Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ævintýradansleikhúsiðþróaðist upp úr spu-nadanshópi barnasem Anna kom á laggirnar og stjórnaði á Akureyri. Haustið 2002 fékk hún Örnu til liðs við sig og saman mótuðu þær fjöl- listanámskeiðið. Tilgangurinn með námskeiðunum er m.a. sá að efla frumlega sýn barna og þjálfa þau í tjáningu. Einn- ig að laða fram og efla eðlislæga hæfni þeirra í líkamstjáningu, og skapandi starf. Þær stöllur fullyrða að umrædd atriði hafi mikið uppeldislegt gildi; börnin þjálfist í mannlegum sam- skiptum, sjálfsmyndin styrkist og sjálfstraust aukist. Í ævintýradansleikhúsinu vinna börn og fullorðnir saman sem jafn- ingjar. Leiðbeinendur taka virkan þátt í sýningunum með börnunum og stefnt er að því að vinna einnig með atvinnuleikurum, dönsurum og tónlistarmönnum. Þær segja Leik- félag Akureyrar hafa sýnt áhuga á samstarfi, og nú þegar hefur Leik- félagið sýnt hug sinn í verki með því að útvega æfingahúsnæði, leik- myndasmíði og búningasaum. Einn- ig hefur verið ákveðið að setja upp leiksmiðju með börnum og atvinnu- leikurum fljótlega eftir áramótin, sem fyrirhugað er að verði byrjunin á enn meira samstarfi. „Okkur finnst spennandi að börn- in fái að starfa með atvinnumönnum, leikurum og tónlistarmönnum. Okk- ur langar að sjá þau græða á reynslu atvinnufólksins og á móti að það græði á gleði barnanna,“ segir Arna þegar þær Anna fræða blaðamann um starfsemina. Þær segja vinnuna grundvallaða á leik. Skapandi hugsun og máttur leiksins sé nýttur sem grunnur að rannsóknum og tilraunum með möguleika einstaklingsins og mögu- leika hópsins. Náttúruleg hreyfigeta líkamans er grunnur að skipulögð- um vísindalegum könnunarleið- öngrum þar sem börnin finna og uppgötva í gegnum eigin líkama og tilfinningar, vinna með rými, rytma, liti og form, segja þær. „Við leyfum okkur að vera með börnum, leyfum okkur að láta heillast af fyrirbærum tilverunnar og að þau láti heillast,“ segir Arna. Unnið er með ólíka einstaklinga á jafningjagrundvelli, segja þær, og lögð áhersla á að nálgast hæfni hvers og eins um leið og unnið sé með hæfni fólks til að setja sig í spor annarra. Hreyfihamlaðir eru til dæmis með í hópnum. Arna Guðný, sem er fjöl- listamaður, og dansarinn Anna eiga báðar langan feril að baki sem lista- menn og í starfi með börnum, en báðar hafa kennt árum saman við leikskólabraut Háskólans á Ak- ureyri. Arna kynntist fyrst fjöl- listastarfi með börnum í listasmiðju Gerðubergs, Gagni og gamni, sem starfrækt hefur verið í mörg ár. „Við reynum að hafa útgangs- punktinn barnið sjálft og líkama þess,“ segir Arna þegar þær Anna setjast niður með blaðamanni og fræða hann um starfsemina. „Barnið vinnur með rými og ýmsa þætti, það kannar tilveru sína í gegnum eigin líkama og hreyfifærni. Síðan vinnum við áfram yfir í aðra list- miðla, svo sem hljóð og mynd og vinnum rýmisverk.