Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 3 NORÐURBRYGGJA verður ekki að- eins miðstöð lista, vísinda og menn- ingar, hún hýsir jafnframt sendiskrif- stofur Færeyja og Grænlands og sendiráð Íslands sem voru formlega opnuð í gær. Þetta pólitíska hlutverk hússins var undirstrikað með því að nokkrir af forystumönnum lands- stjórna Færeyja og Grænlands og Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt fleiri íslenskum ráðamönnum funduðu um samskipti landanna á Norðurbryggju í gærmorgun. Davíð Oddsson segir að komin sé hefð fyrir því að leiðtogar vestnor- rænu landanna hittist tvisvar til þrisvar á ári, en að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem fundurinn hafi verið haldinn í Damörku, og Davíð segir líklegt að það verði gert oftar. Hvorki Davíð né öðrum vestnorrænum stjórnmálamönnum sem rætt var við fannst nokkur vandi felast í því að hittast í gamla nýlenduveldinu Dan- mörku. Høgni Hoydal, varaformaður færeysku landsstjórnarinnar, sagði að það væri þvert á móti merki um styrk og sjálfsöryggi eyjanna þriggja í Atlantshafi að þau treystu sér til þess nú. Davíð og Hoydal voru báðir sam- mála um það að Norðurbryggja væri góð fjárfesting, og Davíð benti sér- staklega á að Danir, bæði danska rík- isstjórnin og auðmaðurinn Mærsk McKinney Møller, hefðu veitt veru- legt framlag til verksins. Við opnun sendiráðs Íslands sæmdi Davíð Oddsson forsætisráðherra Kaj Elkrog, fyrrum skatta- og tollstjóra Danmerkur, riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu. Elkrog átti ásamt Morten Meldgaard, núverandi fram- kvæmdastjóra Norðurbryggju, hug- myndina að menningarmiðstöðinni og hefur síðan unnið að því hörðum höndum og kauplaust að gera hugsýn þeirra að veruleika. „Við vorum svolítið hikandi í fyrstu við að setja sendiráð Íslands í Kaup- mannahöfn niður í gamalt pakkhús, og það þurfti mjög sjarmerandi konu til að sannfæra okkur um gildi þess,“ sagði Davíð í ræðu sinni við opnun sendiráðsins, og þakkaði Vigdísi Finnbogadóttur og öðrum þeim sem lögðu hönd á plóginn við að gera Norðurbryggju að veruleika. Í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð að Norðurbryggja væri ákaf- lega góð staðsetning fyrir sendiráðið. Bæði væri það miðsvæðis og í borg- arhluta sem fengi stöðugt meira vægi, og jafnframt væri það nálægt danska utanríkisráðuneytinu. Togari til fræðslu um atvinnu- vegi í Norður-Atlantshafi Morten Meldgaard, framkvæmda- stjóri Norðurbryggju, sagði frá því í ræðu við upphaf opnunarhátíðarinnar í gær að unnið væri að því í samstarfi við Kaupmannahafnarborg, Kaup- mannahafnarhöfn og fasteignaum- sýslu danska ríkisins að skipuleggja svæðið í kringum húsið sem nú var opnað og að vonast væri til þess að þar gæti verið meiri starfsemi sem tengdist Norður-Atlantshafi. Meðal annars eru uppi hugmyndir um að hafa togara liggjandi við bryggju þar sem hægt verði að veita fræðslu um atvinnuvegi í Norður-Atlantshafi. Að sjá hið ósýnilega Vigdís Finnbogadóttir, formaður Norðurbryggjusjóðsins, sem á og rekur Norðurbryggju, vitnaði í ræðu sinni við opnunarhátíðina í franskt orðatiltæki: Aðeins þeir sem geta komið auga á það sem ósýnilegt er eru færir um að framkvæma hið óframkvæmanlega. „Allt það sem við virðum fyrir okkur með mikilli ánægju nú var fyrir fáum árum ósýni- legt. Þá var þetta hús á mörkum þess að vera í niðurníðslu og ráðgert var að svæðið í kring yrði lagt undir íbúðar- hús. Það okkur því mikið gleðiefni í dag að þeir voru til sem gátu séð það sem ósýnilegt var. Og það er okkur ekki síður gleðiefni að þeir tóku sér fyrir hendur að framkvæma hið óframkvæmanlega.“ Á blaðamannafundi fyrir upphaf opnunarhátíðarinnar lagði Vigdís áherslu á að Norðurbryggja ætti að vera hús fólksins, og ekki síst unga fólksins. Þar ætti því að ríkja gleði og stemmning og dans. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagði að staðsetning Norðurbryggju væri ákaflega góð, bæði væri húsið í hjarta Kaupmannahafnar, og svo stæði það við höfnina, sem hefði verið miðstöð samskipta við Norður-Atlantshaf. Hann lagði áherslu á að bæði Danir og erlendir gestir ættu að geta heim- sótt húsið og notið þess sem þar væri boðið upp á. Josef Motzfeldt, varaformaður landsstjórnar Grænlands, sagði að það væri merki nýrra tíma að Græn- lendingar hefðu nú eignast send- iskrifstofu í Kaupmannahöfn, en áður hefðu þessi stjórnsýsla verið nefnd Danmerkurskrifstofan. Hráefni úr norðrinu Þrjár sýningar voru opnaðar á Norðurbryggju í gær, og danskir, ís- lenskir, færeyskir og grænlenskir tónlistarmenn komu fram á mismun- andi stöðum í húsinu. Jafnframt var veitingastaður hússins, sem nefnist Noma, kynntur. Einn af forsvar- mönnum hans er einn af þekktustu matreiðslumeisturum Dana, Claus Meyer. Þar verður einkum notast við hráefni frá eyjunum í Norður-Atl- antshafi, en við matreiðsluna verða sóttar hugmyndir bæði þaðan og úr fjarlægum heimshornum. Afrakstur sjö ára erf- iðrar undir- búningsvinnu Ljósmynd/Helgi Þorsteinsson Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, ræða við danska athafnamanninn Mærsk McKinney Møller við opnun Norðurbryggju. Møller gaf um 240 milljónir íslenskra króna til verkefnisins. Margrét Þórhildur Danadrottning og Vigdís Finnbogadóttir, formaður stjórnar Norðurbryggjusjóðsins, skoða málverk á sýningunni Kolonialen. Davíð Oddsson forsætisráðherra opnaði formlega sendiráð Íslands á Norð- urbryggju. Við hlið hans er Þorsteinn Pálsson sendiherra. Sjö ára löngu undirbúningstímabili lauk í gær þegar Vigdís Finnbogadóttir opnaði formlega menningar- og rannsóknarmið- stöðina Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Helgi Þorsteinsson fylgdist með hátíðlegri og fjölmennri opnunarhátíðinni. GESTUR Jónsson, stjórnarfor- maður Skeljungs hf. , segir það mikil tíðindi ef Samkeppnisstofnun hafi gert samkomulag við Olíufé- lagið að hreyfa ekki við fyrirkomu- lagi olíudreifingar hér á landi í tengslum við rannsókn á meintu samráði olíufyrirtækjanna. Í fréttum hefur komið fram að í staðinn myndu forsvarsmenn Olíu- félagsins vinna með starfsmönnum Samkeppnisstofnunar að rann- sókninni. Gestur segir einmitt víðtækustu samvinnuna eiga sér stað á vett- vangi olíudreifingar. „Okkur finnst mjög einkennilegt að sá þáttur starfseminnar, sem felur í sér mestu hættuna á samráði, skuli vera undanskilinn þeirri rann- sókn.“ Eins og fyrirkomulagið er í dag reka Olíufélagið Esso og Olís Olíu- dreifingu ehf. Esso á 60% hlut í því félagi en Olís 40%. Samstarf fór ekki leynt „Meginverkefni Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljót- andi eldsneyti fyrir móðurfélög sín sem og sérfræði- og viðhaldsþjón- usta við þjónustustöðvar þeirra,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins. Gestur segir þetta samstarf ekki hafa farið leynt og fyrirtækin rekið saman bensínstöðvar víða um land. „Svoleiðis starfsemi hefur marga kosti sem eru fyrst og fremst hag- kvæmni. Jafnframt býður það auð- vitað hættunni heim, því til þess að geta rekið eitthvað sameiginlega þurfa starfsmenn félaganna að hittast til að taka ákvarðanir varð- andi starfsemina. Þess vegna eru menn vakandi yfir því að það sé hætta á samráði, sem felst í því að leyfa félögunum að vera með sam- eiginlegan rekstur,“ segir Gestur. Olíudreifingin sé mjög mikilvægur þáttur í starfsemi olíufélaganna og kalli á mjög víðtæka samvinnu. Einkennilegt ef olíu- dreifing er undanskilin Gestur Jónsson, stjórnarformaður Skeljungs hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.