Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 29
Vestmannaeyjar | Félagar í Golf- klúbbi Vestmannaeyja gerðu sér glaðan dag á laugardaginn þegar haldið var upp á 65 ára afmæli klúbbsins. Reyndar er eiginlegt af- mæli ekki fyrr en 4. desember nk. en þann dag 1938 stofnuðu 36 Eyja- menn GV og var settur upp sex holu golfvöllur í Herjólfsdal. Byggður var lítill golfskáli í austurhluta dals- ins sem í dag er notaður af skátafé- laginu Faxa og yfir verslunar- mannahelgina ár hvert er þar þjónustusvæði lækna sem sinna þjóðhátíðargestum. Það var einmitt Þjóðhátíðin sem varð til þess að völlurinn var færður sunnar á Heimaey og nýr skáli byggður, enda fór rekstur golfvallar og tjöldun í dalnum illa saman. Lengi vel létu Eyjamenn níu holur nægja en löngu fyrir gos voru klúbbmeðlimir þó farnir að gæla við að stækka völlinn upp í átján holur. Stórbrotið landslag Það var gert árið 1994 og þykir nýi völlurinn sérstaklega vel heppn- aður þar sem hann liggur meðfram sjó að mestu leyti. Landslagið er stórbrotið á mörgum stöðum á vell- inum en um leið er hann erfiður við- ureignar þar sem vindur er oft tals- verður og brautirnar mjóar og hefur Atlantshafið fengið ófáa bolt- ana til varðveislu. Völlurinn hefur vakið mikla athygli erlendis og valdi golftímaritið Golf Digest völlinn einn af 200 bestu völlum Evrópu í fyrra. Í dag eru um 300 meðlimir í Golf- klúbbi Vestmannaeyja en voru rúm- lega þrjátíu á fyrstu starfsárum hans. Miklar framkvæmdir hafa verið síðustu árin, klúbbhúsið hefur verið stækkað og miklar fram- kvæmdir úti á velli við breytingar og viðbætur. Skuldir hafa vaxið í kjölfarið en nú telja stjórnarmenn að góður gangur sé kominn á rekst- urinn og næstu ár fara í að greiða niður þær skuldir sem stofnað hefur verið til á síðustu árum. Einn af 200 bestu völl- um Evrópu í Eyjum Forystumenn: Stjórn GV ásamt forseta Golfsambands Íslands, Júlíusi Rafnssyni, og formanni Nesklúbbsins, Jóni Ásgeiri Eyjólfssyni. Stjórnarmenn GV á myndinni: Gunn- laugur Grettisson, Haraldur Óskarsson, Helgi Bragason formaður, Ragnar Baldvins- son, Böðvar Bergþórsson og Hörður Óskarsson. Á myndina vantar Sigurjón Pálsson. Sigursælir: Þessir kylfingar úr Eyjum mættu sterkir til leiks á meistaramóti öldunga sl. sumar og hrepptu gullverðlaun. Frá vinstri: Bergur Sigmundsson, Sigmar Pálmason, Hallgrímur Júlíusson, Gísli Jónasson liðsstjóri og Atli Aðalsteinsson. 36 áhugamenn stofnuðu golfklúbb í Vestmannaeyjum fyrir 65 árum og gerðu völl í Herjólfsdal LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 29 MILLJÓNAMÆRINGARNIRHljómar Dagskráin framundan er þessi: Sími 533 1100 broadway@broadway.is 13. des. Jólahlaðborð, MOTOWN og Milljónamæringarnir Le´Sing uppselt 19. des. Le´Sing 26. des. Papar og Brimkló 31. des. Sálin hans Jóns míns 1. jan. Nýársfagnaður Broadway 28. nóv. Jólahlaðborð, Hljóma-jól og Hljómar Le´Sing 29. nóv. Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir, Le´Sing uppselt 5. des. Jólahlaðborð, Hljóma-jól og Hljómar 6. des. Jólahlaðborð, MOTOWN og Milljónamæringarnir Le´Sing 12. des. Jólahlaðborð, Hljóma-jól og Hljómar SÝNINGARDAGAR: TÓNLIST FRÁ:Í FYRSTA SKIPTI Á ÍSLANDI MOTOWN, VINSÆLUSTU LÖGIN FRÁ SJÖTTA OG SJÖUNDA ÁRATUGNUM LEIKSTJÓRAR: HAROLD BURR OG MARK ANTHONY. TÓNLISTARFLUTNINGUR: HLJÓMSVEITIN JAGÚAR SÖGUMAÐUR: PÁLL ÓSKAR THE SOUL OF: HEATWAVE 29. nóv. Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir 06. des.Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir 13. des.Jólahlaðborð, Motown og Milljónamæringarnir Stevie Wonder Marvin Gaye The Temptations Diana Ross and The Supremes Smokey Robinson Four Tops og fleiri... Jólahlaðborð+ Hljómajól+ dansleikur kr. 5.400 Föstudagskvöldin 28. nóvember, 5. og 12. desember Nýt t efni Leikhúspakki þar sem skemmtilegir þjónar þjóna til borðs. Öll laugardagskvöld! KALDIR RÉTTIR: Bleikjupaté, appelsínuengiferhjúpaðar unghanabringur, kalkúnaterrine m/pistasíum og villisveppum, sjávarréttarterrine, rækjur og krabbakjöt, léttreyktur lax, púðursykurgrafinn lax, heiðargæsaterrine, úrval síldarrétta, smjörbakaður lax, hreindýrapaté, drottningaskinka, hangikjöt m/uppstúf og laufabrauði. SKORIÐ Í SAL: Svínapurusteik, kalkúnasteik, og léttreyktur lambahryggur. Stórkostlegt eftirréttahlaðborð. Úrval af brauði, heitum og köldum sósum, kartöflum og viðeigandi meðlæti með hverjum rétti. MILLJÓNAMÆRINGARNIR SPILA ÖLL LAUGARDAGSKVÖLD Á JÓLAHLAÐBORÐSKVÖLDUM Matseðill St afr æn ah ug m yn da sm ið jan / 39 13 Dansleikur annan í jólum dansleikur gamlárskvöld Forsala miða hafin! Forsala miða hafin!Brimkló og Papar Sálin ...jólastemningin er hjá okkur! Föstudags- og laugardagskvöld jólahlaðborð + ball 4.200 Laugardagskvöld jólahlaðborð + MOTOWN + ball 6.400 kr. Jólahlaðborðin eru þessa daga: 28. og 29. nóv. 5. og 6. - 12. og 13. des. ANNAÐ KVÖLD, LAUGARDAG:Í KVÖLD, FÖSTUDAG: Í TILEFNI dagsins hélt GV afmælismót og mættu fjörutíu kylfingar til leiks. Það sem vakti helst athygli var að spilað var á sum- arflötum sem voru í góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að nú sé kominn vetur. Reyndar hefur völlurinn í Eyjum ákveðið forskot á aðra velli á Íslandi. Í Eyjum er hægt að spila lengur inn í veturinn við góðar að- stæður og hægt að fara fyrr út á vorin. Alla- vega segja meðlimir GV það. Morgunblaðið/Sigurgeir 40 kylfingar á afmælismóti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.