Morgunblaðið - 15.10.2003, Side 17

Morgunblaðið - 15.10.2003, Side 17
4. flokki 1992 – 40. útdráttur 4. flokki 1994 – 33. útdráttur 2. flokki 1995 – 31. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 2003. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Ilmandi ítalskt | Þeim, sem vilja vera dá- lítið flottir á því og bjóða upp á ilmandi ítölsk brauð með matnum heima hjá sér, býðst að sækja námskeið þar sem réttu handtökin við brauðbaksturinn verða kennd. Námskeiðið verður haldið í eldhúsi Verkmenntaskólans á Akureyri á mánu- dagskvöld, 20. október og stendur frá kl. 18 til 22. Friðrik V. Karlsson matreiðslumaður leiðbeinir, en hann kynnti sér brauðbakst- urinn á Ítalíu. Bæði er um sýnikennslu að ræða og eins fá þátttakendur að spreyta sig sjálfir. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN John getur heitið Jón | Manna- nafnanefnd hefur nýlega samþykkt að verða við nokkrum beiðnum útlendinga er flust hafa til landsins og aðlaga erlend nöfn þeirra að íslenskri tungu. Meðal nafnanna er að John getur nefnt sig Jón, gríska nafnið Ilias verður Elías og Anzhela verður Angela. Önnur kvenmannsnöfn, samkvæmt þess- ari samþykkt nefndarinnar, eru Antónia sem verður Antonía og Marie Aurelia verður María Árelía. Af frekari aðlögun karlmannsnafna er það að segja að grískur maður að nafni Alexand- er Ionas getur kallað sig Alexander Jónas, Frode breytist í Fróði, Jacobo verður Jakob, færeyska nafnið Joen verður Jóhann, Knud verður Knútur, Krisstyn verður Kristín, fil- ippeyska nafnið Miguel verður Michael, Rune frá Svíþjóð verður Rúnar og Stefan verður Stefán. Kjósa frekar íslenskt nafn En af hverju er þessi samþykkt tilkomin? Því svarar Andri Árnason, formaður manna- nafnanefndar og hæstaréttarlögmaður. Hann segir að samkvæmt mannanafnalög- um er útlendingum sem koma til Íslands heimilt að halda fullum nöfnum sínum óbreyttum. Jafnframt geta þeir, ef þeir kjósa, tekið upp íslenskt nafn. Að sögn Andra er útlendingum einnig heimilt að óska eftir því við mannanafna- nefnd að aðlaga erlent nafn íslensku nafni, með hliðsjón af 8. gr. og 11. gr. manna- nafnalaga. „Mannanafnanefnd hefur margoft tekið til afgreiðslu beiðnir manna með erlend nöfn um tiltekna aðlögun erlendra nafna að ís- lenskum. Tillögur að aðlögun koma þannig frá viðkomandi aðilum sjálfum,“ segir Andri. Fiskvinnsla liggurniðri hjá Útgerð-arfélaginu Felli ehf. í Bolungarvík og hefur starfsfólki verið sagt upp störfum, að því er fram kom á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði í gær. Björgvin Bjarnason, framkvæmdastjóri fé- lagsins, segir þar ekki liggja fyrir hvenær vinnslan komist í gang á ný. „Það er stopp í bili eins og gengur hjá okkur þessum litlu köllum. Hrá- efnisverðið er hátt og af- urðaverðið lágt. Þetta fer allt saman núna“, segir Björgvin. Unnin hafa verið lausfryst saltfisk- flök hjá fyrirtækinu og hefur það aflað hráefnis af fiskmörkuðum og keypt beint af bátum. Í sumar voru að jafnaði 8– 10 manns starfandi hjá fyrirtækinu. Vinnsla liggur niðri hjá Felli Unnið er hörðum höndum í Kárahnjúkavirkjun ogsmám saman lýkur ýmsum áföngum á þessumfyrstu mánuðum verksins. Má sem dæmi nefna að nú er að mestu lokið við að skafa jarðveg ofan af klöppum í hlíð Fremri-Kárahnjúks, þar sem meginstífla virkjunarinnar á að leggjast að hnjúknum. Gerð tvennra hjáveituganga fyrir Jöklu er nánast lokið og verður ánni fljótlega veitt þar í gegn svo unnt sé að undirbúa stíflu- stæðið fyrir uppsteypu. Þá er lokið vegagerð upp úr Fljótsdal inn að Kárahnjúkasvæðinu og var lagt bundið slitlag á veginn. Aðbúnaðarmál virðast öll vera að færast í betra horf og fylgjast íslenskir eftirlitsaðilar náið