Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 45 MÉR er ekki ljúft að rita um mál sem er í rannsókn, en misvísandi frétt- ir í Ríkisútvarpinu og í Fréttablaðinu knýja mig til að segja eins nákvæmlega frá málum eins og mér er unnt í stuttri grein. Guðrún Jóna Gunn- arsdóttir, hjúkrunar- forstjóri hér í Búðar- dal, hefur komið í fjöl- miðla með alvarlegar ásakanir í garð nafngreinds læknis. Hér leitast ég við að koma að leiðréttingu, svo órök- studdar og endurteknar ásakanir fái ekki að standa óhaggaðar. Ég hafði frekar átt von á skömmum frá henni í minn garð, enda deildum við Guðrún um hitaveitumál hér í Búðardal, en einnig löngu áður en pólitík bar á góma. Það að meint sjúkraskrármis- ferli, sem greint er frá í áðurnefndum fjölmiðlum, komst upp er margslungin tilviljun: 1. Nú er nýkomin nýja útgáfan af sjúkraskrárkerfinu Sögu. 2. Yfirlæknir fór á námskeið um skýrslugerð í Sögu. 3. Pólitískur andstæðingur hjúkr- unarfræðingsins þarf á læknisþjónustu að halda að kvöldlagi og heyrir um- gang í húsinu. Þá verður sjúklingi á að segja í hálfgerðum hálfkæringi: „Ætli hjúkkan sé að tékka á mér“. Hjúkr- unarfræðingurinn hafði um nokkurt skeið verið beðin um að halda sig frá vinnustaðnum vegna langvinnra sam- starfsörðugleika. Hún hefur verið skráð í veikindaleyfi, enda talið sig sæta einelti. Aðrir starfsmenn töldu sig hins vegar sæta „fjölelti“! Hún átti þó erindi í tölvuna, einkum vegna hjúkr- unarmats aldraðra og mátti starfa við það að kvöldlagi. 4. Yfirlæknir æfir sig í skýrslugerð- inni samkvæmt fyrrgreindu námskeiði og prófar hvort tilgáta sjúklings eigi við rök að styðjast, og virtist fá já- kvæða niðurstöðu. 5. Aðstoðarlandlæknir kemur til að rannsaka störf hjúkrunarfræðings og freistar þess að koma á sáttum. Yf- irlæknir nefnir ekki meint sjúkraskrár- misferli við hann. Eftir að heimsóknin er um garð gengin heyrir ég á tal yf- irlæknis og rekstrarstjóra, þar sem yf- irlæknir talar um að hann hafi gleymt að minnast á meint sjúkraskrármis- ferli, sem mér og öðrum starfs- mönnum var ókunnugt um og vildi nú láta rekstrarstjóra taka ákvörðun í málinu. Rekstrarstjóri ætlaði að hugsa málið, enda engin ný dæmi um mis- notkun á sjúkraskránni og heiður stöðvarinnar í hættu. 6. Lögfræðingar sem ég hafði sam- band við voru sammála um að brota- þolar verði að geta tekið ákvörðun um hvort málið eigi að falla niður. Næsta dag hringdi ég þess vegna í aðstoð- arlandlækni og sagði honum frá því sem ég hafði heyrt og hann fór fram á að fá skriflegt erindi frá yfirlækni. Þeg- ar hjúkrunarfræðingur var beðin um skýringar, þá svaraði hún með því að neita öllum ásökunum og saka yf- irlækni um að sverta sig og fara inn á sínu aðgangsorði. Þegar farið er að athuga fleiri sjúk- linga kemur í ljós að hún virtist einnig hafa skoðað mótaðila í gagnkvæmu áverkamáli gegn hjónum hér í þorp- inu. Hjúkrunarfræðingurinn hafði far- ið að rífast við manninn um hitaveitu- mál á leið sinni úr veitingastað þorpsins og það endað með átökum, sem sagt er frá í Fréttablaðinu þar sem Biskupi Íslands er blandað í mál- ið! Þessi meinta misnotkun á sjúkra- skránni átti sér stað í maí og það í tví- gang, áður en starfsmannamálin komust á lokastig. Yfirlæknir kæmi því vart til greina sem sökudólgur í því máli, auk þess fór þetta fram í lok venjulegs starfsdags og þá varla dæmi þess að aðrir en hjúkrunarfræðing- urinn ynnu í sögu við hennar tölvu. Misnotkunin á sjúkraskránni er þessu tilfelli alvarlegri þar sem mótaðili í kærumáli á í hlut og málinu var því vís- að til lögreglu. Fyrrverandi samherjar hjúkrunarfræðingsins lentu einnig í þessu og brugðust þannig við að lýsa yfir vantrausti á hana í nefndum sveit- arstjórnar. Reyndar kemur fram í máli fyrrverandi samherja og núver- andi oddvita, að hann vonist eftir betri starfsanda í nefndum sveitarfélagsins. Sagt var frá þessu í fréttum og m.a. talað við Gísla Einarsson fréttaritara útvarpsins á Vesturlandi. Hann gefur ekki alkostar rétta mynd af málinu og kemur með nokkrar rangfærslur, t.d. að núverandi oddviti hafi ekki verið kjörinn með öllum greiddum atkvæð- um. Í kjölfar fréttaflutningsins lýsir stjórn Framsóknarfélags Dalamanna yfir