Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU MEDCARE Flaga var skráð á að- allista Kauphallar Íslands í gær og er það fyrsta fyrirtækið í tæpt ár sem er nýskráð á aðallista Kauphallar Íslands. Lokaverð Medcare Flögu var 7 en í lokuðu útboði sem lauk 20. nóvember sl. var gengið á bréf- unum 6. Bréfin hafa því hækkað um 16,67% frá útboðinu. Alls voru 148 viðskipti með bréf fé- lagsins í Kauphöll Íslands í gær og námu þau alls 236 milljónum króna. Gengið fór hæst í 8 en lægst í 7. Stærsti hluthafinn í Medcare Flögu er Kaupþing Bún- aðarbanki. Morgunblaðið/Kristinn Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Medcare Flögu, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, fylgdust með því þegar fyrstu viðskiptin áttu sér stað með hlutabréf í Medcare Flögu í Kauphöll Íslands í gær. Viðskipti hafin með Medcare Flögu ÞAÐ ATHÆFI bankanna að reikna vexti af debetkorta- færslum þá daga sem bankar eru lokaðir, en vaxtareikna hins vegar ekki það sem kemur í hlut seljand- ans með sambærilegum hætti, er ósanngjarnt að mati Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ. Samtökin nefna sem dæmi 7.000 króna úttekt sem á sér stað 29. ágúst 2003. Korti er rennt í gegnum posann og engin heimild sótt. Fyrirtækið gerir upp posann og sendir úttektarfærsluna inn til bankans þann 2. september og fær greiðsluna inn á reikning sinn þann dag. Færslan er vaxtalega færð út af reikningi korthafans þann 29. ágúst en inn á reikning fyrirtækisins 2. september. Þetta þýðir, að mati SVÞ, að miðað við 13% skuldavexti þá er bankinn að taka kr. 10,11 í vexti af láni sem hann hefur aldrei veitt. „Okkur finnst eðilegt að allt sé vaxtareiknað daginn sem það er bókað. Þetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir korthafann, sér- staklega ef hann er með yfirdrátt á reikningi sínum,“ segir Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SVÞ í samtali við Morgunblaðið. „Við áttum fund með forsvars- mönnum bankanna í byrjun síð- asta sumars og héldum að þeir myndu breyta þessu, en þeir hafa ekki gert það. Korthafinn er að borga bankanum 12 krónur fyrir hverja færslu og seljandinn að borga frá þremur til eitthundrað og nítíu krónur fyrir hverja færslu. Þessi gjöld eru milljarður á ári. Þessvegna spyr maður af- hverju þurfi að bæta við aukavöxt- um. Eru menn ekki að fara hér of- fari.“ Bankar reikna sér fyrirframvexti SVÞ spyrja hvort farið sé offari SÍF hf. skilaði 2,1 milljóna evra hagnaði eftir skatta, sem svarar til 176 milljóna króna, á fyrstu níu mánuðum ársins, en hagnaður á sama tímabili í fyrra var 418 þús- undir evra. Hagnaður SÍF hf. fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 12,4 milljónum evra, 1.062 milljónum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins en var 11,1 milljónir evra á sama tímabili árið 2002. Þá skilaði rekstur sam- stæðunnar veltufé frá rekstri að fjárhæð 4,3 milljónir evra, 364 millj. kr., á fyrstu níu mánuðum ársins en það var 6,1 milljón evra á sama tímabili árið 2002. Rekstrarliðir hafa hér verið um- reiknaðir í íslenskar krónur á með- algengi viðkomandi tímabils, að því er fram kemur í tilkynningu frá SÍF. Framlegð félagsins hækkar mið- að við sama tímabil árið 2002. Þann- ig er framlegð félagsins nú 10,2% en hún var 8,8% á fyrstu níu mán- uðum ársins 2002. Sölutekjur sam- stæðunnar