Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 26
Landsmót | Bæjarráð Akureyrar styður
umsókn Ungmennafélags Akureyrar og
Ungmennasambands Eyjafjarðar til Ung-
mennafélags Íslands um að halda Lands-
mót á Akureyri árið
2009. Fyrsta Landsmót
ungmennafélaganna var
einmitt haldið á Ak-
ureyri árið 1909. Félögin
sendu erindi til íþrótta-
og tómstundaráðs þar
sem óskað er eftir því að
Akureyrarbær verði aðili að umsókn til
UMFÍ um að halda Landsmót árið 2007 eða
2009. ÍTA tók jákvætt í erindið og vísaði því
til umfjöllunar bæjarráðs sem nú hefur lýst
yfir stuðningi við umsóknina 2009. Margt
bendir til að landsmótið 2007 verði haldið
sunnan heiða og bæjarráð Árborgar sam-
þykkti nýlega að standa að umsókn um að
Landsmót Ungmennafélags Íslands verði
haldið í Árborg á vegum Héraðssambands-
ins Skarphéðins árið 2007 og tryggja nauð-
synlega uppbyggingu mannvirkja.
FRAMKVÆMDUM við byggingu
9. og 10. áfanga Verkmenntaskól-
ans á Akureyri er að mestu lokið og
nú er unnið að samningi um síðustu
áfangana við skólann og von er á
drögum að hönnun frá mennta-
málaráðuneyti. Þetta kemur fram í
skýrslu Hólmgeirs Karlssonar,
oddvita Héraðsnefndar Eyjafjarð-
ar, sem lögð var fram á vetrarfundi
nefndarinnar í vikunni. Gerður var
þríhliða samningur Héraðsnefnd-
ar, fjármálaráðuneytis og mennta-
málaráðuneytis um byggingu 9. og
10. áfanga og kom fram í máli
Hólmgeirs að leita þyrfti leiðrétt-
ingar á samningnum, enda liggi
fyrir að greiðslur sveitarfélaganna
eru mun hærri en umsamin 40%, ef
svokallaður normkostnaður verður
talist til best búnu framhaldsskóla
landsins, að mati Hólmgeirs.
Gert er ráð fyrir að miðrýmið
verði rúmir 1.100 fermetrar að
stærð, stjórnunarálmann um 200
fermetrar og heildarbyggingar-
kostnaður um 240 milljónir króna.
Fastir kennarar við VMA eru um
90 talsins en nú hafa aðeins um 30
þeirra skrifstofur eða vinnuaðstöðu
í tengslum við verknámsdeildir eða
vegna kennslustjórnar í stjórnuna-
rálmu. Haustið 2003 voru nemen-
daígildi í dagskóla 915 og 180 í fjar-
kennslu en á haustönn 1999 voru
nemendaígildi 828 í dagskóla og
130 í fjarnámi. Virkir nemendur við
upphaf skólastarfs í haust voru
1.156, segir ennfremur í skýrslu
oddvita héraðsnefndar.
ekki leiðréttur. Í raun sé kostnað-
arskiptingin nú nærri því að vera til
helmninga á milli ríkis og sveitarfé-
laga. Nokkur óánægja kom fram í
máli fulltrúa sveitarfélaga á fundi
héraðsnefndar með þessa þróun
mála. Hólmgeir sagði að koma
þurfi ríkinu í skilning um að þetta
gangi ekki lengur.
Síðustu áfangar VMA eru í raun
tvær framkvæmdir sem þó verða
væntanlega boðnar út í einu lagi.
Annars vegar bygging seinni hluta
svokallaðs miðrýmis og hins vegar
stækkun á stjórnunarálmu. Báðar
þessar einingar eru mikilvægar
fyrir starfsemi skólans og með
þeim næði heildarhugmynd hönn-
uða og skólastjórnenda fram að
ganga og VMA gæti áreiðanlega
Unnið að samningi um síðustu byggingaáfanga VMA
Vilja leiðréttingu á
kostnaðarskiptingu
AKUREYRI
26 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
10
www.islandia.is/~heilsuhorn
PÓSTSENDUM
Glerártorgi,
Akureyri, sími 462 1889
Fæst m.a. í
Árnesapóteki, Selfossi,
Lífsins lind í Hagkaupum
og , Kárastíg 1.
Betri einbeiting.
10
ára
Fullkomin fæðubót.
Nærandi og styrkjandi.
Fyrir fólk
undir miklu álagi.
Róandi og
jafnvægisgefandi.
Gott fyrir próflesturinn
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Vatteraðir jakkar
Stuttkápur
Pallíettutoppar
Síð pils og kjólar
NEMENDUR Menntaskólans á Akureyri hafa lagt nótt við dag við
að undirbúa árshátíð sem verður haldin í kvöld, föstudagskvöldið
28. nóvember í Íþróttahöllinni.
„Það er heilmikil stemmning hérna,“ sagði Kristjana Pálsdóttir,
varaformaður skólafélagsins Hugins, en fjöldi nemenda var að
störfum þar í gær við að búa Höllina sem best undir hátíðina. „Það
er mikil tilhlökkun meðal nema, eins og reyndar alltaf fyrir árshá-
tíð,“ sagði hún.
Um 800 manns sækja hátíðina, nemendur, kennarar og annað
starfsfólk. Elstu nemendurnir, fjórðubekkingar, mæta jafnan prúð-
búnir, í íslenskum búningi.