stuðningi við fyrrverandi oddvita, og tala um óréttmæta brottvikningu úr nefndum sveitarfélagsins. Það má til sanns vegar færa að óheppilegt er að byggja vantraustið á meintu sjúkraskrármisferli, enda málið ekki fullrannsakað og menn saklausir þar til sekt er sönnuð. Þó er skiljanlegt að menn eigi erfitt með að starfa með aðila, sem er grunaður um að hnýsast í einkamál þeirra. Réttara hefði verið að byggja vantraustið á dæmalausri fram- göngu hjúkrunarfræðings í fjölmiðlum. Óábyrgt tal um yfirvofandi gjaldþrot sveitarsjóðs meðan hún var oddviti og nú ásakanir í fjölmiðlum um að nafn- greindur starfsmaður sé að sverta hana, án þess að nokkuð virðist sanna það að hann eigi þar hlut að máli frem- ur en aðrir starfsmenn stöðvarinnar, sem enn hafa ekki verið yfirheyrðir, t.d. er varðar fjarvistarsannanir. Meint skjalafals yfirlæknis er mjög alvarlegt refsilagabrot og slíkum ásökunum verður að fylgja rökstuðningur. Leiðrétting frétta frá Búðardal Eftir Sigurð Gunnarsson Höfundur er læknir í Búðardal. SEM ásatrúarmanni verður mér sífellt ljósara að ég bý við sama rétt- arríki og dýrin í sögu George Orwells. Hér á Íslandi eru sumir greinilega jafnari en aðrir og kné látið fylgja kviði í því efni. Það virðist engu máli skipta þótt stjórnarskrá og al- þjóðlegar skuldbind- ingar okkar Íslend- inga kveði á um jafnan rétt þegnanna án tillits til trúarbragða, í skjóli rík- isvaldsins er miskunnarlaust gengið á rétt þeirra sem standa utan þjóð- kirkjunnar og skellt skollaeyrum við öllum umræðum um jafnrétti. Í orði er látið í verði vaka að trú- frelsi sé í landinu, en á borði er hlaðið undir þjóðkirkjuna af almannafé og sóknarbörnum hennar mismunað freklega á kostnað okkar hinna. Þingmenn okkar, þeir sem eiga að standa vörð um mannréttindi landa sinna, virðast flestir láta sér í léttu rúmi liggja þótt réttindi okkar séu þverbrotin og skattfé almennings sé notað til að hygla einum trúarsöfnuði fram yfir aðra. Með því að ganga úr þjóðkirkjunni (sem flest okkar erum skráð í sem ómálga börn) verðföllum við stórlega sem Íslendingar. Þjóðkirkjan fær ekki aðeins greiddar 597 krónur í sóknargjöld með hverju sóknarbarni mánaðarlega eins og önnur trúfélög, heldur fær hún 18,5% til viðbótar því sem renna aðeins til þjóðkirkjusafnaða í Jöfn- unarsjóð sókna. Auk þess fær þjóð- kirkjan 11,3% af tekjuskatti sem renna til Kirkjumálasjóðs, en sá sjóð- ur stendur m.a. straum af presta- stefnu, kirkjuþingi, kirkjuráði, söng- málastjórn, tónlistarfræðslu og starfsþjálfun guðfræðikandidata. Þetta er samt aðeins toppurinn á ísjakanum. Auk þessara föstu framlaga nýtur þjóðkirkjan fríðinda á svo margan hátt að almenningur eins og ég veit sjálfsagt ekki um helminginn af þeim. Á hverju ári er þjóðkirkjunni veitt stórfé af fjárlögum og þess er skemmst að minnast að árið 2000 nam þessi upphæð nær þrem milljörðum króna. Þjóðin greiðir laun allra embættis- manna kirkjunnar, árlega er veitt fé til Kirkjubyggingarsjóðs sem veitir m.a. fé til byggingar misvel sóttra kirkna og þéttbýlissveitarfélögum er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjubyggingar og prestssetur. Há- skóli Íslands sér um uppfræðslu væntanlegra presta kirkjunnar, en skólinn er að stærstum hluta ríkisrek- inn. Þá tekur ríkissjóður þátt í rekstri Skálholtsskóla til að stuðla að áhrifum kristinnar menningar í þjóðlífinu. Sennilega gerir þjóðin sér enga grein fyrir hvað kirkjan kostar okkur skattgreiðendur. Það kann vel að vera að sumir greiði þessa upphæð með brosi á vör, en það geri ég ekki á með- an brotin eru mannréttindi á mér og trúfélagi mínu. Ég er þeirrar skoðunar að því fé sem rennur til kirkjunnar væri betur varið til mannúðarmála sem allir landsmenn nytu góðs af, hverrar trú- ar sem þeir eru. Fyrir það fé sem kirkjan þiggur af skatttekjum ríkisins væri hægt að hækka bætur til öryrkja og aldraðra sem nú lepja dauðann úr skel, byggja og reka dagheimili og leikskóla og styrkja sveltandi heil- brigðiskerfi svo eitthvað sé nefnt. Í 18. gr. Alþjóðasamnings Samein- uðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi segir: Allir eru jafnir fyrir lögum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokkurrar mismununar. Lögin skulu…banna hvers konar mismunun og ábyrgjast öllum mönnum jafna og raunhæfa vernd gegn mismunun svo sem vegna…trúarbragða. Þennan samning hefur Ísland undirritað og er bundið af honum. Hvar eru efndirnar? Hvað eftir annað hefur verið lagt fram frumvarp til laga um aðskilnað ríkis og kirkju en því verið vísað frá eða potað afsíðis með einhverjum hætti og áfram heldur mismunun þegnanna í skjóli sameinaðs valds þessara sterku stofnana, ríkis og kirkju. Enn eru við lýði í landinu lög sem gera ráð fyrir að ríkisvaldið styðji og verndi hina evangelísku lútersku kirkju sem þjóðkirkju, en það er á valdi löggjafans að breyta því. Það er tími til kominn að Alþingi Íslendinga standi við heit sín og virði mannréttindi. Við sem stöndum utan þjóðkirkj- unnar neitum að láta fella okkur í verði eins og kjöt sem sett er í annan flokk og krefjumst þess að staða safn- aða í landinu sé jöfnuð þar til fullu jafnrétti er náð og þjóðin fær að taka afstöðu til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Er þjóðkirkjan jafnari? Eftir Jóhönnu G. Harðardóttur Höfundur er Kjalnesingagoði. VEGNA ómaklegrar umræðu í garð menningarfulltrúa Reykjanesbæjar í ræðu og ritum undanfarna daga, tel ég mér skylt að segja lít- illega frá myndlista- hefð í Reykjanesbæ og um leið sam- skiptum Félags myndlistamanna við menningarfulltrúa Valgerði Guðmunds- dóttur. Staða menningarfulltrúa er ung í Reykjanesbæ og óhætt að segja að á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því menningarfulltrúi tók til starfa, hafi grettistaki verið lyft í menningar- málum. Þar þekki ég best þá hlið sem snýr að myndlistafólki en ég hef verið formaður Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ í þrjú ár og haft mikil og góð samskipti við menningarfulltrúa. Í Reykjanesbæ er myndlistahefð mikil. Þar hefur í gegnum árin verið unnið mikið grasrótarstarf í formi námskeiða undir handleiðslu lands- þekktra listamanna. Margt af okkar menntaða listafólki hefur þar stigið sín fyrstu skref. Félag myndlistamanna leggur áherslu á að halda áfram þessu góða starfi, auk þess að skapa vettvang til að koma alþýðulist á framfæri s.s. með sýningum og öðrum uppákomum. Félagar eru á annað hundrað, mennt- aðir og viðurkenndir myndlistamenn jafnt sem byrjendur í myndlist. Þessi breidd hefur gefið félaginu hvað mest gildi og sýnir að mínu mati þroska þeirra menntuðu til að ofmetnast ekki, heldur vera hluti af heildinni. Sem dæmi um samvinnuna má nefni að ár- lega, í tengslum við Ljósanótt, heldur félagið samsýningu félagsmanna þar sem gestir hafa skipt þúsundum. Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar hefur sýnt þessari hefð skilning og staðið við bakið á félaginu og ein- stökum félögum þess eftir því sem til hennar hefur verið leitað. Hún hefur einnig haft frumkvæði að ýmsum atrið- um sem í sameiningu hefur verið hrint í framkvæmd. Þótt myndlistarhefð í Reykjanesbæ sé gömul, hefur hún að mestu hvílt á grasrótinni, en með stuðningi menningarfulltrúa blómstrar myndlistastarf í Reykjanesbæ sem aldrei fyrr. En grettistakið sem ég nefni áðan hefur ekki síst verið sú metnaðarfulla stefna menningarfull- trúa f.h. Reykjanesbæjar að gera menntuðum og viðurkenndum mynd- listarmönnum góð skil. Í því augnamiði hefur verið sett á laggirnar Listasafn Reykjanesbæjar, sem hefur uppá að bjóða einn glæsilegasta sýningarsal á landinu. Þar fá einungis að sýna menntaðir eða viðurkenndir listamenn. Félag myndlistamanna er stolt af lista- safninu sem er hrein viðbót við það myndlistaumhverfi sem hér hefur ríkt. Það er ómetanlegt fyrir áhugafólk um myndlist að geta farið á metnaðarfullar sýningar mörgum sinnum á ári í sinni heimabyggð. Einnig erum við stolt af þeim móttökum sem safnið hefur feng- ið meðal listamanna. Blómlegt menningarstarf hlýtur að felast í því að gera allri list skil, hvort sem um er að ræða alþýðulist eða menntaða listamenn. Í Reykjanesbæ er það gert, með góðum stuðningi frá menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Myndlist og menning í Reykjanesbæ Eftir Hjördísi Árnadóttur Höfundur er formaður Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.