Morgunblaðið - 20.09.2003, Page 64

Morgunblaðið - 20.09.2003, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 HANDKNATTLEIKSVERTÍÐIN hjá kvenna- liðum hófst í gær er heil umferð fór fram. Ís- landsmeistaralið ÍBV hóf titilvörnina með sigri gegn Fylki/ÍR en mesta spennan var í Garðabænum þar sem grannaliðin Stjarnan og FH áttust við. FH hafði betur, 23:21. Þórdís Brynjólfsdóttir úr liði FH á hér í höggi við Rakel Dögg Bragadóttur og Jónu Margréti Ragnarsdóttur úr Stjörnunni. FH-sigur/55 Morgunblaðið/Kristinn Fimleikafélagið hafði betur í grannaslagnum SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hyggst halda merki villts þorsks á lofti með sérmerktum umbúðum til að greina hann frá eldisþorski, en fyrirsjáanlegt er að framleiðsla á eldisþorski vaxi gríðarlega á komandi árum. Þetta kom fram í máli Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, á markaðsfundi félagsins sem fram fór í gær. Gunnar sagði að íslenskur sjávarútvegur hefði oft þurft að laga sig að breyttum aðstæðum og umhverfi á mörkuðum fyrir sjávarútveg. Nú veltu menn því til dæmis fyrir sér hvar þorskiðn- aður Íslendinga stæði eftir 10 ár, þegar framboð af eldisþorski gæti numið hundruð þúsunda tonna. Hann sagði að ekki mætti fara fyrir villta þorskinum eins og villta laxinum þegar fram- leiðsla á eldislaxi jókst hröðum skrefum. Fram- leiðendur og seljendur á villtum laxi hafi gleymt sér algjörlega; laxinn misst öll séreinkenni sín og hann tapað stöðu sinni á markaði. „Fer fyrir þorskinum eins og laxinum, að öllu verður hrært saman og að eldisþorskur jafnvel settur skörinni hærra en sá villti? Er unnt að vinna á móti þeirri þróun? Til hvaða ráða á að grípa? Markaðssetja þorsk sem merkjavöru Í mínum huga er aðalvörnin fólgin í því að markaðssetja þorskinn sem merkjavöru. Þegar ég tala um merkjavöru á ég ekki við bara eitt- hvert nafn sem stendur á umbúðum, heldur merki sem hefur náð ákveðinni stöðu á markaði hvað hlutdeild varðar, merki sem hefur ákveðna ímynd í huga notenda og selst á hærra verði.“ Gunnar sagði SH samstæðuna ætla að reyna að gera það sem hægt er til að halda merki villts þorsks á lofti. Liður í því sé að efla stöðu merkja- vörunnar á öðrum þorskmörkuðum eins og í Bret- landi, á Spáni og í Frakklandi. „Annað sem við ætl- um einnig að gera er að fara að sérgreina villta þorskinn frá eldisþorski. Við ætlum að tala um villtan þorsk, ekki bara þorsk. Þetta gerum við með merkingum á umbúðum, með auglýsingum og dreifingu upplýsinga um eiginleika fisksins, um umhverfið sem hann er veiddur í, um umgengni um auðlindina og þar fram eftir götunum.“ Villtur þorskur greind- ur frá eldisþorski SH vill halda merkjum villts þorsks á lofti „TÖLVUR verða æ ríkari þáttur í daglegu lífi fólks, jafnt ungra barna sem hinna full- orðnu og þau börn sem ekki tileinka sér tölvutæknina gætu átt það á hættu að verða undir í lífsbaráttunni í framtíðinni,“ segir Anna Magnea Hreinsdóttir, M.Ed. í upp- eldis- og menntunarfræði og leikskóla- stjóri. Hún hefur gert rannsókn á tölvunotkun barna í leikskólum en samkvæmt niður- stöðunum er hæfileg blanda af tölvunotkun og hinum frjálsa leik þroskavænlegust. Hún