar gengu í Evrópu-
ið og lengst af eftir það einnig.
Helsta undantekningin er tíminn í kringum
sjálfa aðildarkosninguna 1994. Þá kusu Sví-
ar m.a. undir áhrifum þess að nágrannar
þeirra Finnar höfðu þegar samþykkt aðild
og flestir bjuggust við að Norðmenn
myndu einnig gera það stæðu þeir frammi
fyrir bæði finnskri og sænskri aðild. Þann-
ig átti hringekja skandinavísku Evr-
ópukratanna að virka með því að kjósa
fyrst í því landi þar sem fyrir lá að almenn-
ingsálitið var jákvæðast í garð aðildar og
svo koll af kolli. Almenningur í Noregi,
Danmörku og nú í Svíþjóð hefur í kosn-
ingum valið sínar eigin leiðir þótt ýmsum
gangi erfiðlega að kyngja því. Mergurinn
málsins er sá að meðal Svía eru uppi miklar
efasemdir um ágæti Evrópusamrunans
sem slíks, eins og hann er knúinn áfram af
ráðandi öflum.
Áhrifin annars staðar
Úrslit kosninganna í Svíþjóð hafa aug-
ljóslega þau áhrif að nokkuð sljákkar í
samrunasinnum í Danmörku að reyna aftur
við evruna. Slíkar kosningar hafa legið í
loftinu í anda þeirrar sérkennilegu hefðar
sem mótast hefur í kosningum um Evrópu-
sambandsmál, þá sjaldan að almenningur
fær að láta álit sitt í ljós, að já þýði end-
anlega já, en nei þýði að það verði bara að
kjósa aftur. Í Bretlandi er kosning um evr-
una nánast út úr myndinni þegar saman
leggjast áhrifin af sænska neiinu og erf-
iðleikum Blairs vegna blekkinganna í Írak.
Enn síður gerist það sem aðildarsinnar hér
og í Noregi höfðu vonast eftir að keðju-
verkandi áhrif þess að fyrst Svíar, þá Danir
og loks Bretar tækju upp evru myndu auka
svo þrýsting á málin í Noregi og á Íslandi
að aðildarundirbúningur hæfist.
Í Noregi og á Íslandi munu nú vötnin
róast en athyglin ekki síst verða á Dönum
því þar fær þó almenningur a.m.k. að kjósa
um nýju stjórnarskrána. Einnig verður
spennandi að sjá hvort danskir aðild-
arsinnar, eins og venjulega með Anders
Fogh Rasmussen í fararbroddi, leggja jafn-
framt til atlögu við hinar frægu und-
anþágur og jafnvel evruna, allt í sömu
kosningunum. Og spurningin er hvort
danskur almenningur á enn eftir að koma á
óvart og velja sínar eigin leiðir við litla
hrifningu samrunaarkitektanna eins og
kunnugt er.
ferðar
Höfundur er alþingismaður, formaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs
og fulltrúi í utanríkismálanefnd.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 33
S
LÁTURTÍÐ stendur
sem hæst og hin ár-
lega umræða um
slæma stöðu sauð-
fjárbænda er áberandi
í fjölmiðlum. Sala dilkakjöts hefur
dregist hratt saman á und-
anförnum árum. Árið 1985 var
sala kindakjöts, mæld í kg á hvern
íbúa, rúmlega 40 kg á ári. Nú
tæplega tveimur áratugum síðar
er hún helmingi minni. Ætla má
að á bilinu 400 til 500 þúsund fjár
verði slátrað í haust og að kjötið
af þeim vegi rúmlega sex þúsund
tonn. Það segir sig sjálft að sam-
dráttur í sölu dilkakjöts hefur
haft mikil áhrif til hins verra á af-
komu sauðfjárbænda. Fáar, ef
nokkrar, stéttir á Íslandi búa við
jafnlök kjör og sauðfjárbændur
og fjölskyldur þeirra. Á síðasta
ári námu meðaltekjur þeirra á
mánuði 60–70 þúsundum króna.
