Morgunblaðið - 13.11.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 13.11.2003, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 27 Á KJARVALSSTÖÐUM verður í dag, fimmtudag kl. 17, opnuð sýning á verkum eftir nemendur Listasmiðju Lóu. Á sýningunni eru myndir eftir Ingunni Birtu Hinriksdóttur, Inga Hrafn Stefánsson, Elisabet Yuka Takefusa og Hlyn Steinarsson. Myndverkin eru gerð með frjálsri aðferð og unnin með blýanti, bleki, krít og akríl- og pastellitum. Lóa Guðjónsdóttir hóf að kenna ungum þroskaheftum einstakling- um myndlist árið 1997. Þetta er fimmta og næstsíðasta sýningin í röð myndlistarsýninga listahátíðarinnar List án landa- mæra á Kjarvalsstöðum, Listasafni Reykjavíkur. Sýningin stendur til sunnudagsins 23. nóvember. Listasmiðja Lóu á Kjarvalsstöðum „ÞAÐ er ekki óal- gengt að skólamenn skrifi bækur,“ segir Ragnar Gíslason, skólastjóri í Garðabæ, þegar blaðamaður spyr hann hvort ekki sé erfitt að samræma starf skólastjórans og rithöfundarins. Tvær bækur eftir Ragnar eru nýútkomnar hjá forlaginu Sölku, ung- lingabækurnar Setu- liðið og Tara. „Það er eiginlega ekki hægt að vera skólastjóri í fullu starfi öðruvísi en að eiga sér önnur hugðarefni með, – og ég er ekki í golfi. Skólastjórastarfið og sköpunin fara ágætlega saman. Ég skrifa í mínum frístundum.“ Ragnar hefur unnið mikið með unglingum gegnum tíðina og seg- ir þá skemmtilegan aldurshóp. „Ég er að reyna að skrifa efni sem unglingar vilja lesa, og mér hefur ekki fundist vanþörf á því að fleiri bættust í þann hóp sem vilja skrifa bækur fyrir þá. Sög- urnar gerast í íslensku umhverfi, – mér finnst mikilvægt að sög- urnar tengist umhverfi þeirra og hugarheimi, en sögusviðið er Reykjavíkursvæðið.“ Ragnar segir að unglingar hafi enn áhuga á lestri, þótt afþreying af öðru tagi sæki á úr öllum áttum. „Garðaskóli er stór unglingaskóli, og bókasafnsfræðing- arnir hér pöntuðu 25 eintök af hvorri bók. Krakkarnir eru að gefa sig á tal við skólastjórann og þakka fyrir bæk- urnar, og ég lít á það sem mína bestu gagnrýni. Ég fékk reyndar allmarga unglinga til að lesa handritin áður en ég þorði að fara með bækurnar til útgef- enda. Viðbrögð ung- linganna urðu til þess að ég gerði það með ánægju. Bækurnar staldra ekkert við á safninu, og ég er ánægður með það.“ Ferðast í tíma í fantasíunni Bækur Ragnars eru báðar spennusögur, með svolítilli fant- asíu, einkum Tara. „Það hafa allir gott af því að auka ímyndunar- aflið og sköpunargleðina og ferðast aðeins í huganum. Harry Potter-bækurnar eru dæmi um fantasíur. Bækur mínar eru að- eins jarðbundnari, en samt er fantasía í þeim. Í skáldskapnum verður maður að gefa sér nýjan raunveruleika. Í Setuliðinu er far- ið aftur í tímann, til atburða sem gætu hafa gerst, en í Töru fer ég fram í tímann, til atburða sem kunna að geta gerst. Það er fant- asía.“ Ragnar segir að unglingar hafi sjálfir mjög gaman af því að setja hugleiðingar sínar og sögur á blað, því hefur hann kynnst vel í starfi sínu. Margir unglingar að föndra við að skrifa „Þegar ég var skólastjóri í Foldaskóla vorum við með skáld- sagnakeppni fyrir nokkrum árum. Það kom mér á óvart hvað margir krakkar eru að föndra við að skrifa; – jafnvel skáldsögur. Það hafa gefið sig fram við mig nokkrir unglingar hér í Garða- skóla sem eru að dunda sér við að skrifa sögur. Þar kemur tölvueign til góða. Það er auðveldara fyrir krakka að koma einhverju á blað þegar það er svona auðvelt að laga og breyta. Tölvan er hvetj- andi að þessu leyti. En auðvitað er myndmálið að fanga krakkana í auknum mæli og líklega á lestur undir högg að sækja miðað við það sem var fyrir síðustu kyn- slóðir. En krakkarnir hafa verið yndislega jákvæðir í minn garð, og hvatt mig frekar en latt, og fyrir það er ég þeim þakklátur.“ Í augnablikinu bíða þrír nem- endur eftir að fá að lesa næstu handrit Ragnars Gíslasonar, þann- ig að hver veit nema framhald verði á skrifunum hjá skólastjór- anum. Ragnar Gíslason Ekki vanþörf á því að skrifa fyrir unglinga Ragnar Gíslason sendir frá sér tvær unglingabækur KAMMERKÓRINN Vox academica og hljómsveitin Rússibanarnir, ásamt sópransöngkonunni Sigrúnu Hjálm- týsdóttur og fiðluleikaranum Sigrúnu Eðvaldsdóttur, halda tónleika í Sel- tjarnarneskirkju í kvöld kl. 20. Stjórn- andi kórsins er Hákon Leifsson. Hópurinn flytur m.a. tónverkið Hjörtinn eftir Hróðmar Inga Sig- urbjörnsson sem hann samdi sér- staklega fyrir hópinn. Hjörturinn er tónmynd sjö ljóða Ísaks Harðarsonar úr nýjustu ljóðabók hans, Hjörturinn skiptir um dvalarstað. Auk Hjartarins verður á efnis- skránni blönduð tónlist, þar á meðal klezmer-tónlist, íslensk þjóðlög og na- pólískir söngvar. Hjörturinn endurfluttur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjörturinn eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson æfður. Vox academica, Rússíbanar og Sigrún Hjálmtýsdóttir undir stjórn Hákons Leifssonar. FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 herraskór — mikið úrval 40% afsláttur fim. fös. lau. og Bílasmáauglýsingar með mynd 995 kr. fyrir áskrifendurbílar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.