Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 28
AUSTURLAND 28 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fæðingardeild lokað | Fæðingardeildin á Egilsstöðum verður ekki opnuð aftur. Deildinni var tímabundið lokað fyrir rúmu ári vegna námsleyfis ljósmóður en óger- legt reyndist að fá afleysingu fyrir hana, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar, jafnvel erlendis. Leita konur nú til Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað, eða sjúkra- stofnana á Akureyri og í Reykjavík vegna fæðinga. Mæðraeftirlit er með eðlilegum hætti á Héraði þrátt fyrir lokun fæðing- ardeildar.    Hallormsstaður | Í gær var svo- kallaður grenndarskógur opnaður við Hallormsstaðarskóla og er það liður í nýju skólaþróunarverkefni Skógræktar ríkisins, Kenn- arasambands Íslands, Kennarahá- skóla Íslands og Námsgagna- stofnunar. Tilgangur verkefnisins sem nefnist „Lesið í skóginn – með skólum“ er að safna reynslu og þekkingu um skipulega fræðslu um skóga og skógarnytjar í grunnskólum. Það verður m.a. gert með því að efla útinám sem nær til allra námsgreina og ald- ursstiga í skólum. Nemendur eiga að fræðast um vistfræði skógarins og skógarnytjar og einnig á að samtvinna aðrar námsgreinar úti- náminu svo sem kostur er. Risastór útikennslustofa Nemendur og kennarar Hall- ormsstaðarskóla, ásamt aðstand- endum verkefnisins og gestum, gengu skógarstíga upp frá skól- anum og inn að gamalli skilarétt. Sú stendur í skógarrjóðri með slútandi björkum yfir og markar innganginn í grenndarskóginn eða útikennslustofuna. Skógarvörður Hallormsstað- arskógar, Þór Þorfinnsson, bauð gesti velkomna og var verkefnið svo kynnt viðstöddum. Að því búnu var undirritaður samningur um þátttöku Hallormsstaðarskóla í „Lesið í skóginn – með skólum“ og skólanum afhentur reiturinn sem skólaskógur. Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktarinnar, sagði það sér- lega ánægjulegt að taka þátt í stundinni. „Lesið í skóginn“ er skólaþróunarverkefni sem fjallar um skóginn og skógarnytjar,“ sagði Ólafur í ávarpi. „Það er meiningin að færa skólastarfið út í skóg og gera hann að risastórri skólastofu þar sem allar námsgreinar skólans eru fléttaðar saman í virku útinámi. Við viljum með þessu sýna þeim sem voru svo forsjálir að friða þessa skóga og rækta virðingu og gera skóginn að skólastofu fyrir börnin. Við álítum að það sé full ástæða og mikil þörf fyrir verkefni af þessu tagi vegna þess að við er- um kannski örlítið að fjarlægjast náttúruna og þurfum að spóla til baka og tengja okkur betur.“ Ólaf- ur sagði frá námskeiði sem haldið var í skólaskóginum í fyrradag og tóku þá kennarar þátt í ýmsum verkefnum og fjallað var um leiðir til að stunda útinám í náttúrunni. Skógarupplifun sem líður ekki úr minni Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Hallormsstaðarskóla, sagði við at- höfnina að megintilgangur verk- efnisins væri að nemendur nytu kennslu, helst í öllum náms- greinum, úti í skóginum og næðu að hafa með sér í veganesti við lok skólagöngu sinnar skógar- upplifun, sem liði þeim ekki úr minni. Hún hvatti foreldra til að vera duglegir við að heimsækja hinn nýja hluta skólans og taka þátt í því sem þar yrði gert. Í lok stundarinnar gengu nem- endur umhverfis skólaskóg sinn með logandi kyndla og helguðu sér á þann hátt skógarsvæðið þar sem þeir eiga eftir að verja drjúg- um tíma sér til uppfræðslu. Námsefni og vefur unnin í kjölfar verkefnis Verkefnið stendur til ársins 2005 og að því loknu er vonast til að byggst hafi upp þekking á því hvernig best sé að standa að skipulegu útinámi í grennd- arskógi. Hallormsstaðaskóli er annar skólinn sem gengur frá samningi um þátttöku í „Lesið í skóginn – með skólum“ en Hrafnagilsskóli í Eyjafirði gekk frá sínum samningi sl. vor. Fimm aðrir skólar munu koma að verk- efninu; Andakílsskóli, Varma- landsskóli, Kleppjárnsreykjaskóli, Laugarnesskóli og Flúðaskóli. Námsgagnastofnun hyggst nýta sér afraksturinn til námsefn- isgerðar, Kennaraháskóli Íslands mun meta starf skólanna sjö kennslufræðilega og Kenn- arasamband Íslands veitir fagleg- an stuðning við verkefnið. Grenndarskógur Hallormsstaðarskóla kynntur til sögunnar Undirritun skólaskógarverkefnis: Þór Þorfinnsson, skógarvörður í