Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 51
Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl.
13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Brids-
aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15.
Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11–
13. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson
organisti. Uppl. og skráning í síma
896 8192.
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Kaffi og spjall.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri-
deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í
Húsinu á sléttunni, Uppsölum 3.
Krakkar á aldrinum 8–12 ára velkomn-
ir.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukórinn;
barnakór fyrir 3 til 5 ára gömul börn æf-
ir í kirkjunni laugardaginn 29. nóv. kl.
14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett
og undirleikari Julian Michael Hewlett.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar.
Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla kl.
13.20–14.30.
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið sam-
veruna í Víkurskóla næsta laugardag,
29. nóvember, kl. 11:15–12:00. Rebbi
refur kemur í heimsókn ásamt fleirum.
Söngur, gleði og gaman. Æfum að-
ventu- og jólalögin sem við ætlum að
syngja í Víkurkirkju á aðventusamkom-
unni. Mætum öll og reynum að fá alla á
heimilinu með okkur. Hittumst hress
og kát. Starfsfólk kirkjuskólans.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11:00.
Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00.
Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út-
varpi Boðun FM 105,5. Allir velkomnir.
Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 13–16 ára
starf kl. 18. Samvera, fræðsla og fjör.
Allir velkomnir. Nánari uppl. á www.kef-
as.is.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl.
17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12
ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamark-
aður opinn.
Safnaðarstarf
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 51
INGVAR Ásmundsson (2.321) er
einn efstur á heimsmeistaramóti
öldunga í Bad Zwischenahn í
Þýskalandi þegar þrjár umferðir
eru til loka mótsins og hefur auk
þess þegar tryggt sér áfanga að
alþjóðlegum meistaratitli. Í átt-
undu umferð vann hann enn einn
sigurinn og að þessu sinni gegn
rússneska alþjóðameistaranum
Genrikh Chepukaitis (2.428). Ingv-
ar hefur unnið allar skákir sínar til
þessa fyrir utan eitt jafntefli í sjö-
undu umferð og hefur því 7½ vinn-
ing. Helsti keppinautur hans er
einmitt andstæðingurinn sem hann
gerði jafntefli við, rússneski al-
þjóðameistarinn Yuri Shabanov
(2.422). Hann er nú einn í öðru
sæti með 7 vinninga, eða hálfum
vinningi á eftir Ingvari. Í níundu
umferð mætir Ingvar enn á ný
sterkum andstæðingi, þýska al-
þjóðlega meistaranum Anatoly
Donchenko (2.410). Shabanov
mætir hins vegar Chepukaitis og
hefur svart líkt og Ingvar. Bar-
áttan um toppsætið verður því
greinilega hörð fram í síðustu um-
ferð og ómögulegt að segja hver
hreppir heimsmeistaratitilinn.
Hins vegar er óhætt að segja að
miðað við gang mála fram til
þessa, taflmennsku og baráttugleði
Ingvars á hann ekki minni mögu-
leika en keppinautarnir á efsta
sætinu, en frammistaða hans svar-
ar til 2.734 skákstiga.
Það er að miklu að keppa í
þessu móti. Sigurvegarinn verður
ekki einungis heimsmeistari, held-
ur hlýtur hann einnig stórmeist-
aratitil. Það væri ekki amalegt fyr-
ir Ingvar að fagna sjötugsafmæ-
linu næsta sumar bæði sem
heimsmeistari og stórmeistari!
Annað sætið á mótinu er einnig
mikils virði, en því fylgir alþjóð-
legur meistaratitill. Staða efstu
manna á mótinu:
1. Ingvar Ásmundsson 7½ v.
2. Yuri Shabanov (Rússl., 2.422)
6 v.
3.–9. Genrikh Chepukaitis
(Rússl., 2.428), Peter Rahls
(Þýskal., 2.341), Manfred Boe-
hnisch (Þýskal., 2.375), Janis Klov-
ans (Lettl., 2.462), Oleg Chernikov
(Rússl., 2.453), Anatoly Donchenko
(Þýskal., 2.410), Vladimir Litvinov
(Hv.-Rússl., 2.352) 6½ v.
o.s.frv. Meðal þekktra stór-
meistara sem eru með færri vinn-
inga má nefna þá Mark Taimanov,
Wolfgang Uhlmann og Hans
Joachim-Hecht. Keppendur eru
272 og Ingvar í 22. sæti í styrk-
leikaröðinni skv. FIDE-stigum.