með framvindu umbóta í þeim efnum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kárahnjúkabúkolla Samvinnuverslun erform sem geturkomið íbúunum öllum til góða,“ segir í ályktun frá aðalfundi kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi. Félagsmenn hvetja til umræðu um gildi sam- vinnurekstrar og fé- lagslegra lausna í at- vinnu- og hags- munamálum byggðar- laga. „Víða í nágranna- löndum okkar er samvinnurekstur mik- ilvæg kjölfesta, til dæm- is í verslun og hefur orðið aukning á. Það er því síður en svo sjálf- gefið að þróunin þurfi að verða sú hér á landi að samvinnurekstur leggist meira og minna af.“ Samvinna Einar Kolbeinssonheyrði frétt umsamþykkt VG sem greint er frá hér að ofan og varð þá að orði: Sumir kasta tærri trú, traustið setja á Bauginn, en vinstri-grænir vilja nú, vekja upp sambandsdrauginn. Draugur Mývatnssveit | Ellert Hauks- son, starfsmaður Kísiliðjunnar, er hér að svíða gæsir við gas- loga. Þannig gerir hann þær að góðgæti á veisluborði. Hann segist ekki skjóta fugl sjálfur en seldi vinnufélaga bátkænu um helgina í skiptum fyrir tíu gæsir og er harla glaður með þau býtti enda kænan gömul og lúin. Þeir þurftu heldur ekki að togast á um veiðikvóta því veið- ar úr Mývatni lúta eins konar byggðakvóta, þ.e.a.s. veiði- heimildir fylgja jörðum en hvorki útgerðum né skipum. Enda er ágæt sátt hér um veið- arnar. Gæsaveiði var með mesta móti í haust enda hefur verið meira um grágæs í allt sumar en menn hafa áður séð hér. Árni bóndi Halldórsson í Garði, sem er mikil gæsaskytta, segir mér að gæsin valdi bændum ómældu tjóni. Hann vill að þeir fái að verja ræktarlönd fyrir henni með skotveiði allt sum- arið. Reyndar kallar hann gæs- ina landbúnaðarplágu. Gæsin er hér mest skotin af heima- mönnum, en eitthvað var um það í haust að erlendir veiði- menn kæmu og færu í veiði- ferðir með leiðsögumanni. Nú eru gæsaflotarnir farnir héðan áleiðis til Bretlands til að gefa þarlendum veiðimönnum kost á góðgætinu. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Lét bátkænu fyrir 10 gæsir Góðgæti SIGLFIRÐINGAR undirbúa nú mikla há- tíð sem haldin verður árið 2004 til að minn- ast þess að nú eru liðin 100 ár síðan Íslend- ingar urðu síldveiðiþjóð og síldarútvegur- inn varð einn af meginstólpum nútímasamfélags á 20. öld. Þegar Siglu- fjörður var síld- arhöfuðstaður heimsins unnu þúsundir verka- manna og -kvenna við síldina og nokkurs konar gullgrafara- stemning var ríkjandi. Íbúa- fjöldinn var eins og í stórborg, alls staðar líf og fjör. Þessa stemningu er ætlunin að reyna að endurskapa með virkri þátttöku heima- manna og gesta, innlendra og erlendra. Stefnt er að því að efna til fjölbreyttrar menningarhátíðar sem standa mun sum- arlangt með tónleikum, myndlistar- og ljósmyndasýningum o.fl. Hápunktur hátíð- arinnar verður í júlí og eru landsmenn allir velkomnir að heimsækja Siglufjörð. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og vígð tvö ný safnhús, síldarverksmiðjusafn og bátahús. Undirbúningsnefnd vinnur að framkvæmd hátíðarinnar Siglufjarðarkaupstaður hefur ráðið Theodór Júlíusson leikara til að stjórna viðburðum. Undirbúningsnefnd skipuð af bæjarstjórn Siglufjarðar hefur starfað síð- an í apríl 2001 og mun hún vinna með Theodóri að framkvæmd hátíðarinnar. Nefndina skipa: Björn Valdimarsson, markaðsstjóri Þormóðs ramma – Sæbergs, Hálfdán Sveinsson framkvæmdastjóri, Ör- lygur Kristfinnsson, safnstjóri Síld- arminjasafnsins, og Ólafur Kárason, húsa- smíðameistari og formaður bæjarráðs. Siglfirð- ingar undirbúa stórhátíð 100 ár frá upphafi síldar- ævintýris Íslendinga Theodór Júlíusson   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.