Morgunblaðið - 06.11.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.11.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Svona, hirtu þetta drasl þitt, ég er farinn í golf, steinhættur að vera sjórængi, góði. Sálræn skyndihjálp fyrir unglinga Margvíslegt notagildi RAUÐI krossinnkynnir nýttfræðsluefni á fundi með skólafólki nk. laugar- dag. Um er að ræða fræðsluefni í sálrænni skyndihjálp fyrir unglinga og ber það yfirskriftina: Ef bara ég hefði vitað. Í tilefni af þessu koma einnig hingað til lands tveir danskir sálfræðingar sem viðriðnir eru samn- ingu þessa fræðsluefnis og munu þeir halda fyrir- lestra í tilefni þessa á mánudaginn. Í forsvari fyrir fræðslu- efnið er Jóhann Thorodd- sen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum, sem kom að uppsetningu þess á Íslandi og svaraði hann nokkrum spurningum Morgun- blaðsins. Þetta fræðsluefni, Ef bara ég hefði vitað, hvaða efni er það og fyrir hvað stendur yfirskriftin? „Þetta er námsefni með kennsluleiðbeiningum sem ætlað er nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og í fyrstu bekkjum framhaldsskóla. Námsefnið fjallar um sálræna skyndihjálp fyrir unglinga, þ.e. hvernig ung- lingar geta hjálpað sjálfum sér og öðrum, þegar þeir upplifa alvar- lega atburði. Með alvarlegum at- burðum er átt við t.d. skilnað, slys, dauðsfall eða einelti svo eitt- hvað sé nefnt. Yfirskriftin þýðir að ef við höfum ákveðna vitn- eskju, t.d. um afleiðingar áfalla, er meiri möguleiki á því að við getum brugðist við á uppbyggj- andi hátt.“ Hver samdi þetta námsefni og á hverju byggist það? „Danski Rauði krossinn lét semja þetta námsefni. Hann kom á fót ritstjórn undir stjórn sál- fræðingsins Nönu Wiedeman. Sá hópur átti allan veg og vanda af þessu verki. Rauði kross Íslands lét þýða efnið og ég og Ingibjörg Eggertsdóttir fræðslufulltrúi Rauða krossins höfum unnið að því að staðfæra það fyrir íslensk- ar aðstæður. Námsefninu er skipt í níu sjálfstæða kafla. Hver kafli byggist á sönnum frásögnum unglinga sem hafa upplifað erfiða atburði í lífinu. Kaflarnir eru: Ástarsorg, Einelti, Skilnaður, Of- beldi, Vímuefnaneysla, Fötlun, Sjúkdómar, Dauðsfall og Áfall. Svo er einn kafli sem heitir Hjálp og fjallar um það hvar og hvernig þú getur leitað þér aðstoðar. Kennarar eiga að geta notað þetta námsefni á ýmsa vegu. Bæði geta þeir kennt efnið í heild eða tekið fyrir einn og einn kafla. Gott getur verið að grípa til þessa efnis ef eitthvað kemur upp á í skólanum sem á sér samsvörun í einhverjum kaflanum. Þá má nota kaflana sem grunn í umræður eða ritgerðarsmíð. Eins er líka gott að benda nemendum á þetta sem gott og lærdómsríkt lesefni.“ Er þetta nýtt af nálinni? „Þetta kennsluefni kom út á síðasta ári í Danmörku. Þar er það bæði gefið út í bókar- formi og eins á netinu. Hér á Íslandi er þetta eingöngu gefið út á vef Rauða kross Íslands.“ Hver er rauði þráðurinn í námsefninu? „Það er hvernig tekist er á við þau sálrænu einkenni sem oft fylgja í kjölfar alvarlegra at- burða. Til að geta hjálpað sjálfum sér eða öðrum í kjölfar áfalla er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því við hverju má búast. Bent er á að stuðningur við aðra getur gengið mjög nærri þeim sem veita hann og því þarf að passa upp á að gleyma ekki sjálf- um sér í hjálparstarfinu.“ Er mikil þörf fyrir námsefni af þessu tagi? „Ég tel að svo sé og eins gerðu þeir kennarar og námsráðgjafar sem haft var samband við áður en við réðumst í þessa útgáfu. Þekk- ing á sálrænni skyndihjálp er mjög mikilvæg fyrir unglinga sem eru að móta sjálfsmynd sína. Eins finnst mér boðskapur eins og að þú eigir að láta þig aðra varða vera mikilvægur í þessu umhverfi okkar sem sífellt einkennist meir og meir af einstaklingshyggju.“ Segðu okkur aðeins frá kynn- ingunni á laugardaginn ... og einnig frá heimsókn dönsku sál- fræðinganna. „Í tilefni af formlegri útgáfu á námsefninu koma þær Nana Wiedman og Johanne Brix Jen- sen, tveir af dönsku höfundunum, til Íslands. Þær halda fyrirlestur í Norræna húsinu, mánudaginn 10. nóvember, kl. 13. Þar fjalla þær um unglinga og sálræn áföll ásamt því að tala um tilurð náms- efnisins og notagildi þess.“ Hvernig heldur síðan kynning- arstarfið á námsefninu áfram? „Ég er búinn að fara á nokkur kennaraþing nú í haust og kynna efnið. Þá mun verða minnt á námsefnið með veggspjöldum, póstkortum og auglýsingum á vefsíðum sem eru vinsælar meðal unglinga.“ Eins og fram kemur í samtal- inu við Jóhann er efnið aðeins gefið út í rafrænu formi hér á landi. Það er að finna á vefsíðu Rauða kross Íslands, en slóðin þangað er www.redcross.is/ef- bara. Jóhann Thoroddsen  Jóhann Thoroddsen er fæddur í Reykjavík 19. október 1952. Stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974. BA-próf í sálfræði frá HÍ 1977 og MA-próf í sál- fræði frá Háskólanum í Gauta- borg í Svíþjóð 1982. Starfaði hjá Styrktarfélagi vangefinna 1982- 1986, Fræðsluskrifstofu Norður- lands eystra 1986-89, Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur 1989, Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Reykjanesi 1990-95, yf- irmaður sálfræði- og ráðgjaf- ardeildar Leikskóla Reykjavíkur 1995-1999, forvarnardeild SÁÁ 1999-2001 og hjá Rauða kross- inum frá haustinu 2001. Hefur og rekið sálfræðistofu frá 1993. Eig- inkona er Katla Kristvinsdóttir iðjuþjálfi og eiga þau þrjú börn, Dröfn, Jökul og Silju. „Að gleyma ekki sjálfum sér í hjálp- arstarfinu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.