Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.11.2003, Blaðsíða 37
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 37 ÓVÍÐA í veröldinni skipta jarðvís- indi jafnmiklu máli fyrir daglegt líf fólks og á Íslandi. Þegar við notum ódýra heita vatnið eða kveikjum á rafmagni veltum fyrir sjaldnast fyrir okkur að sú ódýra og umhverfisvæna orka sem við búum við byggist á jarðvís- indum. Hið sama gildir um mörg mik- ilvæg mannvirki eins og vegi og jarðgöng, og jafnframt olíuna sem við notum á farartækin. Eldvirkni, jarðskjálftar og skriðuföll eru jarðfræðileg fyr- irbæri sem okkur í senn stafar hætta af en eru jafnframt það sem skapar og mótar okkar sérstæða land og er mikið aðdráttarafl fyrir ferða- mennsku. Án þessarar virkni væri svipmót Íslands allt annað en það er. Þekking á jarðvísindum er þannig mjög mikilvægur þáttur í þjóð- arbúskap okkar og menningu. Því ber okkur að hlúa vel að henni og skapa henni þær forsendur að við getum áfram notið afraksturs henn- ar. Í þessari grein er fjallað um nú- verandi fyrirkomulag jarðvísinda á Íslandi, sem er af sögulegum ástæð- um dreift á margar smáar einingar og varpað fram hugmyndum um hvernig úr megi bæta. Tegundir rannsókna Orðið rannsókn hefur afar víðtæka merkingu í íslensku, nær yfir allt frá stöðluðum mælingum til hávís- indalegra rannsókna. Flokkun rann- sókna er nokkuð á reiki í huga fólks. Oft er talað um grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir og þeim jafnvel stillt upp sem andstæðum, sem er óeðlilegt. Þær fyrrnefndu fela í sér öflun nýrrar grunnþekkingar en ekki öflun upplýsinga með þekktum að- ferðum. Hagnýtar rannsóknir eru rannsóknir sem gerðar eru með til- tekna hagnýtingu niðurstaðna í huga. Eðlilegra er að skipta rann- sóknum í tvo meginflokka, frjálsar rannsóknir (akademískar) og stýrðar rannsóknir. Frjálsar rannsóknir fel- ast í því að rannsakandinn hefur al- gjört frelsi um viðfangsefni sitt innan þess starfsviðs sem hann er ráðinn til. Verkefni hans geta hvort sem er haft hagnýt markmið eða falist bara í leit að þekkingu án nokkurrar sýni- legrar hagnýtingar. Stýrðar rann- sóknir fela í sér að sá sem kostar rannsóknirnar ákveður viðfangs- efnið en ekki rannsakandinn sjálfur. Þær geta hvort sem er verið grunn- rannsóknir eða upplýsingaöflun. Í aðalatriðum stunda háskólar frjálsar rannsóknir en rannsóknastofnanir og fyrirtæki stýrðar rannsóknir. Núverandi fyrirkomulag Jarðvísindi á Íslandi hafa að lang- mestu leyti verið stundaðar af op- inberum stofnunum. Ekki er til nein ein jarðfræðistofnun á landinu held- ur hafa jarðvísindarannsóknir þróast á mismunandi stofnunum í tímans rás eftir því hver hefur haft þörf fyrir þær. Orkustofnun var um áratuga skeið langstærsta jarðvísinda-stofnunin með um 70 sérfræðinga þar af um 40 á rannsóknarsviði og 25 í vatnamæl- ingum. Hún er undir iðnaðarráðu- neytinu. Jarðvísindaþekkingin þar hefur byggst upp vegna þarfar orku- iðnaðarins fyrir jarðfræðirann- sóknir, ekki síst í jarðhita. Í upphafi var hún að mestu kostuð af fé úr rík- issjóði en hefur síðari ár fengið stærstan hluta tekna sinna með verksölu til orkufyrirtækja. Stofn- unin hefur nær eingöngu sinnt stýrð- um rannsóknum, bæði mælingum og grunnrannsóknum. Hún hefur áuinnið sér sess sem ein öflugasta þekingarmiðstöð í jarðhitafræðum í heiminum. Jafnframt hafa rann- sóknir hennar haft mikið gildi fyrir almenna þekkingu á jarðfræði Ís- lands. Þá rekur stofnunin alþjóð- legan jarðhitaskóla fyrir þróun- arlönd á vegum Sameinuðu þjóðanna og útibú á Akureyri. Hinn 1. júlí 2003 var Orkustofnun skipt upp og mynd- uð ný ríkisstofnun, Íslenskar