Morgunblaðið - 20.09.2003, Page 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Júlíana Jónsdótt-ir fæddist í
Grímsey 22. septem-
ber 1917. Foreldrar
hennar voru Er-
menga Frímanns-
dóttir, f. 22. ágúst
1893 í Braut á Húsa-
vík, d. 9. des. 1928,
húsmóðir, og Jón
Sigurðsson, f. 27.
mars 1878 á Eiðum í
Grímsey, d. 23. mars
1960, útvegsbóndi.
Systkini hennar:
Óskírður, f. andvana
13. okt. 1913; Sigfríð-
ur Guðrún, f. 9. apríl 1915, d. 21.
mars 1995; Óskar, f. 17. apríl 1920,
d. 11. júní 1920; Ósk, f. 5. nóv. 1922,
búsett í Reykjavík; Þórunn Stein-
unn, f. 10. jan. 1925, búsett í
Reykjavík; Sigurveig Jónsdóttir,
hálfsystir, f. 25. apríl 1900, d. 31.
jan. 1989; og Víkingur Baldvins-
son, uppeldisbróðir, f. 2. mars
1914, d. í des. 1981.
Fyrri eiginmaður Júlíönu 7. maí
1939 var Jón Björnsson, f. 5. sept.
1913 í Björnshúsi í Ólafsfirði, sjó-
maður, drukknaði 22. mars 1942.
Barn þeirra er Rakel Sigríður, f.
17. júní 1941, píanókennari í
Reykjavík, maki Indriði Haukur
Anna Pála, f. 17. maí 1975,
spænskukennari og leiðsögumað-
ur, Reykjavík, samb. Böðvar Tóm-
asson, f. 7. júní 1972, verkfræðing-
ur. B) Eva Hrönn, f. 26. des. 1977,
enskufræðingur, Reykjavík, samb.
Ölvir Gíslason, f. 30. júlí 1976, þýð-
andi. Sonur þeirra: Emil, f. 18.
sept. 2001. C) Auður Birna, f. 26.
apríl 1981, nemi, Reykjavík, samb.
Dagur Bjarnason, f. 14. okt. 1979,
nemi. 3) Ermenga Stefanía, f. 11.
apríl 1951, kennari, maki Hákon
Erlendsson, f. 21. jan. 1950, rekstr-
arstjóri. Þeirra börn: A) Björn
Brimar, f. 23. okt. 1970, nemi, Ak-
ureyri, samb. Álfheiður Pálína
Magnúsdóttir, f. 14. júlí 1970. Börn
hennar: Fjölnir Þeyr, f. 13. apríl
1986, og Alexandra, f. 10. apríl
1990. B) Erlendur, f. 23. apríl 1972,
kerfisfræðingur, Kópavogi, samb.
Anna Lára Guðfinnsdóttir, f. 30.
okt. 1975, margmiðlunarfr. Dóttir
þeirra: Erla Guðfinna, f. 16. júní
2000. C) Rakel, f. 19. júlí 1978,
þjónustufulltrúi hjá MasterCard,
Reykjavík, samb. Víkingur Þórir
Víkingsson, f. 12. des. 1977, verk-
stjóri. Dóttir þeirra: Sólbrún Erna,
f. 24. des. 1999. 4) Hörður, f. 12. júlí
1956, læknir, Kópavogi, maki Guð-
rún Gunnarsdóttir, f. 26. júní 1958,
læknir. Börn þeirra: A) Steinunn
Ylfa, f. 29. júlí 1987. B) Hafrún
Sjöfn, f. 2. jan. 1990. C) Björn
Hjörvar, f. 23. feb. 1992.
Útför Júlíönu verður gerð frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Þorláksson, f. 28. sept.
1940, ríkisskattstjóri.
Þeirra börn: A) Júl-
íana Rún, f. 14. jan.
1965, stærðfræðikenn-
ari og MA í tónlist.
Hennar barn: Neval
Rakel Kamilsdóttir, f.
22. ágúst 1991. B)
Indriði Haukur, f. 27.
júlí 1970, doktor í
stjórnmálafræði. C)
Úlfhildur Ösp, f. 20.
nóv. 1974, B.ed. í
kennslufræðum.
Seinni eiginmaður
Júlíönu 18. ágúst 1944
var Björn Stefánsson, f. 9. nóv.