Þau laun eru ekki mönnum sæm-
andi.
En hvað er til ráða? Landbún-
aðarráðherra og forystumenn
bænda hafa ítrekað bent á aukinn
útflutning dilkakjöts sem svarið
við vanda sauðfjárræktarinnar.
Ég er þeirrar skoðunar að það
leysi engan vanda hvorki í bráð né
lengd að einblína á útflutning
kindakjöts sem bjargráð ís-
lenskra sauðfjárbænda. Íslensk
kjötframleiðsla er tæplega sam-
keppnishæf á heimsmarkaði.
Lambakjötið selur sig ekki sjálft
og ekkert bendir til þess að kostn-
aðurinn við að vinna markaðs-
hlutdeild úti í hinum stóra heimi
geti skilað sér í smásöluverði í
New York eða Kaupmannahöfn.
Það er einfaldlega óraunhæft að
ætla að íslenskt lambakjöt geti
keppt við risana á heimsmarkaði,
t.d. Nýja-Sjáland og Argentínu.
Til þess er íslenska framleiðslan
bæði of lítil og of dýr.
Þetta þýðir ekki að ég sé þeirr-
ar skoðunar að leggja eigi niður
sauðfjárrækt á Íslandi. Alls ekki.
Framleiðsla kindakjöts þarf hins
vegar að minnka mikið og taka
mið af eftirspurn og þörfum ís-
lenskra neytenda. Þeir vilja og
munu vilja gott íslenskt lamba-
kjöt á sinn disk. En þeir gera
einnig kröfur um hæfilegt verð
sem er í samræmi við gæði kjöts-
ins. Hvíta kjötið er tiltölulega
ódýrt og því er samkeppnisstaða
dilkakjöts gagnvart kjúklinga- og
svínakjöti á innanlandsmarkaði
veik. Margt kemur til. Sviptingar
hafa verið í eignarhaldi fyrirtækja
í framleiðslu hvíts kjöts. Svo virð-
ist sem þessi fyrirtæki séu tilbúin
til þess að greiða með hverju kíló-
grammi út úr búð og selja, t.d.
kjúklinga, undir kostnaðarverði.
Þessi staða getur varla varað að
eilífu. Nema að framleiðendur
hvíta kjötsins eigi mjög digra
sjóði og hafi ótakmarkaðan að-
gang að lánsfé.
En er sanngjarnt að tala um
beina samkeppni á milli sauð-
fjárbænda og svo þeirra sem
stunda verksmiðjuframleiðslu á
svínum og kjúklingum? Þessir
framleiðendur standa þegar nán-
ar er að gáð á gjörólíkum grunni.
Íslenska kindin er vissulega ekki
villibráð en hún vex upp við kjör-
aðstæður þegar tekið er tillit til
umhverfis hennar og fæðu. Slát-
urtíminn er bundinn við haustið
en neytendur vilja gjarnan geta
keypt ferska afurð allt árið um
kring. Kjúklingar sem ala sinn
stutta aldur í verksmiðju flokkast
sem fjöldaframleidd matvæli.
Sums staðar í nágrannalöndum
okkar gera neytendur grein-
armun á því hvort keyptur er
„frjáls og hlaupandi“ kjúklingur
eða sá sem alinn er í búri. Og víða
eru neytendur tilbúnir til þess að
greiða hærra verð fyrir kjöt af
dýrum sem alin eru við aðstæður
sem þeim hugnast betur en verk-
smiðjuframleiðslan.