orku- rannsóknir, ÍSOR. Hún yfirtók alla starfsemi Rannsóknasviðs Orku- stofnunar. Þar starfa nú um 50 manns, flestir á sviði jarðvísinda. Vatnamælingar, sem stunda jarðvís- indalega starfsemi að hluta til, eru ennþá á Orkustofnun. Þannig leiddi uppskipting Orkustofnunar til þess að jarðvísindi eru nú stunduð á enn fleiri stofnunum en áður. ÍSOR er svokölluð B-hluta ríkisstofnun sem fær engar fjárveitngar af fjárlögum en aflar tekna með verkefnasölu, m.a. til orkufyrirtækja og Orkustofn- unar. ÍSOR uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til samkeppn- isrekstrar hins opinbera. Jafnframt er ÍSOR sú stofnun sem mest líkist jarðfræðistofnunm annarra landa. Náttúrufræðistofnun (NÍ) hefur um 8 jarðfræðinga að störfum. Hún hefur um áratuga skeið haft það meginviðfangsefni á sviði jarðfræða að stunda jarðfræðirannsóknir og gefa út jarðfræðikort af Íslandi en verið of fámenn og fjársvelt til að geta sinnt því sem skyldi. Drjúgur hluti af þeim jarðfræðikortum sem stofnunin hefur gefið út byggja á kortlagningu núverandi starfsmanna ÍSOR. Rannsóknir NÍ eru að mestu leyti stýrðar grunnrannsóknir og hún heyrir nú undir umhverfisráðu- neytið. Veðurstofa Íslands hefur rekið landskerfi jarðskjálftamæla frá upp- hafi. Hún heyrir undir umhverf- isráðuneytið og starfa þar um 20 jarðvísindamenn, flestir á jarðeðl- issviði. Hún stundar stýrðar rann- sóknir, bæði mælingar en einnig tals- verðar grunnrannsóknir. Geysimerkilegt frumkvöðlastarf á sviði jarðskjálfta-mælinga hefur far- ið fram á Veðurstofu undanfarinn ár- artug, sem skapað hefur miklar og gagnlegar upplýsingar um jarðfræði landsins, hættu á náttúruvá og jarð- hita. Kostnaður við þessa starfsemi er að mestu greiddur úr ríkissjóði en erlendir og innlendir styrkir hafa þó vegið þungt í uppbyggingu færn- innar. Norræna Eldfjallastöðin er frjáls rannsóknastofnun á sviði eld- fjallafræði og landreks. Jafnframt er hún þjálfunarstöð fyrir ungt norrænt jarðvísindafólk. Þar starfa nú 20 manns, 10 Íslendingar og 10 erlendir jarðvísindamenn. Hún var stofnuð árið 1974 og er rekin á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinar og fær um 70% tekna sinna þaðan, um 16% frá íslenska ríkinu, og 14% eru styrk- ir. Hún gegnir veigamiklu hlutverki í rannsóknum á eldvirkni og jarð- skorpuheyfingum á Íslandi og rekur öflug tæki til efnarannsókna. Rann- sóknirnar hafa alþjóðlega skírskotun og lagt er upp úr að auka skilning á þeim ferlum sem móta jarðskorpuna. Stofnunin hefur öðlast sess sem al- þjóðlega viðurkennd rannsókn- arstofnun ekki síst vegna mikilla birtingar niðurstaða í vísindaritum. Háskóli Íslands stundar kennslu og frjálsar rannsóknir í jarðvísindum á jarðfræði og jarðeðlisfræðistofum Raunvísindastofnunar. Þar starfa um 30 sérfræðingar í jarðvísindum sem margir sinna einnig kennslu við Raunvísindadeild. Stofnunin hefur í dag úr litlu eign rannsóknarfé að spila en sækir kröftuglega fé til rannsóknarverkefna, einkum til ým- issa sjóða. Á Raunvísindastofnun hafa ýmsar helstu grunnrannsóknir í jarðvísindum farið fram á und- anförnum árum Auk ofangreindar stofnana fer nokkur jarðvísindastarfsemi fram á fáeinum öðrum stöðum t.d. á Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins, Hafrannsóknarstofnun, og hjá nokkrum einkaaðilum. Hvert ber að stefna Jarðvísindarannsóknir á Íslandi eru nú dreifðar á margar stofnanir sem allar hafa annað meginhlutverk en jarðvísindi. Þrátt fyrir þetta er furðulega lítill tvíverknaður í gangi. Samstarf milli stofnana hefur verið gott. Helst má benda á að skörun er milli Íslenskra orkurannsókna og Náttúrufræði-stofnunar í jarð- fræðikortlagningu. Engu