1914 í Vík í Héðinsfirði, d. 30. mars
1986, skólastjóri, Ólafsfirði. Börn
þeirra: 1) Jón Þór, f. 17. febr. 1945,
verkfræðingur, Álftanesi, maki
Hanna Brynja Axelsdóttir, f. 11.
júlí 1949, ljósmóðir. Þeirra börn:
A) Júlíana, f. 27. apríl 1979, nemi,
samb. Engilbert Hafsteinsson, f.
12. maí 1976, markaðs- og sölu-
maður. Sonur þeirra: Brynjar
Sanne, f. 29. mars 2002. B) Jón Ax-
el, f. 12. ágúst 1983, nemi. 2) Stef-
án, f. 12. febr. 1949, læknir,
Reykjavík, maki Pálína Guðlaug
Steinarsdóttir, f. 19. des. 1949,
leikskólakennari. Þeirra börn: A)
Elsku amma Illa okkar er dáin.
Það er sárt að kveðja ástvin.
Amma var búin að vera veik síðast-
liðið ár og dvalist á Hornbrekku,
heimili aldraðra, á Ólafsfirði þar
sem yndislegt fólk hefur annast
hana.
Við litla fjölskyldan hittum ömmu
síðast núna í júnílok er við heim-
sóttum hana á Hornbrekku. Þrátt
fyrir að geta ekki mikið tjáð sig
skein gleði úr augum hennar þegar
hún sá að við vorum komin. Litla
Erla Guðfinna fékk hana til að
brosa breitt og amma fór að tralla
fyrir hana og klappa saman lófum á
meðan Erla dillaði sér.
Ég hitti ömmu Illu fyrst árið 1996
þegar Elli fór með mig inn á Ólafs-
fjörð til að hitta ömmu sína. Ég
fann fyrir spenningi í honum þegar
við keyrðum inn í bæinn - kominn
til ömmu!! Yndislegu æskuminning-
arnar rifjuðust upp fyrir honum
þegarhann sýndi mér hina ýmsu
staði sem þeir bræður höfðu leikið
sér á þegar þeir voru litlir pollar í
heimsókn hjá ömmu sinni.
Það var gott að koma heim til
ömmu Illu. Ekta ömmuheimili, hlý-
legt og notalegt. Amma Illa tók
fram gamlar myndir og fór að sýna
mér, mér til mikillar skemmtunar.
Amma var mjög dugleg að koma í
bæinn um jól og aðra viðburði og
alltaf var gaman að hafa hana hjá
okkur, en síðustu ár fór ferðalögum
hennar fækkandi og var hennar þá
ávallt sárt saknað.
Elsku amma og langamma Illa.
Það var yndislegt að kynnast þér og
okkur þykir mjög vænt um að hún
Erla Guðfinna fékk að kynnast
langömmu sinni. Minning okkar lif-
ir að eilífu.
Við kveðjum þig með söknuði.
Guð blessi þig.
Anna Lára, Erlendur
og Erla Guðfinna.
Það fyrsta sem kemur upp í huga
okkar þegar við hugsum um hana
Illu ömmu er hvað hún var alltaf já-
kvæð. Það var sama hvaða fárán-
legu múnderingum við klæddumst
á unglingsárunum, alltaf hrósaði
amma klæðaburðinum með bros á
vör, og aldrei sagði hún slæmt orð
um nokkurn mann. Það var alltaf
notalegt að gista hjá henni á Aðal-
götunni, lesa gamlar bækur fram á
rauða nótt og vakna svo við hádeg-
isbil við ilminn af nýbökuðu pönnu-
brauði eða öðru góðgæti. Þegar við
vorum yngri jafnaðist líka fátt á við
sögurnar hennar ömmu um „Litlu
Ló“ og „Smjörbita og Gullintanna“,
og ekki voru sögurnar af prakkara-
strikum pabba og systkina hans
síðri.
Við munum aldrei gleyma þér og
sögunum þínum, elsku amma.
Anna Pála, Eva Hrönn
og Auður Birna.
Elsku amma Illa. Mér þótti mjög
sárt að heyra af andláti þínu en líð-
ur betur að hugsa til þess að nú ertu
komin til afa.
