Morgunblaðið - 16.11.2003, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.11.2003, Qupperneq 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 TJALDANES 9 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-17 Mjög vandað og vel skipulagt 301 fm tveggja íbúða einbýlishús á tveimur hæð- um á frábærum stað í Arnarnesinu. Glæsilegur verðlaunagarður frá 1996. Frá stofu er hægt að ganga út í sólstofu með útsýni í átt að Ásahverfinu. Falleg nýleg gráleyt sprautulökkuð Alnóinnrétt- ing í eldhúsi, nýlegar borðplötur, háfur, hellu-borð, ofn, vaskur og blöndunartæki. Svalir útfrá hjónaherbergi með útsýni. Ca. 50- 60 fm gluggalaust rými á neðri hæð- inni sem er ekki inn í heildarfermetratölu. Þess má geta að það er ekkert byggt á móti. Óskað er eftir verðtilboðum í eignina. Gloria tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 15-17. Glæsileg og björt 120 fm íbúð á 2. hæð í þessu nýstandsetta fjölbýli á góðum stað miðsvæðis. Massíft parket á gólfum, mjög vandaðar innréttingar og tæki. Glæsilegt eldhús og bað. Tvennar svalir, einar sér og aðrar stórar sameiginlegar. LOFTHÆÐ 3,80 m. Þvottahús og fataherbergi. Tvö góð svefnherbergi og stór og björt stofa. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 8,5 millj. Húsbréf, afb. ca. 43 þús á mán. Verð 21,5 millj. Ásgerður Birna sýnir eignina í dag Sunnudag frá kl. 14 - 17. OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 16. NÓVEMBER Skúlagata 32-34 - 2. hæð Borgartúni 22, 105 Reykjavík Sími 5 900 800 NÝ íslensk heimildarmynd um Vespertine-tónleikaferðalag Bjark- ar, sem farið var seinni hluta árs 2001, kom út á dögunum. Myndin sem nefnist Minuscule (Agnarsmár) er framleidd og henni dreift af One Little Indian, útgáfufyrirtæki Bjarkar, en Ragnheiður Gestsdóttir leikstýrði myndinni, auk þess sem hún sá um alla kvikmyndatöku og klippingu. Spurð hvernig aðkoma hennar að heimildarmyndinni hafi verið til komin segir Ragnheiður að í raun hafi tilviljunin ein ráðið ferð- inni. „Þannig var að ég var að klára mastersnámið mitt í sjónrænni mannfræði í Goldsmith College í Lundúnum og kom hingað heim um mitt sumar 2001 til þess að gera út- skriftarmyndina mína. Ég var síðan bara á leið aftur út til þess að klippa myndina, skrifa ritgerðina og ljúka náminu formlega þegar ég frétti að Einar Örn Benediktsson, fyrrum Sykurmoli, væri að leita að einhverj- um til að taka myndir á tónleika- ferðalagi Bjarkar sem var um það bil að hefjast. Þar sem ég hafði tekið þónokkuð af ljósmyndum gegnum tíðina ákvað ég að hafa samband við Einar Örn, sem ég þekkti ekkert á þeim tíma- punkti, til að heyra meira um verk- efnið. Þá kom í ljós að það var ekki verið að leita að ljósmyndara, eins og ég hélt, heldur kvikmyndagerð- armanni sem gæti skjalfest tón- leikaferðina á filmu. Þar sem ég var einmitt nýbúin að læra sjónræna mannfræði, en hluti námsins felst í því að læra að búa til heimildar- myndir, þá bara small þetta allt saman og ég var ráðin til verksins. Tveimur vikum síðar mætti ég á fyrstu Bjarkar-tónleikana mína í París með tvær kvikmyndatökuvél- ar og tugi spólna í ferðatöskunni, í fullkomnu stresskasti að sjálf- sögðu.“ Að sögn Ragnheiðar var á þessum tímapunkti ekki búið að ákveða hvað gera ætti við allt upptekna efnið. „Eina sem lá ljóst fyrir var að One Little Indian vildi láta taka upp alla tónleikana og eiga sem heimild um ferðina, aðallega vegna þess hversu einstök tónleikaferðin þótti þar sem tónleikarnir voru nánast allir haldn- ir í litlum óperuhúsum sem höfðu jafnvel aldrei áður hýst annað en klassíska tónlist. Auk þess sömdum við Einar Örn um að ég myndi taka upp skot hér og þar baksviðs til að hann gæti sett litlar örmyndir á heimasíðu Bjarkar, svona til að hafa einhverjar stemn- ingsmyndir, en aldrei neitt meira en það. Aftur á móti ræddum við Björk saman snemma á túrnum um hvaða stefnu skyldi taka og vorum báðar spenntar fyrir að leggja í hann með það fyrir augum að lokaútkoman yrði heimildarmynd, svo að ég var allt í einu komin með miklu stærra og skemmtilegra verkefni í hend- urnar en ég hafði upphaflega gert ráð fyrir.