að síður veldur þetta dreifingu krafta sem betur mætti samnýta með stærri ein- ingum, að því gefnu að ekki dragi úr heildarfjármagni til jarðvísinda- starfsemi. Hið alþjóðlega umhverfi kallar líka á stærri og öflugri ein- ingar til að geta tekist betur á við vaxandi alþjóðleg verkefni. Við blasir að heppilegt er að stækka stofnanir á sviði jarðvísinda og þá er það best gert með því að sameina hliðstæða starfsemi. Ekki er víst að best sé að sameina allt þetta í eina stofnun, viss samkeppni er heppilegt. Því sýnist mér eðlileg- ast að sameina annars vegar þær stofnanir sem fást við frjálsar (aka- demískar) rannsóknir og hins vegar þær sem fást við stýrðar rannsóknir. Þetta fæli annars vegar í sér að sam- eina Norrænu Eldfjallastöðina og jarðvísindahluta Háskóla Íslands í eina akademíska jarðvísindastofnun og hins vegar að sameina þær stýrðu rannsóknir sem hagkvæmt væri að reka saman. Þarna er fyrst og fremst átt við jarðvísindastarfsemi Ís- lenskra orkurannsókna og Nátt- úrufræðistofnunar en einnig kæmi jarðeðlissvið Veðurstofu til álita þótt það gæti vissulega einnig átt samleið með háskólastofnununum. Jafnframt væri skynsamlegt að setja upp ein- hvers konar fyrirkomulag sem tryggði samstarf þessara meg- instofnana og fæli m.a. í sér hreyf- anleika á starfsfólki milli þeirra og þátttöku í menntun ungra vísinda- manna. Nú eru hafnar eða standa fyrir dyrum breytingar á fyrirkomulagi jarðvísinda sem virðast stefna í þessa átt. Með því að skilja Rann- sókasvið Orkustofnunar frá Orku- stofnun og mynda Íslenskar orku- rannsóknir var stigið mikilvægt skref í þessa átt. Jafnframt er hugað að framtíðarfyirkomulagi Vatnamæl- inga sem óeðlilegt er að hafa til fram- búðar á Orkustofnun vegna augljósr- ar hættu á hagsmunaárekstrum. Í bígerð eru breytingar á Norrænu Eldfjallastöðinni. Norræna ráð- herranefndin vill breyta öllum sam- norrænum rannsóknastofnunum á sínum vegum þannig að heimalandið axli meiri ábyrgð og kosti a.m.k. helming starfseminnar. Íslensk stjórnvöld hafa markað þá skyn- samlegu stefnu að reyna að sameina starfsemi Norrænu Eldfjallastöðv- arinnar og jarðvísindastarfsemi Há- skóla Íslands og byggja upp öfluga frjálsa rannsóknarstofnun innan vé- banda Háskólans. Það ræðst á næstu mánuðum hvort það muni takast. Lykilatriði í þeim efnum er að hin nýja stofnun verði fjárhagslega sjálf- stæð innan Háskólans, stjórn- unarlega vel upp byggð og að henni verði tryggt fé til starfsemi sinnar í stað þess sem hverfur af hinni sam- norrænu fjarveitingu á næstu árum. Um faglega hæfni jarðvísindamann- anna efast enginn. Í framhaldinu er síðan eðlilegt að huga að sameiningu jarðvísindastarfsemi Veðurstofu og Náttúrufræðistofnunar við aðra skylda starfsemi. Markmiðið er að byggja upp og styrkja rannsóknir í jarðvísindum á Íslandi með tilliti til þeirrar efnislegu og menningarlegu náttúruauðlindar sem einstæð jarð- fræði Íslands er. Jarðvísindarannsóknir á Íslandi Eftir Ólaf G. Flóvenz Höfundur er jarðeðlisfræðingur og forstjóri Íslenskra orkurannsókna. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 STÓRHÖFÐI Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. 574 fm gott húsnæði sem skiptist í 90 fm jarðhæð sem er innréttuð sem verslunarrými og 485 fm tvær hæðir sem eru innréttaðar sem skrifstofuhúsnæði með u.þ.b. 25 skrifstofuherbergjum, sameiginlegri móttöku, eldhúsi og salerni. Húsnæðið er allt snyrtilega innréttað og með vönduðum gólfefnum. Möguleiki á eignaskiptum og góðum greiðslukjörum. 3915 Allar nánari uppl. eru gefnar á skrifstofu Miðborgar. 3915
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.