“ Hún segir þær leggja upp úr því að vinna með sem flesta listmiðla, „ýmsa tjámiðla og tengjum þá við hvunndag barnanna. Reynum að brjóta niður veggi á milli listgreina og svo veggi á milli listar og hvunn- dags“. Segir að til dæmis með verki sem þær sýndu í glugganum í Penn- anum-Bókvali í síðasta mánuði hafi markmiðið ekki verið að vinna lista- verk, heldur ferliverk „þar sem börnin vinna með ákveðna þætti, eins og til dæmis gegnsæi, sem er spennandi þema“. Sú sýning var mikil upplifun, að sögn þeirra. „Við vildum að stelp- urnar áttuðu sig á því að það sem þær eru að fást við er jafn merkilegt og fullorðnir gera,“ segir Anna. Fyrsta opna sýningin á vegum æv- intýraleikhússins fór fram síðast- liðið vor í Ketilhúsinu. „Við fengum þá styrk úr Menningarsjóði KEA og réðum til okkar tæknimann úr leik- húsinu. Það var fyrsti snertiflötur okkar og leikhússins,“ segir Anna. „Húsfyllir var á þeirri sýningu. Í kjölfarið ákváðum við að halda gluggasýningar. Okkur finnst mik- ilvægt að börnin fái að njóta sín í þjóðfélaginu; það er mjög mikilvægt að þau verði sýnileg í samfélaginu.“ Arna bætir við: „Aðalmálið er að gera börnunum kleift að ná sam- bandi við eigin hæfileika.“ Eftir þessar góðu viðtökur ákváðu þær að gera sýningar mánaðarlega í miðbæ Akureyrar til þess að lífga upp á mannlífið. „Byrjuðum í haust og erum búnar að koma fram í tveimur gluggum – í verslununum Centro og Pennanum-Bókvali – og okkur fannst mjög rausnarlegt af forráðamönnum þeirra að sam- þykkja sýningarnar. Þá vorum við með uppákomu í miðbænum á Ak- ureyrarvökunni með börnunum,“ segir Anna. Þær segja þá uppákomu hafa vak- ið mikla athygli. Fjöldi fólks hafi fylgt þeim um miðbæinn og talsvert verið um að foreldrar skráðu börn sín á námskeið á eftir. Viðbrögðin almennt reyndar verið mjög jákvæð. „Börnin á námskeiðunum eru 7 til 10 ára. Allt reyndar stelpur nú, þótt strákar séu að sjálfsögðu velkomnir, og alveg ljóst að þær að þjálfast mjög í því að koma fram fyrir al- menning og framkvæma það sem þeim finnst athyglisvert, og finnst þess virði að leyfa öðrum að njóta, á mjög afslappaðan hátt.“ Anna segir þær Örnu ekki alltaf sammála um leiðir en meginmark- miðin séu vissulega þau sömu; að leyfa börnunum að njóta sín. Þriðja gluggasýning hópsins verð- ur í dag í Apótekaranum í Hafn- arstræti og verkin hlutu nöfn með tilliti til staðarins: „Þar ætlum við að flytja höfuðverk, handaverk, fóta- verk og magaverk,“ segir Arna. „Börnin semja sjálf það sem þau flytja og við höldum utan um hlutina með þeim,“ bætir Anna við en hún er þátttakandi í verkinu. „Hluti af mínu innleggi er meðvitund um eigin lík- ama, upplifun á líkamanum og því sem hann getur og getur ekki.“ Þær segja nemendurna í mark- vissri hreyfiþjálfun í því skyni að hlusta, sjá og heyra, finna hvernig heimurinn í kringum þá er, og finna aðferðir til þess að bregðast við því óvænta. „Tilvera okkar gengur í raun og veru út á það að bregðast við,“ segir Arna. „Þær hlusta eftir rytma, til- einka sér einfaldan rytma til að geta síðan búið til flóknari,“ bætir Anna við. Arna: „Rytmi hefur gríðarleg áhrif á allt líf okkar; sá fyrsti er hjartsláttur móður okkar í móð- urkviði. Hann er í eigin líkama og kemur svo fyrir alls staðar í hinum sýnilega heimi. Ég lít á manneskj- una sem margmiðlunarveru. Við