Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 35
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 35
JÓLAKORT Svalnanna er kom-
ið út. Í ár myndskreytti Karl
Aspelund hönnuður kortin. Í ár
munu Svölurnar m.a. styrkja
Rjóðrið, hjúkrunarheimili í
Kópavogi fyrir langveik börn,
sem áætlað er að verði opnað
snemma á næsta ári. Aðal fjár-
öflun félagsins er sala jólakorta,
kortin eru fimm saman í pakka
og kosta 400 kr. Kortin er hægt
að fá bæði með og án texta.
Jólakortin eru til sölu hjá fé-
lagskonum og einnig er hægt að
panta þau í tölvupósti, svolu-
kort@graffiti.net. Auk þess fást
kortin hjá eftirtöldum fyr-
irtækjum: Í Kringlunni: Flug-
leiðir, Jón Indíafari og Villeroy
og Boch. Í Smáralind: Líf og list,
í Mjódd: Ulrich Falkner, Guðrún
tískuverslun Rauðarárstíg, Hjá
Hrafnhildi við Engjateig, Kello í
Hamraborg, Lífstykkjabúðin á
Laugavegi, MKM við Óðinstorg,
Soldis við Vitastíg og Tess við
Dunhaga.
Svölurnar gefa út jólakort
Stuðningshópur um krabbamein í
blöðruhálskirtli verður með rabb-
fund í húsi Krabbameinsfélagsins að
Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, mið-
vikudaginn 5. nóvember, kl. 17. Gest-
ur fundarins verður Þorkell Þorkels-
son ljósmyndari á Morgunblaðinu.
Þorkell ætlar að segja frá ferðum sín-
um til fjarlægra landa. Kaffi verður á
könnunni.
Málstofa Hagfræðistofnunar verð-
ur í dag, miðvikudaginn 5. nóvember,
kl. 16.15 í Aragötu 14. Þar munu Ron
Smith og Gylfi Zoëga flytja erindi er
nefnist „Global shocks and hysteresis
affecting unemployment“. Fyrirlest-
urinn fjallar um helstu orsakir lang-
tímasveiflna atvinnuleysis í ríkjum
OECD. Nánari upplýsingar má finna
á heimasíðu þeirra www.ioes.hi.is
Í DAG
Málstofa um skólagjöld Röskva,
samtök félagshyggjufólks innan há-
skólans, heldur málstofu um skóla-
gjöld, á morgun, fimmtudaginn 6.
nóvember kl. 12, í stofu 301 í Árna-
garði. Fulltrúar allra stjórnmála-
flokka munu taka þátt í málstofunni.
Fyrirlestur um ofbeldi gegn öldr-
uðum verður á morgun, fimmtudag-
inn 6. nóvember kl. 16, í Odda stofu
101. Bridget Penhale, dósent í fé-
lagsráðgjöf við Háskólann í Hull,
flytur opinberan fyrirlestur á vegum
félagsvísindadeildar Háskóla Ís-
lands um ofbeldi gegn öldruðum og
fjallar um skilgreiningar á ofbeldi.
Kynningardagur í Mennta-
skólanum á Laugarvatni verður á
morgun, fimmtudaginn 6. nóvember.
Jafnframt fer fram íþróttamót í
körfubolta og skák, ML-mótið með
þátttöku ellefu grunnskólar á Suður-
landi. Dagskrá hefst með hádeg-
ismat í mötuneyti ML. Körfuknatt-
leikur og skák beggja kynja hefst í
íþróttahúsinu kl. 13. Þá verður skoð-
unarferð um húsnæði og aðstöðu
skólans undir stjórn nemenda í ML.
Boðið verður í kvöldverð í mötuneyti
ML og kvöldskemmtun.
Afríka 20:20 með málstofu í Al-
þjóðahúsinu Áhugamannafélagið
Afríka 20:20 – félag áhugafólks um
málefni Afríku sunnan Sahara held-
ur málstofu á morgun, fimmtudag-
inn 6. nóvember, kl. 20 í Alþjóðahús-
inu á Hverfisgötu 18 í Reykjavík.
Málstofan nefnist Leiðir til Afríku.
Fjallað verður um möguleika sem
fólk 18 ára og eldra hefur til að fara
til starfa í Afríku. Erindi halda:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson,
Hrafnhildur Björk Sveinbjörns-
dóttir, Lilja B. Kolbeinsdóttir, Jón-
ína Einarsdóttir. Einnig verða
ræddir möguleikar á nema- og vista-
skiptum. Málstofan er opin öllu
áhugafólki um málefnið og er að-
gangur ókeypis.
Kynningarfundur vegna komu
sendinefndar frá Shandong-
héraði í Kína verður á morgun,
fimmtudaginn 6. nóvember, kl. 13-
14.30 í Skála, Hótel Sögu. Chen Yan-
ming, varalandstjóri í Shandong-
héraði, flytur erindi um héraðið og
Song Xiuwu, forstjóri stofnunar um
sjávarútveg og haffræði, flytur er-
indi um sjávarútveg í héraðinu.