Samhliða fer fram keppni í
kvennaflokki og þar eru kvenna-
stórmeistararnir Tamara Khmiad-
ashvili (2.195) frá Georgíu og
Marta Litinskaja (2.348) frá Úkra-
ínu efstar eftir átta umferðir með
6½ vinning.
Sigurskák Ingvars úr áttundu
umferð:
Hvítt: Ingvar Ásmundsson
Svart: Genrikh Chepukaitis
Nútímavörn
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4.
f4 a6 5. Rf3 b5 6. Bd3 Rd7 7. e5
f5!?
Nýr leikur. Þekkt er t.d. 7 … e6
8. 0–0 Re7 9. De1 Bb7 10. a4 b4
11. Re4 d5 12. Rc5 Rxc5 13. dxc5
a5 14. Be3 0–0 15. Rd4 Dd7 16.
Dh4 f6 17. Dh3 Rf5 18. Rxf5 exf5
19. Bd4 fxe5 20. fxe5 Hae8 21. Dg3
He6 22. Hfe1 De7 23. c3 bxc3 24.
bxc3 f4 25. Dg4 Bxe5 26. Dxe6+
Dxe6 27. Hxe5 Dg4 28. He7 Hf7
29. He8+ Hf8 30. He7 Hb8 31.
Hf1 Bc6 32. g3 g5 33. Hg7+ Kf8
34. Hxf4+ og svartur gafst upp
(Ponomarjov-Barejev, Moskvu
2001).
8. a4 –
Til greina kemur 8. Bxf5!? Rxe5
(8. – gxf5 9. Rg5 Rf8 10. Dh5+
Kd7 11. Df7 Bh6 12. e6+ Kc6 13.
Dxf5 o.s.frv.) 9. Bxc8 Rxf3+ 10.
Dxf3 Dxc8 11. Dc6+ Kf8 og hvítur
á betra tafl.
8 … b4 9. Re2 e6 10. c3 Hb8 11.
a5 Re7 12. 0–0 h6
Eftir 12… 0–0? 13. Rg5! getur
svartur ekki valdað peðið á e6 og
staðan hrynur hjá honum.
13. Rg3 0–0 14. De2 dxe5 15.
Rxe5 –
Eða 15. fxe5 bxc3 16. bxc3 Rd5
17. Bd2 Ha8 (17 … Hb2 18. Bxa6
Rxc3 19. Dc4 Rd5 20. Bxc8 Dxc8
21. Dc1 Db8 22. Bxh6) 18. c4 og
hvítur stendur betur.
15. – Rxe5 16. dxe5 bxc3 17.
bxc3 Rd5 18. Bxa6 Rxc3 19. Dc4 –
19 Bxa6?
Betra virðist að leika 19 … Dd5,
t.d. 20. Dxc3 Bxa6 21. Hf2 Hfd8
22. Hd2 Dc4 23. Dxc4 Bxc4 24. a6
Hxd2 25. Bxd2 Bf8 26. Be3 Ha8
27. a7 c5 28. h4 h5 og hvítur virðist
lenda í erfiðleikum með að komast
í gegnum varnir svarts.
20. Dxe6+ Kh7 21. Dxa6 Dd5
22. Da7 c5 23. Be3 Hfc8 24. a6
Hb2 25. Hf2 Hxf2 26. Bxf2 Rd1
27. Db7 Dd2 28. Df3 –
Hinn undarlegi leikur, 28. Rh1,
kemur vel til greina, t.d. 28 … Rc3
29. a7 Re2+ 30. Kf1 Dd3 31. h3
He8 32. a8D Hxa8 33. Dxa8 (33.
Hxa8? Rg3+ 34. Kg1 Dd1+ 35.