Skemmtiatriði eru öll í höndum nemenda, leikin verður tónlist,
Kór MA syngur, leikfélagið frumflytur leikþátt sem hlaut fyrstu
verðlaun í samkeppni fyrr í haust og þá verða flutt ávörp, m.a.
minni karla og kvenna.
Árshátíð MA er fjölmennasta vímulaus samkoma ungs fólks á Ís-
landi.
Morgunblaðið/Kristján
Hátíðin undirbúin: Elín, Katrín og Svava Hlín þræða snjókorn í
spotta, en reiknað er með að um 800 manns sæki árshátíðina.
Fjöldi að störfum
og mikil stemmning
FIÐRINGUR er verk sem einungis
er ætlað til að fá fólk til að hlæja of-
urlítið eina kvöldstund. Þessi Fiðr-
ingur er nýr revíufarsi eftir Aðalstein
Bergdal leikara og verður frum-
sýndur að Melum í Hörgárdal í kvöld,
28. nóvember kl. 20.30. Aðalsteinn
leikstýrir líka þessu verki sem gerist í
hádegisverðarhléi hjá sorphreins-
unarmönnum. Eins og títt er með
farsa kemur upp misskilningur og
stefnir í að upp komi meiriháttar
vandamál, enda ekki allt sem sýnist.
Leikarar eru þeir Jónsteinn Að-
alsteinsson, Stefán Guðlaugsson,
Haukur Steinbergsson, Hjálmar
Arnibjarnarson, Aðalsteinn Bergdal
og Haukur Harðarson, sem einnig
leikur á harmoniku. Haraldur Ingi
Haraldsson myndlistamaður hannar
leikmynd og lýsingu og ljósameistari
er Örn Þórisson.
Önnur sýning verður á laugardags-
kvöld og sú þriðja á sunnudagskvöld.
Miða er hægt að panta hjá Aðalsteini
og eins er miðasala að Melum opin
klukkustund fyrir sýningu.
Morgunblaðið/Kristján
Jónsteinn Aðalsteinsson og Stefán
Guðlaugsson, leikarar í Fiðringi.
Fiðringur
frumsýndur
Kvennaferð til Kenýa | Kynning á æv-
intýraferð kvenna til Kenýa verður í dag,
föstudaginn 28. nóvember kl. 18 í húsa-
kynnum Ferðaskrifstofu Akureyrar við
Ráðhústorg 3 á Akureyri. Elín Þorgeirs-
dóttir og Linda Björk Hilmarsdóttir far-
arstýrur halda kynninguna. Um er að ræða
16 daga ferð í febrúar á næsta ári og tak-
markast hópurinn við 20 konur.
Leitast verður við að sameina útiveru,
skemmtun, hvíld og dekur segir í frétt um
ferðina.Ferðin hefst í höfuðborg landsins,
Nairobi, þar sem farið verður að fyrrum
heimili Karenar Blixen. Síðan verður
ferðast um þjóðgarða, þ.á m. Masaii Mara
sem er Kenýa-hluti Serengetti-þjóðgarðs-
ins sem margir kannast við.
Farið verður að stöndum Indlandshafs
þar sem upplifunin beinist að fólkinu í land-
inu og farið verður í þorp þar sem kynnst
verður lífi innfæddra. Gistiaðstaða verður
fyrsta flokks, segir ennfremur.
Jólasögur Júlla | Jóladiskurinn Jólasög-
ur Júlla kemur út í dag, föstudaginn 28.
nóvember. Á honum eru fjórar jólasögur
fyrir jólabörn á öllum aldri eftir Júlíus Júl-
íusson frá Dalvík í flutningi höfundar. Þetta
eru kærleiksríkar jólasögur með ljúfum
jólatónum í bakgrunni segir í frétt um disk-
inn. Júlíus hefur haldið úti Jólavef Júlla á
Netinu í 5 ár og hafa um 140 þúsund manns
heimsótt hann á þeim tíma.
Í tilefni af útgáfu disksins verður út-
gáfuhátíð á Jólavef Júlla í dag frá kl. 10 til
15 þar sem ýmislegt verður um að vera,
getraun og fleira.
Útgefendur eru Júlíus Júlíusson og
Magnús Ólafsson hjá Mogomusic í Ólafs-
firði sem annaðist upptökur og fjölföldun.
Herstöðvamálið | Norðurlandsdeild Sam-
taka herstöðvaandstæðinga heldur opinn
fund á Kaffi Amor, efri hæð, á laugardag,
29. nóvember, kl. 15.
Aðalræðumaður er Stefán Pálsson sagn-
fræðingur og fjallar um „Herstöðvamálið í
íslensku og arabísku ljósi“. Valgerður
Bjarnadóttir flytur hugleiðingu um fyrsta
stríðið. Einnig verður upplestur og söngur.
LJÓSIN verða tendruð á jólatrénu á
Randers nú á laugardag, 29. nóv-
ember, en tréð er gjöf frá Randers,
vinabæ Akureyrar í Danmörku. At-
höfnin hefst með leik Lúðrasveitar
Akureyrar kl. 14.45, þá tekur Leik-
félag Akureyrar við og flytur leik-
þátt, Stúlknakór Akureyrarkirkju
syngur og Helgi Jóhannesson ræð-
ismaður Dana á Akureyri flytur
ávarp sem og Þóra Ákadóttir forseti
bæjarstjórnar Akureyrar. Ljósin
verða svo kveikt á trénu kl. 15.30.
Jólasveinar verða á kreiki og taka
lagið og loks verður gengið kringum
jólatréð.
Kveikt á jólaljósum