eigum ótrúleg skynfæri sem eru í raun ekkert annað en mælitæki, sem við notum til að mæla tilveru okkar frá því við fæðumst; við búum yfir ótrúlegri færni til að meta innra líf okkar og ytra líf og tengja innri veruleika við ytri veruleika. Og í mínum huga fjallar list, hvort sem það er tónlist, myndlist eða einhver önnur list, í raun um það að mæla til- veruna með skynfærunum. Við er- um alltaf að skoða vegalengdir, speglun, rytma, mynstur. Þetta eru sömu hlutir og raunvísindin skoða með öðrum mælitækjum.“ Anna tekur við og segir að vitn- eskjan um rytmann búi í barninu þegar það fæðist, „því það hefur heyrt hjartslátt. Ég tek bara í hönd- ina á börnunum og leiði þau þangað sem þau hafa hvort sem er verið. Og þau eru snögg að gera flóknari hluti; heyra einn tón og svo annan, hægan og hraðan, og setja allt saman. Þau auka sjálf færni sína með því að þau eru minnt á. Gera hluti sem eru þeim eðlislæg. Við erum að laða fram eðlislæga lagni, með öllum ald- ursflokkum.“ Arna botnar þetta og segir þær einmitt reyna frekar að laða fram en kenna. Hægt er að fara mismunandi leið- ir, segir Anna, en mjög gott sé að vinna með börnum í gegnum leik. „Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á það,“ segir þá Arna, „að leikurinn er mjög öflug eðlislæg námsleið; barnið er í leik að kanna sinn eigin raun- veruleika.“ Anna: „Og þegar raunveruleg at- hygli er vakin þá hverfa yfirleitt agavandamálin. Mannlegt eðli kem- ur í veg fyrir að það virki alltaf, en þær hafa ákveðnar umgengn- isreglur,“ – „og þá skapast mjög ákveðinn agi“ segir Arna. Mikilvægt að börn verði sýnileg í samfélaginu Ævintýradansleikhús barna er eftirtektar- vert fyrirbæri sem listamennirnir Arna Guðný Valsdóttir og Anna Richardsdóttir starfrækja á Akur- eyri. Skapti Hall- grímsson ræddi við fjöllistakonuna og spunadansarann. Ljósmynd/Trausti Dagsson Sköpun og tjáning: Frá sýningu ævintýradansleikhússins í verslun Pennans-Bókvals í haust. Tilgangurinn með ævintýradansleikhúsinu er m.a. sá að efla frumlega sýn barna og þjálfa þau í tjáningu. skapti@mbl.is MÁLÞING verður haldið í íslenska sendiherrabústaðnum í París, 113, av. Henri Martin, 75016 Paris á morgun, laugardag. Málþingið verð- ur með svipuðu sniði og málþing um Halldór Laxness, Heimskringlu og Njálu sem haldin hafa verið á sama stað á síðustu árum. Í ár verður að nokkru leyti fjallað um Íslandskynn- inguna, sem haldin verður í Frakk- landi haustið 2004. Málþingið fer fram á frönsku. Sendiherrann flytur ávarp kl. 15. Þátttakendur eru: Ásdís Ólafsdóttir sem kynnir íslensku vísindasýn- inguna sem verður í Palais de la Dé- couverte í september 2004, Æsa Sig- urjónsdóttir kynnir væntanlega ljósmyndasýningu í Rennes haustið 2004 og flytur fyrirlestur um ís- lenska samtímalist, Patrick Guelpa kynnir bók sína „Un homme de dés- irs: le poète islandais Einar Bene- diktsson“, Friðrik Rafnsson kynnir fyrirhugaða sýnisbók íslenskra bók- mennta og Thor Vilhjálmsson les upp úr bók sinni Morgunþula í stráum. Íslensk menn- ing í París Á TÓNLEIKUM í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 