Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 57 VEGNA greinar sem birtist á bls. 11 í Mbl. hinn 18. þ.m. get ég ekki orða bundist. Þar er vitnað í ávarp Margrétar S. Einarsdóttur, varaformanns trygg- ingaráðs, á ársfundi Tryggingastofn- unar ríkisins. Öryrkjar þjófkenndir Ein setning þar fangaði svo huga fréttamanns Mbl. að hann notaði hana sem fyrirsögn. Af annars ágætu ávarpi fannst honum nauðsynlegt að slá því upp feitletruðu að koma þyrfti í veg fyrir misnotkun bótakerfisins. Með þessu tókst honum að þjófkenna alla öryrkja í landinu sem hafa ekk- ert annað til saka unnið en að þiggja bæturnar sínar. Inni í flestum kerf- um eru breytur sem svikahrappar geta notað, tryggingakerfið þar ekki undanskilið. Fulltrúi Trygginga- stofnunar giskaði á það í símtali við mig að um það bil 6% þeirra sem þiggja örorkubætur væru að „svindla“. Gaman væri að vita hvaða prósenta væri í gangi varðandi skattakerfið. Hversu margir væru að svindla þar, fyrir náttúrulega utan þá sem stela. Liggja þá ekki allir skatt- borgarar þessa lands undir því ámæli að vera að misnota skattakerfið? Þessu er þó ekki saman að jafna við skattana því öryrkjar þiggja bæt- ur sem eru ákvarðaðar ofan frá, þeir hafa ekkert með upphæðina að gera, þeir hafa ekki einu sinni samnings- rétt um launin sín, hvað þá að geta kært ákvarðanir um upphæð bóta og þurfa þar að auki að sitja undir ásök- unum um að vera að stela þeim. Hvernig ætli blaðamanni fyndist að lifa við slíkar aðstæður? Hitt er svo allt önnur Ella hvað býr að baki fullyrðingu Margrétar S. Einarsdóttur. Hvaða rannsóknir eru til stuðnings því hverjir misnota kerfið? Getur hún leyft sér að kasta fram svona fullyrðingu án þess að hafa ábyggilegar tölur í höndunum. Það er í mínum augum gróf árás á heiður öryrkja í landinu. Hún segir einnig orðrétt „Heitið Trygginga- stofnun er fremur óaðlaðandi eins og allt það sem kennt er við stofnunina og það er e.t.v. tímabært að finna annað og meira aðlaðandi heiti.“ Mér finnst tímabært að koma al- menningi í skilning um að öryrkjar í þessu landi eru bara venjulegt fólk sem hefur misst starfsorku sína og réttinn til að semja um kaup sitt og kjör. Í ofanálag býr þessi hópur við daglega verki og vanlíðan og mikinn kostnað vegna lyfja og sjúkraþjálf- unar. Að þurfa svo þar að auki að sitja undir ásökunum um að svindla sér inn rétti til lífeyris sem aldrei fer mikið yfir kr. 60 þús. á mánuði er ekki mjög aðlaðandi. Ímynd Tryggingastofnunar Starfsfólk Tryggingastofnunar er ekki öfundsvert af því að þurfa að framfylgja lögum sem halda öryrkj- um undir fátæktarmörkum. Það væri þó væntanlega vænlegra til árangurs að hafa sjálfa styrkþegana með sér í baráttunni frekar en á móti og von- andi hugsa starfsmenn Trygginga- stofnunar og Tryggingaráðs sig um í framtíðinni áður en þeir kasta svona athugasemdum fram, því að: Töluð orð verða ekki aftur tekin. GUÐRÚN JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Arnarsandi 3, 850 Hellu. Talað orð gildir Frá Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur: ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .IS M OR 22 76 4 11 /2 00 3 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.