lækka lítillega á milli ára, en það skýrist að mestu af því að rúm 27% af veltu SÍF samstæð- unnar myndast í Bandaríkjadölum en meðalgengi dollars gagnvart evru hefur lækkað um 18,2% milli umræddra tímabila. Þá hafa um- talsverðar verðlækkanir á sumum afurðaflokkum samstæðunnar einn- ig áhrif til lækkunar á veltu félags- ins, að því er segir í tilkynningu. Lokun sölu- skrifstofu í Japan Ákveðið hefur verið að loka sölu- skrifstofu SÍF samstæðunnar í Jap- an og flytja verkefni hennar og við- skiptatengsl til Íslands. „Lokunin er liður í einföldun á sölukerfi SÍF samstæðunnar og hagræðingu þar sem ekki er talið nauðsynlegt að hafa starfsstöð í Japan til að sinna þeim markaðshluta sem aðgengileg- ur er félaginu,“ að því er fram kem- ur í tilkynningu. SÍF með 176 milljónir í hagnað „GILDISTÍMI úrskurðar gerðar- dóms rennur út um áramót og við- ræður við útvegsmenn um kjara- samning á byrjunarreit. Miðað við stöðu mála nú má telja næsta víst að ekki verði allt klappað og klárt um áramót og samningar þar með lausir. Á þessari stundu má því segja að of snemmt sé að vera með stórar yfirlýsing- ar varðandi þá vinnu sem framundan er við samningagerð en rétt eins og þegar lagt er í veiðiferð, þá er ekki stætt á öðru en gera ráð fyrir góðum túr, í það minnsta á útstím- inu og svona fyrstu hviðuna þar á eftir. Í öllu falli er það einlæg von mín að samkomulag náist án þess að til stórátaka komi og að því er stefnt af okkar hálfu, svo fremi sem ekki verður algjör ödeyða á samninga- slóðinni,“ sagði Árni Bjarnason, for- seti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, í setningarræðu sinni á ársþingi sambandsins sem hófst í gær. Árni sagði að takmörkun á fram- sali veiðiheimilda innan ársins væri að sínu mati ein mikilvægasta breyt- ingin sem gera þyrfti á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þannig mætti koma í veg fyrir stærsta hlut- ann af því misferli sem hafi viðgeng- ist í kerfinu og koma böndum á þá aðila innan sjávarútvegsins sem hlunnfara sjómenn í launum með því að gera upp við þá á mismuni leigu- verðs og söluverðs. Sagði Árni að margt hefði áunnist í þessum efnum en enn væru til þeir sem leigðu frá sér aflaheimildir innan ársins og það þurfi að stöðva. Árni sagði þó að erf- itt væri að henda reiður á því hvað væru eðlilegar hagræðingartil- færslur á kvóta innan einnar útgerð- arsamsteypu, verktökusamnings eða hreinnar kvótaleigu þar sem um raunverulegan óskyldan aðila væri að ræða. Því þyrfti að einfalda regl- ur með þeim hætti að stórfyrirtæki sem á meirihluta í mörgum smærri skuli aðeins hafa eina kennitölu. Þá verði fyrst hægt að hafa yfirsýn yfir raunverulegan flutning aflamarks milli óskyldra aðila. „Þetta kennitölu- kraðak og þessi eign- araðilarflækja er til þess fallin að spilað er á þær reglur sem í gildi eru um hámarkshlut- deild einstakra fyrir- tækja í hinum ýmsu fiskitegundum,“ sagði Árni og bætti því við að stórt skref til aukinnar sáttar fælist í að tak- marka verulega eða jafnvel banna framsal innan ársins, nema þegar um tegundar- skipti er að ræða, og ganga þar með út frá því sem meginreglu að þeir sem hafi yfir aflaheimildum að ráða veiði sjálfir þann fisk sem þeir hafa heim- ildir fyrir. Árni vék einnig máli sínu að verð- myndun á uppsjávarfiski á þinginu. Sagði hann að þar væri einn