Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 61 DREGIÐ verður í undankeppni Evrópukeppni kvennalandsliða í handknattleik í Zagreb í Króatíu á lokadegi heimsmeistaramóts kvennalandsliða sem fram fer í landinu og hefst 2. desember. Nafn Íslands verður væntanlega í hatt- inum ásamt nöfnum tuttugu og einnar þjóðar. Leikdagar hafa ver- ið ákveðnir og fer fyrri viðureignin fram 29. eða 30. maí á næsta ári og sú síðari 5. eða 6. júní. Sigurvegari úr leikjunum tveimur vinnur sér keppnisrétt á HM í Ungverjalandi í desember á næsta ári. Þjóðunum 22 verður styrk- leikaraðað í tvo hópa og fullvíst er að íslenska liðið verður í lakari styrkleikaflokknum eins hinar þjóðirnar fimm sem komust í undankeppnina upp í gegnum for- keppnina. Þar með er ennfremur ljóst að íslenska liðið leikur fyrri leik sinn á heimavelli og að and- stæðingurinn, sem fyrirfram verð- ur talinn sterkari, á síðari leikinn á heimavelli. Nær öruggt er að ein- hver eftirtalinna þjóða verði and- stæðingur Íslands í undankeppn- inni í vor; Austurríki, Holland, Hvíta-Rússland, Króatía, Litháen, Pólland, Rúmenía, Serbía/Svart- fjallaland, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Úkraína, Þýskaland. Vonast er til að Handknattleiks- samband Evrópu komist í dag að niðurstöðu í kæru Ítala vegna fram- kvæmdar leiksins við Íslendinga í forkeppninni. Dregið verður í undan- keppni EM í Zagreb KNATTSPYRNUYFIRVÖLD í Bosníu hafa boðið tyrknesku liðunum Galatasaray og Bes- iktas að leika heimaleiki sína í Meistaradeild Evrópu í Sara- jevo í næsta mánuði. Leik Galatasaray við Juventus var frestað og óvíst hefur verið með leik Besiktas og Chelsea í lokaumferð riðlakeppninnar „FK Sarajevo og Knatt- spyrnusamband Bosníu hafa sent félögunum formlegt boð um að sjá um heimaleiki þeirra. Það yrði okkur mikill heiður að fá þessa leiki hing- að.,“ sagði Mirsad Alihodzic, framkvæmdastjóri FK Saraj- evo, en leikið yrði á heimavelli félagsins, Kosevo, sem rúmar 34.600 áhorfendur. Viðureign Maccabi Haifa frá Ísrael og Valencia frá Spáni í UEFA-bikarnum er líka í uppnámi. Ísraelsmenn mega ekki leika á heimavelli vegna óvissuástands þar, og þeir höfðu fengið inni með leikinn í Tyrklandi. Heimaleikir Tyrkja í Sarajevo? Sló með krepptum hnefa EINN af þekktustu knatt- spyrnumönnum Svíþjóðar var handtekinn í fyrrinótt fyrir að slá niður blaðamann Aftonbladet. Atvikið átti sér stað á veitingahúsi í miðborg Stokkhólms. Nafn knatt- spyrnumannsins hefur ekki verið gefið upp en sagt er að hann sé einn af fremstu leik- mönnum landsins, bæði með landsliðinu, sem leikmaður í úrvalsdeildinni og sem at- vinnumaður erlendis. Það var menningarblaða- maðurinn Daniel Nyhlén sem varð fyrir högginu á veit- ingahúsinu Aladdin. „Hann sló mig með krepptum hnefa í andlitið. Ég valt í tvo hringi á gólfinu og missti meðvitund í einhverjar sekúndur,“ sagði Nyhlén við Aftonbladet. Hann lýsir aðdragandanum þannig að knattspyrnumað- urinn hefði gengið að honum og sagt honum að hætta að horfa á sig. Nyhlén kvaðst ekki hafa verið að horfa á hann, heldur á félaga hans. Knattspyrnumaðurinn var yfirbugaður ásamt félaga sínum af dyravörðum staðar- ins.  SIGFÚS Sigurðsson skoraði 6 mörk og fór mikinn í vörn jafnt sem sókn Magdeburgar-liðsins þegar það vann Göppingen, 37:34, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Jaliesky Garcia skoraði í tvígang fyrir Göppingen. Pólska stór- skyttan hjá Magdeburg, Grzegorz Tkaczyk, var rekinn af leikvelli með rautt spjald á 6. mínútu fyrir gróft brot og kom hann ekki meira við sögu í leiknum.  GÍSLI Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Fredericia í fyrrakvöld þegar lið hans vann Silkeborg/Voel með yfir- burðum á útivelli, 33:18, í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik. Frede- ricia hefur heldur betur tekið sig á eftir slaka byrjun og er komið í sjötta sætið af fjórtán liðum með 10 stig úr 10 leikjum.  GUÐMUNDUR Stephensen, Ís- landsmeistari í borðtennis, tapaði tveimur síðustu leikjum sínum á úr- tökumóti fyrir Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári. Í fyrrakvöld tap- aði hann fyrir Rade Markovic frá Serbíu/Svartfjallalandi, 4:2, úrslit í einstökum lotum, 8:11, 11:3, 7:11, 3:11, 11:9 og 5:11. Í gær lá Guðmund- ur síðan fyrir Kostadin Lengerov frá Austurríki, 4:0, úrslitin í einstökum lotum, 11-8, 11-8, 11-7, 11-6.  