Í þessari ójöfnu stöðu liggur
hins vegar sóknarfæri fyrir ís-
lenska sauðfjárbændur. Með nán-
ari tengslum við markaðinn og
þarfir neytenda að leiðarljósi geta
sauðfjárbændur væntanlega náð
stærri markaðshlutdeild á kjöt-
markaði. Ég ætla ekki að halda
því fram að þjóðin snúi aftur til
fyrri matarvenja og fari að fúlsa
við svína- og kjúklingakjöti en ég
hygg að lambakjötið megi selja í
meira mæli en nú er gert og með
öðrum hætti. Þetta haustið eru
austfirskir bændur að gera
merkilega markaðstilraun í sölu á
lambakjöti. Neytendur geta
keypt beint af bóndanum af
netinu og kjötið er að auki
upprunamerkt. Þessir
menn eru á réttri leið.
Það er hins vegar ekki sú
stefna stjórnvalda að jafn-
vægi skuli náð á markaði
dilkakjöts með útflutningi.
Útflutningsskyldan er að
verða myllusteinn um háls
sauðfjárbænda sem í haust
þurfa að flytja út 36% fram-
leiðslunnar og fá fyrir hana
lágt verð. Afleiðing útflutn-
ingsskyldunnar er m.a.
óheppileg þróun í uppbygg-
ingu sláturhúsa hér á landi.
Með hinni miklu áherslu á út-
flutning er það orðið kappsmál
sláturhúsanna að fá vottun og við-
urkenningu frá Evrópusamband-
inu og Bandaríkjunum. Til þess
hafa menn ráðist í kostn-
aðarsamar breytingar við upp-
setningu fláningslína samkvæmt
erlendum stöðlum. Þetta hefur
leitt til fækkunar sláturhúsa, sem
aftur leiðir af sér að rollum er
stundum ekið um hálft landið til
slátrunar. Er eitthvert hagræði í
því? Varla þurfa öll sláturhús á Ís-
landi að hafa útflutningsleyfi?
Væri ekki nær að sum þeirra ein-
beittu sér algjörlega að mark-
aðnum innanlands og fjölbreyti-
legum kröfum íslenskra
neytenda?
Íslendingum virðist ein-
staklega lagið að koma sér upp
flóknum og illskiljanlegum op-
inberum kerfum. Þetta á bæði við
í sjávarútvegi og landbúnaði. En
það er með landbúnaðarkerfið
eins og önnur mannanna verk að
því má breyta til betri vegar.
Markmið sauðfjárframleiðenda
hlýtur að vera að „væn flís af feit-
um sauð“ rati á disk allra lands-
manna að lokinni sláturtíð, enda
skiptir heimamarkaðurinn ís-
lenska sauðfjárbændur mestu.
Útflutningur dilkakjöts hefur
hins vegar reynst vonarpeningur
sem litlu skilar í vasa bænda
sjálfra.
Væna flís
af feitum
sauð…
Eftir Þórunni
Sveinbjarnardóttur
Höfundur situr í landbúnaðarnefnd
Alþingis.
’ Ég er þeirrar skoð-unar að það leysi engan
vanda hvorki í bráð né
lengd að einblína á út-
flutning kindakjöts sem
bjargráð íslenskra sauð-
fjárbænda. Íslensk kjöt-
framleiðsla er tæplega
samkeppnishæf á
heimsmarkaði. ‘
Í
DAG eru um 1.100 einstaklingar og
fjölskyldur á biðlista eftir fé-
lagslegu íbúðarhúsnæði í Reykja-
vík. Því má gera ráð fyrir að tæp-
lega 3.000 manns séu í brýnni þörf
eiguhúsnæði. Auk þess er sá hópur
em ekki hefur sótt um félagslegt
húsnæði en leitar fyrir sér á almenn-
úsnæðismarkaði. Ein helsta ástæða
að fjölgað hefur verulega á biðlistum
élagslegu leiguhúsnæði er að mínu
ú að húsaleiga á almenum húsnæð-
kaði hefur hækkað gríðarlega á und-
num árum. Nauðsynlegt er að greina
tana nákvæmlega og aðstoða þá sem
nlega gætu nýtt sér önnur úrræði.
