Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 4
HÆSTIRÉTTUR viðurkenndi með
dómi í gær rétt 18 ára stúlku til að
leggja bann við því að upplýsingar úr
sjúkraskrá látins föður hennar yrðu
fluttar í gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði. Með dómi sínum felldi Hæsti-
réttur þar með úr gildi ákvörðun
landlæknis sem hafnaði beiðni stúlk-
unnar um að heilsufarsupplýsingarn-
ar yrðu ekki fluttar í gagnagrunninn.
Hnekkti Hæstiréttur þar með dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur frá í mars.
Hæstiréttur segir í dómi sínum að í
8. grein laga um gagnagrunninn sé
kveðið á um rétt manna til að hafna
því, með tilkynningu til landlæknis,
að upplýsingar um þá verði færðar í
gagnagrunninn.
Taldi Hæstiréttur að dóttirin gæti
ekki neytt þessa réttar sem stað-
göngumaður látins föður síns, en fall-
ist var á það að hún gæti, vegna frið-
helgi einkalífs síns, haft hagsmuni af
því að koma í veg fyrir að heilsufars-
upplýsingar um föður hennar yrðu
færðar í gagnagrunninn, þar sem
ráða mætti af slíkum upplýsingum
atriði varðandi arfgenga eiginleika
föðurins, sem einnig gætu átt við um
hana.
Ekki eingöngu
kennitalan dulkóðuð
Talið var ótvírætt að ákvæði 1.
málsgreinar 71. greinar stjórnar-
skrárinnar tæki til slíkra upplýsinga
og veitti sérhverjum manni friðhelgi
um einkalíf sitt að þessu leyti.
Hæstiréttur telur að ekki hafi ver-
ið hnekkt þeirri ályktun héraðsdóms
að svokölluð dulkóðun í eina átt geti
verið framkvæmd með slíku öryggi
að nánast megi telja útilokað að lesa
dulritaðar upplýsingar. Til þess yrði
á hinn bóginn að líta að í lögunum um
gagnagrunninn – númer 139 frá
árinu 1998 – sé hvergi tiltekið nánar
hvaða upplýsingar úr sjúkraskrám
verði að dulkóða á þennan hátt fyrir
flutning þeirra í gagnagrunninn eða
hvort tilteknar upplýsingar, sem
komi fram í sjúkraskrám, verði ekki
fluttar þangað.
Segir Hæstiréttur að af gögnum
málsins virtist mega ráða að ein-
göngu kennitala sjúklings yrði dul-
kóðuð í gagnagrunninum, en nöfnum,
bæði sjúklings og vandamanna hans,
ásamt nákvæmlega tilgreindu heim-
ilisfangi yrði sleppt. Bersýnilegt sé
að upplýsingar um þessi atriði séu
ekki þær einu, sem fram komi í
sjúkraskrá og tekið geti af tvímæli, í
einstaka tilvikum, um hvaða maður
eigi í hlut.
Hæstiréttur segir einnig að í lög-
um sé kveðið á um heimild rekstr-
arleyfishafa til vinnslu á upplýsing-
um úr sjúkraskrám sem færðar eru í
gagnagrunninn. Komi fram í lögun-
um að tilgreindir opinberir aðilar
skuli samþykkja verklag og verkferli
ásamt því að fylgjast með öllum fyr-
irspurnum og vinnslu upplýsinga í
grunninum. Ekki sé hins vegar af-
markað með nákvæmum hætti hvers
konar fyrirspurnum verði beint til
gagnagrunnsins eða í hvaða búningi
svör við þeim muni birtast.
Loks telur Hæstiréttur, að þótt í
einstökum ákvæðum laganna um
gagnagrunninn sé ítrekað skírskotað
til þess að heilsufarsupplýsingar í
honum eigi að vera ópersónugrein-
anlegar þá skorti mjög á að tryggt sé
nægilega, með ákvæðum settra laga,
að þessu yfirlýsta markmiði verði
náð. Vegna þeirra skyldna sem fyrsta
málsgrein 71. greinar stjórnarskrár-
innar leggi á löggjafann geti ýmiss
konar eftirlit með gerð og starf-
rækslu gagnagrunnsins ekki komið
hér í staðinn, án þess að við ákveðnar
lögmæltar viðmiðanir sé að styðjast.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar
Gíslason, Gunnlaugur Claessen,
Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr.
Hafstein. Niðurstaða dómara var
einróma. Lögmaður stúlkunnar var
Ragnar Aðalsteinsson hrl. Skarphéð-
inn Þórisson ríkislögmaður var til
varnar.
Heilsufarsupplýsingar látins föður fari ekki í gagnagrunn
á heilbrigðissviði samkvæmt dómi Hæstaréttar
Bann til að vernda
friðhelgi einkalífs
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÝ stjórn var kjörin á hluthafafundi hjá Norðurljósum samskiptafélagi hf. í
gær. Stjórnina skipa sem fyrr Sigurjón Sighvatsson og Sigurður G. Guð-
jónsson en nýir í stjórn eru lögmennirnir Ragnar H. Hall hrl., sem er formað-
ur stjórnar, Gunnar Jónsson hrl. og Hörður Felix Harðarson hrl. Allir þrír
eru frá Lögmönnum Mörkinni ehf. og hafa þeir sinnt lögmannsstörfum fyrir
Norðurljós. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hér um bráðabirgða-
stjórn að ræða sem ætlað er að undirbúa hlutafjáraukningu í félaginu. Þess
er vænst að tillaga þess efnis verði lögð fyrir hluthafafund á næstunni.
Morgunblaðið/ÞÖK
Jón Ólafsson sat í gær sinn síðasta stjórnarfund hjá Norðurljósum. Sig-
urður G. Guðjónsson og Sigurjón Sighvatsson sitja áfram í stjórn félagsins.
