Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 60
ÍÞRÓTTIR
60 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ERLA Steinunn Arnardóttir, tví-
tug knattspyrnukona sem leikur
með sænska úrvalsdeildarliðinu
Stattena, hefur að undanförnu
æft með Evrópumeisturum fé-
lagsliða, Umeå í Svíþjóð, sem
hefur áhuga á að fá hana í sínar
raðir.
Erla er ættuð frá Vestmanna-
eyjum en fæddist í Helsingborg í
Svíþjóð. Hún kom til Íslands og
lék með Breiðabliki sumarið
2002 og skoraði þá 7 mörk í 12
leikjum fyrir Kópavogsliðið í úr-
valsdeildinni. Hún lék þá enn-
fremur einn leik með 21 árs
landsliðinu. Síðasta vetur gekk
hún til liðs við Stattena, nýliða í sænsku úr-
valsdeildinni, og var í lykilhlutverki hjá lið-
inu sem kom nokkuð á óvart með því að
halda sér í deildinni. „Við verð-
um áfram í sambandi við Erlu,
sem er mjög efnilegur leikmaður
og svo sjáum við til. Við munum
ekki gera miklar breytingar á
okkar leikmannahópi,“ sagði
Roland Arnqvist, forsvarsmaður
Umeå, við Helsingborgs Dag-
blad, en lið Stattena er frá Hels-
ingborg í Svíþjóð.
„Umeå er með marga mjög
góða leikmenn og það var mikill
munur á æfingunum þar og hjá
Stattena, meiri gæði og meiri
hraði, og þetta var virkilega
gaman. Kuldinn var reyndar erf-
iður, við æfðum í 10 til 12 stiga
frosti og það var ekki hægt að standa kyrr.
Framhaldið skýrist nánar þegar ég hef rætt
við Stattena um málið,“ sagði Erla við blað-
ið en Umeå er í Lapplandi, nyrsta hluta Sví-
þjóðar.
Helsingborgs Dagblad segir að vel komi
til greina að Umeå semji við Stattena um að
Erla leiki þar áfram næsta tímabil, fylgist
með framgangi hennar og fái hana síðan til
sín fyrir tímabilið 2005 ef allt gengur að
óskum.
Umeå varð UEFA-meistari kvenna á síð-
asta tímabili og er komið í undanúrslit
keppninnar í ár eftir tvo sigra á Energija
Voronezh, 2:1 í Rússlandi og 2:1 í Svíþjóð.
Liðið hafnaði í öðru sæti sænsku úrvals-
deildarinnar, einu stigi á eftir meisturum
Djurgården/Älvsjö og fimm stigum á undan
Malmö FF, liði Ásthildar Helgadóttur, og
tapaði aðeins einu sinni í 22 leikjum. Statt-
ena, lið Erlu, endaði í tíunda sæti af tólf lið-
um, sjö stigum fyrir ofan liðin tvö sem féllu
úr úrvalsdeildinni.
Íslensk knattspyrnukona í raðir
Evrópumeistaraliðs Umeå í Svíþjóð?
Erla Steinunn
Arnardóttir
EINAR Örn Aðalsteinsson
körfuknattleiksmaður er
hættur hjá Tindastóli og geng-
inn til liðs við sitt gamla félag,
Þór á Akureyri. Einar Örn
gekk til liðs við Tindastól síð-
asta haust þegar Þórsarar
drógu lið sitt úr keppni í úr-
valsdeildinni. Á heimasíðu
körfuknattleiksdeildar Tinda-
stóls kemur fram að Einar
hætti hjá félaginu af persónu-
legum ástæðum og var gengið
frá félagaskiptunum í gær.
Hann verður löglegur með
Þórsurum eftir mánuð.
Einar lék með Þórsurum í
úrvalsdeildinni frá 1998 til
2002 og skoraði að meðaltali
um 10 stig í leik fyrir þá á
þeim árum. Í fyrra gerði hann
5,9 stig að meðaltali í 18 leikj-
um Tindastóls í deildinni og í
vetur hefur hann gert 5,7 að
meðaltali í sex leikjum Sauð-
krækinga. Endurkoma Einars
er mikill styrkur fyrir Þórsara
sem eru í sjötta sæti 1. deildar.
Einar Örn
aftur til
Þórsara
UPPSKERUHÁTÍÐ Framfara,
hollvinafélags millivegalengda- og
langhlaupara, var haldin á dögunum.
Þar var veitt viðurkenning til þeirra
sem þóttu hafa skarað fram úr á
árinu. Eftirtaldir voru heiðraðir fyrir
að setja öldungamet í millivega-
lengda- og langhlaupum: Í 800 metra
hlaupi í 40 ára flokki karla setti Örn
Gunnarsson met, 2.07,70 mín.
