Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 11
Pils- og
buxnadragtir
v/Laugalæk • sími 553 3755
Félag eldri borgara í Hafnarfirði
verður með dansleik í Hraunseli,
Flatahrauni 3,
föstudaginn 28. nóvember kl. 20.30.
Capri Tríó leikur fyrir dansi.
IÐNAÐARRÁÐHERRA og um-
hverfisráðherra beina sterkum til-
mælum til orkufyrirtækjanna um að
þau líti einkum til nýtingar á þeim
virkjunarkostum sem fá einkunn á
bilinu A til C fyrir umhverfisáhrif í
nýrri rammaáætlun um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma.
Verkefnisstjórn um gerð ramma-
áætlunarinnar skilaði í gær Valgerði
Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og
Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð-
herra skýrslu um fyrsta áfanga
verkefnisins. Í áætluninni má finna
mat á umhverfisáhrifum, hagnaði og
arðsemi við gerð 35 virkjana, og er
þessi aðferðafræði við mat á virkj-
unarkostum nýmæli hérlendis. Um
er að ræða 1. áfanga af tveimur í
þessu verkefni.
Í skýrslunni er virkjunarkostum
skipt í fimm flokka eftir umhverfis-
áhrifum, fimm flokka eftir heildar-
hagnaði og fimm flokka eftir arð-
semi, og með því að setja
niðurstöðurnar úr flokkuninni sam-
an má fá hugmynd um hversu væn-
legir ákveðnir virkjanamöguleikar
eru.
„Það sem við erum sammála um,
ég og umhverfisráðherra, er að und-
irbúningur nýrra virkjana skuli
beinast að þeim virkjanakostum sem
falla fyrst og fremst undir umhverf-
isáhrif A til C, þó að ekkert sé í raun
útilokað með þessari skýrslu,“ sagði
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra, við kynningu verkefnisins í
Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Af þeim 15 virkjunarhugmyndum
sem fengu A í einkunn fyrir um-
hverfismál, og eru því heppilegastar
út frá umhverfissjónarmiðum, eru 13
jarðvarmavirkjanir og tvær vatns-
fallsvirkjanir. Þeir kostir sem besta
einkunn fengu fyrir umhverfismál og
voru hvað hagkvæmastar út frá
heildarhagnaði og arðsemi voru
stækkun á Svartsengi, Nesjavöllum
og Kröflu, ásamt Núpsvirkjun og
Hágöngusvæði.
Orkugeta þessara svæða er þó yf-
irleitt lág, ef Núpsvirkjun er undan-
skilin. Í skýrslu segir verkefnis-
stjórnin að „skynsamlegt sé að
leggja áherslu á að kanna nánar
kosti þess að nýta virkjanir sem falla
í þennan flokk“.
Heppilegra er að virkja
jarðvarma en vatnsföll
Meðal þeirra virkjanahugmynda
sem ná ekki C í einkunn eru Fljóts-
dalsvirkjun, Norðlingaölduveita
(miðað við 575 metra hæð) og
Brennisteinsalda, en allir þessir
staðir fengu D í einkunn fyrir um-
hverfismál. Kárahnjúkavirkjun, Jök-
ulsá á Fjöllum og Markarfljótsvirkj-
un fá allar einkunnina E. Því lægri
sem einkunn fyrir umhverfisáhrif er,
því meiri áhrif kæmi virkjun á svæð-
inu til með að hafa á umhverfið.
Það er ljóst að það er heppilegra
að virkja jarðvarma en vatnsföll út
frá umhverfissjónarmiðum, segir
Valgerður.