Kh2 Rf1+ 36. Kg1 Rg3+, jafnt)
33 … Rxf4+ 34. Kg1 Re2+ 35.
Kh2 Bxe5+ 36. Rg3 Bxa1 37. Dxa1
og hvítur á vinningsstöðu.
28 … Rxf2 29. Dxf2 Dd5 30. h4
h5 31. Re2 Bf8 32. g3 c4 33. Dg2
Dd7 34. Kh1 Hc7 35. Rc3 Ha7
Eða 35 … Dd4 36. Ha2 Dxc3 37.
a7 Hxa7 38. Hxa7+ og hvítur vinn-
ur.
36. Dd5 Dc8 37. Db5 Da8+ 38.
Rd5 c3 39. Kh2 c2 40. Rf6+ Kh6
41. Dc4 Bg7 42. Dxc2 Hxa6 43.
Hxa6 Dxa6 44. Rd5 –
44 … Bf8 45. Re3 Da3 46. De2
Bc5 47. Rg2 Bb4 48. Re1 Bxe1
Eftir 48 … Kg7 49. Rf3 Db3 50.
Rg5 Be7 51. Dd2 á hvítur einnig
vinningsstöðu, þótt það geti tekið
langan tíma að innbyrða vinning-
inn.
49. Dxe1 Da2+ 50. Kg1 De6 51.
Dc3 Kg7 52. Kf2 Db6+ 53. Ke2
Kf7 54. Kd3 Ke7 55. Kc4 Dg1 56.
Kd5 Dg2+ 57. Kc5 Db7 58. Da3
Ke6 59. Dd3 Dc7+ 60. Kb5 Db7+
61. Kc5 Dc7+ 62. Kb4 De7+ 63.
Kb3 Db7+ 64. Kc3 Db6 65. Dc4+
Kd7
Eftir 65 … Ke7 66. Db4+ nær
hvítur drottningakaupum og vinn-
ur létt.
66. Df7+ Kc8 67. Dc4+ Kd7 68.
Df7 Kd8
Eftir 68. – Kc8 69. Db3 Df2 70.
Kc4 Dd2 71. Da3 Dg2 72. Da6+
Kd8 73. Dd6+ Kc8 74. Dc5+ Kb8
75. Db6+ Kc8 76. Dxg6 og hvítur
vinnur.
69. Df6+ og svartur gafst upp,
því að peðaendataflið er tapað:
69 … Dxf6 70. exf6 Kd7 71. Kd4
Ke6 72. Kc5 Kxf6 73. Kd6 Kf7 74.
Kd7 Kf6 75. Ke8 Kg7 (75 … Ke6
76. Kf8 Kd5 77. Kf7 Ke4 78. Kxg6
Kf3 79. Kxh5 Kxg3 80. Kg5) 76.
Ke7 Kh7 77. Kf7 Kh6 78. Kg8 g5
79. hxg5+ Kg6 80. Kf8 o.s.frv.
Shredder og Fritz efst
á HM skákforrita
Sjö umferðum er lokið á heims-
meistaramóti skákforrita. Fritz og
Shredder eru efst á mótinu með
5½ vinning. Tölvubúnaðurinn sem
Fritz-forritið var keyrt á í einvíg-
inu við Kasparov í New York var
fluttur til Graz í Austurríki þar
sem heimsmeistaramótið fer fram,
en Shredder verður að láta sér
nægja tveggja örgjörva PC-tölvu.
Deep Junior er í þriðja sæti með 5
vinninga. Öll sterkustu forritin
hafa teflt innbyrðis og því er
spurningin hvernig þeim tekst upp
gegn „minni spámönnunum“ á
mótinu.
Tívolísyrpa Hróksins
og Húsdýragarðsins
Þriðja mótið í Tívolísyrpu
Hróksins og Húsdýragarðsins
verður haldið í Vísindatjaldinu
sunnudaginn 30. nóvember. Móta-
röðin er fyrir börn í 1.–6. bekk.