MARTHA Ernstsdóttir, úr ÍR,
setti met í 1.500 m hlaupi í í 35 ára
flokki kvenna, 4.43,65. Hún bætti
einnig metið í 5.000 m hlaupi í sama
flokki, hljóp á 17.07,65 mín.
HELGA Björnsdóttir setti met í
10.000 m hlaupi í 50 ára flokki, 44,01
mín.
STEINAR Friðgeirsson sló metið í
hálfmaraþoni í 45 ára flokki þegar
hann hljóp vegalengdina á 1 klukku-
stund, 16 mínútum og 14 sek. Í sömu
vegalengd bætti Sigurður Kr. Jó-
hannsson fyrra met þegar hann hljóp
á 1 klukkustund, 38 mínútum og 17
sek.
GUÐJÓN Guðmundsson sló metið
í maraþonhlaupi í 50 ára flokki, hljóp
á 3 klukkustundum, 4 mínútum og 23
sekúndum. Lína Gunnarsdóttir
bætti metið í maraþonhlaupi í 55 ára
flokki, hljóp vegalengdina á 4
klukkustundum, 53 mínútum og 33
sekúndum.
NEFND skipuð þeim Ágústi Ás-
geirssyni, Gunnari Páli Jóakimssyni
og Sigurði Pétri Sigmundssyni út-
nefndi eftirtalda verðlaunahafa árs-
ins á uppskeruhátíðinni; Stefán Guð-
mundsson, Breiðabliki sem ungling
ársins. Stefán bætti sig verulega á
árinu og hljóp m.a. 3.000m hindrun-
arhlaup á 10.00,2 mín., og 3.000m
hlaup á 9.06,75 mín.
GERÐUR Rún Guðlaugsdóttur
var útnefnd af nefndinni fyrir fram-
farir ársins í kvennaflokki. Gerður
bætti sig vel í 5 km, 10 km og hálf-
maraþonhlaupum á árinu og hljóp
m.a. hálfmaraþon á 1.20,29 klst og
10km götuhlaup á 35,52 mín. Hálf-
maraþontími hennar skipar henni í
annað sæti á íslenska afrekalistanum
frá upphafi.
ÞÁ var Björn Margeirsson verð-
launaður fyrir framfarir ársins í
karlaflokki. Hann bætti sig úr 1.54,14
mín., í 1.51,50 í 800m hlaupi og úr
3.53,05 í 3.47,61 mín., í 1.500m hlaupi
auk þess sem hann sigraði í síðar-
nefndu greininni á Smáþjóðaleikun-
um í júní. Tími Björns í 1.500m hlaupi
setur hann í fimmta sæti íslenska af-
rekslistans í greininni frá upphafi hér
á landi. Björn stefnir að því að kom-
ast á Ólympíuleikana í Aþenu á
næsta sumri og hyggst eingöngu
leggja stund á æfingar og keppni í
því skyni næstu mánuði. Hann er nú í
sex vikna æfingabúðum í Athens í
Georgíuríki í Bandaríkjunum.
FÓLK
Spurður hvað hafi tafið hann mestvið skrifin sagði Ingimar að
hann hefði sent fyrirspurnir til for-
ráðamanna golf-
klúbba víðsvegar um
landið til þess að afla
upplýsinga um ýmsa
hluti en viðbrögðin
hefðu verið misjöfn. „Það má segja
að mér hafi gengið illa að nálgast
upplýsingar um það sem ég var að
leita að. Ég sendi fjölmörg bréf,
tölvupóst auk fjölmargra símtala en
þurfti oft að bíða í mjög langan tíma
eftir svari. Í nokkrum tilvikum var
mér alls ekki svarað og slíkir hlutir
töfðu ferlið mjög mikið. Þegar ég
lagði af stað í þetta verkefni taldi ég
mig geta skrifað hnitmiðaða bók um
golfið á stuttum tíma. Þar ætlaði ég
að ná saman á einum stað hugtökum
íþróttarinnar sem væru skilgreind
með skipulögðum hætti auk þess
sem upplýsingar um þekkta íslenska
og erlenda kylfinga væri þar að
finna. En eins og sjá má í formála
bókarinnar tók ritun bókarinnar
meira en áratug, sem er allt of lang-
ur tími.“
Í bókinni er fjallað um kylfinga,
golfklúbba, golfvelli, mót, golfreglur
og algengustu hugtök.