Það fyrsta sem kemur upp í huga
mér eru pönnukökurnar þínar. Þeg-
ar ég kom í heimsókn til þín þá bak-
aðir þú alltaf pönnukökur handa
mér því þú vissir að þetta er uppá-
haldið mitt. Það var sama hvort
klukkan var níu að morgni eða að
kvöldi, þú varst alltaf til í að baka
fyrir mig.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja ömmu á Ólafsfirði. Þegar við
renndum í hlaðið á Aðalgötu 20 þá
stóðst þú brosandi við hliðið og
beiðst eftir að fá að faðma okkur og
kyssa. Það var alltaf fjör og nóg að
gera hjá þér. Gömul leikföng og
gamlar bækur fannst mér alltaf
gaman að skoða og leika mér með.
Einnig minnist ég þín alltaf hlæj-
andi eða brosandi. Jafnvel þegar ég
hitti þig fyrir stuttu og þú gast lítið
talað við mig. En þegar ég fór að
segja frá hvað Sólbrún, dóttir mín,
væri að bralla, þá hlóstu og brostir
að uppátækjum hennar.
Þótt við hittumst ekki eins oft og
ég hefði viljað þá þakka ég fyrir
þær góðu og skemmtilegu stundir
sem við áttum saman.
Ég kveð þig í bili.
Þín
Rakel.
Nú þegar sumarið er að kveðja
eftir milda og sólríka daga er haust-
ið farið að láta minna á sig með
fyrstu rigningum en þó hlýindum.
Það var einmitt á slíkum degi sem
okkur barst andlátsfregn Júlíönu
Jónsdóttur, til heimilis að Aðalgötu
20 á Ólafsfirði, en það kom okkur
ekki á óvart. Tæpt eitt og hálft ár er
síðan hún veiktist og hafði henni
hrakað jafnt og þétt frá þeim tíma.
Júlíana eða Illa eins og hún var
ætíð kölluð var fædd í Grímsey 22.
september 1917 og var því tæplega
86 ára þegar hún lést. Minningin
um Illu tengist óhjákvæmilega lífs-
förunauti hennar, móðurbróður
mínum, Birni Stefánssyni skóla-
stjóra en hann lést 30. mars 1986.
Björn og Illa gengu í hjónaband 18.
ágúst 1944, en Illa hafði áður verið
gift Jóni Björnssyni sjómanni, en
missti hann eftir stutta sambúð
Björn var fæddur í Vík í Héðins-
firði 9. nóvember 1914 og fluttist
með móður sinni og systkinum að
Vatnsenda í Ólafsfirði 1922. Ætt-
faðir Björns var Grímur Magnús-
son kallaður græðari sem þótti
einkar laginn við að lækna og hjálpa
sjúkum. Enda hefur það komið
fram á afkomendum hans, því að
tveir synir þeirra Björns og Illu eru
starfandi læknar í dag.
Mjög kært var með þeim hjónum
og þau mjög samstiga um uppeldi
barnanna í litlu þriggja herbergja
íbúðinni sem fáir skilja í dag hvern-
ig sjö manna fjölskylda komst þar
fyrir. Þegar þau Björn og Illa hófu
búskap saman var íbúðin aðeins eitt
herbergi og eldhús, annað var óinn-
réttað. En með eljusemi, vand-
virkni og snyrtimennsku tókst þeim
hjónum að búa sér gott heimili sem
leit ætíð út eins og nýtt væri öll árin
sem þau bjuggu þar og nú síðustu
17 árin sem Illa var ein. Að vísu
rýmkaðist aðeins um þau þegar þau
keyptu gamlan verkstæðisskúr sem
var áfastur við þvottahúsið á lóðinni
og innréttuðu hann sem svefnstað.
Margir hafa gist í Hofinu eins og
þau nefndu staðinn og leið þar vel.
Fyrir utan kennara- og skóla-
stjórastarfið hafði Björn mörg önn-
ur verk á hendi bæði í bæjarmálum
og félagsmálum. Hann var einnig
skólastjóri Iðnskólans og minn
fyrsta vetur í þeim skóla borðaði ég
hjá frænda mínum og Illu en þá
fóru allir heim til sín í hádegismat.
Mér fannst alltaf vera veisluborð
hjá Illu. Hún þurfti ekki alltaf að
hafa mikið á milli handanna til að
framreiða lystilega máltíð enda var
hún snillingur í allri matargerð.
Ævinlega þegar staðið var upp frá
borði þakkaði Björn konu sinni fyr-
ir matinn með kossi áður en hann
fór aftur í skólann. Þetta sýndi hvað
hann bar mikla virðingu fyrir henni
og kunni hún áreiðanlega að meta
það.