„Það er hins vegar ekki alveg
hægt að bera þessa tvo kosti saman
vegna þess að það verður aldrei
virkjað eins mikið með jarðvarma,
það verður að fara í slíkar virkjanir í
miklu minni áföngum.“
Í þessari rammaáætlun er ekki
farið nægilega ýtarlega í umhverfis-
áhrif af hverri virkjun til að full-
nægja kröfum um umhverfismat,
heldur er ætlunin að sú vinna sem
var unnin við gerð skýrslunnar gefi
vísbendingar og geti orðið grunnur
að frekara mati, sagði Sveinbjörn
Björnsson, formaður verkefnis-
stjórnar. Tilgangurinn við gerð
rammaáætlunarinnar er m.a. að
losna úr sjálfheldu og deilum um
eina virkjun í hvert sinn sem á að
fara að virkja, og gefa orkufyrir-
tækjunum hugmyndir um hugsanleg
átök vegna áhrifa virkjunar á um-
hverfið áður en farið er út í mikinn
kostnað. Með þeirri vinnu sem unnin
hefur verið verður auðveldara að
bera saman virkjanakosti með tilliti
til áhrifa á umhverfið, heildarhagn-
aðar og arðsemi, segir Sveinbjörn.
Valgerður segir stjórnvöld geta
nýtt niðurstöðurnar við gerð frum-
áætlana fyrir virkjanir og við að
velja virkjunarkosti. Hún segir nið-
urstöðurnar einnig nýtast orkufyr-
irtækjunum í sama tilgangi. Sveit-
arfélög geti svo nýtt þær í sambandi
við umhverfisáhrif skipulagsáætl-
ana. „Ég er ekki í nokkrum vafa um
að þetta sé mjög mikilvægt starf sem
þarna hefur verið unnið,“ segir Val-
gerður.
Kostnaður við rammaáætlun
um 555 milljónir
Áætlað er að kostnaðurinn við
þennan 1. áfanga rammaáætlunar-
innar verði 555 milljónir króna, og
greiðir Orkusjóður stærstan hluta
heildarkostnaðarins en kostnaður er
að öðru leyti borinn uppi af fjárveit-
ingum til Orkustofnunar og Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands. Einnig
lögðu orkufyrirtækin verkefninu til
gögn, vinnu og fjármuni.
Hluti af þessu fé mun fást til baka
þegar farið verður út í virkjanafram-
kvæmdir, en þá þarf framkvæmda-
aðili að kaupa rannsóknir af ríkinu,
segir Valgerður.
Í þessum 1. áfanga verksins var
einkum fjallað um vatnsaflsvirkjanir
í jökulám á hálendinu og jarðhita-
virkjanir nærri byggð, auk Torfajök-
ulssvæðis, en það eru jafnframt
stærstu virkjanakostirnir sem völ er
á. Framhald málsins verður svo
vinna við 2. áfanga verksins, en þar
verða teknir fyrir virkjanakostir sem
of lítið var vitað um til að fjalla um í
1. áfanga, og aðrir ókannaðir kostir,
jafnframt því sem betur verður
fjallað um ýmsa kosti sem fjallað var
um í 1. áfanga.
Virkjunarkostir verða flokkaðir eftir umhverfisáhrifum, hagnaði og arðsemi
Litið sé til
kosta sem hafa
ekki mikil áhrif
á umhverfið
Morgunblaðið/Þorkell
Skýrslan kynnt: Siv Friðleifsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Sveinbjörn Björnsson í Þjóðmenningarhúsinu.
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, for-
sætisráðherra, utanríkisráðherra og
fjármálaráðherra hafa komist að
þeirri niðurstöðu að hækkun láns-
hlutfalls almennra íbúðalána í 90% af
verði hóflegrar íbúðar verði gerð
innan vébanda Íbúðalánasjóðs.
Stjórnvöld hafa tilkynnt fyrirhugað-
ar breytingar á hækkun lánshlut-
fallsins til Eftirlitsstofnunar EFTA
en ekki liggur fyrir ákvörðun um
hver hámarksfjárhæð lána verður.
Niðurstaða ráðherranna byggist á
vinnu ráðgjafarhóps félagsmála-
ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis-
ins og viðskiptaráðuneytisins, sem
félagsmálaráðherra skipaði til að
vinna úr tillögum um útfærslu á
framtíðarskipulagi húsnæðismála
með hliðsjón af stefnu stjórnarinnar
að koma á 90% húsnæðislánum.
