Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 27 Á KJARVALSSTÖÐUM verður í dag, fimmtudag kl. 17, opnuð sýning á verkum eftir nemendur Listasmiðju Lóu. Á sýningunni eru myndir eftir Ingunni Birtu Hinriksdóttur, Inga Hrafn Stefánsson, Elisabet Yuka Takefusa og Hlyn Steinarsson. Myndverkin eru gerð með frjálsri aðferð og unnin með blýanti, bleki, krít og akríl- og pastellitum. Lóa Guðjónsdóttir hóf að kenna ungum þroskaheftum einstakling- um myndlist árið 1997. Þetta er fimmta og næstsíðasta sýningin í röð myndlistarsýninga listahátíðarinnar List án landa- mæra á Kjarvalsstöðum, Listasafni Reykjavíkur. Sýningin stendur til sunnudagsins 23. nóvember. Listasmiðja Lóu á Kjarvalsstöðum „ÞAÐ er ekki óal- gengt að skólamenn skrifi bækur,“ segir Ragnar Gíslason, skólastjóri í Garðabæ, þegar blaðamaður spyr hann hvort ekki sé erfitt að samræma starf skólastjórans og rithöfundarins. Tvær bækur eftir Ragnar eru nýútkomnar hjá forlaginu Sölku, ung- lingabækurnar Setu- liðið og Tara. „Það er eiginlega ekki hægt að vera skólastjóri í fullu starfi öðruvísi en að eiga sér önnur hugðarefni með, – og ég er ekki í golfi. Skólastjórastarfið og sköpunin fara ágætlega saman. Ég skrifa í mínum frístundum.“ Ragnar hefur unnið mikið með unglingum gegnum tíðina og seg- ir þá skemmtilegan aldurshóp. „Ég er að reyna að skrifa efni sem unglingar vilja lesa, og mér hefur ekki fundist vanþörf á því að fleiri bættust í þann hóp sem vilja skrifa bækur fyrir þá. Sög- urnar gerast í íslensku umhverfi, – mér finnst mikilvægt að sög- urnar tengist umhverfi þeirra og hugarheimi, en sögusviðið er Reykjavíkursvæðið.“ Ragnar segir að unglingar hafi enn áhuga á lestri, þótt afþreying af öðru tagi sæki á úr öllum áttum. „Garðaskóli er stór unglingaskóli, og bókasafnsfræðing- arnir hér pöntuðu 25 eintök af hvorri bók. Krakkarnir eru að gefa sig á tal við skólastjórann og þakka fyrir bæk- urnar, og ég lít á það sem mína bestu gagnrýni. Ég fékk reyndar allmarga unglinga til að lesa handritin áður en ég þorði að fara með bækurnar til útgef- enda. Viðbrögð ung- linganna urðu til þess að ég gerði það með ánægju. Bækurnar staldra ekkert við á safninu, og ég er ánægður með það.“ Ferðast í tíma í fantasíunni Bækur Ragnars eru báðar spennusögur, með svolítilli fant- asíu, einkum Tara. „Það hafa allir gott af því að auka ímyndunar- aflið og sköpunargleðina og ferðast aðeins í huganum. Harry Potter-bækurnar eru dæmi um fantasíur. Bækur mínar eru að- eins jarðbundnari, en samt er fantasía í þeim. Í skáldskapnum verður maður að gefa sér nýjan raunveruleika. Í Setuliðinu er far- ið aftur í tímann, til atburða sem gætu hafa gerst, en í Töru fer ég fram í tímann, til atburða sem kunna að geta gerst. Það er fant- asía.“ Ragnar segir að unglingar hafi sjálfir mjög gaman af því að setja hugleiðingar sínar og sögur á blað, því hefur hann kynnst vel í starfi sínu. Margir unglingar að föndra við að skrifa „Þegar ég var skólastjóri í Foldaskóla vorum við með skáld- sagnakeppni fyrir nokkrum árum. Það kom mér á óvart hvað margir krakkar eru að föndra við að skrifa; – jafnvel skáldsögur. Það hafa gefið sig fram við mig nokkrir unglingar hér í Garða- skóla sem eru að dunda sér við að skrifa sögur. Þar kemur tölvueign til góða. Það er auðveldara fyrir krakka að koma einhverju á blað þegar það er svona auðvelt að laga og breyta. Tölvan er hvetj- andi að þessu leyti. En auðvitað er myndmálið að fanga krakkana í auknum mæli og líklega á lestur undir högg að sækja miðað við það sem var fyrir síðustu kyn- slóðir. En krakkarnir hafa verið yndislega jákvæðir í minn garð, og hvatt mig frekar en latt, og fyrir það er ég þeim þakklátur.“ Í augnablikinu bíða þrír nem- endur eftir að fá að lesa næstu handrit Ragnars Gíslasonar, þann- ig að hver veit nema framhald verði á skrifunum hjá skólastjór- anum. Ragnar Gíslason Ekki vanþörf á því að skrifa fyrir unglinga Ragnar Gíslason sendir frá sér tvær unglingabækur KAMMERKÓRINN Vox academica og hljómsveitin Rússibanarnir, ásamt sópransöngkonunni Sigrúnu Hjálm- týsdóttur og fiðluleikaranum Sigrúnu Eðvaldsdóttur, halda tónleika í Sel- tjarnarneskirkju í kvöld kl. 20. Stjórn- andi kórsins er Hákon Leifsson. Hópurinn flytur m.a. tónverkið Hjörtinn eftir Hróðmar Inga Sig- urbjörnsson sem hann samdi sér- staklega fyrir hópinn. Hjörturinn er tónmynd sjö ljóða Ísaks Harðarsonar úr nýjustu ljóðabók hans, Hjörturinn skiptir um dvalarstað. Auk Hjartarins verður á efnis- skránni blönduð tónlist, þar á meðal klezmer-tónlist, íslensk þjóðlög og na- pólískir söngvar. Hjörturinn endurfluttur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjörturinn eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson æfður. Vox academica, Rússíbanar og Sigrún Hjálmtýsdóttir undir stjórn Hákons Leifssonar. FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 herraskór — mikið úrval 40% afsláttur fim. fös. lau. og Bílasmáauglýsingar með mynd 995 kr. fyrir áskrifendurbílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.