si þróun hefur meðal annars átt sér
egna mikillar hækkunar lóðargjalda í
haldi af ákvörðun um uppboð lóða.
hefur leitt til þess að bygging-
tnaður, söluverð íbúða, fasteignamat
teignagjöld, hafa hækkað um tugi
nta á skömmum tíma.
bótarlán, sem sveitarfélögin veita
uðveldað mörgum fjölskyldum og
klingum að eignast þak yfir höfðið.
rsbyrjun 1999 hafa samtals verið
um 8.700 viðbótarlán og þarf af hefur
avíkurborg samþykkt tæplega 4.000.
arfélögin hafa gengið lengra en reglu-
gerð um viðbótarlán segir til um, en þar er
miðað við að þeir sem búa við félagslega
erfiðleika eigi rétt á úthlutun slíkra lána.
Verklagsregla flestra ef ekki allra sveitar-
félaga hefur verið sú að samþykkja lán til
þeirra sem uppfylla greiðslumat og eru
undir ákveðnu launa- og eignaviðmiði án
tillits til félagslegra erfiðleika.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að húsnæð-
islán verði hækkuð í 90% á kjörtímabilinu.
Ég er þeirrar skoðunar að þegar fyrsti
áfangi hækkunar húsnæðislána kemur til
framkvæmda verði viðbótarlánin felld nið-
ur, enda yrði húsnæðislánið jafnhátt eða
hærra en húsnæðislán auk viðbótarláns
getur orðið í dag.
Gera þarf eftirsóknarvert fyrir ein-
staklinga og byggingafyrirtæki að byggja
og leigja út félagslegar leiguíbúðir og
leiguíbúðir á hinum almenna húsnæð-
ismarkaði. Mætti hugsa sér að ríki og
sveitarfélög gerðu skattalegt umhverfi fyr-
ir slíka starfsemi hagstæðara en nú er og
að sveitarfélögin gerðu samninga um leigu
á hluta þess húsnæðis fyrir skjólstæðinga
sína.
Tímabært er að borgaryfirvöld taki sér
tak og skoði vel allar hugsanlegar leiðir til
úrbóta. Í því sambandi verður að auka
lóðaframboð fyrir minni íbúðir, meðal ann-
ars einstaklingsíbúðir, á viðráðanlegu
verði, en þess var t.d. ekki gætt í skipulagi
Grafarholts. Ég tel mikilvægt að hrint
verði af stað átaki til að draga úr þeim hús-
næðisvanda sem til staðar er og að það
verði gert í góðri samvinnu borgarinnar,
ríkis, byggingaraðila, lífeyrissjóða og
verkalýðsfélaga, sem sett hafa fram
ákveðnar tillögur í þessum efnum.
Tryggja verður þeim er búa við óöryggi í
húsnæðismálum möguleika á viðunandi
húsnæðisaðstöðu, sem er undirstaða þess
að einstaklingar og fjölskyldur geti búið
við mannsæmandi aðstæður og nýtt sér
með eðlilegum hætti þau lífskjör sem sam-
félagið hefur upp á að bjóða.
Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna lýsa
sig reiðubúna til að taka þátt í átaki í þeim
tilgangi að stytta biðlista eftir félagslegu
húsnæði verulega og fjölga leiguíbúðum á
almenum húsnæðismarkaði. Þörfin er afar
brýn og húsnæðiserfiðleikar alltof margra
íbúa í Reykjavík eru óviðunandi. Reykja-
víkurborg og ríkisvaldið verða að hafa for-
ystu um að leita leiða til að koma húsnæðis-
málum þúsunda íbúa borgarinnar í
viðunandi horf.
Þörf nýrra úrræða í
húsnæðismálum
Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson
Höfundur er oddviti borgarstjórnarflokks
sjálfstæðismanna.
34$#
$ 7 9$3:(#;
0
(:
3-
-
<
/$
3$
=
>
:
/3
4:
$
$?
<
@
/0
(3
4
ABB
0
)
>
.)