Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 2
Lesið
í blóð
TÍMARIT
MORGUNBLAÐSINS
FYLGIR MORGUNBLAÐINU
Á SUNNUDAGINN
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BUSH Í BAGDAD
Forseti Bandaríkjanna, George
W. Bush, heimsótti óvænt banda-
ríska hermenn í Bagdad í gær og
snæddi með þeim kvöldverð í tilefni
þakkargjörðarhátíðarinnar. Ferð-
inni var af öryggisástæðum haldið
leyndri þar til flugvél forsetans var
farin frá borginni eftir rösklega
tveggja stunda viðdvöl.
Endurlífgaður tvisvar
Endurlífga þurfti Þengil Otra
Óskarsson, 14 ára, tvisvar sinnum
eftir að hann fannst meðvitund-
arlaus á botni Breiðholtslaugar 11.
nóvember síðastliðinn. Bati hans
þykir ganga kraftaverki næst.
Reglur um stjórnarhætti
Að mati Valgerðar Sverrisdóttur
viðskiptaráðherra kemur það sterk-
lega til álita að setja reglur um
stjórnarhætti í fyrirtækjum til að
koma í veg fyrir hagsmunatengsl.
Aldrei fleiri með alnæmi
Um 40 milljónir manna eru nú
smitaðar af alnæmisveirunni, að
sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar, WHO. Hafa smitaðir
aldrei fyrr verið svo margir. Talið er
að eftir sjö ár verði fjöldi afrískra
barna sem misst hafa amk. annað
foreldrið af völdum sjúkdómsins
kominn í um 20 milljónir.
28. NÓV. - 4. DES.
VIÐBURÐIR SEM
GERA VIKUNA
SKEMMTILEGRI
FÓLKIÐ er rómantískt í snjónum, talar inn á
teiknimynd og býr til myndbönd| |28|11|2003
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 43/45
Viðskipti 16/17 Minningar 46/50
Úr verinu 16/18 Kirkjustarf 51
Erlent 18/20 Skák 51
Minn staður 22 Brids 52/53
Höfuðborgin 24/25 Myndasögur 56
Akureyri 26 Bréf 56/57
Suðurnes 27 Dagbók 58/59
Austurland 28 Staksteinar 58
Landið 29 Íþróttir 60/63
Daglegt líf 30/31 Leikhús 64
Listir 34/42 Fólk 64/69
Forystugrein 36 Bíó 66/69
Þjónusta 39 Ljósvakamiðlar 70
Viðhorf 40 Veður 71
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir Dagskrá vikunnar. Blaðinu er
dreift á landsbyggðinni.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverr-
isson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Orm-
arsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkj-
ustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is
DÓRI DNA var með einnota mynda-
vél í einn dag og myndaði líf sitt
fyrir Fólkið. Stelpurnar urðu glað-
ar þegar hann tók upp myndavél-
ina, en strákarnir grettu sig frekar.
Ragnar Hansson kvikmynda-
gerðarmaður hefur vakið athygli
fyrir myndbönd sín fyrir Maus,
Tristian og Pál Óskar og Moniku.
Hann segist alltaf vilja hafa ákveð-
inn fáránleika í myndböndum sín-
um.
Austur-þýsku rokkararnir í Sub
Dub Micromachine skekja landann
á Grand Rokki í kvöld, en þeir segja
að rokkið hafi verið farvegur fyrir
uppreisnarandann í gamla Austur-
Þýskalandi.
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
DNA, fárán-
leiki og upp-
reisnarrokk
FÓLKIÐ
STÆRÐARINNAR ískastali verður
opnaður á Gamla torginu í Prag í
Tékklandi á sunnudag en Sagafilm
hefur séð um byggingu hans í sam-
vinnu við dótturfyrirtæki sitt í
Tékklandi, Softpillow.
Að sögn Sæmundar Norðfjörð,
framleiðanda kastalans, hefur und-
irbúningur staðið frá því í sumar en
smíðin hófst 13. nóvember sl. Sæ-
mundur segir að komið hafi verið
að máli við Sagafilm í sumar og
spurt hvort fyrirtækið gæti byggt
ískastala í líkingu við þann sem var
í James Bond myndinni Die another
day. „Við ákváðum að taka þetta að
okkur og höfum þurft að leysa ým-
iss konar vandamál í tengslum við
þetta verkefni. Með dyggri aðstoð
Sagafilm
byggir
ískastala
í Prag
Árna Páls Jóhannssonar, leik-
myndahönnuðar, og Ríkharðs
Kristjánssonar, verkfræðings, er
þetta að verða að veruleika. Hita-
stigið þarna rokkar frá því að vera
tíu gráður í plús og niður í mínus
tíu. Við höfum því þurft að nota
kælikerfi og fleira.“
Ísinn frá Kanada
Sæmundur segir að óskirnar hafi
verið þær að kastalinn yrði í anda
miðevrópsku kastalahefðarinnar.