TIL stóð að Heiðar Helguson, leik- maður enska knattspyrnuliðsins Wat- ford, myndi leika með varaliði liðsins gegn varaliði Charlton Athletic í fyrrakvöld en vegna rigninga var völl- urinn þungur og blautur og því var leiknum frestað, að sögn blaðsins Watford Observer. Heiðar meiddist á æfingu í byrjun september þegar aft- ara krossband í hnénu rifnaði en bat- inn hefur verið hraðari en gert var ráð fyrir. Gavin Mahon, annar leik- maður Watford sem átt hefur í hnjá- meiðslum, átti einnig að leika með varaliðinu.  CHELSEA hefur ákveðið að fá til sín 19 ára gamlan brasilískan knatt- spyrnumann, Nilmar, og greiðir fyrir hann um 500 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum frá Internacion- al, félagi hans í Brasilíu. Nilmar upp- fyllir ekki enn skilyrði um atvinnuleyfi í Englandi og því verður hann leigður út tímabilið til rússneska liðsins CSKA Moskva. Hann leikur þessa dagana með 20-ára landsliði Brasilíu í úrslitakeppni heimsmeist- aramótsins sem fram fer í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.  ENSKA knattspyrnusambandið hefur boðið Sven-Göran Eriksson framlengingu á samningi sínum til ársins 2008. Eriksson tók við enska landsliðinu fyrir þremur árum og undir hans stjórn tryggði það sér sæti á HM 2002 og nýlega á EM í Portú- gal á næsta ári, án þess að tapa leik í undankeppninni. FÓLK Annað hefur komið á daginn.Chelsea er á mikilli siglingu, bæði í Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildinni, og staða Ran- ieris styrkist með viku hverri. Því var ennfremur spáð að Ranieri myndi lenda í miklum erfiðleikum með hinn stóra og sterka leikmanna- hóp sem kominn er saman hjá Lund- únafélaginu og útilokað yrði að halda öllum stjörnunum sáttum við sitt hlutskipti. En það hefur gengið ótrú- lega vel, Ranieri hefur breytt liði sínu óspart til að halda öllum á tánum og leyfa sem flestum að spila, og flestum á óvart hefur sú aðferð gengið upp til þessa. Eiður Smári Guðjohnsen er einn þeirra sem fengið hafa að kenna á þessum breytingum en hann er sjald- an í byrjunarliðinu tvo leiki í röð. Samt lýsir hann eins og aðrir leik- menn yfir mikilli ánægju með stöðu mála og að leika undir stjórn Ranier- is. Eiður Smári sagði við Daily Re- cord í gær að knattspyrnustjórinn væri leiftrandi af áhuga og ánægður með sitt hlutskipti. „Hann er spenntur og fullur eft- irvæntingar. Þetta er sú staða sem hann dreymdi alltaf um. Nú hefur hann fengið tækifæri til að takast á við bestu lið heims og hann er virki- lega ánægður. Það að fá alla þessa peninga til umráða frá Roman Abramovich hlýtur að hafa verið fyr- ir hann eins og að finna töfralampa með anda sem uppfyllir allar óskir. Claudio er síbrosandi og virðist afar afslappaður, en hann er líka geysi- lega einbeittur. Fyrst þegar hann kom til félagsins átti hann í erfiðleik- um með samskipti við leikmenn vegna þess að hann talaði ekki ensku. Nú eru skilaboð hans til leikmann- anna mun skýrari,“ sagði Eiður Smári. Um rússneska eigandann segir ís- lenski landsliðsfyrirliðinn: „Herra Abramovich mætti á æfingasvæðið þegar hann hafði keypt félagið og sagði við okkur: Ég ætla að gera ykk- ur lífið eins þægilegt og mögulegt er, ég vil að þið getið einbeitt ykkur að því að spila sem best og mun sjá til þess að þið fáið allt sem til þarf.“ Ítalskur Kevin Keegan Joe Cole, félagi Eiðs Smára hjá Chelsea, segir að Ranieri sé ítölsk út- gáfa af Kevin Keegan, síbrosandi og fjörugur. „Hann er magnaður per- sónuleiki og ég kann vel að meta heiðarleika hans. Hann segir það sem honum býr í brjósti, á auðvelt með að koma skoðunum sínum á framfæri og er án nokkurs vafa rétti maðurinn til að leiða Chelsea á sig- urbraut,“ sagði Cole við Daily Re- cord. Reuters Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, er traustur í sessi. Hér kallar hann til sinna manna í kappleik á dögunum. Eiður Smári Guðjohnsen um Claudio Ranieri Eins og hann hafi fundið töfralampa CLAUDIO Ranieri var talinn valtur í sessi sem knattspyrnustjóri Chelsea þegar rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich keypti félagið í sumar. Fyrstu vikurnar og mánuðina gat hann lesið daglegar fréttir um að Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Eng- lands, myndi leysa hann af hólmi innan skamms og fæstir virtust búast við því að hann yrði langlífur í starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.