Illu leið alltaf best heima, enda
var heimilið hennar bæði smekk-
legt og snyrtilegt, en látlaust, þó að
ekki væri vítt til veggja og þar leið
manni undurvel í návist þeirra
hjóna og síðar hennar einnar. Hún
var vinsæl af samferðafólkinu
Ólafsfirði og þeir voru margir sem
lögðu leið sína til hennar jafnt ungir
sem aldnir. Hún var umburðarlynd
og átti auðvelt með að hlusta og
setja sig í spor annarra. Meðfædd
gestrisni hlýja og rólegt viðmót lað-
aði að henni fólk. Oft reikaði hug-
urinn á æskuslóðirnar í Grímsey og
það var gaman að heyra hana segja
frá æskuárum sínum þaðan og þeim
ólíku lífsskilyrðum sem fólk bjó við
þá.
Árið 1997 keyptum við hjónin efri
hæðina á Aðalgötu 20 í húsi Illu, þar
sem við höfum síðan dvalið meira
og minna í fríum. Hún var ánægð að
fá í húsið fólk úr fjölskyldunni.
Það var alltaf tilhlökkunarefni í
hvert skipti sem við komum norður
að vera návistum við hana. Það var
ekki til það sem hún vildi ekki gera
fyrir okkur. Við höfðum daglegan
samgang og iðulega bauð hún okk-
ur í mat og kaffi.
Þegar Björn og Illa giftust var
Rakel dóttir hennar frá fyrra
hjónabandi aðeins þriggja ára.
Björn gekk henni í föðurstað og var
alla tíð afar kært á milli þeirra. Síð-
ar fæddust þeim Jón Þór, Stefán,
Ermenga Stefanía og Hörður. Það
var hennar stolt hvað börnin henn-
ar öfluðu sér öll góðrar menntunar
og hafa reynst dugandi þjóðfélags-
þegnar. Þau eru öll búsett á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Þau sýndu
móður sinni einstaka ræktarsemi.
Alla daga heyrði hún frá einhverju
þeirra í síma og margar ferðirnar
komu þau norður að heimsækja
hana. Það var heldur ekki í kot vís-
að því að hún undirbjó alltaf komur
þeirra eins og von væri á stórhöfð-
ingjum og þá var veisla í bæ og
gleðin og hlátrasköllin gullu um allt
hús. Daginn sem hún veiktist um
páskana í fyrra, átti hún von á
Herði syni sínum og fjölskyldu að
sunnan og það var hennar síðasta
verk að undirbúa komu þeirra.
Við hjónin eigum henni margt að
þakka. Aldrei komum við svo til
Ólafsfjarðar að hún slægi ekki upp
stórveislu fyrir okkur. Sambýlisár-
in með henni í Aðalgötunni voru
mjög ánægjuleg þar sem hún um-
vafði okkur ástúð og velvilja. Með
þessum orðum viljum við kveðja
Illu og það er gott að geta ornað sér
við minningarnar um hana og
Björn.
Sveinbjörn Sigurðsson,
Véný Lúðvíksdóttir.
Í dag er borin til grafar hún Illa
frænka mín. Hún var fáum árum
yngri en mamma og var mjög kært
með þeim systrum.
Ég man eftir vikudvöl fyrir u.þ.b.
45 árum, að ég fór með foreldrum
mínum í heimsókn til Illu og Björns
í Ólafsfirði. Þetta var í janúar og
enginn Múlavegur, hvað þá göng.
Við ferðuðumst með flóabátnum
Drangi sem var aðalsamgöngutæk-
ið á þessum tíma. Þessa viku hríð-
aði allan tímann og það eina sem
gladdi mitt unga hjarta var hlát-
urinn í þeim systrum er þær voru
að vinna karlana sína í spilum. Ég
hét því þá að koma aldrei aftur til
Ólafsfjarðar, heldur skyldi Illa
frænka leggja það á sig að heim-
sækja okkur inn í Hrísey.
Þetta breyttist heldur betur, árið
1983 flutti ég ásamt fjölskyldu
minni til Ólafsfjarðar og bjuggum
við þar í fimm ár. Ég sagði alltaf að
Illa ætti í mér lífið fyrsta árið
þarna. Hún þreyttist aldrei á að
hvetja mig og hressa og segja að
það væri til líf utan Reykjavíkur.