Fundurinn er öllum opinn. Þátttak-
endur skrái sig hjá útflutningsráði í
síma eða með tölvupósti,
utflutningsrad@utflutningsrad.is
Námskeið í hugleiðslu Karuna
Búddistamiðstöð verður með nám-
skeið í hugleiðslu og hagnýt ráð fyrir
friðsælt, streitulaust líf. Námskeiðin
verða kl. 17.30-18.30 fimmtudagana
6., 13., 20. og 27. nóvember og 4. og
11. desember og fara fram í Karuna
Búddistamiðstöð, Ljósvallagötu 10.
Afmælisfundur EA samtakanna,
verður haldinn í kórkjallara Hall-
grímskirkju á morgun, fimmtudag-
inn 6. nóvember, kl. 18 og eru allir
velkomnir. Emotions Anonymous,
EA samtökin, er félagsskapur fólks
á öllum aldri, sem kemur saman til
að miðla reynslu sinni af tilfinninga-
legum vandamálum með von um
bata og er tekist á við vandamálin
með hjálp reynslusporanna tólf, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Á MORGUN
Félag Íslendinga og Pólverja
halda fund Í tilefni þjóðhátíðardags
Pólverja, 11. nóvember, efnir Vin-
áttufélag Íslendinga og Pólverja
(VÍP) til fundar í húsakynnum Nor-
rænufélaganna á Óðinsgötu 7 kl. 20.
Jón Björnsson sálfræðingur og rit-
höfundur mun segja frá ferð sinni í
máli og myndum upp með Vislu sl.
sumar. Hann hjólaði frá ármynni við
Eystrasalt til upptaka í Tatrafjöll-
um. Allir velkomnir.
Námskeið í magadansi verður
haldið fyrir konur helgina 15.-16.
nóvember nk. í Púlsinum í Sand-
gerði með Tove Vestm¢ sem er
dönsk magadansmey og kennir ar-
abískan magadans. Þetta er fjórða
námskeið sem Tove Vestm¢ heldur
hér á landi. Hægt er að vera með
báða dagana.
Á laugardeginum verður magadans
fyrir byrjendur en á sunnudeginum
er framhaldsnámskeið í magadansi.
Skráningu lýkur laugardaginn 8.
nóvember. Skráning og nánari upp-
lýsingar á www.pulsinn.is.
Á NÆSTUNNI
VEITINGAMAÐURINN Magnús
Ingi Magnússon, hefur eignast
Kínverska veitingahúsið
Sjanghæ við Laugaveg í Reykja-
vík. Magnús keypti rekstur og
húseignir Sjanghæ í haust en á
þjóðhátíðardegi Kína 1. október
sl. hófst starfsemi undir hans
stjórn.
Veitingastaðurinn Sjanghæ
var stofnaður 1985. Íslenskir
matreiðslumenn ásamt kín-
versku fagfólki munu sjá um
matargerð á Sjanghæ, segir í
fréttatilkynningu.
Nýr eigandi að Sjanghæ
Magnús Ingi Magnússon veitingamaður og kínversku matreiðslumennirnir
Xing Shi Le og Qing Yin Wei.
VERSLUNIN Holtablómið – á
grænni grein, Langholtsvegi 126 í
Reykjavík, var opnuð í október eftir
eigendaskipti og breytingar. Í hús-
næðinu hefur verið rekin blóma-
verslun um árabil undir nafninu
Holtablómið.
Auk blóma eru á boðstólum ís-
lensk handunnin kerti, gjafavara og
munir eftir íslenska lista- og hand-
verksmenn. Holtablómið tekur að
sér skreytingar af ýmsu tagi, s.s. við
útfarir og brúðkaup, auk heimsend-
ingar á blómum og blómaskreyt-
ingum. Verslunin er opin alla daga
frá kl. 11 til 21. Uffe Balslev blóma-
skreytir mun einnig sjá um blóma-
skreytingar og vera viðskiptavinum
til aðstoðar í sambandi við blóm og
skreytingar alla föstudaga.
Eigandi Holtablómsins – á grænni
grein er Inga María Sverrisdóttir.
Hún hefur lokið fimm ára námi frá
listaskóla í Bretlandi með skúlptúr
sem sérgrein, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Eigendaskipti
á Holtablóminu
Inga María Sverrisdóttir og Uffe
Balslev blómaskreytir.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Kvisthagi – neðri hæð með bílskúr
Mjög falleg og mikið endurnýjuð 100 fm
4ra herbergja neðri hæð í góðu steinhúsi
auk 31 fm bílskúrs. Hæðin skiptist í hol
með nýjum skápum, samliggjandi stórar
stofur, rúmgott eldhús með nýjum inn-
réttingum úr kirsuberjaviði og nýjum
tækjum, hjónaherb. með góðu skápa-
plássi, eitt barnaherb. og nýendurnýjað
flísalagt baðherbergi. Ný gólfefni, parket og flísar. Sérgeymsla í kjallara. Íbúð
sem vert er að skoða. Áhv. húsbr. 6,3 millj. Verð 20,7 millj.