Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 323. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Orða fyrir
fótbolta
Drottningin veitti knattspyrnu-
goðinu OBE-orðuna Fólk í fréttum
Leikfanga-
sníkir
Eltingaleikur við jólasvein í
Esjuhlíðum Höfuðborgin
Ævintýri
á Akureyri
Fjöllistakona og spunadansari
með dansleikhús Listir
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra segir einkunnagjöf um umhverfis-
áhrif Norðlingaölduveitu, sem finna má í
nýrri rammaáætlun um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma, ekki hafa áhrif á virkjana-
áform á svæðinu.
Í áætluninni, sem kynnt var í gær, kemur
fram að Norðlingaölduveita hefur talsverð
áhrif á umhverfið, og fær ekki nógu góða
einkunn til að vera í þeim hópi virkjana-
kosta sem iðnaðar- og umhverfisráðherrar
vilja að orkufyrirtækin einbeiti sér að.
Valgerður segir þessa einkunnagjöf um
áhrif Norðlingaölduveitu á umhverfið
byggða á öðrum forsendum en þeim sem
verið er að útfæra í dag.
„Það er alveg augljóst að niðurstaðan í
sambandi við Norðlingaölduveitu yrði allt
önnur ef menn gefa sér þær forsendur að
lónið fari ekki inn á friðlandið,“ segir Val-
gerður.
Í dag segir Valgerður að miðað sé við að
lónið sé í 568 metra hæð yfir sjávarmáli, en
þegar úttektin í rammaáætluninni var gerð
hafi verið miðað við 575 metra hæð, og lónið
því náð inn fyrir mörk friðlandsins.
Hefur ekki
áhrif á áform
um Norðlinga-
ölduveitu
Orkufyrirtækin/11
BANDARÍSKIR hermenn í her-
skála á Bagdad-flugvelli voru furðu
lostnir og fögnuðu George W. Bush
forseta ákaft í gær er hann kom í
óvænta heimsókn til Íraks. Bush
dvaldi í rúmar tvær stundir á flug-
vellinum og snæddi kalkún með um
600 hermönnum þar í tilefni af þakk-
argjörðarhátíðinni í gær. Hann sagði
hryðjuverkamenn vona að Banda-
ríkjamenn gæfust upp en þeir
myndu ekki hafa erindi sem erfiði.
„Við sendum ekki herlið hundruð
mílna inn í hjarta Íraks, fórnuðum
ekki dýrmætum mannslífum, sigruð-
um ekki grimman einræðisherra og
frelsuðum ekki 25 milljónir manna til
þess eins að hörfa fyrir hópi óþokka
og launmorðingja,“ sagði forsetinn.
Hermennirnir lýstu sumir yfir að-
dáun sinni á því að Bush skyldi fara
til Bagdad þótt aðeins nokkrir dagar
væru síðan skotið var á flugvél sem
nauðlenti logandi á flugvellinum.
Flugvél forsetans lenti á flugvell-
inum í Bagdad undir kvöld, dregið
var fyrir gluggana og ljós vélarinnar
slökkt til að draga úr hættu á árás.
Bush var á búgarði sínum í Texas í
fyrradag en laumaðist þaðan og hélt
flugleiðis til Washington til að sækja
aðstoðarmenn og fréttamenn sem
höfðu heitið að segja ekki frá neinu
fyrr en vélin væri farin frá Írak. Áð-
ur hafði verið sagt opinberlega að
Bush myndi verja helginni í Texas.
Bush forseti birtist
óvænt í Bagdad
AP
Bush Bandaríkjaforseti með kalkúnasteik, hefðbundinn rétt Bandaríkjamanna á þakkargjörðardeginum.
Bagdad. AP, AFP.
ENN aukast vandræði sænska tryggingafélagsins
Skandia en í gær var skýrt frá því að 11 háttsettir
starfsmenn þess hefðu fengið alls um þrjá milljarða
sænskra króna, nær 30 milljarða ísl. kr., í kaup-
auka. Að sögn blaðsins Dagens Industri voru það
þrír menn í útibúum fyrirtækisins í Bandaríkjunum
og Bretlandi sem fengu megnið af peningunum.