munu Anette Maria Slaatto lágfiðluleikari, Mar- ianne Rørholm mezzósópran og Pål Lindtner Eide píanóleikari flytja verk eftir Atla Heimi Sveinsson og önnur norræn tónskáld, auk tónlistar eftir Jo- hannes Brahms. Meðal þess sem heyra má í kvöld er einleikssónata fyrir lágfiðlu sem Atli Heimir samdi sérstaklega fyrir Anette Mariu Slaatto, þrjú íslensk sönglög sem Atli Heimir samdi við ljóð Einars Braga fyrir mezzósópran, víólu og pí- anó sem aðeins hafa verið flutt einu sinni áður, í 80 ára afmæli skáldsins, auk þess sem flutt verða tvö sönglög eftir Atla Heimi við texta eftir Beatrice Cantoni fyrir mezzósópran og píanó. „Ég samdi einleiksverkið sérstaklega fyrir Slaatto, en hún er þekktur lágfiðluleikari í Dan- mörku og spilaði um margra ára skeið í dönsku út- varpshljómsveitinni, einni þekktustu sinfóníu- hljómsveit Dana. Slaatto hafði samband við mig og bað mig að semja fyrir sig, en hún hafði heyrt ein- hver verka minna úti í Danmörku. Ég geri nú ekki mikið af því lengur að taka svona pantanir þar sem ég er að sinna öðrum verkefnum, þar á meðal stórum sinfóníum sem taka mestan minn tíma og orku. Slaatto hafði hins vegar sent mér disk þar sem hún var að leika einleiksverk sem helstu tón- skáld Danmerkur höfðu sérstaklega samið handa henni og hún spilaði svo fallega að ég lét til leiðast. Enda gaman að bætast í þann góða hóp sem samið hefur fyrir hana,“ segir Atli Heimir. Þetta er þó ekki fyrsta sinn sem Atli Heimir semur fyrir lágfiðlu því fyrir rúmum þremur ára- tugum samdi hann einleikskonsertinn Könnun fyrir lágfiðlu og hljómsveit í minningu Jón Leifs sem Ingvar Jónasson frumflutti. „Mér þótti því ósköp gaman að taka upp þráðinn aftur og fá tæki- færi til að semja fyrir lágfiðluna. Mér hefur alltaf fundist lágfiðlan gráta svo hljóðlega. Hún hefur svolítið mattan tón, ekki þessa þungu dýpt sellós- ins eða glæsileika efra sviðsins eins og hjá fiðlunni, heldur tempraðri liti og getur grátið ansi hljóðlega og sárt,“ segir Atli Heimir. Tæknilega erfitt en mjög fallegt verk „Einleiksverkið er í þremur þáttum sem ein- kennast af mikilli frásögn, enda heitir fyrsti þátt- urinn Cavatina, sem í óperum merkir samtal og lokaþátturinn nefnist Ballada sem er auðvitað ein- hvers konar frásögn í tónum. Milliþátturinn heitir Fantasia og er næstum djöfullegur, afar ofsafeng- inn, brútal og erfiður tæknilega séð. Mér finnst þetta frábært verk og ég hlakka til að spila það í kvöld,“ segir Anette Maria Slaatto lágfiðluleikari spurð um einleikssónötuna. Tónleikarnir í Norræna húsinu eru hluti af tón- leikaferð tríósins um Norðurlöndin. Ferðin er styrkt af Norræna menningarsjóðnum, Dansk- færeyska menningarsjóðnum, Sambandi danskra einleikara, Félagi danskra einleikara, Sambandi danskra tónlistarmanna, Norðurlandahúsinu í Færeyjum og Dansk-íslenska samstarfssjóðnum. Lágfiðlan grætur svo hljóðlega Morgunblaðið/Jim Smart Atli Heimir Sveinsson ásamt Pål Lindtner Eide, Anette Mariu Slaatto og Marianne Rørholm sem flytja munu verk Atla Heimis í Norræna húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.