aðili í einokunarstöðu og verðlagning því í höndum hans, enda hafi Verðlags- stofa skiptaverðs engin áhrif á verð- lagningu uppsjávarfisks. Eins þyrfti að gera gangskör í að samræma á landsvísu þann búnað sem notaður er til löndunar á uppsjávarfiski. „Vonandi kemur sú tíð að á Íslandi verði rekstrarumhverfi sjávarút- vegsins með þeim hætti að útgerð- armaðurinn og áhöfnin á skipi hans snúi bökum saman og beiti sér fyrir samræmdum öruggum vigtunarað- ferðum og hærra fiskverði. Vart er hægt að hugsa sér neitt öfugsnúnara en útgerðarmann sem berst við það daginn út og inn að lækka aflaverð- mæti eigin skips,“ sagði Árni. Sagði hann að fiskiskipaflotinn væri þann- ig ekki rekinn nema að litlu leyti sem sjálfstæð rekstrareining með arðsemi að leiðarljósi. Því væri fjár- hagslegur aðskilnaður veiða og vinnslu sú lausn sem byði upp á bestu möguleikana á frjálsu sam- keppnisumhverfi og myndi leggja grunninn að tveimur sjálfstæðum atvinnugreinum, í stað einnar sem í eðli sínu grafi undan sjálfri sér. 41. þing Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands Samkomulag án stórátaka Árni Bjarnason FRÁ árinu 1980 hafa verkfallsdag- ar í níu kjaradeilum sjómanna og útvegsmanna verið 170 alls. Í þrem- ur tilvikum var endi bundinn á vinnudeilurnar með lagasetningu. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði á ársþingi Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands í gær, að lagasetningin árið 2001 hafi verið sér þvert um geð, en stjórnvöld hafi engan annan kost átt í stöðunni. Árni vék í ræðu sinni að fyr- irhuguðum kjarasamningum sjó- manna og útvegsmanna en samn- ingar þeirra eru lausir um næstu áramót. „Ég leyfi mér að vona að betur takist til við samningagerðina í komandi kjarasamningum en síð- ast og að ekki þurfi að koma til af- skipta ríkisvaldsins að þessu sinni.“ Raunasaga Árni sagði að öllum væri kunn sú raunasaga sem kjaradeilur fiski- manna og útvegsmanna hafa verið á undanförnum árum. Hann rifjaði upp að í kjaradeilum þessara aðila frá árinu 1980 hafi verkfallsdagar verið alls um 170 í 9 kjaradeilum. Í fjórum tilvikum hafi verið samið án verkfalls. Í þremur tilvikum hafi vinnudeilurnar verið stöðvaðar með lögum, síðast 16. maí 2001. Þeirri löggjöf hafi samtök sjómanna vísað til dómstóla hér og til Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar í Genf. Hér heima hafi ríkið verið sýknað og niðurstaða sérfræðinganefndar Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar hafi í meginatriðum verið sú að fundið var að því hve oft íslensk stjórnvöld hefðu gripið inn í kjaradeilur fiski- manna og útvegsmanna á síðustu árum og lagt áherslu á að allt yrði gert til að auðvelda frjálsa kjara- samninga þessara aðila í framtíð- inni. „Í framhaldi af framangreindu áliti nefndar Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar sem fjallar einkum um félagafrelsi vil ég leggja áherslu á að ég og félagsmálaráðherra er- um reiðubúnir að setjast niður með aðilum í því skyni að ræða málin og athuga hvort eitthvað megi betur fara innan stjórnkerfisins sem yrði til þess fallið að greiða fyrir samn- ingum aðila. Þótt ég á sínum tíma teldi að við ættum enga aðra kosti í stöðunni vorið 2001 en að grípa til lagasetningar, þá var það inngrip mér þvert um geð,“ sagði Árni. 170 verkfallsdagar í níu kjaradeilum EFNAHAGS- og