Skandia er stærsta tryggingafélag í Svíþjóð og
viðskiptavinir um 1,2 milljónir en reksturinn hefur
gengið illa síðustu árin. Stjórn félagsins tók á sín-
um tíma ákvörðun um innri rannsókn á rekstrinum
vegna árangurstengdra greiðslna, starfslokasamn-
inga og ýmissa bitlinga sem æðstu ráðamenn höfðu úthlutað sér.
Er meðal annars um að ræða nokkrar rándýrar íbúðir á besta stað í
Stokkhólmi sem þeir fengu fyrir milligöngu félagsins og létu síðan
endurnýja fyrir um átta milljónir sænskra króna, nær 80 milljónir ísl.
kr. Otto Rydbeck, sem stýrir innri rannsókninni, segir að kostnaður-
inn hafi verið færður sem endurbætur á skrifstofuhúsnæði.
Talsmaður félagsins, Gunilla Svensson, sagði í gær að niðurstöður
innri rannsóknarinnar yrðu birtar nk. mánudag en þegar hefur verið
höfðað mál gegn fyrrverandi forstjóra félagsins, Lars-Eric Petersson,
og tveim öðrum mönnum. Gætu þeir fengið allt að sex ára fangelsi.
Höfðinglegir kaup-
aukar og bitlingar
Stokkhólmi. AFP.
Lars-Eric
Petersson
ÞENGILL Otri Óskarsson, 14 ára Breiðhylt-
ingur, er á góðum batavegi á Barnaspítala
Hringsins eftir að hafa nær drukknað í Breið-
holtslaug fyrir rúmum tveimur vikum. Á spít-
alanum gengur hann undir nafninu „krafta-
verkamaðurinn“, enda fullyrða læknar hans að
batinn gangi kraftaverki næst. Eru batahorfur
mjög góðar þrátt fyrir alvarlegt slys þar sem
þurfti að endurlífga hann tvisvar sinnum, fyrst
á laugarbakkanum og síðan á spítalanum.
Þengill segir það ótrúlega tilhugsun að hann
hafi verið í lífshættu. „Það er mjög skrýtin til-
finning. Pabbi var að lesa fyrir mig um það sem
var gert fyrir mig á spítalanum og ég bara
...vá.“ Er komið var með Þengil meðvitund-
arlausan á Landspítalann í Fossvogi var hann
tengdur við öndunarvél og sneiðmynd tekin af
heila. Fljótlega var ákveðið að senda hann á
gjörgæsludeildina við Hringbraut, til að kæla
líkamshitann niður. Kom þá í ljós hve lungu
hans voru illa sködduð og því ákváðu sérfræð-
ingar að tengja Þengil við hjarta- og lungnavél.
Að því loknu tók ekki betra við. Rétt áður en
foreldrar Þengils áttu að fá að sjá son sinn í
fyrsta sinn eftir slysið fór hann í hjartastopp.
Hófst þá endurlífgun öðru sinni og tók heilar 15
til 20 mínútur. „Þetta kom okkur öllum í opna
skjöldu en fljótlega kom í ljós að Þengill var
með mikla blæðingu frá lungum, sem ekki gekk
að stöðva með hefðbundnum aðferðum. Þá var
ákveðið að reyna lyf sem nýlega er komið á
markað fyrir dreyrasjúka,“ segir Felix Valsson
læknir, sem annaðist Þengil ásamt fjölmörgu
öðru starfsfólki spítalans. Blæðingin stöðvaðist
og eftir þetta gekk meðferðin ótrúlega vel. Var
Þengill útskrifaður af gjörgæsludeild sl. mánu-
dag. Eftir því sem best er vitað hefur lyfið sem
Felix nefnir hvergi áður verið notað í heiminum
með jafn góðum árangri á meðan sjúklingur er
tengdur hjarta- og lungnavél.
Endurlífgaður tvisvar sinnum
Gengur undir nafninu
„kraftaverkamaður-
inn“ á spítalanum
Morgunblaðið/Jim Smart
Þengill Otri Óskarsson er allur að koma til eftir slysið í Breiðholtslaug. Örið á hálsinum er eftir
slöngu úr hjarta- og lungnavél sem hélt í honum lífinu ásamt öndunarvél og fleiri tækjum.
Ótrúleg tilhugsun/36–37