„Við settum upp þrjá turna. Úr ein-
um þeirra kemur eldur, inni í ein-
um er ísbar og svo liggur renni-
braut út úr þeim þriðja.“
Ísinn þarf að vera alveg tær og
sérstaklega unninn og því þurfti að
flytja hann inn frá Kanada. „Síðan
hlóðum við stóra og mikla veggi á
milli turnanna en ískubbana í þá
bjuggum við til í Prag. Turnarnir
eru byggðir úr stáli og viði en svo
setjum við kælipípur utan á og úð-
um vatni yfir svo það virkar eins og
þetta sé allt gert úr ís,“ segir Sæ-
mundur.
Ískastalinn er 7-800 fermetrar og
verður upplýstur að innan. Gestir
og gangandi í Prag geta skoðað
fyrirbærið allan desembermánuð
en Sæmundur segir helstu ógnina
vera að hlýindi verði of mikil.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur sýknað rúmlega fimmtuga konu af
ákæru fyrir ölvunarakstur í júní. Í
skýrslu lögreglu er greint frá því að
ákærða hafi ekið bifreið frá Reykja-
vík til Kópavogs. Fyrir dómi kvaðst
ákærða hinsvegar hafa farið með
leigubíl.
Ákærða sagðist ekki muna eftir
skýrslugjöf hjá lögreglu enda mjög
drukkin. Bar hún ekki á móti því að
hafa sagt lögreglunni að hún hafi ek-
ið í umrætt sinn. Hafi hún gert það
hafi það ekki verið sannleikanum
samkvæmt.
Lögreglumaður sem tók varð-
stjóraskýrslu af ákærðu var búinn að
gleyma að mestu einstökum atvikum
málsins þegar hann kom fyrir dóm.
Þá mundi hvorugur lögreglu-
mannanna sem höfðu afskipti af
ákærðu á vettvangi eftir því hvaðan
hún sótti lykla að bílnum þegar hún
afhenti þeim þá. Annar þeirra mundi
heldur ekki eftir því hvort bifreiðin
var heit þegar hann fór inn í hana til
þess að aka henni á lögreglustöð.
Þótti dómnum að ekki hefði tekist að
sanna brot ákærðu og sýknaði hana.
Málið dæmdi Ólöf Pétursdóttir
dómstjóri. Verjandi ákærðu var Örn
Clausen hrl. og sækjandi Karl Ingi
Vilbergsson sýslumannsfulltrúi.
Dómsmál
tapaðist
vegna
gleymsku
ÁLFHEIÐUR Ingadóttir, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, er fyrsti flutnings-
maður tillögu til þingsályktunar um
að Alþingi kjósi nefnd sem fái það
verkefni að kanna starfsskilyrði
fjölmiðla, hræringar á fjölmiðla-
markaði og hvert stefni. Nefndin
skuli skipuð fulltrúum allra þing-
flokka.
Verkefni nefndarinnar verði einn-
ig að huga að því hvort þörf sé
lagasetningar eða aðgerða til að
treysta stöðu sjálfstæðs og fjöl-
breytts fjölmiðlareksturs hér á
landi.
Í tillögunni er lagt til að nefndin
kanni m.a. sérstaklega hvort
ástæða sé til að takmarka mögu-
leika aðila til eignarhalds á fjöl-
miðlum sem eru markaðsráðandi
eða mjög umsvifamiklir á öðrum
sviðum viðskipta, t.d. á sviði fjár-
málaþjónustu. Ennfremur hvort
setja beri sérstök ákvæði í lög sem
tryggi fullt gegnsæi eignarhalds á
fjölmiðlum.
Meðflutningsmenn Álfheiðar eru
Drífa Hjartardóttir, Sjálfstæðis-
flokki, Guðjón A. Kristjánsson,
Frjálslynda flokknum, Hjálmar
Árnason, Framsóknarflokki og
Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri
grænum.
Nefnd skoði starfs-
skilyrði fjölmiðla
BJÖRGUNARSKIP Slysavarna-
félagsins Landsbjargar, Hannes Þ.
Hafstein frá Sandgerði, dró 10 tonna
trillu til hafnar í Sandgerði um
klukkan 23 í gærkvöldi, en trillan
hafði fengið net í skrúfuna um 20 sjó-
mílur norðaustur af Sandgerði.
Einn skipverji var um borð og
tókst honum ekki að ná netinu úr
skrúfunni hjálparlaust, og kallaði
eftir aðstoð um kl. 17 í gærdag.
Björgunarskipið tók trilluna í tog
til Sandgerðis, og aðstoðaði við að
skera úr skrúfunni þegar til hafnar
var komið.
Trilla dregin
til hafnar
♦ ♦ ♦