Ráðgjafarhópurinn hafði samráð
við fjölda hagsmunaaðila í vinnu
sinni og fékk Árna Pál Árnason, sér-
fræðing í Evrópurétti, til liðs við sig
til að vinna að lögfræðilegri úttekt á
því hvort starfsumgjörð Íbúðalána-
sjóðs væri í samræmi við skuldbind-
ingar Íslands samkvæmt samning-
um um Evrópska efnahagssvæðið.
Einnig var óskað eftir áliti þess efnis
hvort það samrýmdist sömu skuld-
bindingum ef Íbúðalánasjóði yrði
heimilað að hækka lánshlutfall til al-
mennra íbúðakaupa í allt að 90% af
kaupverði.
Samkvæmt frétt frá félagsmála-
ráðuneytinu komst Árni Páll að
þeirri niðurstöðu að allar líkur væru
á því að núverandi íbúðalánakerfi
stæðist ákvæði EES-samningsins
um ríkisstyrki. Því væri það niður-
staða álitsins að hækkun lánshlut-
fallsins í 90% ætti ekki að stangast á
við reglur EES-samningsins um rík-
isaðstoð.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)
hefði ekki gert athugasemdir við nú-
verandi húsnæðiskerfi en mælt er
með að áformin verði tilkynnt ESA
því það tryggi endanlega afgreiðslu
málsins, eyði óvissu og komi í veg
fyrir deilur og málaferli á síðari stig-
um.
Íbúðalánasjóður veiti
90% almenn íbúðalán
GUÐJÓN Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja, segist ósáttur
við að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að
stíga það mikilvæga skref að færa
afgreiðslu íbúðalána til fjár-
málastofnana. Eftir sem áður gæti
Íbúðalánasjóður fjármagnað lánin.
Tillögur þess efnis myndu færa hús-
næðislán á Íslandi nær því sem tíðk-
ist í öðrum löndum. „Í stað þess á
einhliða að auka umsvif ríkisins á
húsnæðislánamarkaði bæði í um-
fangi lána og afgreiðslu,“ segir Guð-
jón.
Hann segist ekkert hafa orðið var
við það samráð sem ráðherra boðaði
vegna þessa máls í sumar. Vinnan að
því hafi borið þess merki að aldrei
hafi verið ætlunin að starfa með
fulltrúum hagsmunaaðila.
Það jákvæða við þessar tillögur
segir Rúnar vera ákvörðun um að
bera málið undir eftirlitsstofnun
EFTA. Skoða þurfi hvort gildandi
kerfi íbúðalána á Íslandi feli í sér
ríkisstuðning og ef svo er hvort
hann samrýmist því svigrúmi sem
felist í EES-samningnum. „Einnig
þarf að athuga hvort aukið umfang
ríkiskerfis í húsnæðisrekstri hér-
lendis feli í sér nýjan ríkisstyrk sem
gangi gegn EES.“
Guðjón segir rangt í áliti Árna
Páls Árnasonar lögfræðings að
bankar og sparisjóðir lögðu til að
þeir yrðu eiginlegir lánveitendur.
Það hafi ekki falist í tillögunum, eins
og skýrt kom fram, heldur að ein-
ungis afgreiðsluþátturinn yrði færð-
ur. „Það er afar mikilvægt, hvað
sem öðru líður, að gera sem fyrst
þær tæknilegu breytingar á húsnæð-
islánakerfinu sem við höfum óskað
eftir,“ segir Guðjón. Það er að koma
á útboðsfyrirkomulagi, fækka
skuldabréfaflokkum og staðla bréfin
í samræmi við alþjóðleg skuldabréf.
Slíkar breytingar myndu ýta frekar
undir kaup erlendra fjárfesta á þess-
um bréfum.
Allt tal um samráð orðin tóm