Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 43 MEÐFERÐ Útlendingastofnunar á umsókn þeirra Ramin og Jönu Sana um pólitískt hæli hér á landi er hneyksli. Því miður er það ekki undantekning heldur regla yfirvalda að neita umsækjendum um pólitískt hæli hér á landi og það sem verra er, það er að verða sama sagan með dvalarleyfin. Nýju útlendingalögin brotin? Þessi ungu hjón, sem eignuðust hér sitt fyrsta barn í síðustu viku, hafa beðið svars yfirvalda allt frá því í mars sl. er þau komu hingað til lands. Aðstæður þeirra eru öllum kunnar: Hann er Afgani, hún er frá Úzbekistan. Ofsóknir og lífshætta bíður þeirra á heimaslóðum. Ættingjar þeirra uppfylla skilyrði flóttamannastofn- unar SÞ í nágrannalöndunum en að mati Útlend- ingastofnunar gera þau það ekki. Stofnunin við- urkennir samt að ekki sé þorandi að senda þau heim – a.m.k. ekki næsta árið! Ef ætlunin er hins vegar að vísa þeim og nýfæddum syni þeirra úr landi 24. nóv- ember 2004 tel ég augljóst að með því væru brotin nýsett lög um útlendinga nr. 96/2002 en í 21. grein þeirra segir að óheimilt sé að vísa frá landi eða úr landi útlendingi sem fæddur er hér á landi og hefur átt hér fast heimili óslitið síðan. Er þetta boðlegt framlag? Í ársbyrjun 2003 voru 20 milljónir manna á skrá Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna; 1 af hverjum 300 jarðarbúum. Inni í þessari tölu eru þó ekki 4 milljónir Palestínumanna sem búa í flótta- mannabúðum í eigin landi. Íslendingar hafa frá 1956 tekið við samtals 422 flóttamönnum en alltaf í sér- völdum hópum, að jafnaði 9 manns á ári. Á sama tíma hefur aðeins einn maður fengið hér pólitískt hæli ut- an slíkra hópa, en nokkrir tugir hafa fengið dvalar- leyfi af mannúðarástæðum. Það er því augljóst að við höfum ekki ástæðu til að vera mjög stolt af framlagi okkar til að leysa flóttamannavandann í heiminum. 50 börn frá 1998 – aðeins níu fengu að vera Afdrif hælisleitenda voru til umræðu á Alþingi í lið- inni viku þegar dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurn minni þar um. Í svarinu kom m.a. fram að frá 1998 til 18. nóvember 2003 var sótt um hæli fyrir 314 manns, þar af 50 börn yngri en 16 ára hér á landi. 27 var veitt dvalarleyfi 1998 til loka árs 2000, þar af fjórum börnum. Í janúar 2001 gerðist Ísland aðili að svo- nefndum Dyflinarsamningi. Síðan þá hefur nánast öll- um hælisleitendum ýmist verið snúið frá, þeir fluttir til síðasta áfangastaðar eða umsókn um hæli hafnað og þeir sendir heim. Hælisleitendur 2001 til 18. nóv- ember 2003 voru 241, þar af 46 börn. Aðeins 15, þar af fimm börn, fengu dvalarleyfi á sama tíma. Áð- urnefnd hjón eru þau einu sem hafa fengið dval- arleyfi hér á þessu ári. Fimm málum er ólokið. Eins og sjá má af þessum tölum þá eru dvalarleyfin orðin alger undantekning, m.a.s. fjölskyldum með börn sem búin eru að vera lengi á þvælingi um heim- inn er blygðunarlaust vísað frá Íslandi. Stjórnvöld þvo hendur sínar og vísa í Dylfinarsamninginn, eins og við séum skyldug til að hlíta ákvæðum hans um brott- vísun til síðasta áfangastaðar. Þannig er það ekki. Það er ekkert í samningnum sem bannar okkur að bjóða nýjan Íslending velkominn í heiminn. Ég held líka að það sé vilji flestra. Börnin hafi forgang Í svari dómsmálaráðherra