Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.11.2003, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 35 E r e k k i r é tt a ð e n d u rn ýj a ? Skíðafatnaður Skautar H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n / M ar ki ð / 1 1. 20 03 Skíðaútsala 10-90%afslátturl SÓLVEIG Unnur Ragnarsdóttir sópransöngkona og Ólafur Vignir Al- bertsson píanóleikari halda einsöngs- tónleika í Gerðubergi kl. 15 á morgun, laugardag. Tón- leikarnir eru loka- áfangi burtfarar- prófs Sólveigar frá Söngskólanum í Reykjavík. Á efnisskránni er m.a. Sígauna- ljóðaflokkur eftir Antonin Dvorák, ljóðasöngvar eftir Brahms, Mahler, Richard Strauss og Alban Berg, íslensk sönglög eftir Jórunni Viðar, aríur úr söngverkum eftir G.F. Handel, Johann Strauss og W.A. Mozart, þar sem Sólveig Unnur fær til liðs við sig Grétu Hergils sópr- an og Jón Leifsson barítón í flutningi tríós úr Cosi fan tutte. Sólveig Unnur Ragnarsdóttir hóf tónlistarnám sitt 5 ára gömul, lærði fyrst á fiðlu og síðar píanó en hóf söngnám við Söngskólann í Reykja- vík árið 1996 þá 17 ára gömul. Aðal- kennarar hennar þar hafa verið Íris Erlingsdóttir, Már Magnússon og pí- anóleikararnir Iwona Ösp Jagla og Ólafur Vignir Albertsson. Sólveig hefur tekið þátt í uppfærslum Nem- endaóperu Söngskólans undanfarin ár; Gondólagæjunum, Tíu ástríðu- þrungnum óperudropum og Brúð- kaupi Fígarós Hún hefur sungið í Kór Íslensku óperunnar undir stjórn Garðars Cortes frá 2001 og meðal annars tekið þátt í uppfærslu Ís- lensku óperunnar á Macbeth eftir Verdi og sungið í Draumi Gerontínus- ar eftir Elgar, War Requiem eftir Britten og nú síðast í Elijah eftir Mendelssohn í tónleikaför til Noregs í okt. sl. Nú í haust tók Sólveig þátt í námskeiði á vegum Söngskólans hjá prof. Kurt Widmer. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tæki- færi m. a. með Kammerkór Reykja- víkur. Sólveig stundar nú nám við kennaradeild Söngskólans í Reykja- vík. Burtfararpróf Sólveigar Unnar Sólveig Unnur Ragnarsdóttir RÉTTINDASTOFA Eddu – útgáfu hefur gengið frá samningum um út- gáfu á Mýrinni eftir Arnald Indriða- son í Frakklandi og á Ítalíu. Það er Longanesi sem gefur bókina út á Ítalíu og Editions Métailé í Frakk- landi. Longanesi er eitt öflugasta forlag Ítalíu og gefur út höfunda á borð við J.K. Rowling (Harry Potter), Arund- hati Roy (Guð hins smáa) og Irvine Welsh (Trainspotting). Editions Métailé gefur út franskar bækur almenns efnis og þýdd skáld- verk. Þá hefur Signature í Hollandi tryggt sér réttinn á Röddinni eftir Arnald en það forlag hefur áður gef- ið út Mýrina, auk þess sem Grafar- þögn er væntanleg hjá forlaginu á næsta ári. Mýrin hefur nú verið seld til fjór- tán landa. Hún kom út í Þýskalandi í upphafi árs og hefur selst í yfir 140.000 eintökum þar í landi. Þá er hún tilnefnd sem besta þýdda glæpa- sagan á þessu ári í Svíþjóð en úrslit verða kunngerð á morgun, laugar- dag. Mýrin til Frakklands og Ítalíu Arnaldur Indriðason ÖRN Karlsson opnar myndlist- arsýninguna Skippt og skorið í hús- næði ReykjavíkurAkademíunnar, að Hringbraut 121, kl.17 í dag, föstudag. Um er að ræða yfirlits- sýningu á verkum listamannsins frá því um 1970 fram til dagsins í dag. Örn vinnur mest með teikningar og samklippsmyndir (collage) en einn- ig texta sem hann beitir „orða- skurði“. „Verkin hafa sterka skír- skotun í „and-menningarstrauma“ 7. og 8. áratuga liðinnar aldar og endurspegla eins konar „neð- anjarðar-hugmyndafræði“ sem á e.t.v. rætur að rekja til fram- úrstefnulistar síðustu aldar og sér- staklega dada. Meðal áhrifavalda mætti nefna Kurt Schwitters í myndlistinni en William S. Burr- oughs í textagerðinni. Örn vinnur annars á mörkum myndlistar og texta,“ segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 1. febrúar og er aðgangur ókeypis. Verk eftir Örn Karlsson. Yfirlitssýn- ing Arnar Karlssonar Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.