Hallormsstað, Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Hallormsstaðarskóla, og Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og fulltrúi KHÍ, KSÍ og Námsgagnastofnunar í verkefnu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hátíðleg stund í Hallormsstaðarskógi: Nemendur, kennarar og gestir innsigluðu við logandi bálið þátttöku Hallormsstaðarskóla í verkefninu „Lesið í skóginn – með skólum“. Skógurinn verður skólastofa barnanna Gagnagrunnur um skógrækt | Lagt er til að Héraðsskógar, landshlutabundið skógræktarverkefni á Fljótsdalshéraði, fái átta milljóna króna fjárframlag til gerðar gagnagrunns um skógrækt. Að því hefur verið unnið sl. tvö ár í sam- vinnu við fimm önnur landshlutaverkefni og Skógrækt ríkisins og er verkið hálfn- að. Tillagan kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar fyrir aðra umræðufjárlagafrumvarps næsta árs. Héraðsskógar hafa þann megintilgang að stuðla að skóg- og skjólbeltarækt á Hér- aði og skapa þannig auðlind og efla at- vinnulíf. Þeir ná yfir allt láglendi Fljóts- dalshéraðs.    Lerki í Végarð | Endurbætur á félags- heimilinu Végarði í Fljótsdal eru í fullum gangi, en Landsvirkjun leigði húsið til tíu ára undir sýningar- og skrifstofuaðstöðu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hefur Fljóts- dalshreppur þar jafnframt skrifstofu sína. Var orðið brýnt að lagfæra húsið og stækka og hefur verið unnið að því síðan í haust. Nú er búið að klæða anddyri húss- ins með íslensku lerki úr Hallorms- staðaskógi, en því var plantað árið 1957 og voru trén sem felld voru í klæðninguna að jafnaði um 14 metra há. Timbrið var þurrkað í sérstökum þurrkgámi og flett með bandsög. Sögin er í eigu Félags skógarbænda á Héraði og Skógrækt- arinnar og hefur stórlega aukið möguleika skógareigenda við að fletta trjáboli og koma afurðum sínum í verð. Fram- kvæmdum við Végarð á að vera lokið í febrúar á næsta ári.    RARIK | Eftir að hugmyndir um til- færslur í yfirstjórn dreifingar, fram- leiðslu og þjónustu við flutnings- og dreifikerfið hjá Rafmagnsveitum ríkisins voru kynntar í vikunni, hafa orðið nokkr- ar breytingar hjá RARIK á Austurlandi. Sigurður Eymundsson, sem verið hefur umdæmisstjóri á Austurlandi, verður skipaður yfirmaður orkuframleiðslusviðs RARIK, þar sem undir heyra allar virkj- anir og aflvélar. Umdæmisstjórastaðan verður því líklega lögð af. Ekki kemur til fækkunar starfsfólks eystra en ein- hverjar tilfærslur munu verða á fólki milli deilda. ALLS hafa 11 hreindýr orðið fyrir bíl á Austurlandi á þessu ári og drepist. Aldrei hafa fleiri umferð- aróhöpp orðið af völdum hreindýra, en flest þessara dýra hafa orðið fyrir bílum á Háreksstaðaleið. Þar hefur verið sáð í vegkanta og frameftir vetri hafa hreindýrin sótt mjög í grænt grasið í vegköntunum. Þá hafa nokkur dýr orðið fyrir bílum á Kárahnjúkaleið, en örfá annars stað- ar í fjórðungnum. Engin slys hafa orðið á fólki í þessum óhöppum, en miklar skemmdir á bílum. Nú eru í vinnslu sérstök umferðarmerki til að vara við hreindýrum og er ætl- unin að setja þau upp þar sem vitað er að hreindýr halda sig við vegi. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson Óvenju mörg umferðaróhöpp hafa orðið í ár af völdum hreindýra, flest á Háreksstaðaleið og við Kárahnjúkaveg. Ellefu hreindýr hafa lent fyrir bíl TENGLAR ..................................................... www.vopnafjordur.is. Egilsstaðir | Út er komin bókin Huldumál – hugverk austfirskra kvenna. Hún inniheldur hugverk 160 kvenna á Austurlandi, allt frá átjándu öld og fram á þennan dag, og má þar líta bundið mál og óbundið, frásagnir, draumtexta og sendibréf, svo nokkuð sé nefnt. Huldumál eru gefin út í tilefni af 75 ára afmæli Sambands austfirskra kvenna, en áður hefur sambærilegt rit komið út eftir konur í Þingeyjarsýslum. Það er útgáfan Pjaxi sem gefur bókina út og hönnun, setningu og umbrot ann- aðist Björn Hróarsson. Guðborg Jónsdóttir, formaður Sambands austfirskra kvenna, er ritstjóri bók- arinnar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Huldumál – hugverk austfirskra kvenna: Guðborg Jónsdóttir ritstjóri og Björn Hróarsson hjá Pjaxa ehf. á útgáfudegi bókarinnar. Hugverk austfirskra kvenna á bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.