kom fram að öll börn sem hér koma við sögu, 50 börn á árunum 1998–2003, hafi komið hingað með foreldrum sínum og að ,,niðurstaða í máli þeirra hafi ráðist af niðurstöðu í málum for- eldranna“. Niðurstaðan var sem fyrr segir að ein- ungis níu börn fengu hér dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum. En hvernig á flóttafólk annars að þekkja þennan Stóradóm ríku þjóðanna í Evrópu og átta sig á því að með umsókn um hæli í fleiri en einu landi er það útlægt úr öllum ríkjum Schengensvæðisins í senn? En sú er einmitt oft „niðurstaðan“ í máli for- eldranna. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn að hafa forgang og njóta verndar, ef ekki á grundvelli flóttamannasamnings SÞ, þá á grundvelli mannréttinda- og mannúðarsjónarmiða. Í 21. grein barnasáttmálans segir að ,,aðildarríki hans skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leit- ar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfs- háttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau rétt- indi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þess- um og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að“. Oft er erfitt fyrir fólk sem lifað hefur langar hörm- ungar að feta sig á nýrri braut, en börnin eru hins vegar þeirri góðu gáfu gædd að geta eignast nýtt líf í nýju landi – bara ef þau fá tækifæri til þess. Það er því ekki hægt að sætta sig við það að 41 barni hafi verið vísað frá Íslandi með foreldrum sínum á und- anförnum 5–6 árum. Hér ekki bara getum við, heldur verðum við að gera miklu betur. Getum við ekki gert betur? Eftir Álfheiði Ingadóttur Höfundur er varaþingmaður VG í Reykjavík suður. ALLSHERJARNEFND Al- þingis hefur nú til umfjöllunar svokallað „vændisfrumvarp“. Meg- ininntak frumvarps- ins er að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð. Und- irrituð hvetur alla þingmenn til að hafna þessari hug- mynd vegna eft- irfarandi ástæðna: 1. Ein helsta forsenda frum- varpsins – að frumvarpið leiði til þess að auðveldara verði að kæra ofbeldi – er vanhugsuð. Það verður að teljast ólíklegt að konur eða karlar sem neyðast til að fara þessa leið í tekjuöflun hafi hvata eða aðstöðu til að sækja rétt sinn til yfirvalda. Ef vændi leitar undir yfirborðið og fjarlægist enn frekar regluverk samfélagsins er búið að neyða fólk sem stundar vændi inn í undirheima þar sem allt önnur lögmál eru í gildi. Lögreglunni er ekki leyfilegt að nýta sér tálbeitur. Auk þessa má telja það afar ólíklegt að sú eða sá sem neyðist til að afla sér tekna með sölu á eigin líkama leiti að- stoðar lögreglu til að uppræta vændi í samfélaginu. Ef neyðin ein rekur fólk til að stunda vændi, má ætla fjarstæðukennt að halda því fram að sá sem í nauð selur líkama sinn, gangi fús í lið með lögreglu með það fyrir augum að útiloka tekjulind sína. 2. Önnur forsenda frumvarpsins sem haldið hefur verið á loft – að þessum lögum sé ætlað að berjast gegn mansali – er á jafnmiklum misskilningi byggð. Mansal er þegar ólöglegt á Íslandi og reynd- ar er stutt síðan maður var hand- tekinn grunaður um slíkt hér- lendis. Með því að beina refsiábyrgðinni að kaupendum vændisþjónustu og færa þannig starfsemina neðanjarðar er hins vegar verið að afhenda vændið í hendur glæpamanna. Reynslan sýnir að miklar líkur eru á að fólk sem stundar vændi sé misnotað af þriðja aðila. Nái frumvarpið fram að ganga verður vændi stundað með aðferðum glæpamanna – með kúgunum, hótunum og ofbeldi. 