Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 59 DAGBÓK 2 4 6 57 R Æ S IR Við erum hér BORGART ÚN S K Ú LA T Ú N SKÚLAGATA Opið 10-17 - laugard. 11-16Húsgögn Listmunir Antiksalan Skúlatúni 6 • Sími 553 0755 • www.antiksalan.is Kertastjakar, lampar, hand- unnir dúkar og jólaskraut Nýkomin fágæt hátíðarkerti og úrval gjafavöru www.lyfja.is Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Kynnum vetrartískuna frá OROBLU í dag kl. 14-18 í Lyfju Lágmúla og kl. 13-17 í Lyfju Smáralind, á morgun kl. 13-17 í Smáralind. 20% afsláttur af öllum Oroblu vörum Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is Jólatilboð Flíspeysur, & flísteppi STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert óvenjuleg/ur og vilt gera hlutina eftir þínu eigin höfði sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það skiptir þig miklu máli að eiga öruggan og þægilegan samastað á þessum tíma í lífi þínu. Þú ættir því að gera allt sem þú getur til að gera heimili þitt að þeim griðarstað sem þú þarft á að halda. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það eru miklar líkur á að þú flytjir eða skiptir um vinnu á næsta ári. Þetta má sennilega rekja til mikilla breytinga sem urðu árið 1999. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú lést fyrst að þér kveða árið 1986. Þú náðir góðum árangri um miðjan síðasta áratug. Nú er kominn tími til að þú gerir upp við þig hvað þú viljir verða. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Líf þitt hefur tekið nýja stefnu frá því á síðasta ári. Bjartsýni þín er endurvakin. Það verða fleiri jákvæðar breytingar í einkalífi þínu eftir um það bil ár. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ástarmálin eru í brennidepli hjá þér þessa dagana. Þú nýtur einnig listsköpunar og samvista við börn. Þú ættir að þiggja öll boð sem þér berast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er góður tími til að huga að umbótum á heimilinu. Þér mun einnig ganga vel að bæta samskiptin innan fjölskyld- unnar og að ýta gömlum deilu- málum úr vegi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Haltu áfram að leggja hart að þér í vinnunni því atvinnumálin munu ganga vel hjá þér næstu árin. Þetta er rétti tíminn fyrir þig til að sanna þig fyrir um- heiminum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Haltu áfram að einbeita þér að tekjum þínum og fjárhagslegri afkomu. Þetta er undirbúnings- tími sem mun skila árangri á árunum 2005 og 2006. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Frá árinu 1994 hefurðu unnið að því að eignast þitt eigið heimili. Árið 1999 steigstu fram í sviðsljósið. Nú mæðir mikið á þér vegna breytinga hjá maka þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fólk hefur virkilega tekið eftir þér á þessu ári. Þú hefur öðlast völd og virðingu í þeirra aug- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er tími mikillar vinnu hjá þér. Jafnvel þótt vinnan sé stundum yfirþyrmandi verð- urðu að halda áfram að settu marki. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Flestöll sambönd þín eru óvenju kærleiksrík eins og stendur. Alvarleg ástarsam- bönd verða óvenju gefandi allt næsta ár og vinasambönd verða sérstaklega gefandi næsta mánuðinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GEÐFRÓ Faðir, sonur og friðarins andi, fyrst ég beiði þig. Náð þín yfir mér stöðugt standi, styrk þú, drottinn, mig. Náðugi guð, í nafni þínu, neyð so verði kvitt, nú skal varpa út neti mínu í náðardjúpið þitt. Fyrst þú hefur einn fyrir alla angurs þolað pín, aum manneskja, eg því kalla upp í dýrð til þín. - - - Sigga skálda. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 28. nóv- ember, er áttræð Sig- urbjörg Guðmundsdóttir frá Fáskrúðsfirði, Selja- braut 18, Reykjavík. Sig- urbjörg tekur á móti vinum og vandamönnum á morgun, laugardaginn 29. nóvember, milli kl. 15–19 í Félags- og þjónustumiðstöðinni, Ár- skógum 4. (Við hliðina á háu blokkunum í Mjóddinni.) Deildar meiningar eru um það meðal keppnismanna hversu góð spil þurfi til að krefja með vendingu, eða „reverse“ eins og það heitir á ensku. Lítum á þetta dæmi: Norður ♠ – ♥ KD84 ♦ D986 ♣ÁKD108 Norður vekur á Standard- laufi og makker svarar með einum spaða. Hvað á norður að segja næst – róleg tvö lauf eða á hann að venda sér í tvö hjörtu? „Reverse“ hefur stundum verið þýtt sem „öfug“ agn- röð. „Eðlileg“ sagnröð er þá að byrja á hærri litnum og segja þann lægri næst. Dæmi: Opnun á einu hjarta, svar á einum spaða og end- ursögn opnara á tveimur tíglum. Með veik spil getur svarhönd nú valið á milli lita opnara á sama þrepi – pass- að tvo tígla eða breytt í tvö hjörtu. Þegar byrjað er á lægri litnum og sá hærri sagður næst verður svar- hönd að fara þrepinu hærra til að velja fyrri litinn. Dæmi: Opnun á einum tígli, svar á einum spaða og end- ursögn á tveimur hjörtum. Ef svarhönd vill tígulinn frekar en hjartað verður að fara upp á næsta þrep – segja þrjá tígla. Það er nán- ast sjálfgefin ályktun af þessu að ekki er hægt að beita öfugri sagnröð – vend- ingu – nema með góð spil. En hversu góð þurfa spil- in að vera? Það er spurn- ingin sem deilt er um. Suður gefur; NS á hættu. (Áttum snúið.) Norður ♠ – ♥ KD84 ♦ D986 ♣ÁKD108 Vestur Austur ♠ KG75432 ♠ 96 ♥ 76 ♥ ÁG93 ♦ Á3 ♦ G10 ♣74 ♣G9632 Suður ♠ ÁD108 ♥ 1052 ♦ K7542 ♣5 Spilið að ofan er frá leik Ítala og Norðmanna í und- anúrslitum HM og í sögnum kom fram mismunandi skilningur á „reverse“. Vestur Norður Austur Suður Nunes Helgemo Fantoni Helness – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass Pass Pass Norðmaðurinn Geir Helgemo leit svo á að hann ætti ekki fyrir tveimur hjörtum og lét nægja að segja laufið aftur. Tor Hel- ness sá að samlegan var slæm og ákvað að passa. Helgemo fékk átta slagi og 90 fyrir spilið. Á hinu borðinu var annar stíll á sögnum: Vestur Norður Austur Suður Erik Duboin Boye Bocchi – 1 lauf Pass 1 hjarta * Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Bocchi og Duboin nota yf- irfærslur við laufopnun, svo svar Bocchi á einu hjarta sýndi einfaldlega spaðalit. Þar með er endursögn Duboins á tveimur hjörtum vending sem sýnir hjarta og lauf og sterk spil. Bocchi stökk þá í þrjú grönd. Út kom spaði og skömmu síðar hafði Bocchi náð í 11 slagi: 660 í NS og 11 IMPar til Ítala. Það er alltaf óráðlegt að draga of miklar ályktanir af einu spili, en hins vegar er töluvert vit í því að treysta Ítölum. Og svo má rifja upp gamalt heilræði: Skiptingin er meira virði en punktarnir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 d6 5. c3 g6 6. 0-0 Bg7 7. Rbd2 0-0 8. He1 He8 9. d4 Bd7 10. d5 Re7 11. Bxd7 Rxd7 12. a4 h6 13. a5 a6 14. b4 f5 15. c4 Rf6 16. Bb2 Dd7 17. Hb1 g5 18. exf5 Dxf5 19. Rf1 Dh7 20. R3d2 Rf5 21. Re4 Rxe4 22. Hxe4 h5 23. Dd3 Hf8 24. Hbe1 Hf7 25. H1e2 g4 26. Db3 Haf8 27. c5 Dg6 28. cxd6 cxd6 29. b5 axb5 30. Dxb5 Bh6 31. Db6 Kh7 32. Db4 Hg7 Staðan kom upp í einvígi tölvuforrits- ins X3D-Fritz og Garry Kasparov (2.830) sem lauk fyr- ir skömmu í New York. Skrímslið með þúsund augun lék illa af sér í síðasta leik og var tölvu- heilinn ekki lengi að nýta sér það. 33. Hxe5! dxe5 34. Dxf8 Rd4 35. Bxd4 exd4 36. He8 Hg8 37. De7+ Hg7 38. Dd8 Hg8 39. Dd7+ og svart- ur gafst upp enda fátt um fína drætti eftir t.d. 39. ... Hg7 40. Dc8 Hg8 41. Dxb7+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Skugginn – Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst sl. í Bessa- staðakirkju af sr. Karli V. Matthíassyni þau Elínborg Kristinsdóttir og Helgi Bragason. Skugginn – Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september sl. í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni þau Jóhanna Björk Gísla- dóttir Aspar og Rögnvaldur Þór Heimisson. FRÉTTIR EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá IMG Gallup: „Iceland Express átelur það sem fyrirtækið kallar „óvönduð vinnu- brögð IMG Gallup“. Gagnrýnin snýst um auglýsingu Icelandair, ekki vinnubrögð IMG Gallup. Í auglýsingunni komu fram ónákvæmar upplýsingar um hve- nær verðkönnun IMG Gallup var gerð. IMG Gallup getur ekki borið ábyrgð á auglýsingum annarra fyr- irtækja. Athugasemd við auglýs- inguna hefur verið send til Ice- landair. Sagt er í auglýsingunni að könn- unin hafi verið gerð 10.–14. nóv- ember, en hið rétta er að hún var gerð 12.–17. nóvember. Deginum áður, hinn 11. nóvember, var til- kynning um að verðkönnun myndi hefjast á næstunni send til beggja flugfélaga. Vitneskju um rétta dag- setningu könnunar var komið til stjórnenda Iceland Express á fundi sl. mánudag, 24. nóvember – tveim- ur dögum fyrir yfirlýsingu þeirra. IMG Gallup stendur fullkomlega við aðferðafræði könnunarinnar fyrir Icelandair, en getur eins og fyrr sagði ekki borið ábyrgð á aug- lýsingu félagsins. Þar með er gagn- rýni Iceland Express IMG Gallup óviðkomandi.“ Yfirlýsing IMG Gallup vegna athugasemdar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.