framfarastofnun- in, OECD, spáir því að hagvöxtur hér á landi verði 1,9% í ár og 3,7% á næsta ári. Árið 2005 er síðan spáð 5,6% hagvexti sem er í takt við spá fjármálaráðuneytisins og Íslands- banka en nokkuð hærri en spá Seðla- bankans, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. OECD segir að nýtt vaxtarskeið sé hafið hér á landi, drifið áfram af innlendri eftirspurn. Stofnunin segir að í stóriðjuframkvæmdunum felist áskorun fyrir þá sem halda um taumana í hagstjórn. Líklegt sé að verðbólga muni fara upp í efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka inn- an næstu tveggja ára og að bankinn þurfi að hækka stýrivexti sína tals- vert og það fljótlega. „Þetta mat er í takt við mat Grein- ingar ÍSB sem telur líklegt að Seðla- bankinn hefji að hækka vexti sína strax í byrjun næsta árs“ að því er fram kemur í Morgunkorni. Í skýrslu OECD segir að ef áform ríkisstjórnarinnar um aðhald í rík- isútgjöldum ganga ekki eftir ættu stjórnvöld að endurskoða áform sín um lækkun skatta. OECD telur að hækka þurfi vexti hér ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, varar við of miklu reglu- gerðarbákni fyrir íslenskt viðskipta- líf, sem geri ekkert annað en að draga úr frumkvæði, áræði og möguleikum einstaklinganna. Þetta sagði hann á ársþingi FFSÍ, en þar ræddi hann meðal annars kaupréttarsamninga til stjórnenda í fyrirtækjum. Hann sagðist ekki vera á móti afkastahvetj- andi launakerfi, en hefði ekki mikla sannfæringu fyrir ofurbónusum í við- skiptalífinu. „Breyttum og nýjum reglum fylgir aukin ábyrgð einstaklinganna og þeirra sem standa í brúnni hjá ís- lenskum fyrirtækjum, ekki síst al- menningshlutafélögum sem axla mikla ábyrgð. Þegar löggjöf við- skiptalífsins breytist með jafn örum hætti til frjálsræðis eins og hér hefur orðið raunin þá er ekki hægt að setja inn fyrirvara um alla skapaða hluti. Þess á heldur ekki að þurfa. Þjóðfé- lagið tekur mið af mun fleiri þáttum en þeim sem skráðir eru í lög og að mínu mati eiga lagareglurnar frekar að vera færri en fleiri og umfram allt skýrar. Sá drifkraftur sem verið hef- ur á Íslandi í samanburði við önnur lönd Vestur-Evrópu er grundvallað- ur á þessari hugmyndafræði. Þeir sem stjórna ferðinni í íslensku þjóð- félagi verða að gæta þess að ögra ekki umhverfi sínu og löggjafanum með þeim hætti að löggjafinn sjái sig knúinn til þess að setja lög á lög ofan. Of mikið reglubákn fyrir íslenskt við- skiptalíf gerir ekkert annað en að draga úr frumkvæði, áræði og mögu- leikum einstaklinganna,“ sagði Árni meðal annars. „Frumkvæðið og áræðið má þó ekki leiða til fífldirfsku. Að undan- förnu hefur mikið verið rætt um ár- angurstengingu launa, ekki síst í tengslum við svo kallaða kaupréttar- samninga. Í sjálfu sér þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við slíka samn- inga. Það þekkja sjómenn allra best en árangurstenging launa á við alla þá sjómenn sem stunda fiskveiðar frá Íslandi. Laun áhafnar ákvarðast af fyrirfram ákveðnu kerfi um hlutdeild í aflaverðmæti skipsins. Margar breytur hafa síðan áhrif á verðmætið eins og magn, gæði aflans og færni áhafnar auk ýmissa utanaðkomandi þátta eins og ákvörðunar aflamarks, stöðu markaðarins og skráningar gengisins svo eitthvað sé nefnt.“ Varar við reglugerð- arbákni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.