bendir á að glögglega hafi komið fram munur á því hvað drengjum og stúlkum finnst skemmtilegast að gera í tölvunni. Stúlkunum finnst skemmtilegast að mála og fara í búðina að kaupa eitthvað að borða. Tölvunotkun leikskólabarna Strákar keppa en stelpur versla  Daglegt líf/5/6 Á TÍU ára afmælinu sínu fékk Eyjólfur Jónsson uppstoppaðan himbrima frá for- eldrum sínum og stara frá frændfólki sínu. Núna, fjórum árum síðar, á Eyjólfur 25 uppstoppaða fugla og nokkra í frysti- kistunni, sem bíða þess að verða stoppaðir upp. „Þetta byrjaði allt þegar ég var átta ára og fór með foreldrum mínum á Nátt- úrugripasafnið. Ég sagði að svona fugla vildi ég eiga,“ segir hann um upphafið að söfnunaráráttunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjólfur Jónsson með himbrimann og fleiri fugla sem hann hefur safnað. Safnar uppstopp- uðum fuglum EINI bærinn þar sem kýr eru enn handmjólkaðar á landinu heitir Ytri-Mælifellsá í Skagafirði en bóndinn þar er á besta aldri og þótt engar séu mjaltavélarnar er hann nettengdur. Kýrnar á bæn- um virðast kunna þessu fyr- irkomulagi einkar vel því árin 2001 og 2002 var bærinn með hæstu meðalnyt kúabúa í Skaga- firði þó búið sé líklega það minnsta. Nær sínum dýpstu hugsunum við mjaltirnar Á Ytri-Mælifellsá búa mæðg- inin Jón Arnljótsson og Margrét Ingvarsdóttir. Þar eru sex mjólk- andi kýr og 160-170 fjár. Þau mæðginin ganga yfirleitt saman til handmjalta kvölds og morgna þegar bæði eru heima. „Þegar eru svona fáar kýr skiptir það í raun ekki svo miklu máli. Það er ekki það mikill tími sem fer í mjaltirnar. Þegar við erum tvö að mjólka fer svona einn til einn og hálfur klukkutími í mjaltirnar og þó svo maður sé einn fer ekki það mikill tími í þetta að það drepi mann. Þetta er afslappandi og það má kannski segja að maður nái sínum dýpstu hugsunum á meðan,“ segir Jón Arnljótsson, bóndi á Ytri- Mælifellsá. En hefur aldrei hvarflað að þeim að nota tæknina? „Það er svo sem margt sem manni dettur í hug en það hefur aldrei komist á neitt fram- kvæmdastig. Þetta er ákaflega lítill rekstur hjá okkur miðað við stærð fjósa núna og okkur finnst vart svara kostnaði að fjárfesta í mjaltavélum.“ Jón segir að fjósið sé að vísu komið nokkuð til ára sinna, það sé byggt 1966, en ekki standi þó til að reisa nýtt. „Ætli við sjáum ekki til hvort þetta sleppur ekki á meðan við nennum þessu.“ Jón sinnir búskapnum ein- göngu en Margrét móðir hans sinnir handverki og framleiðir vörur aðallega úr hrosshári. Hún byrjaði í hnakkgjörðum en fram- leiðir nú meira af smærri hlutum sem seldir eru ferðamönnum í Varmahlíð. Jón segir þau komast bærilega af enda séu fjárfesting- arnar ekki miklar og vaxta- greiðslur sligi þau því ekki. „Nei, ég hef í raun aldrei farið að heiman. Það mætti kannski segja að mig hafi dagað uppi hérna en okkur líkar vel að búa hér, við værum ekki að þessu annars.“ Nettengdur en hand- mjólkar kvölds og morgna Morgunblaðið/Björn Björnsson Mæðginin á Ytri-Mælifellsá, Jón Arnljótsson og Margrét Ingvarsdóttir, við mjaltir í fjósinu í gærkvöldi. Þar eru sex kýr handmjólkaðar. Með hæstu með- alnyt kúabúa í Skagafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.