Átta mót gefa stig og lýkur
syrpunni með lokahófi í maí. Þar
munu fimm krakkar úr hverjum
flokki með besta heildarárangur
yfir veturinn, alls tuttugu börn,
etja kappi um ferð fyrir tvo í Tív-
olí í Kaupmannahöfn. Vegleg verð-
laun verða einnig veitt fyrir annað
og þriðja sætið sem og fyrir mæt-
ingu og framfarir.
Þeim sem ekki ná tilsettum ár-
angri verður boðið upp á fjöltefli
við stórmeistara. Í lokahófinu
verður dregið í happdrætti þar
sem reiðhjól er í fyrsta vinning
ásamt hljómtækjasamstæðu og
fleiri vinningum. Boðið verður upp
á pylsur og gos og þjóðþekktir ein-
staklingar skemmta. Einnig fá þau
sem sköruðu fram úr í sínum ald-
ursflokkum viðurkenningar.
Ókeypis er í garðinn fyrir kepp-
endur, en foreldrar og forráða-
menn verða að greiða aðgangseyri.
Nauðsynlegt er að skrá sig í
mótið fyrir kl. 22 á laugardag með
því að senda tölvupóst á skak-
skoli@hotmail.com eða með því að
hringja í 699 2003. Mótið hefst kl.
13:10, en keppendur þurfa að
mæta milli kl. 12 og 12:45. Tefldar
verða fimm umferðir og umhugs-
unartíminn verður sjö mínútur.
Skipt verður í stúlkna- og drengja-
flokk.
Verðlaun og vinningar eru frá
Hagkaupum, Húsdýragarðinum,
tafl.net og Ísöld.
Úrslitaviðureign bikarkeppni
Taflfélags Garðabæjar
Laugardaginn 29. nóvember fer
fram úrslitaviðureign bikarkeppni
Taflfélags Garðabæjar í húsnæði
Skáksambands Íslands þar sem
Taflfélag Vestmannaeyja mætir A-
sveit Taflfélags Reykjavíkur. A-
sveit TR er núverandi bikarmeist-
ari, en Taflfélag Vestmannaeyja er
fyrsta liðið utan Reykjavíkur til að
komast í úrslit.
Heiðursgestir leiksins, þeir
Gunnar Örn Erlingsson, íþrótta-
fulltrúi Garðabæjar, og Sigurður
R. Pétursson, framkvæmdarstjóri
Ísspors, heilsa upp á keppendur
kl. 18:10 og í framhaldi af því hefst
keppnin.
Upphitunarhátíð bikarúrslitanna
hefst kl. 15:30. Þá verður háð óop-
inbert Íslandsmót unglingasveita
taflfélaga.
Á sama tíma keppa skákklúb-
barnir Díonýsus og Heiðrún um
Íslandsmeistaratitil skákklúbba í
samspilsskák, en það er nýtt form
í skákíþróttinni sem Taflfélag
Garðabæjar hefur stungið upp á
að verði notað meira.
Ísspor býður áhorfendum frítt á
bikarúrslitin og upphitunarhátíð-
ina.
Ingvar efstur á HM og hef-
ur tryggt sér AM-áfanga
SKÁK
Þýskaland
HM ÖLDUNGA
17.–29. nóv. 2003
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
dadi@vks. is
Aðventusamkoma í
Víkurkirkju í Mýrdal
AÐVENTUSAMKOMA verður í
Víkurkirkju í Mýrdal sunnudaginn
30. nóv. nk. og hefst kl. 15:00.
Þau sem fram koma eru m.a.:
Nemendur 1.–4. bekkjar í Grunn-
skóla Mýrdalshrepps undir stjórn
Önnu Björnsdóttur tónmennta-
kennara. Kór Víkurkirkju undir
stjórn Kristínar Waage organista.
Við fáum að heyra jólasögu og
syngjum saman falleg jólalög og
sálma.
Eftir samveruna í kirkjunni
verður kveikt á jólatré Mýrdæl-
inga framan við Víkurkirkju. Eft-
ir að kveikt hefur verið á jóla-
trénu ætla 8. og 9. bekkur
Grunnskóla Mýrdalshrepps að
vera með kakó og vöfflur til sölu í
Leikskálum til styrktar ferðasjóði
sínum. Verð fyrir fullorðna er kr.