Ingimar sagði að hann hefði ekki
lent í umtalsverðum vandræðum
með að rita sjálfa bókina en umfang
hennar hefði hinsvegar orðið meira
eftir því sem árin liðu. „Ég studdist
við ýmsar heimildir og þar á meðal
alfræðibók um golf sem gefin var út í
Þýskalandi og í samnburði við þá
bók er ég viss um fáar þjóðir geta
státað af jafn ítarlegri bók og þeirri
sem nú er komin út á íslensku,“ seg-
ir dr. Ingimar og er óhætt að taka
undir þau orð hans.
Bókina tileinkar Ingimar sam-
býliskonu sinni Lovísu Einarsdótt-
ur.
„Mér finnsta gaman að tileinka
bækurnar sem ég skrifa ákveðnum
einstaklingum og hef gert það í síð-
ustu þremur bókum sem ég hef
skrifað.“
Ingimar slær kúluna hvítu að
mestu á heimavelli sínum í Golf-
klúbbi Kópavogs og Garðabæjar en
hann er með 17 í forgjöf. Eins og áð-
ur segir vaknaði áhugi hans á golfinu
á ný árið 1991 og var það fyrrver-
andi nemandi hans á íþróttakenn-
araskólanum á Laugarvatni, Jón H.
Karlsson, sem dró hann af stað á ný.
„Jón var mikið að æfa sig á Laug-
arvatni enda landsliðsmaður á þeim
tíma og ég fékk lánaðar kylfur hjá
honum. Eftir það varð ekki aftur
snúið og ég hef leikið mikið undan-
farin ár. Við búum rétt við golfvöll
GKG og ef veðrið er skaplegt er
mjög líklegt að ég sé þá stundina að
leika golf. Jú, það má segja að ég sé
með golfbakteríuna svonefndu. Ég
hef leikið m.a. á Spáni í tvígang og
einnig hef ég farið á nokkra velli
víðsvegar um landið. Ekki alla þó en
þeim á eftir að fjölga í nánustu fram-
tíð.“
Ingimar er hættur að kenna við
íþróttakennaraskólann sem er nú
hluti af Kennaraháskóla Íslands.
„Árin líða og ég er víst kominn á eft-
irlaun en hef þó nóg fyrir stafni. Ég
var í rannsóknarleyfi síðari hluta
ársins í fyrra og byrjaði þá á bók
sem heitir átök og deilur um Ólymp-
íuleika. Það verður næsta verkefni
að klára að skrifa þá bók. Reyndar
hef ég verið að safna að mér efni í
stóra bók alfræðibók um íþróttir, en
ég held að ég leggi ekki í það verk að
svo stöddu,“ segir dr. Ingimar Jóns-
son.
Morgunblaðið/Sverrir
Dr. Ingimar Jónsson gluggar í nýjasta „afkvæmið“ á heimili sínu í Garðabæ.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
„Glíman við alfræðibókina hófst fyrir rúmum áratug,“ segir dr. Ingimar Jónsson
„Ef vel viðrar er ég
úti á golfvelli að spila“
ÉG fór að leika golf á ný eftir langt hlé árið 1991 er ég var kennari
við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og þá kviknaði áhugi hjá
mér að skrifa alfræðibók um golfíþróttina. Á þeim tíma hafði ég
skrifað tvær slíkar bækur, alfræðibók um skák sem kom út 1988 og
áður kom út bókin Íþróttir frá a-ö árið 1976. Ég taldi mig því vera í
stakk búinn til að skrifa slíka bók um golf en ég gerði ekki ráð fyrir
að sú glíma myndi taka rúman áratug,“ sagði dr. Ingimar Jónsson í
samtali við Morgunblaðið á dögunum en út er komin vegleg alfræði-
bók um golf sem er rúmlega 350 bls. og með yfir 500 ljósmyndum.
FINNUR Jóhannsson, liðsstjóri ÍR-inga í
handknattleik, hefur verið úrskurðaður í eins
leiks bann af aganefnd HSÍ og gert að greiða
10 þúsund krónur í sekt. Finnur fékk rautt
spjald að loknum leik HK og ÍR í Digranesi á
dögunum, fyrir orðbragð í garð dómaranna,
en ÍR-ingar voru óhressir með að fá ekki að
byrja á miðju eftir að HK jafnaði metin,
20:20, sex sekúndum fyrir leikslok. Leik-
maður HK kom þá í veg fyrir að miðjan væri
tekin og á meðan rann leiktíminn út.
Finnur var áður leikmaður með ÍR en lék
einnig sem línumaður með Val á árum áður.
ÍR er sem stendur í efsta sæti s-riðils RE/
MAX deildarinnar í handknattleik með 19
stig að loknum 11 umferðum.
Aðeins þrjár umferðir eru eftir af for-
keppni RE/MAX deildarinnar og er næsti
leikur ÍR gegn botnliði Selfoss. Leikurinn
verður í Austurbergi í kvöld.
Finnur fékk
bann og sekt