3. Reynsla sambærilegra laga í Svíþjóð er í besta falli umdeild. Lögreglan og forvarnardeildir hafa lýst því yfir opinberlega að árangur af lögunum sé í raun eng- inn. Götuvændi hefur að mestu horfið en í stað þess hefur þjón- ustan einungis flust til og er nú stunduð af jafnmiklu kappi í gegn- um internetið. Staða vændis- kvenna virðist hins vegar hafa versnað í kjölfar laganna. Skýrsla Petru Östergren sýnir m.a. að ör- yggi vændiskvenna er minna og tekjur þeirra hafa lækkað töluvert. Það er því erfitt að sjá hvers vegna við ættum að feta í fótspor Svía í þessu máli. Reynslan frá Svíþjóð sýnir auk þess að erfiðara er nú að sækja mál gegn þriðja að- ila – vændismiðlaranum. Þeir eru öruggari en áður því mun erfiðara er að fá fólk til að bera vitni í slík- um málum. Það er verð ástæða fyrir því að aðrar þjóðir hafa ekki farið að fordæmi Svía því hér er um mikil ólög að ræða. 4. Í greinargerð með frumvarp- inu er vitnað í skýrslu dóms- málaráðuneytisins um stöðu vænd- is á Íslandi. Skýrslur ráðuneytisins eru hins vegar fleiri. Undirrituð spyr því, hví ekki hafi verið notast við skýrslu dóms- málaráðuneytisins um tillögur til úrbóta í þessum málum? Má það vera vegna þess að í þeirri skýrslu var „sænska leiðin“ skoðuð og nið- urstaðan varð sú að hún þætti ekki heillavænleg? 5. Kolbrún Halldórsdóttir, flutn- ingsmaður frumvapsins, hefur sagt að lögunum sé ætlað að senda skilaboð út í samfélagið. Ef svo er má telja skilaboð frumvarpsins einkennileg. Samkvæmt frumvarp- inu eru kaup á vændi ólögleg en hins vegar er ekki ólöglegt að stunda vændið. Hér eru skilaboðin til samfélagsins að það sé í lagi að stunda vændi vegna þess að öðrum verður refsað ef upp kemst. Telur löggjafinn rétt að senda þau skila- boð að fólk eigi ekki að bera ábyrgð á eigin ákvörðunum? 6. Flutningsmenn frumvarpsins verða að gera sér grein fyrir að tilgangur refsilöggjafarinnar er ekki að vera skilaboðaskjóða þing- manna til samfélagsins. Rétt- arríkið gerir þá kröfu til löggjaf- ans að mönnum verði ekki refsað nema með stoð í skýrri lagaheim- ild. Óljós hugtakanotkun og van- hugsaðar lagabreytingar frum- varpsins yrðu því til þess fallnar að stefna réttaröryggi samfélags- ins í verulega hættu. Að þessu virtu er varhugavert að greiða götu vædisfrumvarpsins. Beri menn hag þeirra er selja lík- ama sinn fyrir brjósti þarf áþreif- anlegri sönnur fyrir því að eina leið megi telja betri en aðra. Það er vanhugsað að halda því fram að sporna megi við félagslegu vanda- máli með refsingum. Aðgerðir stjórnvalda ættu fremur að miðast við forvarnarstarf, að tryggja ör- yggi þeirra sem stunda vændi og hjálpa þeim er sjá sér ekki annað fært en að selja líkama sinn, að finna aðra leið í lífinu. Með þetta í huga hvetur undirrituð þingmenn til að auka ekki enn frekar per- sónulegar hörmungar fólks með illa ígrundaðri lagasetningu. Höfnum vændisfrumvarpinu! Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur Höfundur er í stjórn Heimdallar. EKKI er laust við að gætt hafi nokkurs óróleika hjá þeim, er fjallað hafa um greinarkorn, sem birtist í Morg- unblaðinu 3. októ- ber. sl. eftir Mar- gréti Jónsdóttur Akranesi, Vakna þú, sofin þjóð. „Geriði eitthvað“. Um sumt af því sem þar kemur fram má skiptast á skoðunum, því mál þetta varðar flesta landsmenn frekar þó þá sem í sveitum búa. Nú vil ég ekki öðru trúa en að Margrét Jónsdóttir sé skýrleiksmanneskja og eigi sér fjölda skoðanasystkina ég vil því eiga orðastað við hana með vitrænum hætti. Í upphafi vil ég benda henni á, að fornt er í máli okkar, „að ekki sé búmaður nema hann kunni að berja sér“, bið ég hana að hafa það í huga. Þegar ég hugleiddi orð hennar „bændur halda áfram að bera sig illa“, kom upp í hug mér ein setning úr bók Svövu Jakobsdóttur, „Veisla undir grjótvegg“, við erum ekki fátæk, við erum auralaus. Þetta má heim- færa upp á fjölda bænda, þeir eru margir auralausir þrátt fyrir að eiga góðan bústofn, góða ræktun og húsakynni. En skorta virðist á að ráðdeild sé alltaf höfð með í för. Munað nútímalífs virðist mörgu bændafólki um megn að láta framhjá sér fara. Ég er sammála Margréti um að víst sé hægt að halda uppi byggð í landinu þó að fjárbúskapur minnki um helming það er ef hún á við fjárfjölda á bújörðum, en ekki mikla fækkun búa. Í um tvo áratugi hefur verið rekinn áróður fyrir því að fjárbú stækki, það sé ávísun á betri afkomu. Allt of margir virðast leggja trúnað á þetta einkum þó hinir áhrifameiri. Ég er nær viss um að bændur á því svæði þar sem ég er kunnugastur, um mið- og norðurhluta Strandasýslu hafi af- sannað þessa kenningu, en þar hef- ur fjárfjöldinn í áratugi verið á bilinu 200 til 380 kindur og afkom- an ekki verið áberandi verri nema síður sé, en þar sem fé hefur verið fleira. Að minnsta kosti hafa há- værustu raddirnar í grátkórnum fræga, sem Margrét nefnir ekki komið frá þessu svæði. Ræktun sauðfjár sem hófst fyrir alvöru um miðja síðustu öldina var afar mik- ilvæg til að bæta afkomuna í sauð- fjárræktinni þökk sé þeim sem brautina ruddu. Þessi rækt- unarstefna hefur þó hin allra síð- ustu ár farið inn á óheppilegt hlið- arspor því að í öllu þessu upplýsingastreymi virðist sem sí- fellt minna sé lagt upp úr tilkostn- aðinum en háu gæða- og af- urðastigi. Er það miður og stuðlar ekki að því að bæta afkomu sauð- fjárbænda svo sem vert væri. Þó að margt hafi verið vel gert á und- anförnum árum og áratugum eru dæmin um mikla sóun til sveita mörg, einkum hin allra síðustu ár. Ekki leikur nokkur vafi á að fjöldi búa í landinu er yfirvél- væddur og oft freistast maður til að halda þegar véla- og tækjakaup eru ákveðin að þörfin ráði minna en löngunin til þess að vera eins og hinir. Landbúnaðarráðherrann Guðni Ágústsson sagði frá því síðla sumars að heyskapur á hans æsku- heimili hefði að þessu sinni tekið sex eða sjö daga. Þau eru mörg Brúnastaðaheimilin að þessu leyti til. En til hvers? Ólíklegt er að allt sé það tekjuskapandi iðja sem bændur sinna þann tíma sem áður fór í vinnu við heyskap. Vonandi lenda þó fáir í því, sem henti bónda á leið til útlanda ásamt konu sinni. Sá hafði lengi trassað að standa í skilum við stofnlánadeild landbún- aðarins sem svo hét. Í Leifsstöð hittir hann fyrir innheimtumann stofnlánadeildar sem minnti bónd- ann á skuld hans. Ég hef ánægju af heyskap og vil því vera lengi, sagði