Á hverjum morgni í þessi fimm ár
mætti ég með börnin mín í morg-
unkaffi til frænku. Alltaf tók hún á
móti okkur með bros á vör og kaffi
á könnunni. Hún átti ótakmarkaða
þolinmæði gagnvart ærslafullum
strákum enda með góða reynslu í
uppeldi, búin að ala upp fimm börn.
Það kom fyrir að sherryflaskan var
gripin þótt ekki væri komið hádegi
og fengið sér í staup.
Illa var einstök kona, glæsileg,
virðuleg og alltaf smart klædd. Hún
töfraði fram fallegar flíkur í sauma-
vélinni sinni og ef hún var t.d. að
baka þá gekk allt svo hratt og fum-
laust fyrir sig að maður vissi ekki
fyrr en gómsætt smábrauð lá á
diski fyrir framan mann.
Illa var vinamörg og er það henni
mikið að þakka að ég kynntist góðu
fólki í Ólafsfirði sem ennþá eru vin-
ir mínir. Eftir að við fluttum til Ak-
ureyrar kom frænka oft í heimsókn.
Sonum mínum þótti undurvænt um
hana og kom hún að mörgu leyti í
ömmu stað. Þeir senda kveðjur og
þakkir fyrir liðin ár.
Síðastliðin ár hefur Illa átt við
erfið veikindi að stríða. Nú er því
stríði lokið og hún er farin frá okk-
ur á annað tilverustig. Ég veit að
þar fær hún góðar móttökur. Börn-
um hennar og ættingjum öllum
votta ég mína dýpstu samúð. Þrátt
fyrir sorg og söknuð eigum við öll
dýrmætar minningar um elskulega
konu.
„Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins svo að
hann geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs síns.“
(Kahlil Gibran)
Ég og fjölskylda mín þökkum Illu
frænku fyrir allt sem hún var okk-
ur. Megi góður Guð geyma hana.
Pálína Björnsdóttir.
Nú haustar að, blöðin fölna á
trjánum, fjallatoppar hvítna og það
sem í vor og sumar bar gróandan-
um vitni lætur nú undan síga.
Hringrás lífsins birtist í óteljandi
myndum, náttúran býr sig undir
hvíld vetrarins en af reynslunni vit-
um við að það vorar á ný. Líf hvers
manns á einnig sitt upphaf og sín
endalok í jarðneskri vist.
Dæm svo mildan dauða,
drottinn, þínu barni, –
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjarni, –
Þessar ljóðlínur séra Matthíasar
komu mér í hug þegar ég frétti um
andlát Illu eins og Júlíana Jóns-
dóttir var jafnan kölluð af vinum og
ættingjum. Þessi dugmikla og eft-
irminnilega kona var móðursystir
konu minnar og mikill fjölskyldu-
vinur.
Okkar fyrstu kynni munu hafa
verið í matarboði hjá mágkonu
minni um það bil sem ég var að
tengjast fjölskylduböndum við
þetta sómafólk. Eiðasystur voru
þær stundum kallaðar, Sigfríður
tengdamóðir mín sem lést í mars
1995, Illa, og eftirlifandi systur
þeirra þær Ósk og Þórunn, (Óda og
Tóta), kenndar við æskuheimili sitt
sem var Eiðar í Grímsey.
JÚLÍANA
JÓNSDÓTTIR
Elsku amma mín.
Takk fyrir allar sam-
verustundirnar sem við áttum sam-
an. Ég á svo margar minningar um
þig. Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn þegar ég var lítil því það
var alltaf hægt að gera svo margt hjá
þér. Til dæmis áttir þú dúkku sem
mér fannst rosalega gaman að leika
mér með en ég fékk það ekki alltaf
því hún var alltaf svo „veik“ en þegar
SOFFÍA
GÍSLADÓTTIR
✝ Soffía Gísladóttirfæddist í Görðum
í Vestmannaeyjum
31. desember 1915.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Ljós-
heimum á Selfossi
14. september síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Stórólfshvolskirkju
19. september.
ég fékk að leika mér
með hana var ég rosa-
lega ánægð. Einnig
fannst mér skemmti-
legt að fara í fötin sem
þú áttir og vera eins og
„prinsessa“ að mér
fannst. Þú varst líka
svo góð við allt og alla
og reiddist aldrei við
neinn. Þér fannst það
alveg óþarfi að vera að
skamma.
Elsku amma, takk
fyrir allt.
Margt er það, og margt er það,
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina,
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stef.)
Hvíldu í friði,
Þín sonardóttir,
Dögg.