Myndin var tekin á hluthafafundi í kjölfar fundar fráfarandi stjórnar.
Ný stjórn Norðurljósa
KÁRI Stefánsson forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar leggur
á það áherslu að dómur Hæsta-
réttar hafi nákvæmlega engin
áhrif á starfsemi ÍE. „Þessi dóm-
ur fjallar um afmarkaðan hluta af
gagnagrunnshugmyndinni,“ sagði
Kári í samtali við Morgunblaðið í
gær.
„Dómurinn er sá að skyldmenni
geta krafist þess að upplýsingar
séu ekki settar inn í miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðissviði.
Ein túlkun á því er að það veiti
látnum og lifandi sömu réttindi til
þess að draga upplýsingar úr
gagnagrunni sem er ekki til. Það
má segja að Hæstiréttur hafi
leyst úr ákveðnu deilumáli, en
hins vegar má segja að líklegt sé
að allflestir látnir á Íslandi eigi
fleiri en eitt lifandi skyldmenni.
Það er ekki ólíklegt að skyld-
menni látins fólks hafi mismun-
andi skoðanir á hinum ýmsu mál-
efnum, þannig að ef eitt
skyldmenni vill
að upplýsing-
arnar séu flutt-
ar í burtu, þá
eru 92% líkur á
því að hvert
annað skyld-
menni viðkom-
andi vilji að
upplýsingar séu
í gagnagrunn-
inum. Það má
leiða að því rök að Hæstiréttur
hafi kveðið upp úrskurð sem leysi
eitt deilumál sem búi til óteljandi
önnur. En þessi deilumál fjalla öll
um gagnagrunn sem er ekki til
og er ekki hluti af starfsemi okk-
ar núna og kemur þar af leiðandi
ekki til með að hafa nein áhrif á
það sem við erum að gera í dag,“
segir Kári og bætir ennfremur
við að dómurinn komi til með að
hafa hverfandi áhrif á gagna-
grunninn þegar hann verður sett-
ur saman.
Kári Stefánsson
Hefur engin áhrif á það
sem ÍE er að gera í dag
RANNSÓKN fíkniefnadeildar lög-
reglunnar í Reykjavík á meintri am-
fetamínframleiðslu í heimahúsi í
Kópavogi er forgangsmál hjá lög-
reglunni, en tveir sakborningar sitja
í tveggja vikna gæsluvarðhaldi
vegna málsins. Sá þriðji og jafnframt
sá yngsti var látinn laus að loknum
yfirheyrslum í fyrrakvöld. Sakborn-
ingarnir eru frá tvítugu til rúmlega
þrítugs.
Rannsókn lögreglunnar beinist
m.a. að því hversu lengi umrædd
starfsemi hefur verið í húsinu og
einnig hvort og þá hvaða tengsl séu á
milli hennar og amfetamínmarkað-
arins hérlendis. Einnig tekur rann-
sóknin mið af því hvort fleiri kunni að
tengjast málinu en þeir þrír sem
þegar eru grunaðir. Rannsóknin er á
frumstigi og því er allt á huldu um
þessi atriði.
Haldlögð efni bíða nánari
greiningar
Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn og yfirmaður fíkniefna-
deildar segir fyrir liggja að greina
nánar það sem hald var lagt á í hús-
leitinni í fyrradag en þar er um að
ræða margskonar efni og efnasam-
bönd auk framleiðslutækja af ýms-
um gerðum.
Íbúðin sem ráðist var til inngöngu
í, er í húsi í Kópavogi, sem byggt var
sem iðnaðarhúsnæði en á seinni ár-
um hafa þar verið innréttaðar íbúðir
til búsetu, þar á meðal umrædd íbúð.
Alls sitja fjórir sakborningar í
gæsluvarðhaldi í þágu rannsókna á
fíkniefnamálum hjá lögreglunni í
Reykjavík, þar af tveir vegna am-
fetamínmálsins eins og áður gat. Mál
þar sem beitt hefur verið slíkum
þvingunarúrræðum njóta forgangs
fram yfir önnur mál hjá lögreglunni
enda kappkostað að hraða rannsókn-
um til að sakborningar þurfi ekki að
sitja lengur í varðhaldi en efni standa
til, að sögn Ásgeirs Karlssonar.
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um umfangsmikla amfetamínframleiðslu
Morgunblaðið/Sverrir
Meðal sönnunargagna í málinu eru þessi efni og tæki sem lögreglan lagði
hald á við húsleitina í Kópavogi síðastliðinn miðvikudag.
Rannsókn
málsins for-
gangsmál hjá
fíkniefnadeild
FJÖGURRA bíla árekstur varð
á mótum Hafnarfjarðarvegar
og Nýbýlavegar í Kópavogi á
níunda tímanum í gærmorgun,
en engin slys urðu á fólki.
Tildrögin voru mjög óvenju-
leg, en í upphafi var tilkynnt
um tveggja bíla árekstur við
Nýbýlaveg. Þegar lögregla var
rétt ókomin á vettvang var aft-
ur hringt og þá hafði þriðji bíll-
inn lent á öðrum hinna tveggja.
Skömmu eftir að lögreglan
kom á staðinn kom síðan fjórði
bíllinn á fleygiferð og reyndi að
forðast að lenda í kösinni með
því að sveigja út fyrir veg þar
sem hann hafnaði á hvolfi.
Ekki er hægt að segja að
rammt hafi kveðið að árekstr-
um í Kópavogi í hálkunni sem
verið hefur undanfarna daga,
fyrr en nú. Í Reykjavík byrjaði
vikan illa en síðan hefur jafnt
og þétt dregið úr árekstrum.
Fjögurra
bíla
árekstur í
Kópavogi