bóndinn sem heldur enn tryggð við votheysverk- unina. Þessum röddum fer hrað- fækkandi. Í fjölda ára ól ég þá von í brjósti, að orð Einar Magnússonar menntaskólakennara og síðar rekt- ors, um að margir íslendingar séu „haldnir minnimáttarkenndu óhófi“, yrði aldrei hægt að heimfæra upp á bændur. Sú von hefur brugðist. Átakanlegasta dæmið um sóun til sveita eru þó áburðarkaupin. Ef mig brestur ekki minni þá kom Páll Bergþórsson veðurfræðingur fram með þá ábendingu til bænda í apr- ílmánuði síðastliðnum – eftir að hafa borið saman hitatölur síðustu mánaða við hitafar veturna á undan – að óhætt væri fyrir bændur að minnka áburðarnotkunina um um það bil um helming frá fyrra ári. Nú hafa bændur þá reynslu af rannsóknum Páls að þeim má treysta, það hefur ekki brugðist. Engu að síður tóku fáir mark á honum og eyddu um það bil 500 milljónum í áburð síðastliðið vor, að þarflausu. Í Morgunblaðinu 3. nóv- ember sl. eru mál þessi reifuð. Þar eru rök Páls, fyrir minni áburðar- þörf sl. sumar rakin og myndrit birt til glöggvunar. Hann segir ótta bænda um að heygæði rýrni við minni áburðarskammt ástæðu- lausan. Niðurstöður rannsókna sem hann lét gera á Hvanneyri 1977– 1990 hafa ekki leitt neitt slíkt í ljós. „Það er ástæðulaust að vera með of mikinn heyfeng í góðæri, sérstak- lega vegna takmarkaðs geymslu- þols umfram töðu í rúlluböggum,“ segir Páll í viðtalinu. Sárt er til þess að hugsa að á ráðum þessa merka vísindamanns taki bændur lítið mark. Þeir halda áfram að safna heyjum, sjálfum sér og landi sínu til óþæginda og tjóns. Er nema von að kennaralærð kona á Akra- nesi telji sig eiga nokkuð vantalað við bændur og forustu þeirra. Leið- inlegast af öllu er þó sú uppgjöf og eymd, að biðja um fjárstyrk frá ríki í einhverju mesta góðæri seinni tíma eins og gert var og versnandi afkomu sauðfjárbænda um kennt. Vandi sem bændur hafa sjálfir komið sér í og ætla að viðhalda, með offramleiðslu og óþörfum áburðarkaupum. Víst er að áfram mun marga í þeirra hópi skorta ráðdeild og suma stóran skammt af henni. Eflaust munu einhverjir af þeim bændum sem þurftu að grípa til þess óyndisúrræðis að skera ný- fædd lömb sín í miklum harðindum og heyleysi vorið 1949 bylta sér í gröf sinni ef þeim vitnuðust þau ótíðindi að á árinu 2003 væru sauð- fjárbændur styrktir sérstaklega í einu mesta góðæri sem komið hefur um langt skeið eins og nú hefur gerst. Næg hey og snjóléttir eða snjólausir vetur svo ekki sé minnst á álitshnekki fyrir ímynd sveitanna og fordæmið sem þetta gefur gagn- vart öðrum kjötframleiðendum. Sauðfjárræktin á að vera at- vinnugrein sem tekur ávinningi og þá áföllum ef svo ber undir. Und- anfarin ár hefur mikið verið gert til að bæta ímynd sveitanna með átaksverkefnum eins og fegurri sveitir og svonefndri gæðastýringu í tengslum við núgildandi sauðfjár- samning. Að greiða sauðfjár- bændum 140 milljónir utan allra samninga, mun að minnsta kosti í bili, skaða allt það starf, sem unnið hefur verið að í þessum efnum. Eitt er því kristaltært, að nú mun fjölga í liði kennarans á Akranesi. Mál sauðfjárbænda skýrð fyrir Margréti Jónsdóttur Eftir Guðfinn S. Finnbogason Höfundur er sauðfjárbóndi í Mið- húsum í Strandasýslu. VEÐUR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.