“ Heillandi samspil Til að byrja með segist Ragnheið- ur hafa tekið talsvert af efni bak- sviðs og í rútunum til að fanga stemninguna. „Smátt og smátt fór ég að velta því fyrir mér hvað mig langaði raunverulega að gera. Hvernig mynd vildi ég gera og um hvað nákvæmlega? Óneitanlega hafði ég ákveðnar fyrirfram gefnar hugmyndir um það hvernig svona tónleikaferðalagsheimildarmynd ætti að vera. Það er að þær eigi að sýna stemninguna baksviðs þar sem allir eru alltaf að skemmta sér og segja fyndnar sögur og bara al- mennt að vera voðalega töff. En ég sá það strax að jafnvel þó ég hefði viljað það, þá var ekkert hægt að gera svoleiðis mynd um þessa tón- leikaferð. Ég fann að ég varð sífellt forvitnari um tónlistina sjálfa, bæði hvernig hún varð til og hvaða að- ferðir Björk væri að nota. Þetta leiddi til þess að ég fór að taka viðtöl við allt listafólkið, bæði Björk, Drew Daniel og Martin Schmidt sem skipa rafdúettinn Matmos, undra- barnið Zeenu Parkins á hörpuna og meðlimi grænlenska stúlknakórs- ins.“ Aðspurð hvort hún hafi sjálf verið mikill Bjarkar-aðdáandi fyrir tón- leikaferðina svarar Ragnheiður því neitandi. „Mér hafði vissulega alltaf fundist nokkur laga hennar algjör- lega stórfengleg og á einhverju plani sem fá önnur lög ná. Ég hafði samt aldrei hlustað neitt sérstak- lega mikið á hana og að sumu leyti held ég að það hafi verið kostur þeg- ar ég fór á túrinn, vegna þess að þá var ég að kynnast einhverju sem ég þekkti aðeins smávegis en ekki al- veg út í hörgul. Það var alveg magnað að fá að sökkva sér svona gjörsamlega niður í viðfangsefnið og pælingarnar að baki tónlistinni og það í svona lang- an tíma samfleytt. Auk þess var náttúrlega stórkostlegt að fá raun- verulegt leyfi til að spyrja fólkið í kringum sig um hvað eina. Svona rannsóknarvinna er einmitt ástæða þess að ég fór upphaflega út í mann- fræðinámið á sínum tíma. Hins veg- ar er óhætt að segja að ég hafi orðið mikill Bjarkar-aðdáandi eftir því sem á túrinn leið. Ragnheiður segist smám saman hafa farið að hlusta öðruvísi á tón- listina, enda fór hún á tónleika með Björk tvisvar í viku. „Lögin á Ve- spertine-plötunni eru svo fíngerð og hárnákvæm og tilfinningalega bita- stæð að það getur næstum orðið óþægilegt. Og vegna þess að ég var alltaf að heyra þessi lög aftur og aft- ur fór ég að heyra alls kyns smáat- riði sem bæði Björk, Matmos- tvíeykið og Zeena voru að leika sér með og prófa. Þannig varð ég á end- anum að mörgu leyti miklu forvitn- ari um tæknihliðina á tónlistinni fremur en upplifun hvers og eins þátttakanda á sjálfum túrnum. Ég varð meðal annars forvitin um það hvernig hljóðin urðu til og um þenn- an heim sem Björk skóp á Vespert- ine-plötunni og var síðan að setja á svið á tónleikunum. Mér fannst líka magnað að upp- lifa samspil Bjarkar við samstarfs- fólkið sitt. Vissulega er Björk þekkt fyrir að eiga alltaf afar náin vinnu- sambönd við fólk og það var ótrúlegt að sjá það gerast á svo fallegan og eðlilegan hátt. Sjá hvernig allir fengu að njóta sín alveg 100%, sem gerði það náttúrlega að verkum að það hefði ekki verið hægt að gera bara mynd um Björk þegar maður er að gera mynd um þennan túr eða þessa tónleika. Myndin varð að end- urspegla þátt hvers og eins í tónlist- arsköpuninni.“ Hollasta sjálfsskoðun sem til er Spurð hvað hafi komið sér mest á óvart á tónleikaferðalaginu svarar Ragnheiður því til að sér hafi virki- lega komið á óvart hvað allt gekk snurðulaust fyrir sig á ferðalaginu. „Enda voru það náttúrlega engir viðvaningar sem sáu um alla skipu- lagningu. Eins kom það líka á óvart hvað þetta var allt í raun afslappað, rómantískt og dásamlegt. Ég hafði ímyndað mér að ferðalagið yrði ofsalega slítandi og þreytandi og að ég myndi alveg detta úr sambandi við raunveruleikann, en mér finnst ég aldrei fyrr á ævinni hafa verið í eins miklu jafnvægi eða liðið eins vel á sálinni. Draumaverk- efni mann- fræðingsins Morgunblaðið/Þorkell „Fátt hefur eins sterk áhrif á mann og það að ferðast og kynnast góðu fólki, svo það eitt og sér var ofboðslega magnað,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir um reynslu sína af Vespertine-tónleikaferðinni. Ragnheiður Gestsdóttir hafði veg og vanda af nýrri heimildarmynd um Vespertine- tónleikaferðalag Bjarkar. Silja Björk Huldudóttir hitti Ragnheiði og fékk hana til að segja sér frá tildrögum þess að hún fékk verkefnið og hvernig upplifun það var að vera á ferðinni með Björk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.