500. Verð fyrir börn undir grunn-
skólaaldri kr. 300.
Fjölmennum á aðventusamkom-
una í kirkjunni og síðan á kakó-
söluna í Leikskálum.
Sóknarprestur og
aðrir aðstandendur.
„Morgunstund gefur
gull í mund“ í Graf-
arvogskirkju
ANNAÐ árið í röð verður boðið
upp á sérstakar helgistundir alla
virka daga aðventunnar í Graf-
arvogskirkju kl. 7:00 á morgnana.
Um er að ræða sautján skipti.
Fyrsta morgunstundin verður
mánudaginn 1. desember nk. og
sú síðasta að morgni Þorláks-
messu. Hver morgunstund sam-
anstendur af ritningarlestri, hug-
leiðingu og bæn. Að helgihaldi
loknu gefst fólki kostur á að
snæða morgunverð í safnaðarsal
kirkjunnar.
Þessar morgunstundir mæltust
vel fyrir í fyrra. Þær gefa fólki
tækifæri til þess að eiga friðar- og
kyrrðarstund í erli aðventunnar,
áður en haldið er af stað út í lífið
til þess að sinna margvíslegum
verkefnum í dagsins önn.
Harmonikkuball í
Garðasókn
HARMONIKKUBALL verður í
Kirkjuhvoli í dag, föstudag, kl.
14–17 á vegum Garða- og Bessa-
staðasókna, ásamt félögum eldri
borgara á Álftanesi og í Garðabæ.
Gerðubergskórinn kemur og held-
ur uppi fjörinu með söng og Vina-
bandið leikur fyrir dansi. Upp-
lestur og gamanmál. Vöfflukaffi.
Verð kr. 500.
Víkurkirkja í Mýrdal.
KIRKJUSTARF
Í sandinum átti ég eftir
ástkæru sporin þín.
En regnið grét, uns þau
grófust,
geisli þar yfir skín.
Í sál minni ógleymd á ég
að eilífu brosin þín.
Þau grafast ei þó ég gráti,
– geisli þar yfir skín.
(Hulda.)
Við systurnar höfum passað
Bjartmar og leikið við hann frá því
að hann fæddist. Hann kom líka oft
í heimsókn til okkar og þá spurði
hann hvað hann mætti vera lengi
og þegar hann fékk svar í mínútum
þá vildi hann vita hvað það væri
langt. Þannig kenndi hann okkur
að það er ekki hægt að útskýra
tíma nema með tíma. Hann kenndi
okkur líka margt annað með
skemmtilegum spurningum sínum
BJARTMAR
JÓNASSON
✝ Bjartmar Jónas-son fæddist í
Reykjavík 13. mars
1998. Hann lést á
heimili sínu 16. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Víðistaða-
kirkju 25. nóvember.
og athugasemdum.
Hann hafði svar við
öllu og var góður í að
eiga síðasta orðið.
Hann var mikill spila-
maður og gaf ekkert
eftir enda var hann
bestur þrátt fyrir ung-
an aldur. Bjartmar
átti auðvelt með að
brosa og með fallega
brosinu sínu tókst
honum líka að snúa
öllum í kringum sig.
Hann vildi líka deila
öllu sem hann átti og
var alltaf að passa að
enginn yrði út undan. Hann hafði
miklar áhyggjur af okkur þegar
hann vissi að við værum að fara að
taka bílpróf og sagði um daginn:
„Hún getur klessið á,“ þegar hann
frétti að Helga væri komin með æf-
ingaleyfi á bíl.
Bjartmar átti auðvelt með að
sýna væntumþykju og blíðu og það
var alltaf gaman að passa hann. Nú
er litli fjölskylduvinurinn farinn frá
okkur en við munum blíðu brosin
hans og fallega hláturinn en sökn-
um um leið stundanna með honum
sem urðu ekki fleiri.
Guðbjörg (Gugga) og
Helga Jónasdætur.